Þjóðviljinn - 21.03.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 21. marz 1952 Föetudagur 21. xnarz 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Ctffefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sóaialiataflokkurlnn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritatjóri: Jón Bjamaaon. Blaðam.: Ari Kárason, Magnúa Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfúsaon. Auglýaingastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Rltatjórn, afgreiðsla, auglýalngar, prentamlðja: Skólavörðustig 1*. — Síml 7500 (3 línur). Aakrlftarverð kr. 18 á mánuðl í Reykjavík og nágrennl; kr. 18 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentamlðja Þjóðviljana hj. Réttur íslendinga Landhelgismálin eru einn mikilvægasti þáttur ís- lenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Fiskimiðin umhverfis ísland eru sú auðlind sem öll afkoma landsmanna er háð og þar með möguleikar þjóðarinnar til fullveldis og menn- ingarlífs. Eins og kunnugt er hafa íslendingar ekki ráðið yfir þessum auðlindum sínum,, erlendir ránsflotar hafa látið greipar sópa, einkanlegar Bretar sem hafa leikið íslendinga á þessu sviði eins og frumstæða nýlenduþjóð. Síðan hafa aðrar þjóðir farið í kjölfar þeirra, ekki sízt Þjóðverjar í sívaxandi mæli með engilsaxneskri aðstoð. Er nú svo komið að almennur ótti er um að verið sé að gereyða þessar auðlindir íslendinga, og íslenzki bátaflot- inn á víða í vonlítilli, daglegri orustu við hina erlendu tog ; ara, sem gera sér leik að því að eyðileggja vitandi vits lífsbjargarmöguleika íslendinga. íslenzka þjóðin á fiskimiðin á landgrunninu umhverfis ísland Þá kenningu má styðja ýmsum og margháttuðum rökum, sögulegum og þjóðréttarlegum, en þess gerist ekki þörf hér; rétturinn er augljós og ótvíræður og með- vitund hans fslendingum í blóð borin. Hitt hefur verið erfiðara að framfylgja þeim rétti, og veldur því umfram allt ásælni'Breta og ítök þeirra í íslenzku efnahagslífi og meðal íslenzkra valdamanna. Er sú saga bæði löng og ljót, en hér skal látið nægja að minna á eitt ömurleg- asta dæmið: Þegar dregin var ný friðunarlína fyrir Norð- urlandi 1950, fjórum mílum fyrir utan grunnlínu milli yztu eyja og annesja, fengu Bretar áfram leyfi til að miða veiðiréttindi sín við þriggja mílna línu; þeir fengu sem sagt að veiða nær landi en landsmenn sjálfir! Munu torfundin slík dæmi meðal þjóða, sem eiga að heita sjálfstæðar, þótt þau séu altíð meðal nýlenduþjóða. Nú um alllangt skeið hefur þjóðin knúið fast á ríkis- stjórnina um aðgerðir í landhelgismálinu, og svo sterkur var þrýstingurinn orðinn að vitað var að ríkisstjórnin kæmist ekki undan því að stíga mikilvægt skref. Virtist einsætt að tækifærið yrði notað í haust um leið og Norð- menn hófu sókn sína, en þá brugðust valdamenn íslend- inga einu sinni enn, og framlengdu enn sérréttindi Breta! Það var ekki fyrr en dómur féll í Haag, Norðmönnum í vil, að ríkisstjórninni varð ljóst að ekki varð lengur hald- ið áfram á sömu braut. t Og nú hefur ríkisstjómin látiö draga nýja friðunarlínu umhverfis landiö allt, og var hún birt í blaðinu í gær. Er þessi aögerö að sjálfsögðu öllum íslendingum fagn- aöarefni, en á hitt ber þó að leggja