Þjóðviljinn - 15.03.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1952, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 15. marz 1952 Landhelgiíi Framhald af 5. siðu. samningum né í framkvæmd einstakra ríkja, og nú hefur Haag-dómstóDinn kveðið þær endanlega niður. Þessi niðurstaða var mi'.dl! hnekkir fyrir Breta, þótt lmn kæmi þeim alls ekki á óvart, því að engum gat verið kunn- ugra en þeim sjálfum um fá- nýti þessarar kenningar. Hins- vegar sýnir þróun landhelgis- deilunnar við Noreg glögglega að Bretar ætlúðu að fara það sem þeim kæmust: Árið 1912 ]ét Sir Edward Grey, utanríkis- ráðherra Bretlands, svo um mælt við þáverandi utanríkis- ráðherra Noregs, að Bretar myndu ekki hika við að leggja út í styrjöld og það jafnvel við stórveldi til þess að fá 3 sjó- mílna regluna viðurkennda (og hefur vist ætlazt til að Norð- menn skildu fyrr en meir skylli í tönnunum). Svo leið og beið, en haustið 1949 hófst 1. kröfuliðurinn í málsóknarskjali Breta í Haag á þessum orðum: „Noregur á rétt á tilteknu landhelgisbelti, enda fari breidd þess ekki fram úr 4 sjómílum". Allir heyra að þama kveður nokkuð við annan tón. En hverjum ber að þakka þessi sinnaskipti ? Fyrst og fremst ár- vekni og alvöru norskra vís- indamanna og einbeitni og heil- indum norskra stjómarvalda. Árangur Norðmanna í Haag hlýtur að verða lýsandi for- dæmi um það, hvers smáþjóð má sín, ef forystumenn henn- ar brestur eigi kjark og framsýni til þess að framfylgja í tæka tíð réttmætum kröfum. Blaðalesendum hér á landi er orðið það kunnugt að samkv. úrsk. í Haag töldust Norðmenn einir eiga öll sjávarsvæði og sund innan skerja og eyja og 4 sjómílur á haf út frá þeim töngum, skerjum og flúð- um yzt undan landi sem sjór gengur eigi yfir um stór- straumsfjöru, en þar að auki var landhelgi taiin firðir ýmsir og flóar sem eru við mynnið um eða yfir 40 sjómílur á breidd. Og skiptir þar máli að þetta var eigi fyrst og fremst gert á sögulegum grundvelli heldur einnig landfræðilegum. Einnig var þess ekki krafizt í þessu sambandi að flói eða fjörður hefði ,,fjarðarlag“, þ. e. að lengd hans væri meiri en breiddin. Fastir grunnlínustaðir sam- kvæmt kgsúrsk. 12. júlí 1935. voru 48 og þar af flestir á hólmum og skerjum, en aðeins fáir einir á landi uppi eða á eyjum. Þrettán grunnlínur voru lengri en 18 sjómílur, og var hin lengsta 44 sjómilur. Eins og alkunnugt er staðfesti Haagdómstóllinn réttmæti þessa kerfis í öllum atriðum. Atkv. féllu þannig að 10 dómarar greiddu atkvæði með aðalniður- stöðu dómsins, (þ.e. að aðgerðir Norðmanna eftir úrsk. 1935 væru samkvæmt alþjóðalög- um), en 2 á móti (annar frá Bretlandi og hinn frá Kanada); og 8 dómara, gegn 4 viðurkenndu alþjóðlegt lögmæti hinna löngu, beinu grunnlína. (Fyrrn. tveir dóm- arar voru á móti en aúk þeirra Kínverjinn Sú Mó og einhver dómari sem lét ekki nafns sins getið). — Hinn frægi þjóðrétt- arfræðingur Alejandro Alvarez frá Chile skilaði afarmerku sér- atkvæði, enda þótt hann fylgdi dómsniðurstöðu meirihlutans, og vildi veita fiskveiðaþjóðum enn víðtækari sjálfsákvörðunar- rétt um stærð landhe'ginnar. Meðal sögulegra tíðinda verð- ur að teljast að hinn frægi bandaríski þjóðréttarfræðing- ur, Green H. Hackworth, skyldi fylgja meirihluta dómsins. Nirðurlag á morgun. 125. DAGUR fegurri en nokkru sinni fyrr, þar sem hún sat í þessum glæsi- lega bil og ávarpaði hann að þvi er virtist. En Sondra upp- götvaði þegar í stað að henni hafði skjátlast og þetta var ekki Gilbert, og hún var í megnustu vandræðum og vissi ekki hvernig hún gat ráðið bót á þessum óþægilegu mistökum. „Ó, afsakið, ég sé núna, að þér eruð herra Clyde Griffiths. Ég tók yður fyrir annan. Ég hélt að þér væruð Gilbert. Ég sá yður ekki vel í rökkrinu." Hún var hikandi og vandræðaleg í framkomu og Clyde tók eftir því og honum varð ljóst að henni höfðu orðið á mistök, sem voru þeim báðum jafn óþægileg. Og við þetta varð hann vandræðalegur og vildi helzt draga sig í hlé. „Ó, fyrirgefið. En það gerir ekkert til. Ég ætlaði ekki að vera nærgöngull. Ég hélt...