Þjóðviljinn - 17.02.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.02.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVIUINN — Sunnudagur 17. febrúar 1952 Sunnudagur 17. febrúar 1952 — ÞJÓÐVIUINN — (5 *— ----------------------------------------*—' þlÓflVIUINN Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Bitstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði I Reykjavík og nágrenni; kr. 18 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljana h.f. ______________________________________________✓ MorgunblaSsmatur Morgnnblaöið birtir í gær lista um vikufæði fjögurra manna fjölskyldu, tillögur sem mótaöar eru af „hagsýni og góðri meðferð á þeim verðmætum, sem búinu berast,“ eins og blaðið kemst að orði. Hér skal ekki dæmt um mat- aræðið sem blaðið leggur til, heldur aðeins bent á hinar fjárhagslegu niðurstöður. Útkoman er sú að fjögurra manna hagsýn og sparneytin fjölskylda þurfi kr. 400,29 í matvæli ein saman á hverri viku. Sú upphæð verður því 1800 kr. á mánuði Dagsbrúnarmaður á föstu mánaðarkaupi hefur nú í laun kr. 2.635. Morgunblaðsmaturinn mýndi kosta hann næstum því þrjá fjórðu af laununum, en hann ætti eftir rúmar 800 kr. Þær yrðu svo að endast til að greiða húsa- leigu, útsvör og skatta, rafmagn og hita, fatnað, sjúkra- samlag, strætisvagnafé og önnur óhjákvæmileg gjöld, svo að ekki sé minnzt á menningarmál og skemmtanir. Og það er augljóst hverjum manni að endarnir ná.ekki sam- an, jafnvel hagsýnn og sparneytinn Morgunblað'smatur er of dýr handa fjölskyldu Dagsbrúnarmanns sem þó fær greitt fullt mánaðarkaup. Og hvað svo um atvinnuleysingjana. Hvar elga msnn- imir sem ekki hafa haft neina vinnu vikum saman og c-kkert nema ómerkileg snöp mánuðum saman að taka 1800 kr. í mat á mánuði handa fjölskyldum sínum — auk annarra óhjákvæmilegra útgjalda. Morgunblaðið á þakkir skilið fyrir lista sinn um spar- neytin og hagsýn matarkaup. En það ætti nú að halda áfram á sömu braut. Birta næst liista um mat sem hæfir íjölskyldu Dagsbrúnármanns á fullu mánaðarkaupi. Og svo að lokum matarlista sem sé í samræmi við tekjur 2—3000 atvinnuleysingja í Reykjavík. AB-blaðið reyndi í gær að halda því fram áð fyrsta ■ stjórn AB-flokksins hafi, reyndar verið hin sksieggasta 1 baráttu sinni gegn dýrtíðinni, hún liafi í raun og sann- .leika efnt hin miklu fyrirheit sín um að stöðva dýrtíð og veröbólgu. Vísitalan hafi verið 355 þegar stjórnin fór frá en 318 stig þegár hún tók við, og hafi því ekki vaxið meira en í tíð nýsköpunarstjórnarinnar. Þéssi sagnfræði þárf óneitanlega nokkurra ieiðréttinga við. Þessi fyrsta stj. AB-flokksins vann t.d. það eftirminni- lega afrek aó binda kaupgjaldsvísitöluna, þannig að þeg- ar verðlagsvísitaían var komin upp í 355 stig voru laun aðeins greidd samkvæmt vísitölunni 300. Það var stolið • 55 stigum af kaupi almennings. Auðvitað merkti þessi ráðstöfun stóraukna dýrtíð á alþýöuheimilunum, enda þótt sú dýrtíöaraukning kæmi ekki fram í vísitölunni sjálfri,. í annan stað