megináherzlu að þetta er aðeins skref í rétta átt — til muna of lítið skref og of háð erlendum hagsmunum — og að framundan er barátta fyrir óskoruðum yfirráðum íslendinga fyrir fiskimiðunum öllum. Hverjar aðstæðurnar eru nú eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar kom glöggt fram í blaði for- sætisráðherrans í gær, en þar komst Pálmi Loftsson, yfirmaður landhelgisgæzlunnar þannig að orði: „Þótt iínan liggi nú utar, nær hún á fáum stöðum út fyrir þau mið, sem togarar hafa sótt á, svo að ekki eru líkur til, að ásókn erlendra skipa á miðin umhverfis landið minnkí að mun. Er því augljóst, að skipin verða að veiðum við varnarlínuna sem fyrr oft og einatt. Varn- irnar gætu því aðeins orðið auðveldari, að stækkunin væri svo mikil, að línan lægi utan helztu togaramiðanna á lándgrunninu, og þess vegna væri erlendum skipum lítill fengur að því að sækja á íslenzk mið.“ — o O o — Afstaöa Sósíalistaflokksins hefur ævinlega verið skýr og ítrekuð á hverju þingi fiokksins. í ályktun þingsins s.l. haust segir svo: „8. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokks- Ins lýsir yfir því, að barátta íslendinga fyrir yfirráðum yfir öllu landgrunninu sé snar þáttur í sjálfstæðisbar- áttunni. Flokksþingið telur að þjóðin þurfi að sameinast jum þá skoðun, að landgrunnið sé yfirráðasvæöi íslend- inga einna, sem engar erlendar ríkisstjórnir eða alþjóð- legir dómstólar hafi rétt til að skipta sér af.“ „LESANDI“ skrifar: — „Kæri bæjarpóstur. — Ég vona að þú sýnir það frjálslyndi, að birta þessar línur. Flestir munu hafa lokið upp einum munni um að leikhúsgagnrýni Ásgeirs Hjartarsonar hafi verið hin bezta, sem hér hefur sézt. Hún var ánægjuefni öllum þeim, sem kynnzt höfðu leiklist á fleiri stöðum en hér á íslandi. Bar þar einkum til skynbragð hans á leiklist ,og hnitmiðun við það, sem var aðalatriðið í hverjum einstökum leik, ekki hvað sízt frá sjónarmiði höf- undarins. „U.M ÞETTA hafa allir verið á einu máli án tillits til stjómmálaskoðana eða anparra slíkra hluta. Nú finnst mér samt að Ásgeir hafi í seinni tíð heldur slegið slöku við gagnrýni sína og hún ekki verið jafn hátt ýfir gagnrýni annarra hafin og áð- ur var. Vil ég þar til dæmis nefna gagnrýni hans á ,,Sem yður þóknast“ eftir Shake- speare. Finnst mér lof það, sem hann ber á leiksýninguna í heild ekki fyllilega verðskuldað. Virðist þar frekar gæta góð- vildar hans í garð stofnunar- innar, en hlutlausrar gagnrýni. á hús, og hversu lítið ándríki birtist í verkum arkítektanna. — En væri ekki tök á, að við, sem áhuga höfum á þessu máli, byndumst samtökum til að berjast fyrir, bættum smekk í þessum efmim? — Bjöm“. * „ÉG HEFI séð þetta og önnur leikrit Shakespeare er- lendis, bæði hjá Reinhart og öðrnun og ég verð að segja, að ég varð fyrir vonbrigðum um margt í því. Mér þykir leitt ef hinn ágæti maður Ásgeir Hjart- arson hefur í þessum efnum látið góðvild sína eða önnur sjónarmið ráða — og þá ef til vill ekki gætt þess mælikvarða, sem hann hefir til þessa not- að. Það er einlæg ósk min og hávaða allra leikhúsvina, að hæfasti leikhúsagagnrýnandi bæjarins taki sig aftur á um þetta og láti ekki önnur sjón- armið koma til greina, en skiln- ing og þekkingu á leiklist. — Lesandi“. „FORVITINN“ spyr: — „Hvaö um þessar ,.