Þjóðviljinn - 17.02.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.02.1952, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVIUINN — Sunnudagur 17. febrúar 1952 - Skák Framhald af 3. síðu vægilegur munur ráði úrslitum. Litilfjörlegur aðstöðumunur getur, ef svo ber undir, nægt til sigurs, svo að ekki sé nú talað um liðs- mun, sem að jafnaði tryggir vinn- ing, ef ekki kemur eitthvað á móti. >ó er liðsmunur engan veg- inn einhlitur, allir vitá að ekki vinna tveir riddarar gegn berum kóngi, og stundum nægir ekki að eiga bislcup og peð gegn kóngin- um. En þetta er hvortveggja nokkuð sérstætt, í báðum dæmun- um er orðið of seint að nýta liðs- muninn. Hitt er sjaldgæfara að heill maður fram yfir nægi ekki til vinnings, ef eitthvað er eftir af skákinni. Þó getur þetta komið fyrir og er taflstaðan, sem hér fer á eftir, gott dæmi um það. HAMBOBG 1931. . KUNSTMANN 00 -o 05 tn >J5. co [o »1 ám ■ ■ jfl iii i .. i í ~ i IS3 M 1! fS H M Kj® ,KÍf ABCDEFGH HILSE Svartur átti leik og lék 1. — Ke8 2. Hcl KdH! Þetta hélt hvítur að væri fingurbrjótur og lék 3. Hxd7ý Kxd7 4. Bxf6 Rc8. Nú rann upp ijós fyrir hvit. Hgnn á að vísu' tvo biskupa gegn riddaranum einum, en bisk- uparnir fán engu til leiðar komið í þessari stöðu. Ekki stoðar einu sinni að bjóða biskupinn fram á c5, svartur mundi aldrei þiggja slika gjöf. —Hvítur viidi þó ekki gefast upp að óreyndu, og taflinu var haldið áfram alllengi, en að lokum varð hann að sætta sig við jafnteflið. Þá var taflstaðan orðin svona: Kh3, Bf8, Bg4, Pa4, b5, d4, f3, f4, h4. — KgS, Ra7, Pa5, b6, d5, e8, f5, h5. Krossgáta Lárétt: 1 aftrar — 7 kaupfélag 8 tímabil — 9 fugi — 11 lét af hendi — 12 óð — 14 fangamark 15 spil — 17 tveir óskyldir — 18 skoming — 20 hrekkir. Lóðrétt: 1 isbrún — 2 riss — 3 peningur — 4 nart — 5 siðar — 6 staura — 10 smart — 13 hrösun 15 forfeður — 16 dans — 17 nota bene — 19 sagður. Lausn 29. Urossgátu. Iárétt: 1 alnir — 2 óf — 5 dá 7 ött — 9 önn — 10 aða — 11 dok — 13 fá — 15 áa — 16 tafir. Lóðrétt: 1 af — 2 nit — 3 rd. 4 óþörf — 6 álaga — 7 önd — 8 tak — 12 orf — 14 át — 15 ár. Sófasett og einstakir stólar, margar gerðir. Húsgagnabólstrun Ezlings Jónssona? Sölubúð Baldursg. 30. opin kl. 2—6. Vinnustofa Hofteig 30, slmi 4166. 103. DAGUR borði hennar og nema þar staðar til þess að fylgjast með hvemig henni 'gengi. Og hann sá þegar í stað að hún var fljótvirk og skilningsgóð og þurfti ekki mikla tilsögn til að komast inn í starf sitt og fór mjög bráðlega að vinna fyrir jafnháu kaupi og flestar hinna stúlknanna — fimmtán dollur- umá viku. Og hún virtist ævinlega hafa ánægju af starfinu og vera glöð yfir að mega vinna á þessum stað. Og hún. virtist fegin þeirrj athygli sem hann sýndi henni. Um leið tók hann eftir því, sér til undrunar — því að honum fannst hún svo fíngerð og viðkvæm — að hún var kát og fjörug, jafnvel örlítið ástleitin. Og þótt hún væri fáskiptin og nlédræg þá gat hún aflað sér vináttu og virtist geta sett sig inn í hugsamir flestra útlendu stúlknanna, sem vom svo geró- líkár henni. Við það að