Þjóðviljinn - 17.02.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.02.1952, Blaðsíða 8
Borgar sig ekki að kalda göfunum ökufærum? . flve miklu nemur tjón vegna árekstra, benzíneyðslu og slits vegna ófærðarinnar síðan á áramótum? I fyrradag skýrði Þjóðviljinn frá því að 10 næstu daga á undan hefðu 12—13 bifreiðaárekstrar verið tilkynntir daglega. 1 janúarinánuði s.l. voru einu tryggingarfélaginu af fjórum, — Samvinnutryggingum — tilkynnt 99 bifreiðatjón og telur félagið að einn fjórðj eða einn þriðji af þeim tjónum sem það þarf að greiða hafi ekki verið tilkynntur enn. Áætlaður kostnaður við bótagreiðslur vegna hinna þegar tát kynntu tjóna er áætlaður 128 þús. og 300 kr. Má því. gera ráð fyrir að þegar tiilkynningar um öll tjón í máriuðinum hafa borizt niuni bótagreiðslur fyrir þáu samtals nema allt að 170 þús. kr. — aðeins hjá þessu eina tryggingarfélagi. Þjóðviljinn hafði í gær tal af tryggingarfélögunum, en aðeins þetta eina félag taldi sig geta gefið yfirlit yfir tilkynntar bóta kröfur á undanförnum vikum, ástæðurnar til þess að þetta liggur ekki fyrir eru þær hve óvenjumargir bifreiðaárekstrar toafa orðið og líka hitt að það getur dregizt í margar vikur að tjón vegna árekstra séu til- ðiynnt. Einum atvinnu- leysingja færra Forstjórastaðan við Inn- kaupastofnun ríkisins hefur yerið laus síðan Finnur Jóns- son féll frá, og voru um hana mikil átök að tjaldabaki. Vildi AB-flokkurinn ólmur halda bitlingnum, en Framsókn og Ihaldið vildu einnig hreppa hann. Nú hefur Ihaldið orði'ð hiutskarpast og staðan verið veitt Eyjó'lfi Jóhannssyni. Ekki er vitað hvort hann hefur verið meðal þeirra 718 er síðast létu skrá sig atvinnulausa. Falin skráning og utgáfa nýyrða Menntamálaráðherra hefur falið stjórn ísl. orðabókarinnar, þeim dr. Alexander Jóhannes- syni, háskólarektor; dr. Þorkeli Jóhannessyni, prófessor; og dr. Einari Ól. Sveinssyni, pró- fessor, að hafa umsjón með skráningu og útgáfu nýyrða sem fé er veitt til í fjárlögum þessa árs. Er gert ráð fyrir að skráningu nýyrða verði lok- ið fyrir 1. júlí n. k. og mun þá Menntamálaráðuneytið sjá um að þau verði gefin út al- menningi til leiðbeiningar, — (Frá menntamálaráöuneytinu). Á s.l. ári munu Samvinnu- tryggingar hafa orðið að greiða 1350 til 1400 tjón vegna á- rekstra. I sumum tilfellum er vitanlega um litla upphæð að ræða, en í einstöku tilfellum allt uppí 30—40 þús. kr. Venjulega mun lögreglunni ekki tilkynnt um nema einn þriðja af bifreiðaárekstrunum og tjónum sem verða af þeim, og gefa því upplýsingar sem byggðar eru á tölum lögregl- unnar villandi mynd af þeim bifreiðatjónum sem verða ár- lega. Aðalástæðan til hinna mörgu árekstra undanfarnar vikur hef- ur ver'.ð ófærðin á götuntim. Hjá Samvinnutryggingum ein- um munu bótagreiðslurnar vart verða undir 200 þús. kr. Þá hef- ur ekki verið tekið með atvinnu- tap og veikiridi sem verða af umferðaslysum. Ekki heldur hefur verið vikið að þeirri benzíneyðslu og bílasliti sem beinlínis hefur orsakazt af ó- færðinni. Það hlýtur því óhjákvæmilega að vakna spurningin: Borgar það sig ekki að halda göt'unum umferðarhæfum ? Það sem af er þessu ári er a. m. k. ekki hægt að bera því við að ekki hafi fengizt vinnuafl til að moka göturnar. Fýkur yfir hæðir Austurbæjarbíó hefur hafið sýningar á athyglisverðri kvik- mynd, „Fýkur yfir hæðir“, en myndin er byggð á hinni kunnu skáldsögu Emily Bronte sem út kom í íslenzkri þýðingu í vetur. Það er full ástæða til að