beindist hin skelegga barátta AB-flokks- ins ekki gegn dýrtíðinni heldur gegn dýrtíðarvísitölunni. AB-flokkurinn gerði það að sérgrein sinni að falsa vísi- töluna. Hann hækkaöi tolla og skatta jafnt og þétt, en notaði síðan hluta af þeim fúlgum til að greiða niður verð á þeim vörum sem mest áhrif höföu á vísitöluna. Og ósjaldan var aðfeðin’ sú að velja sérstaklega til niöur- greiðslu vörur sem ekki; fengust í verzlunum þannig að kostnaður við „niðurgreiðsluna“ var enginn, þótt áhrif- in á vísitöluna væru ærin. Með þessu móti varð raunveru- leg dýrtíð miklu meiri en vísitalan gaf til kynna, og tal- an 355 fjarri öllum veruleika. Mikill hluti þeirrar dýr- tíðar sem síðar kom fram var bein afleiðing af verkum AB-stj órnarinnar. Það stoðar því ekkert fyrir AB-blaðið að ætla að sýkna AB-flokkinn af hinni skipulögðu dýrtíð síðan 1947, hann er fyllilega samábyrgur hinum afturhaldsflokkunum tveimur. Hvar eru friðarsvöeði sinfóníuhljómsveitin? - unum em á „ÞEGAR EG var strák- ur“, skrifar Páll Adolfsson ,,var það venjan á vetrum, að yfirvöld bæjarins „úthlutuð'u", okkur krökkunum sérstökum brekkum í bænum til sleða- leikja. Þessir götuspottar voru i girtir af, og þarna gátum við verið í friði fyrir umferðinni, og foreldrar okkar þurftu ekkert að óttast um okkur á meðan. En yfirvöldin fóru síðan að gera minna og minna með þennan ágæta sið, og á yfirstandandi vetri hef ég bókstaflega hvergi orðið var við slík friðarsvæði barnanna í bænum. „ER ÞETTA í hæsta máta undarlegt. Og þeim mun undarlegra virðist það raunar sem hætturnar á götunni auk- ast með hverju ári, og slysin af völdum þeirra ...... Nú vil ég í nafni allra' reylwískra foreldra krefjast þess, að yfir- völd bæjarins taki aftur upp- hinn gamla og góða sið með sérstök friðsvæði fyrir sleða- ferðir barnanna". • SJÓMANNSKONA skrif- ar: — „Bæjarpóstur góður! Það sem mig langar að vekja máls á er þetta: Sér Þjóðvilj- inn sér ekki fært að birta oft- ar og gleggri fréttir en nú er af aflabrögðum og sjósókn? Ég á við fréttir úr hinum ýmsu verstöðvum bátaflotans, og eins frá togurunum. Þessum frétt- um ætti að vera ætlað rúm á sérstökum stað í blaðinu dag- lega. Fréttir af afiasölum tog- aranna birtist oftast 2—5 daga gamlar. • ÞJÓÐVILJINN og önnur dagblöð höfuðstaðarins mættu gjaman taka vikublaðið ,,Víði“ sér til fyrirmyndar hvað fréttaflutning af veiðiskipaflot- anum viðvíkur. En ,,Víðir“ er aðeins vikublað, sem kemur út á laugardögum, og þótt við kaupum hann hér, finnst mér sá galli á, að hann kémur of sjaldan út. • „EITT ENNÞÁ vildi ég sagt hafa; -— Margur Reykvík- ingur óskar þess víst, að göt- urnar væru heflaðar núna, a. m. k. aðalgöturnar, og snjón- um og klakanum ekið burtu. Bilstjórar kvartá yfir að keyra, og bílanir fara illa. Bærinn á þó strætisvagnana, og þeir fara áreiðanlega illa, eins og aðrir bílar í þessari færð. Ekki væri heldur vanþörf á að atvinnu- leysingjamir í Reykjavík fengju vinnu í nokkra daga við að hreinsa götumar, nóg er neyðin samt á mörgum