hlusta á hana, þegar hún talaði um starfið við Lenu Schlieht, Hodu Petkanas, Angelinu Pitti' og ýmsar fíeiri, kornst hann að þeirri niðurstöðu, að hún væri alls ekki eins stirðlynd og þröngsýn og flestar bandarísku stúlk- umar. Og samt virtist hún ekki falla í áliti hjá þeim. Dag nokkum kom hann nokkru fyrr en venjulega úr há- degismatnum og þá stóð hún ásamt nokkrum úflendum stúlk- um og fjómm bandarískum í hnapp utanum pólsku Maríu, sem var einna léttúðugust af erlendu stúlkunum, og hún var að segja þeim frá þvi hárri röddu, að einn „gæmn“ sem hún hefði hitt kvöldið áður hefði gefið henni perlusaumaða tösku og hvers vegna. ,,Ég átti að fara með honum og verða kærastan hans,“ sagði húh sigri hrósandi og sveiflaði töskunni framan í stúlkurnar. *„0g ég segi takk fyrir mig og ég ætla að hugsa mig um. Þetta er falleg taska, finnst ykkur ekki?“ bætti hún við og sneri töskunni til á alla vegu. „Segið þið mér annars',“ bætti hún við ögrandi og setti á sig uppgerðaralvörusvip og sveiflaði tösk- unni í áttina til Róbertu. „Hvað á að segja við hann? Á ég að halla mér að honúm og verða vinikona hans eða láta hann fá töskuna aftur? Mér lízt mjög vel á — töskuna, skal ég segja ykkur.“ Clyde bjóst við að Róberta yrði hneyksluð eftir uppeldi henn- ar að dæma, en hún varð það ekki — þvert á móti. Eftir svip hennar að dæma hafði hún mjög gaman af þessu. Hún svaraði um hæl og brosti glaðlega: „Já, það er allt undir því komið hve álitlegur hann er, María. Ef hann er mjög glæsi- legur, þá mmidi ég reyna að halda í hann fyrst um sinn og hafa töskuna eins lengi og ég gæti.“ „Já, en hann bíður ekki,“ sagði María glettnislega og virtist skilja til fulls hversu áhættusöm aðstaða hennar var, um leið og hún deplaðí augunum framan í Clyde. „Ég verð að sleppa töskunni eða vera kærastan hans í nótt, og svona fallega tösku get ég aldrei keypt mér sjálf.“ Hún virti töskuna fyrir sér glað- kakkalega og það voru glettnishrukkur í kringum augu henuar. „Hvað á ég eiginlega að gera?“ „Þetta er býsna strembið fyrir litla sveitastúlku. eins og ung- frú Alden. Henni þykir sjálfsagt nóg um,“ hugsaði Clyde með sjálfum sér. En Róberta virtist ekki í neinum vandræðum, því að hún lét sem hún væri í miklum vanda stödd. „Já, þeta eru ljótu vand- ræðin,“ sagði hún. „Ég veit svei mér ékki, hvað þú átt að gera.“ Hún setti upp stór augu og þóttist mjög áhyggjufull. En Clyde sá, að hún var aðeins að leika, þótt henni tækist það svona ljómandi vel. Og hin hrokkinhærða hollenzka-Lena beygði síg nú áfram og sagði: „Ég skal taka við töskunni og honum líka, ef þú vilt hann ekki. Hvar er hann. Ég á engan Vin eins og er.“ Hún teygði sig áfram, eins og hún ætlaði að þrífa tösku.na af Maríu, sem flýtti sér að kippa henni að sér. Og stúikumar í salnum skríl>rtu. af hlátri yfir þesari skemmtun. Jafuvel Róberta hló dátt, og Clyde var feginn því, al því að honum þótti gaman að þessu grófa glensi, sem hann taldi aðeins skklausan leik. „Þetta er ef til vill rétt hjá þér, Lena,“ heyrði hann að hún bætti við um leið og hvein í flautunni og saumavélamar í næsta sal tóku að suða. „Góður maður er ekki á hverju strái.