Þjóðviljinn - 22.03.1952, Síða 7
Laugardagur 22. marz 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Höíum verið beðnir
að útvega strax 2—3ja her-
j bergja íbúð í nýlegu húsi,
'æskilegt sem næst miðbæn-
um — Konráð Ó. Sævalds-
son, löggiltur fasteignasali,
Austurstræti 14, sími 3565.
Höfum kaupanda
að góðu einbýlishúsi, helzt
á 'hitaveitusvæðinu. —
Konráð Ó. Sævaldsson, lög-
giltur fasteignasali, Austur-
stræti 14, sími 3565.
Fasteignasala
Ef þér þurfið að kaupa eða
selja hús eða íbúð, bifreið
eða atvinnufyrirtæki, þá talið
við okkur.
Fasteignasölumiðstöðin,
Lækjargötu 10 B, sími 6530.
Stofuskápar,
klæðaskápar, kommóður
ávalt fyrirliggjandi.
Húsgagnaverzlunin
Þórsgötu 1.
Svefnsófar,
nýjar gerðir.
Borðstofustólar
og borðstofuborð
úr eik og birki.
Sófaborð, arm-
stólar o. fl. Mjög lágt verð.
Allskonar húsgögn og inn-
réttingar eftir pöntun. Axel
Eyjólfsson, Skipholti 7, sími
80117.
Ljósmyndastofa
Nýja sendibílastöðin,
Aðalstræti 16 — Sírai 1395
Sendibílastöðin Þói
SlMI 81148. .
Sigfús Sigurhjartarsöíi
anffwnww <• m <• " ■’ ‘ *- fe «,«,
FramhalU af 3. síðu
son átti með blaðamennsku
sinni og öðru stjórnmálastarfi
í sigrunum miklu 1942, er alþýð-
an hrindir gerðardómnum,
sundrar samsærisliðinu er vik-
ið hafði stjórnarskrá íslands til
hliðar og framlengt í lögleysu
þingmennsku sína. Fyrsti stór-
sigurinn við kjörborðið bæjar-
stjórnarkosningarnar 15. marz
1942 vinnst með hann í farar-
broddi; í tvennum alþingiskosn-
ingum síðar á árinu rís flokkur-
inn til áhrifa sem 10 manna
þingflokkur. Sama árið hef-
ur Alþýðusambandið sigúr-
feril sinn með einingarforystu.
t árslok var flokkur Sigfúsar
orðinn eitt sterkasta stjórn-
málaaflið á íslandi. Tveim ár-
um síðar er nýsköpunarstjórnin
mynduð. Það var lagt að Sig-
fúsi að taka þar ráðherrásæti,
eu hann var ófáanlegur til þess.
Ekki skal reynt að rekja það
fjölþætta og farsæla stjórn-
málastarf sem Sigfús innti af
Skrifstofum vorum verður lokað allan
daginn í dag vegna útfarar Sigfúsar Sig-
urhjartarsonar.
Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu —
Sósíalistaflokksins
Sósíalistafélag Reykjavíkur
Æskulýðsfylkingin, fél. ungra sósíalista
Sendibílastöðin h.f.
Ingólfsstræti 11. Sími 5113.
LOKAÐ
frá klukkan 12 á hádegi í dag
vegna jarðarfarar. 'v
Bókabúð Máís og menningar
MIÐGARÐUR
Þórsgötu 1.
LOKAÐ
í dag frá kl. 1—5 vegna jarðarfarar.
REYKJA-
LUNDUR
Eigum fyrirliggjandi eftir-
taldar framleiðsluvörur
okkar:
Vinnuvettiinga —
triplon
Vinnuvettlinga,
venjulég tegú’nd.
Náttföt — karlmanna
Vasáklúta
Herrasloppa
Skerma, margar
gerðir
Dívana
Húsgagnafjaðrir
Sjúkrarúm
Leikföng úr tré
Leikföng — stoppuð
Bollabakka
Barnagrindur
Barnarúm
ALLAR UPPLÝSINGAR I
síma 6450, Austurstræti 9
Reykjavik
Vinnuheimili S.t.B.S.
Reykjalundi.
