Þjóðviljinn - 02.03.1952, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 02.03.1952, Qupperneq 3
Efst til vinstri sést „Hjallis“ fyrir framan töfluna sem sýnir hið nýja heimsmet hans á 10.000 metrunum. — Fyrir framan hann svífur Torbjörn Falkanger og Noregsmeistarinn Arnfinn Ecrgman. — Til vinstri að neðan Hallgeir Brenden, sigurvegarinn í 18 kílómetra göngu, í miðjunni Ottar Gjermundshang, og til hægri norska bandy-liðið. Fyrsta göngukeppni Islendinga á er- lendum vettvangi gekk nokkuð vel Það var sannarlega með nokkurri eftirvæntingu að mað- ur mætti á Besserud-tjörninni á Holmenkollen, en þar byrjaði og endaði 18 km gangan. 1 fyrsta sinn áttu íslendingar að taka þátt í skíðagöngu á er- lendum vettvangi, og það í sjálfum ólympíuleikunum, þar sem mættir eru allir beztu menn þjóðanna sem skíðagöng- ur stunda. Þessi fyrsta þátt- taka er framar öllum vonum þeirra sem á horfa og bera saman reynslu og aðstöðu annarra þjóða. Þó manni fynd- ist göngulag þeirra, er þeir lögðu af stað ekki eins létt og leikandi og margra þeirra æfðu manna er þarna gengu, þá má á það líta að þeir komu ekki síður í léttum göngutakti er þeir komu aftur. Það var líka svo, sem athyglisvert er, áð þeir komu allir fyrr í mark en sænsku tvíkeppnismennirnir sem ekki eru taldir r.einir skuss ar, eins og t. d. Ernsáter og Lars Erik Efverström. Er ég talaði vio þá á eftir, eða rétt- ara sagt Einar B. Pálsson, skýrði hann mér frá því að þeir hefðu orðið fyrir óhöpp- um. Oddur dottið og meitt sig og hæpið að hann gæti orðið með meira í leikjimum. Ebén- ezer sem búizt var nú við að yrði þeirra skarpastur varð fyr ir því óláni að annað skíðið liálflosnaði og tókst honum ekki að festa það alla göng- una. Svo senniiegt má teija það að ef allt hefði gengið eftir áætlun hefði útkoman orðið enn betri. Eftir þessari frammi stöðu má segja að þessir piltar geti tekið þátt í 18 km göngu, í alþjóðlegri keppni með sóma- samlegum árangri. En 18 km ganga er ekki þvílík þrekraun og 50 km sem þeir eiga að keppa í næst. Manni verður á að hugsa hv'ort ekki væri rétt að spara þá sem eiga að keppa Þóroddur S íimmtugur Þóroddur Sigtrvggsson varð fimmtugur 25. febr. s.l. Hann er fæddur 25. febr. 1902 í Skagafirði, sonur hjónanna Ingibjargar Pálsdóttur og Sig- tryggs Friðfinnssonar er bjuggu að Giljum i Vesturdal, og víðar í Skagafirði, og hefur alltaf átt heima í héraðinu. Hann stundaði öll venjuleg landbúnaðarstörf meðan liann dvaldi í sveitinni og mun'vera einn með þeim síðustu í Skaga firði er- gekk í beitarhúg og stóð yfir fé á vetrum. Hann var þá vetrarmaður að Ábæ í Austurdal og gekk um tveggjatíma ferð á beitarhús- in þar sem hann varð stund- ran að Standa yfir fénu og bar þá oft bagga af hrísi heim á kvöldin. Um tuttugu og fimm ára aldur fluttist har.n svo til Sauðárkróks og hefur dvalið þar síðan. Hann stundaði alla algenga vinnu til sjós og lands, var talinn verkamaður góður og trúr í öllum sínum störfum. Þóroddur. tók snemma þátt í verkalýðsbaráttunni og var ákveðirtn stuðningsmaður igfryggsson Þóroddur Sigtryggsson. Kommúnistaflokksins og síðan Sósíalistaflokksins frá stofnun hans. Hann dvelst nú á sjúkra- húsinu á Sauðárkróki, þar sem hann hcfur verið nú um skeið vegná vanheilsu, en hefur oft- ast fótaferð og er hinn hress- asti í tali. Vinir hans og kunr.