“ Það var glampi í bláum augum hennar og bros lék um fagurlagaðar varir hennar. Ciyde skildi að hún var aðeins að gera að gamni sínu, en hann þóttist bó viss um að hún væri alls’ekki eins þröngsýn og hann hafði haldið. Hún var kát, fjörug, skapgóð og umburðarlynd. Hún virtist vera frjálslynd að mörgu leyti og hafa yndí af glensi. Og endaþótt föt hennar væru fátæ’deg, hatturinn var hinn sami og hún hafði verið með þegar hún kom og kjóllinn sömuleiðis, var hún fallegri en þær allar. Og hún þurfti aldrei að mála á sér varirnar og kinnamar eins og útlendu stúíkurnar, sem minntu oft á köikur með mislitri sykur- bráð. Qg en hvað háls hennar og handleggir voru faJlegir — þéttholda og fagurlagaðir. Það var einhver sérstakur yndis- þokki yfir henni þegar hún tók til starfa, eins og hún hefði gaman af vinnunni. Og þegar hún kepptist við og heitt var í veðri sáust litiar svitaperlur á efri vör hennar og enni, seni hún þurfti öðru hverju að þurrka af með vasaklútnum sínum, en hor-um fannst þær auka á fegurð hennar og yndisleik, eins og þær væru skærustu demantar. Þetta voru dásamlegir dagar fyrir Clyde. Enn einu sinni hafði það gerzt að hann hafði fundið stúlku, sem hann gat notið þess að horfa á, dáðst að og dreymt um að ná hylli hennar með tímanum — éins og liann hafðí reynt við Hortense Briggs, eTV gleði hans var meiri núna því að hún var hreinlyndari, vingjarn- legri og virðingarverðari. Og þótt Róberta virtist fyrst í stað ekki veita honum neina athygli, þá var það öðru nær. Hún ótt- aðist aðeins að framkoma sín væri ekki viðeigandi. Hún dáðist að fögru andliti hans og höndum — svörtu og mjúku hárinu, dcikkum og, þunglyndislegujn augunum. Hann var aðlaðandi, mjög aðalaðandi. I augum hennar var hann manna glæsilegastur. Þai slendiu a!3t í Framhald af 3. síðu' eru raunar allar búðir fullar af vörum. En kaupendurna vantar. Hér vestur frá er riðin yfþ- kreppa. Fólkið verð- ur fátækara og fátækara. I Ráðstjórnamkjunum fer kaup- geta almennings dagvaxandi, og sér þess greinileg merki í búðunum. Sósíalisminn er í sí- felldri sókn, framfarirnar ör- ar, lífsþrótturinn geislar af hverju andiiti. Þar stendur allt í blóma. Um hvað ræðir al- menningur 1 Ráðstjórnarríkj- unum? Haan ræðir um starfið, verkefnin, framfarirnar, fram- tíðina. Og allir eru hrifnir, þrungnir eldmóði. Það er ekki rætt um stríð í Ráðstjórnar- ríkjunum. Þetta fóLk vill ekki styrjöld. ÞjóSir sósíalismans hafa með skipulögðu, inarkvfsu starfi á undanförnum áratugum bætt iand sitt stórfelldum bótum; iandið hefur í staðinn stórbætt hag fólksins. Þannig skiptist landið og fólkið á gjöfum. Sé þetta haft í huga verður auð- skiiin hin mikla ættjarðar- og átthagaást sósíalískra þjóða; sömuieiðis friðaróskir þeirra og þrá eftir vináttu við aðrar þjóíir. Fólk sem , lifir siíkum samvistum við land sitt sem sovétþjóðirnar eiga enga ósk heitari en mega njóta þeirra í fri-Ji. Þjóðir sem unna þannig landi sínu ásælast ekki land annarra