Þjóðviljinn - 18.03.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.03.1952, Blaðsíða 8
Fyrirskipað að blanda ís- ienzku smjöri í sm|örSíkiS Miklar birgðir aí smjöri liggja undir skemmdum vegna kaupgetuskortsins ' i Eins og rakiö hefur veriö hér í blaðinu hefur hin skipu- lagða neyöarstefna ríkisstjórnarinnar komiö mjög skýrt íram í því að sala á mjólk hefur stórminnkaö. Af þeim ástæðum hefur smjörframleiðslan verið aukin — og birgö- irnar hrúgazt upp óseldar og liggja nú undir skemmdum. Ríkisstjórnin hefur nú gripið til þess ráðs út úr þess- um ógöngum aö fyrirskipa smjörlíkisgeröunum aö blanda allt smjörlíki fslenzku srnjöri aö einum tíunda hluta. Er búizt viö að verð á smjjörlíki hækki um 4 kr. kílóiö af þessum ástæðum, — og fer þá einnig þaö viöbitiö aö veröa lúxus íyrir alþýöuheimilin. Svona geigvænlega ör hefur öfugþróunin oröið. Þaö er ekki langt síöan aö barizt var um hvsrt smjörkíló sem á markaðinn kom. Nú verður aö koma smjörinu í verö með valdboöi og nauðungaraðgeröum. Leikrit Kambans „Þessvegna skiljum við“ frumsýnt á fimmtudaginn Fyrsta leikrit er Þfóðleikhúsið sýnir eftir Kamban Á fimmtudagskvöldið 'hefur Þjóðleikhúsið frumsýningu á sjónleik Guðmundar Kambans Þessvegna skiljum við. Haraldur Björnsson er leikstjóri og fer hann ennfremur með eitt hlut- verkið. Karl fsfeld hefur þýtt leikinn úr dönsku. Sjónleikurinn Þessvegna skilj- um við er saminn upp úr eldra Qeikriti höfundarins: Arabísku tjöldin, er frumsýnt var á Dag- mar-leikhúsinu í Kaupmanna- höfn árið 1921. Þessvegna skilj- Skoðið sýníngu Snorra Aðsókn að sýningu Snorra Arinbjarnar í Listamannaskál- anum hefur verið sæmiieg og hafa sótt hana um 700 manns. Sýningin er opin frá kl. 1 e. •h. til 10, og verður hún opin til föstudags, en þá hefst önnur sýning. Hér er um góða og óvenju- lega sýningu að ræða og ættu menn ekki að sleppa tækifær- inu að sjá á einum stað verk listamannsins. Það tækifæri kemur ekiki aftur í bráð. Kyimingarfundir F.!. Ferðafélag fslands hélt kynn- ingarfundi á Selfossi og í Hveragerði s.l. sunnudag. Á báðum fundunum kynnti Jón Eyþórsson starf Ferðafé- lagsins, Pálmi Hannesson sýndi skuggamyndir ofan af Kili og skýrði þær. Hallgrímur Jónas- son skýrði frá fyrirhuguðum ferðum á næsta sumri og Guð- mundur Einarsson frá Miðdal sýndi kvikmyndir frá ýmsum stöðum landsins. Fullt hús var á fundinum í Hverager'ði og mikil ánægja. Á Selfossi var aðsókn töluvert minni, enda láð ist að boða fundinn sem tíðkast I austur þar. um við var hinsvegar sýnt á Konunglega leikhúsinu í Höfn árið 1930 Fékk það ágæta dóma, og naut mikillar hylli á- horfenda. Nefndi höfundurinn það kómidíu, og stendur það efnislega á milli harmleiks og gamanleiks, og heitir því hlut- lausu orði á íslenzku: sjónleik- ur. Bað leikstjórinn Karaldur Björnsson, blaðamenn í viðtali í gær að leiðrétta þær út- breiddu hugmyndir um þennan sjónleik a'ð hann væri fyrst og fremst ægilegur harmleikur. I þessum sjónleik er varla hægt að tala um aðalpersónur, en af leikendum skulu nefndir):' Arndís Björnsdóttir, Regína Þórðardóttir, Inga Þórðardótt- ir, Gerður Hjörleifsdóttir, Har- aldur Björnsson, Indriði Waage og Gestur Pálsson. Leikritið er í þremur þáttum, og ekki mjög langt. Það „ger- ist nú á dögum“ eins og höf- undurinn orðaði það á sínum tíma. Fer þa'ð fram í Kaup- mannaliöfn, meðal gamallar ís- lenzkrar ættar, og er ættmóðir- in, sem komin er um áttrætt, fædd og uppalin á Islandi. Þetta er áttunda íslenzka leikritið sem Þjóðleikhúsið sýn- ir. Eftir látna íslenzka leik- höfunda hafa áður verið sýnd leikritin Nýársnóttin, Fjalla- eyvindur og Lénharður fógeti, eftir þá Indriða Einarsson, Jó- hann Sigurjónsson og Einar Kvaran. Nú bætist verk eftir Guðmund Kamban í þann hóp. Önnur íslenzk