Þjóðviljinn - 21.03.1952, Síða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1952, Síða 1
Félagar! Gæti3 þcss að glata ekkl flokksrcttindum vegna vanskila. Greiðið því flokks- gjöldin slcilvíslega í byrjun hvers mánaðar. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12 f. h. og 1—7 e. li. Stjórnin. Föstudagur 21. marz 1952 — 17. árgangur — 67. tölublað Brezka stjómin yfirvegar regiugerðina um verndun fiskimiðanna við Island. Talsmaður brezka utanríkisráðuneytisins skýrði írá því í gær, að brezka ríkisstjórnin hefði til yfir- vegunar reglugerðina nýju um verndun fiskimið- anna við ísland. Talsmaðurinn sagði, að enn væri of snemmt að láta í Ijós ndkkra opinbera, brezka af- stöðu til reglugerðarinnar. Formaður félags brezkra togaraútgerðarmanna sagði í gær, að reglugerðin um vernd- un fiskimiðanna við ísland væri þungt áfall fyrir brezku togaraútgerðina. Formaður félags norskra út- igerðarmanna, sem gera út á tslandsmið, segir í viðtali við Dagbladet, að eins og nú horfi muni reglugerðin engin áhrif hafa á veiðar Norðmanna við uni H, C. Andersen railli- Dönsk blöð skýra frá því að til tals hafi komið að danska utanríkisráðuneytið beri fram mótmæli vegna meðferðar bandaríska kvikmyndakóngsins Goldwyns á ævisögu H. C. Andersens í kvikmynd, sem hann er að gera. Skopleikarinn Danny Ivaye er látinn leika ævintýraskáldið og í kvikmynd- inni er öllu snúið öfugt, ævi skáldsins, verkum hans og staðháttúm í Danmörku. Island, vegna þess að undan- farin ár hafi síldin verið svo djúpt undan Norðurlandi að veiðin hafi að mestu verið ut- an hinnar nýju landhelgislínu. Öðru málj gegni, ef síldin fari aftur að sækja nær landi, þá horfi óvænlega fyrir síldveið- um Norðmanna við Island. Frakkar og ÞjóS verjar semja Utanríkisháðherrar Frakklands og Vestur-Þýzkalands hafa orðið ásáttir um að hefja við- ræður sín á milli um Saarhér- að og verður því ekki af þvi að kærur um afstöðu beggja ríkja til héraðsins komi fyrir Evrópurá'ðið. Fer Svíþjéo úr Undén, utanríkisráðherra, Svíþjóðar, lýsti yfir á fundi ráðherranefndar Evrópuráðs- ins í París í gær, að vafasamt væri hvort Svíþjóð gæti haldið áfram aðild að ráðinu ef sam- þyk'.ít yrði tillaga Edens, utan- ríkisráðherra Bretlands, um að tengja ráðið fyrirhuguðum Vestur-Evrópuher og Schum- anáætluninni um sameiningu þungaiðnaðar Vestur-Evrópu. Undén sagði, að þegar Svíar hefðu gerzt aðilar að ráðinu hefðu þeir haldið, að ákvæði stofnskrár þess um að það megi ekki láta sig hermál skipta yrðu haldin. Samhamulag um eftir- litsstaði Algert samkomuiag varð í Panmunjom í gær um þá staði í Kóreu, þar sem hafa skal eftirlit með liðsflutningum til landsins eftir að vopnahléi hef ur verið komið á. Bandaríkja- menn féllu frá kröfu sinni um eftirlit í Pyongvang, höfuð- bcrg Norður-Kóreu. Á efri myndinni sjást stúlkurnar í vefnaðardeildinni við vef- stóla sína. — Á neðri myndinni eru nemendur trésmíðadeiid- arinnar að starfj — (Ljósm. Vignir). — Sjá grein á 8 síðu Ein of kynþóftakúgunorlögum S-Afrikustjórnar dœmd ógild Komin er upp dsila milli hæstaréttar Suöur-Afríku og ríkisstjórnar landsins. Hæstiréttur Suður-Afríku kvað í gær upp dóm um að ó- gild séu lög þau, sem þing- meirihluti þjóðemissinnastjóm- ar Malans setti um að taka út af hinni almennu kjörskrá í Höfðafylki kynblendinga hvítra manna og svartra og leyfa þeim aðeins að greiða atkvæði um sérstaika frambjóðendur. Eru hæstaréttardómaramir fimrn sammála, um ,að sam- kvæmt stjórnarskránni hafi þurft tvo þriðju atkvæða á þingi til að siík lagabreyting væri lögleg. Utan Höfðafylkis hafa kyn- blendingar aldrei haft kosning- arrétt og hvorki þar né ann- arsstaðar í Suður-Afríku hafa svertingjar, sem eru nær þrír fjórðu landsbúa, kosningarrétt. Malan forsætisráðherra sagði á þingi í gær, að það væri óþolandi að dómsvaldið gæti ónýtt gerðir löggjafar- valdsins og myndi stjórn hans innan skamms tilkynna ráð- stafanir til að ráða bót á því. Neyðarástand vegna fannkyngis Neyðarástandi, hefur verið lýst yfir í Nevadaríki í Banda- ríkjunum vegna fádæma fann- kyngis. Vofir horfellir yfir sex hundruð þúsundum