“ Hann roðnaði og steig nokkur skref aftur á bak. En Sondra tók strax eftir því, að Clyde var miklu viðfelldnari en frændi hans og auk þess hógværari og virtist heUlaður af feg- urð hennar og stöðu í þjóðfélaginu, svo hún lét svo lítið að brosa hlýlega og segja: „En það gerir ekkert til. Viljið þér ekki setjast inn og leyfa mér að aka yður þangað sem ,þér eruð að fara. Gerið þér það. Mér er ánægja að því.“ Um leið og Clyde hafði gert sér ljóst að það var á misskilningi byggt að hún hafði ávarpað hann ,kom eitthvað í svip hans sem gerði það að verkum ,að jafnvel hún sá að hann var særður, beygður og vonsvikinn. Það kom sársaukablær á augnaráð hans og um varir hans lék angurvært afsökunarbros. „Já, þökk fyrir ,auðvitað,“ sagði hann hikandi. „Ef yður er það ekki á móti skapi. Ég skil vel hvernig í þessu liggur. Það gerir ekkert til. En þér þurfið þess alls ekki mín vegna. Ég hélt . . .“ Hann var búinn að snúa sér frá henni og var í þann veginn að ganga burt, en gat þó varla slitið sig frá henni. En þá end- urtók hún: ,Komið þér inn fyrir, herra Griffiths. Mér er ánægja að því. Davíð ekur yður á svipstundu á áfangastað. Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég ætlaði alls ekki að láta yður gjalda þess að þér voruð ekki Gilbert Griffiths —“ Hann hikaði, gekk svo ringlaður í áttina til hennar, fór inn í bílinn og settist í sætið við hlið hennar. Og nú var hún að fá áhuga á honum, virti hann fyrir sér og var fegin því að þetta var hann en ekki Gilbert. Og til þess að geta betur séð hann og sýnt fegurð sína um leið, kveikti hún nú á loftljósinu. Þegar bílstjórinn kom aftur, spurði hún Clyde hvert hann væri að fara — og hann sagði heimilisfang sitt með semingi, því að umhverfi hans jafnaðist engan veginn á við umhverfi hennar. Meðan vagn- inn þaut áfram fylltist hann Iöngun til að notfæra sér þessa stuttu stund, svo að hún fengi gott álit á honum — og jafnvel vekja hjá henni löngun til að hitta hann aftur. Hann þráði svo ákaft að fá aðgang að hinum tigna heimi hennar. Það er fallega gert af yður að leyfa mér að aka með yður,“ sagði hann brosandi og sneri sér að henni. „Ég gerði mér ekki ljóst, að þér hélduð að ég væri Gilbert frændi minn, annars hefði ég ekki nálgast yður á þennan hátt.“ „Það gerir ekkert til .Við skulum ekki minnast á það,“ svar- að Sondra glettnislega og rödd hennar var ástúðleg. He„ni tannst hann miklu geðslegri nú en við fyrstu sýn. „Það er mér eð kenna en ekki yður. En nú er ég fegin að ég fór mannavillt," bætti hún við með sannfæringarhreim og brosti ástúðiega. „Ég vil heldur aka yður en Gil, að minnsta kosti. Okkur kemur ekki sérlega vel saman. Við erum alltaf að rífast þegar við hittumst." Hún brosti, og nú var hún alveg búin að ná sér eftir vandræðin. Nú hallaði hún sér aftur á bak í sætinu eins og prinsessa og virti fyrir sér reglulega andlitsdrætti Clydes með talsverðum á- huga. Augu lians voru svo blíðleg og brosmild, hugsaði hún. Og þegar allt kom til alls var hann frændi Rellu og Gilberts og virt- ist sæmilega efnum búinn eftir útlitinu að dæma . „Æ, hvaða vandræði," sagði hann stirðlega og gerði árangurs- litla tilraun til að vera öruggur í fasi og jafnvel skemmtilegur í návist hennar. „Það skiptir auðvitað engu máli. Við rífumst bara stöku sinn- um, það er allt og sumt.“ Hún sá að hann var taugaóstyrkur og feiminn og alveg mið- ur sín gagnvart henni, og henni var ánægja að því, að geta gert hann svona ringlaðan. „Vinnið þér enn hjá frænda yðar?