leikrit eru Is- landsklukkan, Jón Arason, Dóri og Gullna hliði'ð. I Leiktjöidin hefur Lothar iGrundt málað, en búninga ger- ir saumastofa Þjóðleikhússins. Konur mótmæla hersetu Bandaríkjanna á íslandi „Kvennafundur haldinn í tilefni afþjóða Itvennadags- marz mótmælir vaxandi íhfutun Bandaríkjastjórnar um efnahagsmál Islendinga. Jafnframt mótmæiir fundurinn hersetu Bandaríkjanlna og varar við áformum þeirra um að gera Island að einni heiztu árásarstöð sinni í Evrópu. Fundurinn skorar á ö!I samtök íslenzkra kvenna að hefja mótmælaöldu gegn hersetunni og krefjast brotfc- flutnings alls herliðs nr Iandinu.“ HióÐviumN Þriðjudagur 18. marz 1952 — 17. árgangur — 64. tölublað z'----:---------------------------x Kvennafundur krefst raunhæfra aðgerða ti! úrbóta á atvinnu- Eeysinu og atvinnuIeYSÍstrygginga fyrir koimr og karla „Kvennafundur haldinn í tilefni alþjóðiega kvennadags ins 1952 mótmælir harðlega aðgerðaleysi ríkisstjórnar- innar og bæjarstjórnar Beykjavíkur í atvinnuleysismál- unum og krefst raunhæfra aðgerða til úrbóta. Ennfremur mótmælir fundurinn hinni sívaxandi dýr- tíð, sem skipulögð er af sjálfri ríkisstjórnmni. Fundurinn skorar á konur um Iand allt að hef ja sókn fyrir almenn'um atvinnuleysistryggingum, jafnt fyrir konur sem karla.“ Fréttabréf frá Hornafirði 10 bátar — 121 róður — 560 tonn af fiski — 37 þús. iítrar iifisr Höfn, Hornafirði, 12. marz 1952. 1 febrúarmánuði voru gæftir allgóð<ar og voru þá komnir til róðra hér 10 bátar, fóru þeir samtals 121 róður og var afli þeirra læp 500 tonn, en lifrarmagn um 37 þúsundir lítra. — Aflahæsti báturinn í þessum mánuði hafði 177 skippund. Lík Sigurgeirs Guðjónssouar Á sunnudaginn var fannst Iík Sigurgeirs Guðjónssonar, sem hvarf frá bílunum við Hlíðarvatn aðfaranótt 20. janú- ar s.l. Lík Sigurgeirs fannst í fárra metra fjarlægð ofan við veginn hjá Hlíðarvatni skammt þaðan sem bílarnir ur'ðu fastir. Eins og menn muna hafði hann gengið á undan bílunum er þeir voru að brjótast áfram í byln- um. Er líklegt að Sigurgeir heitinn hafi orðið snögglega veikur, og skelft yfir hann á skammri stundu. Það var 10 manna leitarflokk ur frá Selfossi og úr Ö’vesi sem fann líkið. 1 hópi leitar- mannanna var bróðir Sigur- geirs og frændur. Gulína hliðicS fyrir Dagsbrúnarmenn og Iðjufélaga 1 sunnudagsblaðinu var sagt að nk. föstudag hefði Þjóðleik- húsið sýningu á „Sem yður þóknast" fyrir Dagsbrúnar- menn og Iðjufélaga. Við þessa frásögn er það að athuga að nafn leikritsins er ranghermt. Það er GULLNA HLIÐIÐ, eft- ir Davíð Stefánsson, er sýnt verður fyrir þessi verkalýðsfé- lög. Og eru menn beðnir að at- huga þetta. Skógræktarför til Koregs í vor Skógræktarfélag Reykjavíkur vekur athygli félagsmanna á skógræktarferðinni til Noregs nú í vor. Farið verður frá Reykjavík 29. maí með m.s. Brand V. á- leiðis til Bergen. Starfað verð- ur að skógrækt á Hörðalandi og Mæri um hálfsmánaðar skeið, en komið heim me'ð m.s. Heklu 21. júní. Fargjöld eru um kr. 1500.00 á mann. Æskilegt er, að þátt- takendur séu á aldrinum 18— 25 ára. Skriflegar umsóknir um þátttöku sendist Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur, Laufásvegi 2, fyrir 23. marz. ÐeiMakeppnin 1 síðastliðinni viku hefur starfið hjá deildunum aukizt ojí eru nú flestar deildir komnar af stað í öllum verkefnunum. Þrjár deildir hafa þefrar náð 100% í innheimt- unni en það eru Meladeild. Skóla- deild og Langholtsdeild. Tvær hafa náð 100% í söfnun áskrifenda að Rétti; það eru Meladeild or Bollal- deild. — Hálfur annar mánuður er ti! stefnu osr þurfum við öll að nota þann tíma. vel. Þær deildir. sem þegar hafa náð 100% sýna hve miklir möguleikar eru fyrir flokkinn að ná því takmarki sem hann hefur sett sér, en það verð- ur ekki gert nema allir hefji nú þegar starf. Sameinumst því öll í einu átaki. Tilkvnnið nýja á- skrifendur að Þjóðviijanum or Rétti í skrifstofu Þjóðviljans og skrifstofu, Sósialistafélafrs Rvikur, sem einnifj veitir nýjum meðlim- um og greiðslu fiokksgjalda. við- töku. —- Röð deildanna er nú þannig: ÞjóSv. Réttur 1. Njarðardeiid 37% 2. Bollr.deild 33% 1. 