heimil- um hér í bæ núna. M Sjómannskona". • ÞÁ ER orðsending frá annarri konu. Hún spyr: „Hvað er orðið af sinfóníuhljómsveit- inni? Það er liðin einhver óra- tími, síðan hún lét seinast í sér heyra. Hefur hún leystst upp ? Ótrúlegt að slíkt verði einmitt aúna, þegar Alþingi hefur loks tryggt henni alldrjúgan tekju- lið, eftir því sem manni skilst. — .... En ég vil sem sé ein- Iregið mælast til, að við fá- am einhverjar fréttir af henni; islzt góðar. — G“. barnanna? — Hvar er — ,,Niðurföllin“ í ræs- vísum stað. OG AÐ LOKUM: „Þú þykist víst vera skolli sniðugur kall, Bæjarpóstur að láta þér detta í hug að efna til gáfna- prófs um ástæðuna fyrir gulu blettunum, sem sjást hér á húsum út um allan bæ. En ég vil í mestu vinsemd tilkynna þér, að þú hefur sjálfur orðið fyrstur til að falla á því prófi, þar sem þú talar um þessa bletti, sem verið hafa á húsun- um að minnsta kosti 3 sein- ustu árin, einsog þeir séu al- veg nýtilkomnir! — En auðvit- að vita allir, að blettirnir eiga að visa okkur bæjarvinnukörl- unum á það, hvar „niðurföllin“ eru í ræsunum, þegar snjór og klaki hylur þau. — S.K.“ Bæjarpósturinn hefur vit á að þegja. Sunnudagur 17. febrúar. 48. dag- ur ársins. — Vika lifir þorra — Tungl í hásuðri kl. 5.02, — Ár- degiaflóð kl. 9.05. Síðdegisflóð kl. 21.30. Eimskip Brúarfoss fór frá Antwerpen í gær til Hull og Kvikur. Detti- foss og Tröl-lafoss eru í Rvík. Goðafpss fór frá Rvík 8. þm. til New York. Gullfoss fór frá Rvík í gær til Leith og Khafnár. Lag- arfoss er i Vestmannaeyjum; fer þaðan á Faxaflóahafnir. Reykja- foss fór frá Hull 14. þm. til Ant- werpen og Hamborgar. Selfoss fór frá Akureyri í gærkvöld til Rvíkur. Rlkisskip Hekiá var á Akureyri í gær á vesturleið. Esja er i Álaborg. Herðubreið er í Rvik. Skjald- breið er í Rvik og fer eftir helgina til Skagafjarðar- oð Eyja- fjarðarhafna. Þyrill fór í gær frá Rvik til Vestur- og Norðurlands- ins. Ármann er í Rvík. Flugfélag Islands 1 dag Verður flogið til Akur- eyrar. — Á morgun er ráðgert að fljúga til' Akureyrar. iiaeknavarðstofan Austurbæjarskól- anum. Sími 5030. Kvöldvörður: Ólafur Jóhannsson. Næturvörður: Esra Pétursson. — Á morgun. Kvöldvörður: Ólafur Tryggvason. Næturvörður: Grímur Magnússon. Sveinafélag skipasmlða heldur að- alfund sinn kl. 1.30 e. h. í dag í Alþýðuhúsinu; Málarasveinafélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn í Tjarnar- kaffi (uppi) kl. 1.30 e. h. í dag. Sveinafélag pípulagningamanna heldur aðalfund sinn í dag kl. 1.30 í Baðstofu iðnaðarmanna. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Sími 1618. Helgidagslæknlr er Axel Blönda), Drápuhlíð 11. Sími 3951. Messur i dag. ( i’Vi’* Nespi-estakaJJ. Messað í Kapellu Háskólans kl. 2. Sr. Jón Thoraren- sen. — Fríkirkj- an. Messað kl. 2. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Séra Þorsteinn Björnsson. — Hallgrims- kirkja. Messa kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. Ræðuefni: Far- vegurinn. Barnamessa kl. 1,30 e. h. Séra Jakob Jónsson. Messa kl. 5 e. h. Altarisganga. Séra Sigur- jón Þ. Árnáson. — Laugarnes- kirkja. Messa kl. 2 e. h. Séra Hálfdán Helgason, prófastur á Mosfelli. Barnaguðsþjónusta lcl. 10.15. Sr. Garðar Svavarsson. Rafmagnstakmörkunln i dag Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel- arnir, Grimsstaðaholtið með flug- vallarsvæðinu, Vesturhöfnin meÖ örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarn- arnes fram eftir. Rafmagnstakmörkunin í kvöld Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðar- árholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesv. að Klepps- vegi og svæðið þar norðaustur af. Rafmagnstakmörkunin á morgun Hafnarfjörður og nágrenni, — Reykjanes. Rafmagnstakmörkunin annað kvöld Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabrautar og Aðaistræt- is, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. er opinn kl. 1—7 dagl. Sími 2584. Fastir liðir eins og venjulega. — Kl. 11.00 Morguntón- leikar (pl.) a) Kvintett í Es-dúr op. 16 fyrir blást- urshdjóðfæri og píanó eftir Beet- hoven (hljóðfæraleikarar úr Phil- harmonisku hljómsveitinni í Ber- lín leika). b) Tríó í Hdúr op 8 eftir Brahms (Elly Ney-tríóið). 13.00 Erindi: Islenzk orðatiitæki; III. (Hsildór Halldórsson dósent). 14.00 Messa \ kapellu Háskóians (séra Jón ThoíarensenJ), 15.15 Fréttaútvarp til lslendinga erlend:. Framhald á 7. síðu. Brynjólfur Jóhannesson og Steindór Hjörleifsson TONY vaknar til lífsins eftir Harald Á. Sigurðsson Leikstjóri: Brynjólíur Jóhannesson t ávarpi i leikskrá segir 1 skáldið að ieikur hans sé „að- ■eins smátiiraun til þess að gera mönaum glat-t í geði ef mögulegt er“, og má það til sanns vegar færa; en Haraidur Á Sigurðsson hefur æði mörg- um skemmt um dagana með leikþáttum sínum. revýjum og frásögum, þótt sjaldnast koin- ist sú framleiðsia í hina hærri flokka. Það er ekki hátt ris- ið á þessum grínieik, en harm er liðlega og skipulega saminn og sýnir að höfundurinn er verki vanur; fáránlegur að efni sem slíkum. leikjum sæmir, en • svo léttur á voginni að torvelt reynist áð festa við' hann hug- ann heila kvöldstund; þar örl- ar á smákímni öðru hvoru og kátbroslegum tilsvörum, ea .helzti. hversdagsteg er þessi fyndni að jafnaði og gleymist áð vörmu sþori. Gervimaður verður ástfang- inn — það er efni leiksins. Þetta kvnlega fyrirbrigði er gert úr aliskonár skroni ög gengur fyrir rafmagni. en samt er það hann sem sigurinn hlýt- ur og bað barittulaust, vefur útgerðarmanninum ríka um fingur sér og hleypst. á brott með fallegu konuna hans. Slíkt jefni virðist til þess fal'ið að deila ofurlítið á dýrkun gervi- mennskunnar í þessum synd- um spillta heimi; en það gerir höfundurinn ekki, það er 'ekki , únnt að sjá að neitt sérstakt ' yáki fýrír hon.um annað en þaí ei.tt að ko;r;;irTó!ki til að hiæjo.. .. ..,Qg;.þ&$ tfilvSþi-Fyrir þvi -sjá , þeir : . Alfrp§< Andrésson og • Bryn jó'jf-ur-.