“ „Já, já,“ svaraði Clyde í skyndi, rétt eins og þessar upplýs- ingar skiptu hana miklu máli. „Nú stjórna ég einni deildinni þar út frá.“ „Einmitt það, ég vissi það ekki. Ég hef alls ekki séð yður nema í þetta eina skipti. Þér hafið víst ekfci mikinn tíma til að skemmta yður.“ Hún horfði rannsakandi á hann eins og hún vildi segja: „Ættingjar yðar virðast ekki hafa mikinn áhuga á yður,“ en henni var farið að geðjast vel að honum, s\ro að hún: sagði: „Þér hafið víst verið í bænum í allt sumar?“ „Já,“ svaraði Clyde hreinskilnislega og alúðlega. „Ég máttí til. Það var starfsins vegna. En ég hef oft séð nafnið yðar í blöðunum og lesið um kappakstrana og tennisleikina, og ég sá yður líka á blómasýningunni í júní í sumar. Mér fannst þér vera yndislegar, alveg eins og engill.“ Það var auðmjúk aðdáun í augnaráði hans, sem hún gat ekki staðizt En hvað hann var viðkunnanlegur — allt öðru vísi en Gilbert. Og að hugsa sér hvað hann var innilega ástfanginn og hún gat ekki sýnt honum annað en vingjarnleik. Henni fanst það dálítið dapurlegt og hennj varð hlýtt til hans. Og hvað myndi Gilbert halda, ef hann vissi að frændi hans var svona, hrifinn af henni — en hvað hann yrði reiður — hann sem hafði svo lítið álit á henni ? Það væri alveg rétt á hann, ef ein- hver tæki hann upp á arma sína og lyfti honum hærra en hann (Gilbert) gæti nokkru sinni komizt. Þessi hugmynd var at- hyglisverð . En þegar hér var komið ók bíllinn upp að húisi frú Peyton og nam staðar. Ævintýrið var bersýnilega á enda fyrir þau bæði. „Þetta var fallega sagt. Ég skal ekki gleyma því.“ Hún brostí heillandi um leið og bílstjórinn opnaði dymar og Clyde fór út. Hann var í mikilli geðshræringu yfir þessu tilkomumikla atviki. „Já, 'þarna eigið þér heima. Búizt þér við að verða í Lycurgus í allan vetur?“ „Já, já. Það er ég viss um. Ég vona það að minnsta kosti,“ bætti hann við með ákefð og það leyndi sér ekfci í augnaráði hans hvað hann átti við. oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—< BARNASAGAN N. N0SS0W: J K á f i r p i I f a r B6SI í 7. DAGUR Rétt, drengur minn, aldeilis rétt. Haustið kemur snemma í ár. Blessuð börnin eru ekki fyrr komin úr skólanum og farin að njóta veðurblíðunnar í sveit- inni en haustið er komið með öllum sínum leiðind- um. En þú hefur áreiðanlega smekk fyiir skáldskap, góði minn. Þetta eru fín kvæði. Og hún strauk hendinni yfir hárlubbann á Mikka. Hann steig í leyni ofan á tána á mér. Nú var röðin komin að mér að segja fram kvæði. En það er sjaldan ein báran stök, og það hringsnerist allt í kollinum á mér — og ég gat aðeins komið þessari einu vísu fyrir mig, svo það var ekki um annað að gera en láta hana flakka. Og til að hafa vaðið fyrir neðan nig og okkur Bósa þandi ég út brjóstið, brýndi rödd- ina og kyrjaði: Kokkurinn við kabyssuna stóð, kolamola oní hana tróð. Laugi frændi hleypti duglega í brýrnar. Fyrir hvað er eiginlega verið að refsa manni! Og svo bæíti hann við í hæðnistóni: Nei, þvílíkan snilling í upp- lestri hef ég aldrei vitað. Hoj, sagði Rúberta. Það er aldrei félagsskapur — strákar sem.þylja yfir manni heimskulegar vísur um andstyggilegar kabyssur. En á meðan velti ég fyrir mér öllum skáldskap heimsins, og að lokum kom mér ný vísa í hug: Nú er úti veður vont, verður allt að klessu. Ekki fær hann Grímur gott að gifta sig í þessu. Svona fugla ætti að loka inni, tuldraði Laugi frændi í barm sér, ef heiðarlegt fólk ætti að halda heilsunni. Varaðu þig, Laugi minn, að hleypa þér ekki í æs- ing, sagði Rúberta við hann. Þú hefur ekki gott af því. Er nokkuð við það að athuga þó drengirnir fari með vísu? i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.