íþróttaget>- rauHir“, sem nú er mikið talað um?“ — Bæjarpósturinn er því miður ekki fær um að gefa fullnægjandi svar við spurn- ingunni. En eins og b’.öð munu þegar hafa skýrt frá, þa er hér um að ræða einskonar veðmálastarfsemi. Menn kaupa sér sérstakan miða, J)ar sem skráð eru nöfn knattspyrnufé- laga, sem eiga að heýja kapp- leiki á næstunni, og merkja á rniðann þau úrslit sem þeir telja líklegust í þessum kapp- leikjum, afhenda þá síðan til geymslu hjá viðkomandi um- boðsmanni starfseminnar, gegn sérstakri kvittun, skiist manni, og síðan græða meiín eða tapa eftir því hver verða úrslit leikj- anna. — (En við skulum vona, að eftir þessa ófu'.lkomnu út- skýringu finni einhver kunn- ugri maður þörf hjá sér til að skýra málið nánar). Föstudagur 21. marz (Benedikts- messa). 81. dagur ársins. Tungl í hásuðri kl. 8.48. — Flóð kl. 1.30 og, kl. 14.10. — Fjara kl. 6.42 og kl. 20.22. Skipadeild S.t.S.: Hvassafeli fór frá Rvík 19. þm. áleiðis til Álaborg'ar. Amarfell fór frá Álaborg 18. þ. m., til Reyðar- fjarðar. Jökulfell fór frá N.Y. 18. þ.m. til Reýkjavíkur. Fimskip Brúarfoss fór frá Hull 19. þm. til Rvíkur. Dettifoss er i Kew York; fer þaðan 24.—25. þm. til Rvíkur. Goðafoss fór frá Vest- mannaeyjum síðdeg-is í gær til Akraness, Keflavíkur og Rvíkur. Gullfoss fer frá Leifch í kvöld til Rvíkur. Lagarfoss fór frá New York 13. þm. til Rvikur. Reykja- foss fór frá Antwerpen 18. þm. til Hamborgar og Rvíkur. Selfoss fór frá Leith í gærmorgun til Rvíkur. Tröllafoss fór frá Davis- ville 13. þm. til Rvíkur. Pól- stjarnan fór frá Huli í gær til Ryíkur. Rafmagnstakmörkunin I. dag Hliðarilar,' Norðurmýri, Rftuðar- árholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesveg að Kleppsvegi og svæðið þar norð- austur af. Ólafur Thórs talar í Mogganum í gær um „sjálfsvörn'* „byggða á lögum og rétti“. Vér fögnum því að sjálfsvörnin skuli þó enn vera lögleg. Stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942. Munið fundinn í V.R., 'Vonárstr. 4, kl. 9 í kvöld. Frá Ræktunarráðunaut Reykja- víkurbæjar. Þeir garðræktendur sem enn hafa ekki greitt afgjöld af garðlöndum sínum, né á annan hátt látið vita hvort þeir óska að haldá görðum sínum áfram, eiga á hættu að garðlönd þeirra verði leigð öðrum. —■ Athygli garð yrkjumaana skal einnig. vakin á greinarflokki um garðyrkjumál sem nú e.r hafin x vikuritinu Fálk- inn. Vísir tók sér fyrir hendur á þriðju- dagirm áð afsaiína upplýsingar Jóns Rafnssonar um hvíldartíma sjó- manna á rússneskum . togurum. Boðaði blaðið mikinn greinaflokk eftir einhvern Ragnar Rudfatk og benti mönnum á að fyrsta greinin blrtist á 5. síðu biaðsins þann sama dag. Svóna til vonar og vara tók þó Vísir fram að greinarnar fjölluðu alls ekki um togarakjör enda hefðl höfundur- inn ekki verið á togara í Rúss- landl. Þetta er góð byrjun hjá Vísl. Við hlökkum til framhaids- lns. Ck^íft Söngæfing í kvöld ® j Edduhúsinu við Lindargötu. Tenór og bassi mæti kl. 8. Sópran og alt kl. 9. Mjög áríðandi að allir mæti. GENGISSKBANING. Guðgeir Magnússon: Flufélag fslands. I dag verður flogið til Akurcyr- ar, Vestmannaeyja, Klausturs, Fagurhóismýrar og Hornafjarðar. Á morgun til Akureyrai’, Vest- mannaéýja, Blönduóss, Sauðár- króks og Isáfjarðar. 