Þjóðviljinn - 18.03.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.03.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 18. marz 1952 Byggingarsjéðuz Framhald af 5. síðu. leiddi dvalarheimilíð að húsi sínu „Sæhvoll" i Sandgerði. M. Jessen skólastjóri Vélskólans í Reykjavík gaf dvalarheimilis- sjóðnum vandaða Buich bifreið. ■Fyrir þessar gjafir og aðrar ó- nefndar vill Sjómannadagsráð færa gefendum kærar .þakkir Þá vill Fulltrúaráð Sjómanna dagsins þakka Einari Jónssyni framkvæmdarstjóra Sjómanna- kabarettsins fyrir þær miklu tekjur sem hann hefur aflað í byggingarsjóð dvalarheimilis aldraðra sjómanna, með útveg- un á úrvals skemmtikröftum er- lendis. Á fundinum fóru fram mi'kl- ar umræður um byggingu dval- arheimilis aldraðra sjómanna, en eins og kunnugt er, er búið að ákveða að byggja heimilið á Laugaráshæðinni í Reykjavík, og bæjarstjórn Reykjavíkur veitt í því skyni 6 hektara lands á þeim stað' en það sem stend- ur á, að hægt sé að hefja bygg- ingarframkvæmdir er leyfi frá Fjárhagsráði sem hingað til hefur staðið á. Kom það skýrt fram á fundinum, að fulltrúar í Sjómannadagsráði vilja ekki trúa því að óreyndu, að leyfí til að hefja framkvæmdir fáist ékki í þetta skifti, jafn aðkall- asdi og þetta byggingarmál er, og nú þegar lóðin er ti!, og iak- ið hefur verið öllum undirbún- ingi. Við stjcrnarkosningu voru endurkjömir Henry •Hálfdáns- son formaður, Þorvarður íBjörnsson gjaldkeri og Pétur Óskarsson Hafnarfirði ritari. Varaformaður var kosinn Sig- urjón Einarsson skipstjóri Hafnarfirði, Pétur Jónsson varagjaldkeri og Jens Stefáns- son vararitari. Þeir Sigurjón Á. Ólafsson fyrv. alþm. og Björn Ólafss voru endurkjörnir til að vera stjóminni til ráðuneytis um fjársöfnim o.fl., og ér Tóm- -as Sigvaldason varamaður þeirra. Byggingarnefnd dvalarheim- ilisins var endurkjörin og skipa hana Björn Ólafss, Srgurjon Á. Ólafsson og Henrv Hálfdáns- son, til vara Þorvarður Björns- son, Sigurjón Einarsson og Böðvar Steinþórsson. Endur- skoðendur voru kjörnir Þor- steinn Árnason og Theodór <Jíslason báðir endur’.íjörair, en Haraldur Tómasson framreiðslu maður var kjörinn til vara. Eitt af því sem nú er í fram- kvæmd til eflingar byggingar- sjóði dvalarheimilisins er happ- drætti eitt myndarlegt, eru vinningarnir 20, cg verður dregið 1. apríl. (Frá Sjómannadagsráði). Krossgáta 51. wtj u m n ■ m n 9 3 f&gggj m° H « inn TW Lárétt 1 skadda — 4 sjó — 5 peningur — 7 kraftur — 9 nudd — 10 álegg — 11 ílát — 13 ryk- korn — 15 stanzað — 18 iðkuðum. Lóðrétt: 1 dreifa — 2 happ — 3 keyr! — 4 krumla — 6 drepin — 7 skel — 8 klemmur —• 12 elda — 14 fer til fiskjar — 15 kindum. Lausn 50. krossgátu. I.árétt: 1 hyrndur — 7 ax — 8 auli — 9 sný — 11 111 — 12 tá -y- 14 ak — 15 tala — 17 æj — 18 fló — 20 raftinn. Lóðrétt: 1 hast — 2 yxn — 3 na — 4 dul — 5 Ulla — 6 Rilke — io ýta — 13 áift — 15 tjá — 16 ali — 17 ær — 19 ón. 127. DAGUR hans og framkoma, ásamt þeim orðum hans að hann væri yfir maður í verksmiðjunni, virtust gefa til kynna að hann væri bet- ur settur en hún hafði búizt við. Bn hún mundi líka, að þótt hún hefði verið allt sumarið með Bellu og hefði hitt Gilbert, Myru og foreldra þeirra öðru hverju, þá hafði aldrei verið minnzt á Clyde. Og allar þær upplýsingar sem hún hafði feng- ið um hann, var það sem frú Griffiths hafði sagt í upphafi, að hann væri fátækur ættingi að vestan, sem maður hennar ætl- aði að reyna að hjálpa. En við þetta tækifæri hafði henni alls ekki fundizt hann lítilmótlegur eða fátæklegur — miklu frem- ur vel búinn, aðlaðandi, með fullan hug á að láta stúlku eins: og hana taka sig alvarlega. Og einmitt áf því að hann var trændi Gilberts —- af Griffithsættinni — þótti heimi meira til þess koma. Þegar liún kom til Trumbullsfjölskyldunnar, sem byggðist á Douglas Trumbull, velmetnum lögfræðingi, ekkjumanni og búsabraskara, sem með aðstcð barna sinna og lagakunnáttu sjálfs sín hafði rutt sér braut inn í innsta hring yfirstétt- arinnar, trúði hún Jill Trumbull, eldri dóttur lögfræðingsins, fjTÍr atburðum dagsins: „Það kom dálítið skrýtið fyrir mig í dag.