búpenings og 1000 manns eru einangraðsr frá umheiminúm. Siglúsar Sigurhjart- arsonar minnzt á fundi bæjarsíjórnaE Reykjavíknr í gær íslenzki fáninn var í gær breiddur á gafl fundarstaðar bæjarstjórnar Reykjavíkur. Auk bæjarfulltrúa voru mættir nokkrir af starfsmjönnum bæjarins og varafull- trúum Sósíalistaflokksins. Áður en genglið var til dagskrár flutti forseti bæjar- stjórnarinnar Hallgrímur Bene'diktsson eftirfarandi ræðu. „Háttvirtu bæjarfulltrúar! Enn liefur sviplega skarð ver ið höggið í okkar hóp. Sl. laug- ardag 15. marz lézt Sigfús Sig- urhjartarson, bæjarfulltrúi, að heimili sínu. Banamein hans var hjartaslag. Sigfús Annes Sigurhjartar- son var fæddur að Urðum í Svarfaðardal 6. febrúar 1902 og því rétt fimmtugur, þegar hann fellur frá. Hann varð stúdent 1924, lagði síðan stund á guðfræðinám og tók emb- ættispróf í guðfræði 1928. Sigfús lieitinn gerðist þá kennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og gegndi því starfi til 1939, er hann gerði blaðamennskuna að aðalstarfi og varð ritstjóri Þjóðviljans, en áður hafði hann ritað mikið fyrir Alþýðublaðið og verið rit- stjóri „Nýs Lands“. Jafnframt þessu var hann sakir mannkosta sinna valinn til að gegna margvíslegum trúnaðarstörfum. Þannig var hann aðeins 29 ára að áldri kosinn Stórtempl- ar Stórstúku Góðtemplara og starfaði sem slíkur í 3 ár að hann baðst undan endurkosn- ingu, en ávallt síðan átti hann sæti í framkvæmdanefnd Góð- templararegl unnar. Þá var Sigfús Sigurhjartar- son formaður útvarpsráðs 1935 —’39, meðlimur tryggingar- Eisenhower á báSum áffum Eisenhower hershöfðingi lýsti yfir í París í gær, að hið mikla fylgi,' sem hann fékk í próf- kosningum um forsetaefni í Minnesotaríki í Bandaríkjunum hefði knúið sig til að endur- skoða þá ákvörðun sína að gera ekkert sjálfur til að sækj- ast eftir útnefningu sem for- setaefni republikana. Truman forseti sagði blaða- mönnum í gær, a'ð Eisenhower væri frjálst að segja af sér yfir hershöfðingjaembætti A-banda- lagsins hvenær sem hann vildi. ráðs, og 1942 var hann kosinn alþingismaður, og átti sæti á Alþingi til 1949 sem landskjör- inn þingmaður og þingmaður Reykjavíkur. Hinn 15. marz 1942 var Sigfús heitinn kosinn í bæjar- stjórn Reykjavíkur og endur- kosinn 1946 og 1950, og hafði hann því nákvæmlega verið bæjarfulltrúi í 10 ár, þegar hann lézt. Hann var kosinn í bæjarráð 19. marz 1942 og síð- an árlega endurkosinn, síðast 7. febrúar s.l. — Sigfús heit- inn átti sæti í forstöðunefnd Námsflokka Reykjavíkur frá 1942, var varamaður í útgerð- arráði frá 1950 og kosinn í stjórn Eítirlaunasjóðs Reykja- víkurborgar 1951. Það var mjög eðlilegt, að samherjar Sigfúsar heitins vildu hafa hann í fararbroddi, því að hann var sérstaklega vel skýr og greindur, áhuga- samur og gekk með ósérplægni og dugnaði að hverju því starfi, sem honum var falið. En ekki mun það sízt hafa aukið vinsældir Sigfúsar heit- ing í hópi samherjanna, að hann var bæði ritfær og vel máli farinn. Sigfús Sigurhjartarson var ötull baráttumaður og gat, ef því var að skipta, hitnað í skapi, en kunni þó allajafna vel að greina aðalatriði frá aúkaatriðum. Álít ég, sem var annarar skoðunar í stjórnmál- um en Sigfús heitinn, að hann hafi viljað vel í starfi sínu og verið einlægur í skoðunum. Við lát Sigfúsar Sigurhjart- arsonar vil ég f.h. allrar bæj- arstjórnarinnar votta ekkju hans, tveim dætrum við nám erlendis og syni í Gagnfræða- skóla, einlæga samúð okkar í þeirra miklu sorg. Að svo mæltu vil ég biðja alla viðstadda að rísa úr sæt- um í virðingarskyni við mikil- hæfan látinn samstarfsmann." Djúp og virðuleg þögn ríkti nokkra stund að lokinni ræðu forsetans. — Fimm mál voru á dagskrá og voru þau öll af- greidd án umræ'ðu. Minningarathöfn um Sigfús Sigurhjartarson, bæjarfulltrúa og fyrrverandi alþingismann, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík laug- ardaginn 22. þ. m. og hefst kl. 2 eftir hádegi. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir. Sigríður Stefánsdóttir Adda Bára Sigfúsdóttir Hulda Sigfúsdóttir Stefán Sigfússon

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.