-i-r.oíóhan nesson, .en þeir • eru • gervimaðurinn Tonv og- uppfinnmgamaöurinn geggj- aði, skapari hari3. Alfreð er svo Ukur vaxbrúðu í látbragði, á- sýnd og hreyfingum að furðu- legt má kaila, og svo uppruna- ieg og rik er skopgáfa hans að hláturinn bregzt ekki, þó að gamanið sé ósköp mjósara- legt á stundum. Heilsteypt og kátleg er lýsing Brynjólfs á hinum aldurhnigna sérvillingi, hann er góðmanniegur og gam- ansamur og svo mannlegur að við þekkjum hann öll — en !eiðinlegt er að leikarinn skuli ekki beita kröftum sínum í þágu mikilvægari verkefna. — í leikritinu er til þess ætlazt að ríku hjónin séu miðaldra og háfr búið saman áratug í barn- iausu hjónabandi, en á sviðinu eru þau kcrnung og nýlega gift og leikin af Steindóri Hjör- leifssyni og Kristjönu Breið- fjörð. Sú ráðstöfun spillir ieikn- um töluvert og gerir viðskipti hjónanna og gervimannsins ó- tækari og fjárstæðukenndari en ella, og sem vonlegt er verð- ur of lítið úr leikendunum ungu við hlið hinna snjöliu og frægu skopleikara; enn er Kristjana Breiðfjörð aðeins efnilegur byrjandi. Soffía Karlsdóttir leikur hina fávísu og ungæðis- legu vinnustulku skýrt og fjör- lega, og er þó unnustinn henni fremri, Árni Tryggvason, en ágætlega tekst honum að lýsa hvatvísi garðyrkjumannsins, trúgirni og tregum. gáfum. Jón Leós er myndarlegur bílstjóri, en kemur mjög ’lítið við sögu. Leikstjóm Brynjóifs Jóhann- essonar virðist. nákvæm og vönduð, og leiktjöld Magnúsar Pá'i-sonar eru smekk'.eg og snotur að vanda. Á . Hj. 27 milljónir króna 1 fyrradag skýrði atvinnu- málanefnd verkalýðsfélag- anna í Reykjavík frá því að könnun verkalýðsfélaganna hefði örugglega leitt í ljós 2100 atvinnuleysingja í höf- ' uðborginni, en víða hefur slík könnun ekki verið fram- kvæmd, þannig að heildar- talan er mun hærri. Utan af landi berast hvarvetna að hliðstæðar tölur, hundruð á hundruð ofan sem sameinast í þúsundum. Stjómarvöldun- um ber saman um að at- vinnuleysingjaf jöldinn utan Reykjavíkur sé mun hærri en hér og ástandið víða enn al- • varlegra. Og atvinnuleysis- tímabilið er orðið æði langt, víða norðanlands voru verk- ‘ efnin horfin um leið og síld- arvertíð lauk, og um allt land að heita má hefur atvinnu- leysið verið vaxandi siðan i október í haust. Enginn get- ur vænt mig um ýkjur þótt ég reiikní með að atvinnuá- standið í vetur samsvari því að 2000 Islendingar hafi ver- ið vinnulausir í þrjá mánuði samfleytt. Skráningar sýna að ekki er óvarlegt að reikna ' með að hver aUánnuleysingi • ’hafi að jafnaði tvo aðra á framfæri sínu, og samkvæmt því má gera ráð fyrir að 6000 manns hafi búið við kjör atvianuleysis í ársfjórð ung. Hagstofa Íslands hefur reiknað út að árið 1949 hafi þjóðartekjur Isiendinga — samkvæmt framtölum manna — numið 1184 milljónum króna. Þá er hins vegar margt vantalið, og hafa hag fræðingar því reiknað með að ' raunverulegar þjóðartekjur hafi það ár numið allt að 1700 milljónum króna. Mið- að við hina opinberu gengis- 'v lækkunarvísitölu ætti sam- svarandi upphæð nú að nema 12600 milljónum króna. ís- lendingar eru hinsvegar tæp- lega 145.000 talsins, og sam- svarar þessi upphæð því 18. 