“ Og hún sagði henni frá öllu sem gerzt hafði. Jill fannst þetta ékemmtilegt og við kvöldverðinn sagði hún Gertrude yngri systur sinni og Tracy, einkabróður sínum frá þessu. „Já, einmitt,“ sagði Tracy Trumbull, lagastúdent, sem vann á skrifstofu föður síns. „Ég er viss um að ég hef séð þennan ráunga þrísvar eða fjórum sinnum á Central Avenue. Hann er talsvert líkur Gil, er það ekki? Þó er hann ekki eiag drembi- látur. Ég hef kastað á hann kveðju nokkrum sinnum í sumar, af því að ég hélt að hann væri Gilbert." „Já, ég hef Iíka séð hann,“ sagði Gertrude Trumbull. „Hann er með húfu cg í frakka með belti eins og Giltoert Grjffiths, er það ekki? Arabella Stark benti mér einu sjnni á hann, og svo sáum við Jill haiur einu sinni á götunni fyrir framan Stark- verzlun á laugardegi. Mér finnst hann laglegri en Gil.“ Þetta bom heim við álit Sondru á Clyde, og nú bætti hún við: „Við Bertína Cranston hittum hann eitt kvcld í vor sem leið hjá Criffithsf jöilskyldunni. Okkur fannst .hann alltof feim- inn. En þið ættuð bara að sjá hann núna — hann er reglulega laglegur, með yndisleg augu og fallegt bros.“ „Heyrðu nú Sondra," sagði Jill Trumbull, sem að undan- sMldum Bertínu og Bellu, var beztá vinkona Sondru og göinul skólasystir úr Sr.edeker skólanum. „Ég veit um einn sem yrði •afbrýðisamur ef hann heyrði til þín núna.“ „Og hvernig haldið þið að Gil Griffiths þætti að heyra, að frændi hans væri laglegri en ha/m ?“ tók Tracy Trumbull undir. „Já, hvað haldið þið . . .“ „Uss, hann,“ hreytti Sondra fyrirlitlega út úr sér. Haun hefur svo mikið sjálfsálit. Ég er viss um að það er honum að kenna ,að Griffithsfóikið skiptir sér ekkert af þessum frænda sínum. Já, ég er alveg viss um það, þegar ég fer að hugleiða það betur. Bella vildi auðvitað umgangast hann, því að ég heyrði hana segja í vor, að henni fyndist hann laglegur. Og Myra gerir ekki flugu mein. Það væri sniðugt, ef við fær- vm að umga.ngast hann, bjóða honum út — einstöku sinnum, skiljið þið — bara í gamni, til þess að sjá hvernig hann stæði sig. Og hvernig Griffithsfólkinu litist á blik.una. Ég veit að herra Griffiths, Myra og. Bella segðu ekkert við því, en Gil yrði alveg óður. Ég á ekki svo hægt með það, af því að við Bella erum svo miklar vinikonur, en ég veit hver gæti það og þau gætu ekkert sagt við því. Hún þagnaði og var að hugsa um Bertínu Cranston, sem var illa við Gil og frú Griffíths. „Mér þætti gaman að vita, hvort hann dansar, leikur tennis. eða eitt- iivað í þá átt?“ Hún þagnaði og hugsaði sig um og á meðan virtu hin hana fyrir sér. Og Jill Trumbulil, sem var eirðarlaus og at- hafnasöm stúlka ,þótt hún væri hvorki fögur né glæsileg, sagði: , Þetta gæti verið dálítjö skemmtilegt. Heldurðu að Griffithsfólk- inu væri illa við það?“ „Hvaða máli skiptir það?“ hélt Sondra áfram. „Það gæti auð- vitað látið eins og það sæi hann ekki. En hver myndi kippa sér upp við það? Ekki það fólk sem býður honum “ „Áfram með ykkur stúlkur ,þið kunnið að hressa upp á til- \eruna,“ skaut Tracy Trumbull inn í. „Ég þori að veðja að þetta vekur at-hygli. Gil Griffiths verður ekki hrifinn, það getið þið reitt ykkur á. Ég yrði það ekki heldur í hans sporum. Ef ykkur langar til að vekja athygli ,þá skuluð þið gera þetta, þvi að sthygli mun það áreiðanlega vekja og meira en það.