- ingjar senda hqnum lilýjar kveðjur og hugheilar árnaðar- óskir á þessum merku tíma- mótum, með ósk um góða framtíð. Kunningi. í boðgöngunni, því þar eru nokkrir möguleikar að ná stigi, ef alíir eru óþreyttir og uþp- lagðir. Þessir 18 km benda nokkuð til þess en við vonum það bezta. Övænt úrslit göngunnar. Miklar bollaleggingar voru um það hver mundi vinna þessa göngu og voru ýmsir tilnefnd- ir: Stokken Noregi, Mora Nissa, Lonkila og Mákela (Finnar) o.f. Fáum datt í hug að Hallgeir Brenden yrði sá sem þar bæri sigur úr býtum. Norðmenn sögðu sjálfir að þetta kæmi þeim ekkert á ó- vart. Mora Nissa lét þess get- ið í blaðaviötali, að hann hefði að vísu vitað að hann hefði verið til, en ekki að hann væri slíkur göngugarpur. Eg mun segja nánar frá Brenden síðar. Hann var hinn óvænti maður þessara leikja. Vonbrigði Sví- anna urðu mikil með göngu þessa og kemur það glöggt fram í sænskum blöðum, sem telja að göngumenn þeirra séu of gamlir. Göngufærið var mjög gott og Hasu sagði fyrir gönguna að í svona færi ýnni bezti maður. Mikill fólksfjöldi var mættur til að horfa á upp- haf og endir á þessari óvissu viðureign bæði í tvíkeppnis- gcngunni og sérstöku 18 km göngunni sem fara fram sam- an. Auk þess eru sendar frétt- ir frá vissum stöðum um tíma hvers einstaks og á „þann hátt geta áhorfendur fylgzt með göngunni. Fyrsta tilkynning kom eftir 7,5 km og þar var Mora Nisse lang fyrstur eða með 25 min;. Mákála Finnlandi, með 1,50 lakari tíma og Brenden Nor- egur með 2 mín lakari, Stokk- en Noregi hafði 27,05; Svíinn Tápp 27,40, sem talinn var nokkuð skæður. — Til saman- burðar má geta þess að milli- tími Gunnars Péturssonar var 30,31 og Ebenezer gekk á sama tima 30,31. Eftir þessar fyrstu tllkýnningar er ekki gott að átta sig á hver verður fyrstur Almennt trúa menn ekki á áð Mora Niese sigri í svona s.tuttri göngu. Síðan koma tilkynning- ar frá 13,5 • km stöðinni. Þá var Mora Nisse og Martin Stokken jafnir á 48,50; Mákála Framhald á 6. siðu. Sunnudagur 2. marz 1952 — ÞJóÐVILJINN — (3 Guðmundur Óbfsson 17. júlí 1899 — 23. febíúar 1952 MinsmtgarorlS Kæri vinur. — Við skrifuð- umst á í gamla daga á meðan við vorum í æsku, því við höfð- um svo mikið og merkilegt hvor öðrum aö segja. Nú hef- ur orðið iangt hlé á bréfaskrift- um okkar þótt efni væri til sízt rninna en forðum. Svona er að ná þeim aldri sem kallað er að verða fulltíðamaður. Ég man haustið 1923 í Vest- mannaeyjum, þegar við urðum vinir. Þú ungur verzlunarmað- ur, ég sjómaður á sama aldri. Eg man enn hvílíkt fagnaðar- efni það var mér sem lítt kunn- ugum aokomumanni að hitta pþ.t á mínú reki sem snortinn var sáma Iiugðarefni, hugsjón- inni úhi nýjan sið, samfélag manna þar cem óhæfu atvinnu- Icysis og fátæktar, kreppu og mannvíga vxri cndanlega byggt út, þar fcm allir æskumenn fengju jafn.an rétt til að þróa það bezta í. sjálfum sér, hver maður rétt til að njóta hæfi- leika sinna og verðleika. Ég man hversu okkur var tíðreikað að kvöldi út úr bæn- um: austur undir Kirkjubæ, suður fyrir Hraun, út. á Hamar og vestur á Eiði, til að geta talað saman í næði um áhuga- mál okkarJ þáð, sem koma skyldi, sósíalismann, hversu undrandi við urðum stundum þegar okkur varð litið á klukk- una og við komumst að ráun um hve tíminn