mæla með kvikmynydinni, sem er vel gerð og prýðilega leik- in; með aðalhlutverkin fara Laurence Olivier og Merle Ob- eron. UiræÉ Wur um list og samtíð Næstkomandi miðvikudags- kvöld verður nýstárlegur um- ræðufundur í Listamannaskál- anum. Það er Listvinasalurinn sem gengst fyrir fundinum og um- ræðuefnið er: Listin og samtíð- in. Frummælandi er Valtýr Pét- ursson listmálari, en síðan eru frjálsar umræður, og er þeg- ar vitað að þær muni verða fjörugar og hin andstæðustu sjónarmið koma fram. Þar sem búast má við mikilli aðsókn að fundinum verður að tákmarka aðgang við styrkt- armeðlimi Listvinasalarins og alla starfandi listamenn lands- ins eldri sem yngri. Hins vegar skal vakin athygli á því að Valtýr Pétursson Listvinasalurinn veitir viðtöku nýjum styrktarmeðlimum dag hvern kl. 1—7. vegna gin- ©g klaufaveiki Félagsmálaráðuneytið hefur auglýst nýjar varúöarráðstaf- anir gegn gin- og klaufaveiki. Samkvæmt því verða engin ný abvinnuleyfi veitt erlendum mönnum, nema brýnasta nauð- syn krefji og að viðhöfðum sérstökum varúðarráðstöfun- um. Af sérstökum ástæðum verða útlendingum sem hér dveljast ekki veitt ferðaleyfi til útlanda; og ennfremur hafa verið afturkölluð leyfi sem veitt hafa veri'ð til fólksskipta við landbúnaðarstörf. — Auglýsing um þetta efni er birt á öðr- um stað í blaðinu. ÞlÓÐVlLllNN Sprinúdagur 17. febrúar 1952 — 17. árgangur — 39. tölublað Munið Jræðslufimd Sosí- gsiíis 1 © Fræðslufundur Sósíalistafélags Reykjavíkur hefst í Stjörnubíóli kl. tvö í dag. Þar verður sýnd sovét- myndin „Samsæri hinna fordæmdu“. Hún er tekin með eðlilegum litum, fjallar um stjórnmálaátökin í Austurevrópulöndunum eftir styrjöldina og er ein bezt gerða mynd sem hingað hefur borizt árum saman. Á undan myndinni flytur Magnús Kjaitansson nokkur inngangsorð. — Öllum sósíal- istum er heimill aðgangur. Itölsb söngvamynd Trípó’ibíó hefur nú hafið sýningar á ítalskri stórmynd, Bajazzo, gerðri eftir hinni heimsfrægu óperu Leoncavallo: Pagliacci. Fer sjálfur Tito Gobbi með eitt áðalhlutverkið, og er þá ekki að sökum að spyrja. Allir hljómhstarvinir ættu að sjá þessa mynd. Bærinn samþykkur leng- ingu flugbrautarinnar Hægt að hefja fiamkvæmdii með litlnm fyiiivaia 1 framhaldi af viðræðum bæjarráðs við ríkisstjórnlna s.l. mið- vikudag um atvinnuleysið hér í bænum og leiðir til að bæta úr því, þar sem m. a. bar á góma fyrirhuguð lenging flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli, ræddi bæjarráð málið á fundi sínuni í fyrradag. Samþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti lengingu flug- brautarinnar. Norskur styrkur til háskólanáms Samkvæmt tilkynningu frá norska sendiráðinu í Reykja- vík hafa Norðmenn ákveðið að veita íslenzkum- stúdent styrk, áð fjárhæð 3200 norskar krón- iir, til háskólanáms í Noregi næsta vetur. Koma einkum til greina stúdentar, er nema vilja norska tungu, sögu Noregs, norska þjófimenjafræði, -dýra, grasa- og jarðfræði Noregs, kynna sér norskt réttarfar og bókmenntir. Styrkþegi skal dvelja við nám í Noregi a.m.k. 8 mán- uði á tímabilinu frá 1. septem- ber til maíloka. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta þenna styrk, sendi umsóknir til menntamála- ráðuneytisins fyrir 1. apríl n. k., ásamt afriti af prófskír- teini og meðmælum, ef til eru. (Frá menntamálaráðuneytinu.) Á bæjarráðsfundinum mættu þeir Agnar Kofoed-Hansen flugvallarstjóri, Hörður Bjarna- son, skipulagsstjóri, Marteinn Björnsson, verkfræðingur og Þór Sandholt. Skýrðu þeir fyr- irhugaðar framkvæmdir við stækkun brautarinnar. Ef af framkvæmdum verður á að lengja flugbrautina um 250 metra eða úr 1450 metrum í 1700 metra. Er nauðsyn þessa rökstudd me’ð því að stærri flugvélar en þær sem nú eru notaðar til millilandaflugs geti ekki athafnað sig á vellinum nema ílugbrautir séu lengdar. En 5 ráði mun vera hjá Flug- félagi Islands að afla sér stærri flugvéla en nú eru fyrir hendi. Þá telja forráðamenn flug- málanna mikils vert, vegna samkeppninnar við hin erlendu flugfélög sem hafa viðkomu- stað á Keflavíkurflugvelli, að fariþegarnir eigi kost á að fljúga beint héðan af Reykja- víkurflugvelli til útlanda og losna þannig við ferð suður á Reykjanesskaga. Ef af framkvæmdum verður við stækkun flugbrautarinnar ætti allstór hópur verkamanna og vörubílstjóra að geta kom- izt þarna að störfum. — Yrði þetta fyrst og fremst vinna við grjótnám og flutning grjóts ti] hinna fyrirhuguðu fram- kvæmda. 1 þetta verkefni er unnt að ráðast með mjög stuttum fyr- irvara. Þess verður því a'ð vænta að ríkisstjórnin dragi ekki málið á langinn heldur verði framkvæmdir hafnar án tafai, og þannig að nokkru leit- ast við að bæta úr því sívax- andi atvinnuleysi sem þjakar reykvíska verkamenn og vöru- bílstjóra. Ferðafélag Islands efnir til Ijós- niyndasýningar á næsta liansti Haláin í tilefni af 25 áia afraæli félagsins Ferðafélag Islands efnir á komandi hausti til ljósmyndasýn- ingar, sem haldin verður í Listamannaskálanum. Verður hún væntanlega opnuð um miðjan nóvember n.k. Sýning þessi er baldin í tilefni 25 ára afmælis Ferðafélagsins. Hefur það haldið þeirri venju að efna til Ijósmyndasýningar á 5 ára fresti, en féll þó niður 1942, aðallega. vegna styrjaldarinnar og efnis- skorts á Ijósmyndavörum. Síðasta sýning var haldin í Listamannaskálanum 1947. — Þátttaka í henni var góð og samtals voru um 400 ljósmynd- ir sýndar. Aðsókn að henni; var með ágætum og samtals sáu hana um 6000 manns. Myndwnnm skipt í flokka Ákveðið hefur verið að myndunum á næstu ljósmynda- sýningu verði skipt í flokka. Ber þá fyrst og fremst að nefna landslagsmyndir, en fyr- ir þeim hefur Ferðafélagið hvaö mestan áhuga vegna land- kynningarstarfsemi sinnar og árbókarútgáfu. I öðru lagi verða sýndar litskuggamyndir og jafnvel kvikmyndir, er sýnd- ar verða ákveðna tíma á kvöld- in. Loks verður svo öðrum myndum, hverju nafni, sem þær nefnast, skipað í einn og sama flokk. 1 landslagsmyndaflokki verð- ur sérstök deild með ákveðnum fjölda mynda frá hverjum þátt- takanda, er lýsir ákveðnu byggðarlagi eða héra'ði. Búast má við að toá verð- laun verði veitt fyrir beztu myndir í hverjum flokki. Ef þátttaka að sýningunni verður mjög mikil, er viðbúið að takmarka verði fjölda sýn- ingarmynda, og verður þá lög'ð áherzla á að sýna þær myndir, sem ekki hafa verið hér á sýn- ingum áður. LeikkvöM Menntaskólans Annað kvöld byrja hin ár- legu Leikkvöld Menntaskólans í Reykjavík. Leikurinn sem nemendur skólans sýna að þessu sinni nefnist Æskan við stýrið. Höfundurinn er þýzkur, Hubert Griffith að nafni, en Sverrir Thoroddsen toefur þýtt leikinn eftir enskri staðfærslu. Leikstjórar eru að þessu sinni tveir, þeir Baldvin Hall- dórsson og Klemens Jónsson. Magnús Pálsson hefur gert leiktjöldin. Aðalhlutverkin tvö fara með þeir Erlingur Gíslason, V. bekk, og Steinn Steinsson, VI. bekk. Formaður leiknefndar er Már Egilsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.