Raffiiapsfakmörkun
Álagsíakmörkun dagana 22. marz
til 29. marz frá kl. 10.45 til 12.15:
Laugardag 22. marz
Sunnudag 23. marz
Mánudag 24. marz
Þriðjudag 25. marz
Miðvikudag 26. marz
Pimmtudag 27. marz
Föstudag 28. marz
Laugardag 29. marz
4. hluti.
5. hluti.
1. hluti.
2. hluti.
3. hluti.
4. hluti
5. hluti.
1. hluti.
Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar
og að svo miklu leyti sem þörf krefur.
Sogsvirkjunin.
höndum áratuginn seni hann
lifði eftir sigrana miklu 1942.
Enda yrði það ekki einungis
flokkssaga Sósíalistaflokksins
heldur líka Islandssaga. Hann
var allt frá árinu 1939 einn af
þremur mest virtu og vinsæl-
ustu leiðtogum Sósíalistaflokks-
ins, hugmynd flokksmanna um
Einar, Sigfús og Brynjólf er
löngu orðin það fastmótuð að
erfitt er að hugsa sér stjórn
Sósíalistaflokksins, starfið í
bæjarstjórn og á þingi, starfið
á ótal vettvöngum alþýðubar-
áttunnar, án þess að þeirra allra
njóti þar við. 1 málum eins og
undirbúningi skólalöggjafarinn-
ar nýju, í tryggingarmálum, í
kaupfélagsmálum vann Sigfús
af alúð og sérþekkingu árutn
saman árangursríkt starf. For-
ystan í bæjarstjórn Reykjavík-
ur og bæjarráði fyrir flokksins
hönd, eitt erfiðasta starf sem
flokksleiðtogi minnihlutaflokks
vinnur, reyndi á þolrifin og
kraftana árið um kring, öll þessi
tíu ár. Og þeir einir sem kunn-
1 ugir eru starfi Sigfúsar í þing-
flokki sósíalista, vita hve þar
sneyddist um, er hann verð utan
þings í kosningunum 1949. Og
ekki naut hann sín sízt sem
snjall og óþreytandi blaðamað-
ur, það dylst engum sem kynn-
ist templarablaðinu „Sókn“ hve
harður bardagamaður Sigfús
var þegar á unga aldri. Sömu
eiginleikar, þjálfaðri og á sviði
er nær til allra íslenzkra þjóð-
félagsmála, koma fram í starfi
hans við Þjóðviljann, en rit-
stjóri hans og stjórnmálarit-
stjóri var Sigfús rösk sjö ár af
þeim fimmtán, sem Þjóðviljinn
á að baki, og skrifaði oft í blað-
ið eftir að hann lét af því starfi.
lega mörgum íslenzkum alþýðu-
manni fagnáðarefni.
Þær stundir koma á starfsævi
hvers blaðamanns að honum
verður ósegjanlega þungbær sú
miskunnarlausa kvöð að annast
blað næsta dags, að mega ekki
snöggvast leggja frá sér penna
og hætta því skylduverki að
breyta hugsun í ritað orð.
Engin kvöldvakt við Þjóðvilj-
ann, í fimmtán ár, líktist laug-
ardagskvöldinu fyrir réttri
viku; það varð að taka burt
smáfrétt áf. forsíðu um erindi
Sigfúsar Sigurhjartarsonar og
flytja í hennar stað andláts-
fregn fallins foringja, horfins
félaga og vinar. Allt kvöldið
voru félagar að koma inn í
prentsmiðjuna, þeir vildu ekki
trúa fregninni sem barst á svip-
stundu um Reýkjavik. Tárvot-
um augum gengu þeir hljóðir
út í myrkrið, fregnin var sönn.
Það var ekki fyrr en erill
kvöldsins var allur að sú hugs-
un komst að hve gott er að
hafa átt hann að starfsfélaga
og vini, að enginn sem þekkti
hann missir hann nokkru sinni.
Alla ævi verður hann með okk-
ur, um 'alla framtíð verður hann
með íslenzkri alþýðu í baráttu
hennar fyrir bjartara og betra
lífi. Eggjandi þá sem eftir lifa,
nýja menn, nýjar kynslóðir, til
að gefa hina dýrustu eign,
verja allri orku svo hugsjón
alþýðunnar, sú hugsjón sem
Sigfús Sigurhjartarson gaf allt
sitt líf, megi rætast.
S.G.