18.15 Framburðar- AN. kennsla í dönsku. — 18.25 Veðurfr. 18.30 íslenzkuk. I. fl. — 19.00 Þýzku- kennsla; II. fl. — 19.25 Tónleikar: Harmonikulög (pi.) 20.30 Kvöldvaka: a) Guð'ni Jónsson magister flytur þátt af Barna-Arndísi.- b) Ásmundur Jóns- son frá Skúfstöðum les tvö hafís- kyæði eftir Matthías Jochums- son. c) Sunnukórinn á Isafirði sýngur; Jónas Tomassón ’ stjprn-’, ar (pD d) Jpn Þorvarðsson þró- fastur í Vík flytur frásöguþátt: „Yfir kaldan eyðisand". e) Thoíolf Smith biaðamaður flytur erindi um íslenzka glímu. 22.10 Passíu- sáimur..(34). 22.20 Tónleikar: End- urtekin lög (pl.) til 23.00. 1 £ kr. 45.70 100 norskar kr. kr. 228.50 1 $ USA kr. 16.32 100 danskar kr. kr. 238,30 100; tékkn. kr. .;, kr. 32.84 100 gyllini kr. 429.90 100 svissn.fr. kr. 373.70 100 sænskar kr. kr. 315.50 100 finnsk mörk kr. 7.00 100 belsk. frankar kr. 32.67 1000 fr. frankar kr 46.63 Læk navarðstof an Austubæjar- skóianum. Sími 5030. Kvöidvörður: Oddur Ólafsson. — Næturvörður: Eggert Steinþórsson. Nætiirvarzia í Laugavegsapóteki. Sími 1618. •-••• SjRIWN Fréyjugötu 41. — Ljósmyndasýn- ingin er opin aila daga kl. 1—10. HAFIÐ þér gert ýður i.jóst, að íslenzlcar iðnáðarvörur en engu síður samkeppnísfærar en önnur íslenzk fiamleiðsla við erlenda framleiðslu? Takið fram hamar, nagla, spýtur og sjólfblekungfnn Veggblöð á vinnustöðum og í þorpum geta verið góð alþgðumálgögu Stóraukin heilsugœzla í nóm- umog verksmiðjum hins nýja Kína Veggblöð eru ekki óalgeng í verksmiðjum og vinnustöðvum víða um heim. Þessi sérstaka útgáfustarf- semi samsvarar ekki tækni- Skilyrðum nútímans og þykir sjálfsagt lítilsigld með tiliiti til formsins. En hún verður manni þó einkennilega hugð- næm sem dæmi, hvað aura- litlir menn geta tekið upp á í pappírsskorti og ónógum skil- yrðum til blaðaútgáfu, ef þeiir. liggur eitthvað bur.gt á hjarta, sem þeir þurfa að komá á framfæri við náungann. . Hér ,á landi er þessi útgé.fu- starfsemi ekki algeng. Mér er ekki kunnugt um -nema eitt veggblað í þorpí einu norðan- lands. Það er í síidarverksmiðj- uniii á Raufarhöfn. Það var Einar Bragi, sem átti hugmyndina að „Verk- smiðjukarlinum", og hélt uppi iþví veggblaði í þau sumur, .sem hann vann í síldarverk- smiðjunni á Raufarhöfn. Blaðið var oft skemmtileg „fílósóf- ering“ um tunhverfið, fordæmdi sóðaskapinn og túlkaði hags- muni þeirra verkamanna, sem unnu í verksmiðjunni. Mörgum aðkomandi sjómönn- um er sjálfsagt minnisstætt þetta grámálaða, skítuga tré- spjald, með rauðum nafnstöf- um blaðsins, sem hékk í skjóli upp á allra ólíklegustu stöðum, toæði utan og iiínan verksmiðj- únnar, til þess að þéttskrifuð blöðin rigndi ekki niður í verk- smiðjuforina, Þetta litla veggblað hefur svo undanfarin sumur orðið íhjartfólgin hefð þarna fyrir norðan. Það hefur verið illa séð af atvinnurekendum staðar- ins, en notið vinsælda verka- imanna, sem er sannarlega virð- ingarvottur fyrir blaðið, og sýnir hvern hug það hefur geymt. Stéttaandstæður í þorpinu hafa að sumu leyti skýrzt betur seinustu sumrin, með síldar- söltun nolkkurra spekúlanta, en sumir af þeim hafa ekki hilcað við að notfæra sér bryggjur verksmiðjunnar og önnur hlunn