000 kr. á hvert mannsbarn í landinu, frá kornbörr.um til ( kararfóiks. Hlutur 6000 Is- lendinga er því 108 milljónir króna á ári, eða 27 milljónir króna á þrem mánuðum. — Þetta eru ekki eðíilegar tekj ur raanna, heldur fram- leí.ðslugeta þeirra miðað við árið 1949. Ef atvinnuleys- LKURINN FRÁ BUKHARA v - ' - • En það var þegar um seinan; reiðmaður kom þeysandi fyrir hornið. Það var þjónn- iftií- bðíugrafni. Hann reið hestinum sem hann hafði áður spennt frá vagni auð- mánnsins. Hann barði fótastokkinn, seddi • framhjá Hodsja Nasreddín og snarstanzaði svo þversum á götunni. — Hleyptu mér framhjá, lagsmaður, sagði Hodsja Nasreddin blíðlega. — Á svona þröngum götum á raaður að ríða langs- um en ekki þversum. — Veiztu að eigandi hrossins hefur reytt hálft skQggið af húsbónda minum, sagði bólugrafnj þjónninn með illgirnishreim, og að húsbóndi minn gaf honum blóðnasir i staðinn. Á morgun verður þú dreginn fyrir lög og dóm. ingjarnir 2000 hefðu haft vinnu í stað þess að ganga iðjulausir, hefðu þeir átt að geta framleitt verðmæti sem nema 27 milijónum króna. Það er þessi þjóðhagslega staðreynd sem í atvinnu- leysinu felst, og frá sjón- arhól heilbrigðrar skynsemi er ekki liægt að líta það öðr- um augum. Það er sóun, of- boðslegt bruðl, að láta menn ganga iðjulausa, al- gerasta eyðsla sem hugsan- leg er. Glatað dagsverk verð- ur ekki endurheimt. Vilji menn endilega hugsa í pen- ingum samsvarar atvinnu- leysið í haust því að ráð- herrarnir sex hafi daglega í þrjá mánuði gengið niður í Landsbanka, hirt 100 fimm- hundruðkrónaseðla hver og notað þá til að kveikjá í vindiunum sínum eða þerra sig á salemunum. Eða að þeir hafi gengið um á þessu tímabili og brennt til grunna 135 nýtízku íbúðir. Eða að þeir hafi sökkt fjórum tog- urum af nýjustu og full- komnustu gerð. Eða að þeir hafi stolið nokkrum hunduð- um bíla og ekið þeim fram af Sprengisandi. — Ef ráðherr- arnir hefðu unnið þessi verk, hefði enginn mannlegur máttur getað forðað þeim frá Kleppsvist á deild hinna ó- rólegustu sjúklinga, og þó eru þessi verk þjóðhagslega nákvæmlega hliðstæð þvi að láta 2000 ménn ganga at- vinnulausa í þrjá mánuði. Nú fer því fjarri að ég vilji stuðla að því að ráð- herrarnir sex verði klæddir í spennitreyjur, fluttir á Klepp, laugaðir til skiptis úr sjóðheitu vatni og ísköldu eða lostnir rafmagnsstraum um, en þó eru viðbrögð þeirra við atvinnuleysinu fjarlæg allri óbrjálaðri skynsemi. Þeir bera sér m.a. oft þau orð á vörum að það séu ekki til peningar til að tryggja öllum atvinnu; Islendingar séu með öðrum orðum svo fá- tæk þjóð að verulegur hluti þeirra verði að hætta að vinna. Þetta er sú tegund rökfræði sem nefnd er con- tradictio in adjecto, eða mildilega orðað rökfræðileg mótsögn. Það er eins og að 'rieiða hungraðan mann að matborði og segja honum að hann megi ekki borða vegna þess að hann sé svangur. Það getur aldrei verið fátæktar- vottur að halda þúsundum manna í iðjuleysi, þvert á móti ufiætti það gefa í