Framh. af 1. sí
Það fannst þegar er Sigfús
kom heim úr dvöl sinni í Sovét-
ríkjunum að hann hafði notað
tímann vel, hann hafði hugsað
um fleira en heilsu sína. Búinn
nákvæmri þekkingu héðan að
heiman á lífskjörum fólks,
launakjörum, tryggingum,
skattamálum, húsnæðismálum
og sjálfri byggingu þjóðfélags-
ins setti hann sér það fyrir að
kynnast alveg í smáatriðum
hvernig þeim málum væri hátt-
að í alþýðuríkinu mikla. Um
þetta efni hafði hann safnað
ótrúlega miklum fróðleik miðað
við stutta dvöl og þær takmark-
anir sem heilsán setti, hann ætl-
aði að vinna úr því bók. Þeir
sem hlustuðu á erindi hans í
Gamla bíói 9. marz, fengu hug-
mynd um hve fullkomlega hann
hafði þetta flókna efni á valdi
sínu. Þegar hann kom fram í
salinn og settist til að horfa. á
myndina, tó'k ég í hönd hans og
sagði: Þakka þér fyrir lestur-
inn! Við ýttumst stundum á í
góðu um trú hans og trúleysi
mitt. Ég þóttist þess vxss að
hann segði eins og íslenzkur
bóndi að loknum húslestri: Guð
blessi þig. En hann svaraði, al-
varlegur: „Þetta var of stutt.
Ég hefði þurft þrjá tíma með
þetta efni.“ Honum var það ein-
lægt ánægjuefni að áhugi Reyk-
\4kinga reyndist jafn óvenju-
legur og almennur og raun bar
vitni. Og hann tók ekki þann
kost að endurtaka hið afburða-
snjalla erindi frá 9. marz, hon-
um var ótamt að velja auðveld-
ustu leiðina, heldur kaus að
halda áfram, miðla nýjum fróð-
leík og ýtarlegri en að komst í
fyrsta erindinu. Aðsókn sýndi
að fólkið vænti sér áreiðanlegra
fregna um eitt mesta mál sam-
tímans, hvort draumur alþýð-
unnar um betra þjóðskipulag
hafi rætzt í Sovétríkjunum. Og
svar hans: Draumurinn er að
rætast, rökstutt rannsókn og
glöggri athugun hins raunsæja
stjóramálamanns, varð áreiðan-
hafna, sem ekkert fær staðizt
°g tryggir okkur sigurinn í
hverri raun. Við< heitum honum
því að gera flokkinn okkar fær-
an til þess að gera hugsjón
lífs hans, sósíalismann, að veru-
leika í föðurlandi hans.
Og við skorum á alla góða
Islendinga, hvar í flokki sem
þeir standa, að heiðra minn-
ingu hins fallna leiðtoga og
lærimeistara með því að
strengja þess heit að standa
vörð um sjáifstæði, freisi og
friðhelgi föðurlandsins. Við
skorum á alla góða drengi í
alþýðustétt, hvar í flokki sem
þeir standa, að lieiðra minningu
hans með því að vinna fyrir
dýrustu hugsjón hans, einingu
íslenzkrar alþýðu, án tillits til
alls sem skilur, í allri sókn
hennar og vörn, í allri baráttu
hennar fyrir betra lífi.
Og að lokum vil ég enn
einu sinni minna á orð Einars
Olgeirssonar er hann minntist
Sigfúsar á fundi miðstjórnar
flokksins: Ef vanda ber að
höndum, þá skulum við ávallt
byrja á því að spyrja sjálfa
okkur hvað Sigfús mundi hafa
lagt til málanna.
Við biessum minningu hins
fallna foringja, félaga og vinar,
ekki aðeins í dag, heldur alla
daga, ekki a&eins í orði, heldur
líka í öllum verkum okkar.
Brynjólfur Bjarnason.
★
Framh. af 5. síðu
sem nú gerist með þjóðum sósí-
alismans betur en við höfum
gert nokkru sinni áður og auka
sem bezt við megum fræðslu
almennings um kenningar marx
ismans. — Þannig fáum- við
rekið harma okkar. Þannig,
einungis þannig, blessum við
minningu þessa æðrulausa,
frækna og góða manns og for-
ingja, Sigfúsar Sigurhjartar-
sonar. Jón RafnSson.