indi, á ósvífnasta hátt, í per- sónulegu hagnaðarskyni, og hefur þetta meðal annars orðið umræðuefni í veggblaðjnu. En þessi viðleitni fátækra skólapilta hefur reynzt ofviða hinu vestræna málfrelsi og sýn- ir vissulega að innihald þessa margstaglaða hugtaks er ekki á marga fiska: SíðastHðið sumar fengu tveir skólapiltar ekkj atvinnu sína frá sumrínu áður, vegna fram- takssemi þeirra við útgáfu veggblaðsins. Er það raunar táknrænt fyr- ir þjóðfélagssiðgæði okkar nú á dögum, að einmitt í sumar, þegar slík atvinnuofsókn var fordæmd í veggblaðinu, þá taka sig til nokkrir Heimdellingar og hefja útgáfu á öðru vegg- blaði, þar sem borið er í bæti- fláka fyrir þennan verknað. Þeir bregðast þannig vinnu- félögum sínum, til þess að nota tæíkifærið og festa sig betur í sessi hjá verksmiðjunni, þar sem aðsókn er mikil á hverju sumri, og ekki hægt að full- nægja öllum umsóknum, sem henni berast. Svona á víst að koma sér áfram í heiminum. Raunar var þessi útgáfu- starfsemi þeirra þó kærkomin. Mönnum tekst betur að átta sig á þessum æskulýðsreddur- um verstu hvata þjóðfélagsins. En aðaltilgangurinn með þessu greinarkomi er ekki að segja sögu þessa veggblaðs fyrir norðan, heldur hitt að hvetja verkamenn sem víðast á vinnustöðvum, hvar sem er á landinu, til að hefja blaða- mennsku í þessu formi. Þetta er sérstaklega heppileg leið til þess að koma áleitnum hugs- unum á framfæri. Og það er eins og lesendur komist í nán- ara samband við efnið í svona veggblöðum en í prentuðum blöðum, lesi þau betur, enda er efnið oft nátengdara þeim. Það er ekki vanþörf á því, með alian hinn prentaða blaðakost auðvaldsins fyrir augunum dags daglega, að verkamenn túlki betur tilverurétt sinn á þess- um tímum, og efli þannig stétt- arþroska sinn og annarra, og það er hægt með sliicri útgáfu- starfsemi. Þetta er líka skemmtileg tilbreyting í hvers- dagslifinu. Fólkið á hverjum ■vinnustað hefur áreiðanlega ánægju af hverskyns efni sem í veggblaði birtist og snertir áhugamál þess, innan takmarka vinnustöðvarinnar eða þorpsins. Gaman væri að teikningar gætu birzt við og við. Það virðist enginn hörgull vera á teiknurum í þessu landi. Verkamenn. Þið megjð búast við því að hvers konar ráð verði notuð til þess að kæfa rödd ykkar, sem brýtur í bág við hagsmuni peningamannsins. En þið eruð þó mannverur, sem eigið heimtingu á að fá að segja það sem ýkkur býr í brjósti, þó að það brjóti í bág við hagsmuni örfárra manna. iByrjið 'þegar undirbúning að veggblaði í dag. Takið fram hamar, nagia, spýtur og sjálfblekunginn. Kannski vajitar blekið, það er þá til í næstu búð. G.M. Hér er sýnishorn úr vegg- blaðinu „Verksmiðjukarlinn“ á Raufarhöfn, lýsing á sögulegri heimsókn í síldarverksmiðjuna þar: Ógieymanleg stund Fyrir skömmu ók hér í hlað mórauður herjeppi. Mönnum 'kom þetta ekki al- gjörlega á óvart, því að undariförnu hafði verið unn- ið að því kringum verksmiðj- una að taka ruslhauga burt af áberandi stöðum og 'koma þeim fyrir á minna áberandi stöðum. En það er ætíð gert, þegar einhver stórmenni eru væntanleg. Þessi herjeppi hafði hvorki meira né minna að flytja en „general Makkgó“ for- stjóra fyrir komrnúnistavörn um á íslandi. Menn gátu sér til, að generállinn væri