þjóða. Friðurinn til að njóta lífsins og una við sitt er þeim fyrir öliu. En þær vita líka ölium betur hverju þær hafa að tapa og hvað þær hafa að verja ef á þær yrði ráðizt — sem aliir góðir menn vona að ekki komi tii, því þá verð- ur ekki stríð. Fólkið er al- ið upp við hugsjón starfs og friðar. ★ Og þar með er Jón Rafnsson farinn. En það sést á svip hans og fasi að í þessari för til Ráð- stjórnaríkjanna hefur hann hlotið enn eina staðfestingu þess að framtíðin heyrir þeirri hugsjón er hann sjálfur vígð- ist á ungum dögum — þeim sósíalisma. sem framkvæmdur er án svika og undanbragða, þeim sÓ3ÍaIisma sem ekki læt- ur tælast né blekkjast af borg- aralegum ósannindum um þjóð- skipan og mannfélagshætti. Falslaus sósíalismi, sem gengur hreint til verks og grefur fyrir sjálfar rætur meinsemdanna, er það sem koma skal. Vér eigum ekki að vænta annars. Eða hafa ekki blindir fengið sýn og daufir heyrn. B. B. Bæjarfréttir Framhald af 4. siðu. is. 15.30 Miðdegistónleikar (pl.): a) Norskir dansar op. 35 eftir Grieg (Sinfóniuhljómsveitin í Lon- don leikur; Leo Blech stjórnar). b) Lög úr óperettunni „Leður- blakan" eftir Johann Strauss. c) „Grímudansleikur", sinfónísk svita eftir Katsjatúrían (Boston Prom- enade hljómsveitin; Fiedler stjórn ar). 18.30 Barnatími (Þor3teinn Ö. Stephensen); a) Lárus Rist sundkennari flytur frásögu: „Þeg- ar ég var krókódíll i Skjálfanda- fljóti". b) „Sagan hennar Systur", Ijóð úr bréfi til barnatímans. c) Tónleikar o. fk 19.30 Tónleijca-r: Marcel Moyse leikur á fiðlu (pl.) 20.30 Samleikur á fiðlu og ergel (Ruth Hermanns og Páll Isólfsson leika): a) Chaconna eftir Vitali. b) Þáttur úr fiðlusónötu í E-dúr eftir Bach. 20.45 Erindi: Þýzlca skáldið Hoffmann og ævintýri hans (Sveinn Ásgeirsson hagfræð-- ingur). 21.15 Sinfóníuhljómsveitin; dr. Victor Urbancic stjórnar: a) Forleikur að óperunni „Semir.am- is" eftir Rossini. b) „Soirées mus- icales", hljómsveitarverk eftir Benjamin Britten, byggt á ballett- músik eftir Rossini. 21.35 Erindi: Þegar sólin stóð kyrr í Svigna- skarði og tunglið í L3.ngo.vat.ns- dal (Martin Larsen). 22.05 Dans- lög (pl.) til kl. 23.30. ÚtvarpiS á morgun Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 18.10 Framburðarkennsla í ensku. 18.30 Islenzkukennsla; I. fl. 19.00 Þýzkukennsla; II. fl. 19.25 Tónieikar: Lög úr kvikmyndujli (pl.) 20.20 ÚtvarípshljómsVeitin; Þórarinn Guðmundsson stjórnar: a) Islenzk rímnadanslög eftir Jón Leifs. b) Pastorahforleikur eftir Géo Linat. 20.45 Um daginn og veginn (Thorolf Smith blaðamað- ur). 21.05 Einsöngur: Aksel Schi- ötz syngur (pl.) 21.20 Dagskrá Kvenfélagasambands Islands. Hug- leiðingar um aga og frjálsræði (frú Valborg Sigurðardóóttir). — 21.40 Erindi: Störf áfengisvarnar- nefndar í Reykjavík (Árni Óla ritstjóri). 22.20 „Ferðin til Eldora- dor“, saga eftir Earl Derr Biggers (Andrés Kristjánsson blaðamað- ur). 22.40 Tónleikar; Svend As- mussen-kvintettinn leikur dægur- lög (pl.) til 23.10. | liggur leiðin Auglýsið í ÞJðÐVIUANUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.