“ Nú var Sondra Finchley þannig skapi farin, að hugmynd sem þessi var henni mjög að skapi. En þótt henni fyndist hugmynd- in athyglisverð þessa stundina, þá hefði sennilega ekkert orðið úr henni, ef afleiðingarnar af þessu samtali og fleiri .mmtölum milli þeirra og Bertinu Cranston, Jill Trumbull, Patricíu Anth- ony og Arabellu Stark liefðu ekki orðið þær, að fregnin um þennan samfund ásamt gagnrýni á Gilbert, barst Gilbert Griff- iths loks til eyrna frá Constance Qynant ,sem tabð var að hann ætlaði braðlega að trúlofast. Og Constance sem gerði sér vonir um að Gilbert (kvæntist henni eiruhvern tíma, var gröm yfir því að Sondru hefði dottið í hug að taka Clyde upp á arma sína og láta auk þess hafa eftir sér, að hann væri laglegr: en Giibert. Og til þess að létta á hjarta sínu cg hefna sín á Sondru ef hægt væri, sagði hún Gilbert frá öllu saman, óg hann kom undir eins með illgirnislegar athugasemdir um Sondru og Ciyde. ,Og þegar þessi ummæli hans, sem Constance hafði aukið og endurbætt bárust til eyrna Sondru, var takmarkinu náð Hún fylltist löng- un til að hefna sín. Ef henni sýndist svo, gat hún verið alúðleg við Clyde og komið því til leiðar að aðrir yrðu það líka. Og af- leiðingarnar gætu ef til vill orðið þær, að Gilbert fe-ngi nokkurs konar keppinaut í samkvæmislífinu — frænda sinn, sem yrði ef til vill vinsælli þrátt fyrir fátælkt sína. Þetta gæt; orðið smeMið. Og um leið datt henni í hug, hvernig hún gæti veitt Clyde in:n- göngu í hóp íhinna útvöldu, án þess að hún virtist eiga hlut að máli og án nokkurrar áhættu fyrir hana sjálfa, ef tiltækið misheppnaðist. Yngra fólkið úr 'yfirstéttinni, sem lét böm sín ganga í Snedek- er skólann, hafði með sér óljósan skemmtifélagsskap, sem hét „Öðru hverju.“ Félagsskapur þessi hafði engan ákveðinn til- gang, stjórn eða heimkynni. Hver sá sem stöðu sinnar vegna gat talizt meðlimur gat boðið öðrum félögum klúbbsins til mið- degisverðar, dansleiks eða tedrykkju á heimili sínu. —oOo— —oOo— —oOo— «Oo— —oOo— —oOo— —oOo—« BARNASAGAN N. N0SS0W: ! K á í i r p i I f o r BÓSI 8. DAGUR En þao varo ekki aíturtekið: Laugi frændi var bú- inn ao hleypa sér upp, og hann strauk sér um ennið, aftur og fram eins og hann hefði höfuðverk. Ég þagnaði ,en Mikki hélt áfram þar sem frá var horfið. Hann byrjaði á nýju kvæði, hárri og skýrri röddu: í Bæheimi var barizt, og berserkurinn gamli, hann réðst með brauki og bramli á borgarkastalann. Ha ha, hlógu þau. Ertu nú allt í einu kominn til Bæheims! Hvert skyldirðu fara næst, fuglinn. Á næstu stöð bættust nokkrir nýir farþegar í hóp- inn. — Já, hér er verið að fara með kvæði — það getur orðið nógu skemmtilegt, sögðu þeir. En Mikki lét aliar glósur eins og vind um eyrun þjéta, og í næstu andrá var hann kominn til Afríku: í Afríku eru svartir menn, sem aldrei klæða sig, þeir hengja hringi í nefin. . . . o. 3. frv. Frá Afríku fór hann beinustu leið til Kákasus, þvínæst skaut honum upp í Brasilíu, og áður en nokkur vissi orðið af hafði hann gerzt landnemi í Kanadæ Þar fékk hann hóstahviou á nýjan leik, og gerði mér aftur viðvart með því að stíga ofan á tána á mér. Ég leitaði og leitaði í huga mér, en var lífsins ómögulegt að íinna nokkra vísu sem nú ætti við. Svo ég sagði bara út í loftið: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Rúberta hló: Þetta er nú anzi lítið kvæði! Er það mér að kenna þó Mikki sé búinn með öll þau kvæði sem ég kann? svaraði ég særður, en tók þó þegar þráðinn upp að nýju: Dauðinn má svo með sanni samlíkjast þykir mér- ■ , , J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.