skyn hina mestu auðlegð. í kapít- alistískum þjóðfélögum er , til f ámennur hópur manna sem er svo auðugur að hann þarf ekki að vinna, en ekki er það skýringin á atvinnu- leysinu hér. . Til skiptanna halda ráð- herrarnir því síðan fram að atvinnuleysið stafi af óvin- semd náttúrunnar í okkar garð, síld hafi ekki veiðzt að neinu ráði undanfarin ár, það hafi orðið aflabrestur fyrir vestfjörðum og hey- skortur á austurlandi, auk þess sem veðráttan hafi ver- ið með ódæmum í janúar. En ekki er þessi firran síðri. Varla gefa slíkar aðstæður óbrjáluðum mönnum tilefni til þess að þúsundir manna leggi niður Vinnu, hætti að hagnýta orku sína og skapa verðmæti. Þvert á móti væru hin eðlilegu viðbrögð þau að vinna meir, leggja harðar að sér til að reyna að bæta upp það sem á skorti í viðbóti náttúrunnar. Hafi óblíðar ytri aðstæður haft af okkur ótaldar milljónir getur sizt verið ráð að kasta á glæ nokkrum milljónatugum í viðbót, nema menn vilji hverfa aftur til frumstæð- ustu trúarbragða og líta á slíkt athæfi sem fórn til að milda skaplyndi náttúruaud- anna En þótt ráðsályktanir stjómarvaldanna séu eins og ávísanir á sjúkrahúsvist, er meinsemdin ekki fólgin ' heilabúj ráðherranna og verð ur ekki læknuð af Helga Tómassyni. Þetta er sjált meinsemd auðvaldsþjóðfé- lagsins, skilgetið afkvæmi samfélagshátta sem eru rök- fræðileg mótsögn í eðli sínu. Og því geta framkvæmda- stjórar þessara þjóðfélags- hátta ekki skýrt atvinnu- leysið af neinu skynsamlegu viti nema afneita sínu eigin skipulagi. En sárast er hitt að meirihluti þjóðarinnar skuli hlusta á verstu firrum- ar með hátíðlegri alvöm, kinnka kolli með andakt þeg- ar sagt er að þjóðin sé svo fátæk að hún verði að hætta að vinna eða að helzta ráðið við ytri áföllum sé að kasta nokkrum milljónatugum í viðbót á glæ. Ef til vill hefur íslenzka þjóðin efni á þvi að sóa 27 milljónum til einskis á þrem mánuðum, sökkva fjórum nýsköpunartogurum, brenna 135 íbúðir eða leyfa ráðherr- unum að athafna sig með aðstoð fimmhundmðkalla á salernum sínum. En þjóðin hefur ekki efni á öðm. Á bak við hverja tölu sem birt er um skráðan atvinnuleys- ingja felst mannleg harm- saga, sár og afdrifarík. Við íslendingar erum fámennasta þjóð heims, hver einstalding- ur er okkur dýrmæt eign, dýrmætari en nokkurri ann- arri þjóð. Við höfum ekki efni á því að gefa þúsundir manna atvinnuleysinu á vald, vonleysi þess, skorti og niðurlægingu. Við höfum ekki efni á að láta hundruð barna alast upp á nýjan leik við ónóga næringu og klæða- skort, vanbúin því að hag- nýta óþrotlega möguleika auðugs lands; fóraa þeim siðia.usum skipulagsháttum, andsnúnum óbrotnustu regl- um skynseminnar. Með slíku athæfi erum við ekki aðeins að ræna sjálf okkur, við er- um að stela úr sjóðum fram- tíðarinnar, þeirrar framtíðar sem þó mun vissulega færa . í spennitreyiu hvem þann mann sem dirfist að halda fram nauðsyn bess að þús- undir js, JfS* manna fái ZI * A ekki að (* * vinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.