á reisu til þess að kynna sér vinnuað- ferðir hér, í mestu gullnámu Iceland-fylkis, enda var bor- inn kvíðbogi fyrir ^tomu hans í verksmiðjuna, ef vera kynni að mistök yrðu. Generállinn gekk inn í verk- smiðjuna, með bakaranum og ráðherrabróðurnum. Það Framhald á 7. síðu. ÞAÐ er ekki fyrr en síðustu tvö árin að fyrir alvöru er farið að gera ráðstafanir til heilsuverndar og slysavarna í námum og verksmiðjum í Kína. Vegna ráðstafana al- þýðustjómarinnar á þessu sviðj hefur þegar á þessum skamma tíma mikið áunnizt. Slysatilfellum í verksmiðjum og námum hefur þegar fækk- að mjög og heilsufar verka- manna er mun betra en áður. UNDANFARIN tvö ár hefur alþýðustjórnin beitt sér fyr- ir lagasetningu um slysa- tryggingu, um öryggi á vinnustöðvuní og um heilsu- vémd verkamanna. Heil- brigðismálaráðuneyti alþýðu- stjórnarinnar og stjórnjr héraða og bæja hafa mjög látið þessi mál til sín taka, í þessiim stjórnum hefur sérstökum nefndum verið falið að hafa þau með hönd- um og í mörgum stórum fyrirtækjum hafa verið myndaðar nefndir verka- manna til að sjá um að öll- um fyrirmælum um öryggi á vinnustöðvum og um heilsugæzlu sé framfylgt. NÚ ER t. d. Norðaustur-Kína skipt hvað þessa starfsemi snertir í fjögur heilsuvernd- arsvæði með þrettán undir- deildum, sextán sjúkrahús- um með sex sjúkraskýlum undir sinni stjórn, tveimur lækningastofnunum, 265 hressingarhælum, 41 stöð fyrir fyrstu hjálp, 24 orlofshvíldarheimilum verka manna,- 27 vöggustofum og 38 fæðingar3tofnunum. Við hverja verksmiðju er komið upp deild sem vinnur að heilsuverndaráróðri og hef- ur eftirlit með allri heilsu- gæzlu þar. HEILSUGÆZLU STARFSLIÐI verksmiðjanna og námanna hefur verið fjölgað verulega. Samkvæmt síðustu hag- skýrslum eru í hinum 17 312 verksmiðjum og námum Kina einn .læknir á hvérja 880 verkamenn. En í Norð- austur-Kína var hlutfallið milli lækna • og verkamanna Framh. á 7. síðu BJÖRN skrifaiu ,,Ég þakka K. G. fyrir hugvekju han3 um litina á húsum þessá bæjar. Það var þörf hugvekja. Það er vægast sagt ömurlegt að sjá, hve hversdagslegir og hugmyndasnauðir húseigendur hér eru hvað snertir málningu Þeim brá öllum, þegar þau heyröu silfur- hljóminn, en öldúngurinn kom ekki upp nokkru orði; augun ein, rök af tárum, þökkuðu Hodsjá Nasreddín. Hodsja Nasreddín taldi afganginn og hugs. aði með sér: Það skiptir engu máli, ég hef sjö meistara í staðinn fyrir átta. Það er líka alveg nóg. Allt í einu kastaði við hlið öldungsins, Hodsja Nasreddíns áttina. til hans. konan, sem hafði setið — Sjáðu, sagði hún, hann er veikur, var- sér fram fyrir fætur imar eru skorpnaðar, andlitið er eins og og teygði barn sitt í eldur. Hann lœtur lífið hér á götunni, veslings drengurinn, því ég hef. verið rek- in að heiman. ir Einhver taiigaóstyrkiír viroist hafa gripið Síefán Pét- ursson út af sænska njósnar- annia Enbom. Skýrir hann frá því í AB-blaðinu í gær að þáð séu siðm- en svo nokkrar sann- ftnir fyrir sakleysi sænska kommúnistafiokksins þótf npp- lýst sé að njósnarj þessi hafi verið rekinn úr fiokknum mcð skömm' fyrir inargskoriár áf- brot. Röksemdafærsla Stefiíns er einfaldíega þessi: Máðtir sem talað hefur fyrir kommúnisía og starfað við málgögn þcirjrá, er allra malina