120% 3. Túnadeild 33% 4. Sofjadeild 33% 5. 44% 5. Sunnuhvoisdeild 31% 6. Þingholtsdeild 27% 7. Meladeiid 22% 2. 100% 8. Kleppholtsd. 22% 9. Vesturdeild 19% 6. 30% 10. Skerjafjarðard. 37% 11. Hlíðardeild 15% 9. 8% 12. Skóladeild 14% 13. Lagnholtsd. 14% 4. 60% 14. Barónsdeild 11% 15. Þórsdeild 9% 3. 71% 16. Laugarnesd. 8. 10% I byrjun marzmánaðar bætt- ist einn bátur við til róðra héð- an, m.b. Þráinn frá Neskaup- stað, svo nú ganga héðan sam- tals 11 bátar. Það sem af er þessum mán- uði hafa. gæftir verið góðar og afli mjög sæmilegur, en bátar hafa orðið fyrir allmikiu veiðar- færatjóni af ágengni útlendra togara, enda er hér ekkert eftirlitsskip til gæzlu nú. Leðurblakan sýnd í Þjóðleikhúsinu Það hefur nú verið ákveði'ð að óperettan Leðurblakan eftir Strauss verði sungin og sýnd í Þjóðleikhúsinu í vor. Leikstjór- ar verða þeir Simon Edvardsen og Haraldur Björnsson, en söngfólkið verður allt íslenzkt. Með a'ðalhlutverkin fara: Sig- rún Magnúsdóttir, Guðrún Á. Símonar, Elsa Sigfúss, Einar Kristjánsson, Guðmundur Jóns- son og Ketill Jensson. Þar að auki eru margir ósyngjandi leik arar. Ekki verður sagt að svo stöddu hvenær sýningar hefj- ast, en líklegt er að það verði ekki langt frá mánaðamótunum maí-júní. Er undirbúningur sýningar- innar þegar hafinn. ;,Gleymdist“ í fangelsi í tvö ár Bandarískum svertingja hef- ur verið haldið í fangelsi á ann að ár eftir að hann hafði ver- ið sýknaður af morðákæru. Vor ið 1950 var David Reese, 23 ára gamall svertingi í Tampa í Flórídaríki ákærður og sýkn- aður. Hann var engu áð síður hafður í haldi áfram og ekki látinn laus fyrr en um síðustu mánaðamót, þegar blaðið Tampa Tribune komst á snoðir um meðferðina á honum. Dag- inn eftir að það tók rækilega í yfirvöldin var Reese sleppt me'ð þeirri skýringu, að hann hefði gleymzt í fangelsinu. Fiskiðjuverið starfar nú af fullum krafti og er nú unnið að framleiðslu fiskimjöls allan sólarhringinn. Sýnishorn af framleiðslunni, sem send hafa verið héðan til efnagreiningar, hafa fengið hina beztu dóma og framleiðslan talin fyrsta flokks, enda eingöngu notað bezta ný- meti til framleiðslunnar. Auk þess að framleiða fiskimjöl, hef- ur Fiskiðjan keypt allan þorsk af bátunum í vetur og saltað lliann. Síðari helming febrúarmánað- ar voru afköst flökunarstöðvar Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga 9900 kassar af roðflettum ýsuflökum á 5 lbs. og 520 kass- ar af gotu á 7 lbs. ks. Sama mánuð voru hraðfryst hjá Kaupfélaginu 770 kg. af lúðu og 7205 kg. af heilfrystri ýsu. Fréttaritari. Upplestur Eggerts Stefánssonar vakti feykilega hrifningu Eggert Stefánsson, söngvari, Ias upp kafla úr hinni nýju bók sinni í Gamla bíói í gær. Nefndist kafli þessi „Bíki hestsins“ og sagði hann þar frá ferð er hann fór á hestum um öræfin 1922. Fyllti Eggert efnið lífi og stemningu, ást og trú á ísland og fegurð þess. Áheyrendur voru því miður færri en skyldi en voru mjög hrifnir og ánægð- ir og kváðust margir ekki hafa viljað missa af þessari stund. Þeir sem heima sátu geta reynt að bæta sér það upp með því að ná í bók Eggerts þegar hún kemur út, sem verður seint. í þessum mánuði. Togararnir ísólfur seldi á laugardaginn í Bretlandi 3790 kit fyrir 11055 sterlingspund. Keflvíkingur átti að selja í gær, saltfisk, en vegna þess hve mikill fjöídi skipa var fyr- ir komst hann ekki áð og mun selja í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.