hafði liðið skjótt. Við vorum snortnir eldsprota mikillar hugsjónar, sem fengið hafði sína baktrygg- ingu í raunvísindalegum k'énn- ingum sósíalista. Við lásum saman og brutum til mergjar eftir getu allt sem við kom- umst yfir á viðráðanlegu máli um hinn vísindalega sósíalisma, — og kenningin um það hvern- ig verkalýðurinn með aukinni þjóðfélagsþekkingu, vaxandi samtakaafli og sjálfstrú gerist leiðandi afl í frelsisbaráttu allra undirokaðra og loks sinn eigin frelsari, þessi kenning var okkur opinberun nýrra sanninda, nýrrar þekkingar, sem gaf okkur trú á fólkið, sem við vorum hluti af, og trú á sjálfa okkur. Ég man hve þér svall móð- ur, þegar við afréðum loks að fara til vinar okkar, Sófusar, og skýra honum frá hugmynd okkar um stofnun pólitísks fé- lags og byrja að boða verka- lýðnum sósiaiisma og hve sigri- hrósandi við vorum þegar við, með 10—12 jafnöldrum okkar höfðum lokið við að stofna í Eyjum fyrsta félagið þar, sem kenndi sig við vísindalegan sós- íalismá eða kommúnisma. Ég sé enn fyrir hugskotsaugum mínum fjrstu árangrana, sem allir eru á einhvern liátt tengd- ir persónu þinni baráttuskapi þínu, hnittni þinni og kímnis- gáfu. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp nú? Vegna þess að á morgun er þér búin för til moldar og okkur vinum þín- um stefnt saman við gröf þína. Kæri æskuvinur og félagi. Það er, vissulega ærið harms- efni að missa þig á bezta aldri. Enn er margri hindrun órutt úr veginum, — enn við líði þjóðfélagsskipulag fávizkunnar, með tilheyrandi böli, fátækt ög Guðmundur Ólafsson umkomuleysi þeirra. er auðinn skapa, enn við líði auðvalds- skipulag með þjóð okkar. Eigi að síður hefur hugsjón þinni fylgt mikil gifta og kraft'ur þessi 30 ár sem liðin eru síð- an fundum okkar fyrst bar saman. Aiþýða mestu þjóða heims hefur vaknað: losað sig við þjóðíélagsskipulag ranglæt- isins og tekið áð framkvæma hugsjón þdna, sósíalismann. Og meðal alþýðu þess hluta heims, sem enn lýtur skipulagi auð- valdsins ryður nú sér til rúms heimsskoðun sósíalismans, Framhald á 6. síðu. Eymdarstefna Framséknar og Sjálfstæðisflokksins er ú eyði- leggja bezta markaS bændanna Mjóikurneyzlan í bæjunum fer minnkandi. Það er staðreynd sem hollt er að bændur geri sér Ijóst að er bein afleiðing þeirrar stjórnarstefnu Framsóknar og Sjálfstæðisflolíksins að minnka káupgetu almennings og Ieiða atvinnuleysið yfir verkamenn bæjanna. Það er eitt vissasta markið um bág kjör bæjamanna er þeir fara afmennt að spara við sig mjólk svo að veru- lega muni á mjólkursölunni. Mjólkurmarkaðurinn í Keýkjavík hefur verið öruggur um alllangt skeið og í trausti þess hafa bændur lagt í mikla ræktun og hafa I hyggju að auka mjólkurframleiðsluna verulega. Ríkisstjórnin er með því að þrengja kósti alþýðunn- ar í bæjunum að eyðileggja þær vonir er bændur lands- ins hafa tehgt við stóraukna rælrtnn. Þegar það bætist ofan á þær þungu búsifjar sem bændur hafa orðið fyrir af dýrtíðarstefnu Framsóknar og Sjálfstæðisfloklísins er ekki ólíklegt að mörgum bóndanum verði það skiljan- legra en áður hve stjórn Steingríms Steiaþórssor.ar og Bjarna Ben. stelnir hraðbyri út í ófæruna, þrátt fyrir betlifé sitt frá bandarísku húsbændunum, — eða réttar sagt vegna þess.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.