líklégástur til að vera njósnari Rússa og kommÚRÍstar í vltorði með hon- um, og skiptir engu máli' þótt hánn hafi verið rekinn úr fiokknum fyrir íörigu. Samkvæmt þessari kenn- ingu Stefáns Péturssonár virð- ist Hggja ákafSega nærri að nauðsynlegt sé að nánari gætur veroi eftirleiðis liafðar með persórium sem eiga sér líka sögu að baki og Enbom hinn sænski. Maður sem talað hefur og skrifað fyrir kommúnisfa og síðan verið rekiun úr flokkn 'um er að áliti St. Pétursson- ar upplagðastur tll njósnastarf- semi í þágu Eússa og þar eiga ergar efasemdir rétt á sér. Nú vill svo til að við Islendingar eigum einn sjíkan kostagrip mitt á meðal oklrnr. Sá heitir Stefán Pétursson og er rit- Framhald á 7. síðu. 7. t Hagtíðindum Þjóðviljans 9. marz sl. var sagt, að fereppu- ástandið hér á íslandi væri fyrir- bæri, sem íslenzka ríkisvaldið hefði skapað að undirlagi banda- rískra vaidamanna. Þessi fullyrðing var rökstudd með því að benda á, að fram- ieiðslutækni þjóðarinnar væri nú orðin stórkostiega mikil og enn- fremur að nægir markaðir væru fyrir hendi. Hinsvegar væri víðs fjarri að möguleikarnir væru hag nýttir. En hversvegna eru þessir mögu- leikar eklci hagnýttir, hvei’svegna er kreppuástandið beiniínis skap- að? Bandarískir kapítalistar sáu fyr- ir að kreppa myndi ske.lia á þar vestra upp úr styrjaldarlokum. Þeir ákváðu að velta byrðum þessarar komandi kiæppu yflr á aðrar þjóðir. Þessvegna komu þeir af stað „kalda stríðinu" með tilheyrandi vígbúnaðaræði, og þess vegna komu þeir í fraankvæmd marshalláætlunlnni með tilheyr- andi undirokun þeirra þjóða, sém „aðstoðarinnar" nutu. I annan stað var ísien/.ka áuð- mannastéttin farin að óttast hið sívaxandi afl íslenzkrar alþýðu. Hinir íslenzku auðmexm viidu koma verkalýðsstéttinni í sama kútlnn og hún hafði verið í fyrir styx-jöidina. Því varð það að sameiginlegu áhugamáli bandarískra og is- lenzkra auðmanna, að rýra Iífs- kjör íslenzkrar aiþýðu — koma á Ureppuástandi. Sem kunnugt er Jxefur þeim tekizt mætavei að lcoma áfox-muni sínum í fram. kvæníd. Hvað þurfti að gera tii að koma kreppunni á? ( Fyrst og fremst þurfti að draga úr því frjáisa fjármagni, sem millistéttin og að nokkru leyti verkalýðsstéttin liafði í fórum sínum eftir að hafa haít næga átvinim um nokkurt árabii. Um lelð átti einnig ,jiö hefta það fjár- mrign, sem sá .hiuti borgarastétt- aTinnar sem minnimátlav er. átti., Þessi samdrátíur á því f jármagni, er í uniferð var, var nauðsynlegur því erfitt er að koma á ixreppu í þjóðfétagi þar sem kaupgetan er alxnenn og góö. Hvornig var þetta fjármagn teltið úr umferð? í fyrsta lagi með sívaxandi toil- um og sköttum. S öðru lagi með belnu launa- ránl eins og þegar kaupgjaldsvisi- talan var bundin við 300 stig og þannig slitin úr sámhengi við hina sívaxandl dýrtið. (Þessi ákvörðun var eitt af lielztu afrek- um „fyrstu stjórnar Alþýðuflokks- ins á lslandi“ sem kunnugt er). 1 þriðja lagi með tvennum bein- uni gengislækkunum og' þeirrí þriðju, sem var óbeln (bátalist- inn). 1 fjórða lagi með ákvæðinu í marsjallsamningnum um mótvirðí- sjóðinn. Enn verður viklð að þessu síð- ár og. þá náuari greiir gerð fyrir liverju atriðl fyrir sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.