Þjóðviljinn - 24.04.1952, Qupperneq 3
i r ;c
Fimmtudagur 24. apríl 1952 — ÞJÓÐVIUINN
Ritstjóri: Þóra Vigfúsdóttir
Traust forystukona
Viðtal við Guðrúnu Finnsdóttir
íslenzka verkalýöshreyfingin á mörgum merkum og
duglegum konum á aö skipa, sem hafa fómað tómstund-
um og lagt alla sína krafta fram í baráttunni fyrir bætt-
um kjörum alþýðunnar og réttlátara þjóðskipulagi. Verka
lýðshreyfingin geymir nöfn ótal kvenna, sem hafa gegnt
ábyrgöarmiklum forustuhlutverkum innan samtaka al-
þýöunnar og leitt til sigurs hverja launabaráttuna á fætur
annarri. Ein af þessum konum er Guörún Finnsdóttir,
formaður Félags afgreiöslustúlkna í brauða og mjólkur-
búðum (A.S.B.), en hún átti sextugs afmæli í gær.
Hver kannast ekki viö Guðrúnu Finns, hinn prúöa og
hógværa formann A.S.B. sem allsstaðar vinnur sér traust
og virðingu. Einbeitt og einörð ber hún fram kröfur félags
sins og vinnur hvern sigurinn af öðrum fyrir bættum
kjömm starfssystra sinna. Hún er hin trausta forystu-
kona sem aldrei bregzt.
A SUMARDAGINN FYRSTA
Sumardagur/nn fyrsti heilsar
okkur í dag með öllum sínum fyr-
irheitum og „kær er öllum koman
þín, en kærust norður í höfum“.
Sumardagurinn fyrsti hefur æv-
inlega verið fyrst og fremst hátíð
barnanna. Hér í höfuðborginni
hafa þau árum saman sett svip
sinn á bæinn þennan dag. Það er
vissulega fögur sjón að sjá þenn-
an barnaskai n ganga í skipulögð-
um fylkingum með litlu islenzku
flögginn sín í hendinni brosandi
og glöð yfir dýrð dagsins.
Og það er þennan dag ársins að
Barnavinafélsgið Sumargjöf vinn
ur í þágu þess fjölþætta starfs
sem það hefur með höndum. Má
í þvi sambandi minna á vöggu-
stofurnar sem það starfrækir og
stefnir að að fjölga, þar sem mæð-
ur geta komið fyrir vöggubörnum
BÍnum einhvern hluta d'ags, ef
þeim liggur á.
En sumardagurinn fyrsti, þessi
fyrsti vorboði gróðurs og vákn-
andi lifs, leiðir einnig hugann nú
að þeim háskalegu aðstæðum,
sem skapazt hafa, framar öllu
þeirri æsku sem er að vaxa úr
grasi, við komu hins erlenda her-
iiðs inn í landið. Hverri móður
rennur ekki kalt vatn milli skinns
og hörunds þegar stjórnarblöðin
eru að lofa með hátíðleik foreldr-
um þessa bæjar, betri fangelsum
á Keflavíkurílugvelli fyrir telp-
urnar þeirra og auknu ísienzku
lögregluliði þar til að vernda er-
lenda herinn fyrir ágangi þeirra?
Þetta er ekki illur draumur eða
marti-öð eða eitthvað sem stend-
ur í skopblöðum til að koma fólki
til hlæja. Nr;i, þetta er úrræði
þeirra stjórnarvalda sem hafa
gefið erlendu herveldi ótakmark-
aðan aðgang að landi okkar og ó-
takmarkaðan aðgang að hverjum
stað eða bletti, hversu helgur sem
hann er í augum okkar — ef
hann er álitinn að dómi erlendra
herliðsins vel fallinn til hernaðar-
aðgerða. Og okkur er ekki heldur
hlíft við því að eitt dagblað bæj-
Mikið þykir mér leiðinlegt að
þú skulir vera svona ákveðin í að
tala um þetta afmæli mitt í
Kvennasíðunni. Árin hafa hing-
að til streymt yfir mig í kyrþey
og því á nú alit í einu að fara að
hafa einhvern þys og umtal, segir
Guðrún, þegar hún veit erindið.
Ertu Reykvíkingur?
Og nei, ekki aldeiiis. Eg er Hún-
vetningur í sðra ætt og Barð-
strendingur í hina. Eg flutti til
Reykjavíkur 1922, svo ég er nú
búin að vera hér í 30 ár.
arins, Tíminn, hefur það nýlega
í flimtingum að unglingstelpa
hafi flækzt í hári sínu á gaddavírs
girðingu Keilavíkurflugvallarins
þegar hún var að reyna að stelast
inn í næturklúbbagleðskap hinna
erlendu manna. Hve langt er síð-
an þessir unglingar, sem þjóðfé-
lagið hefur blátt áfram hrakið út
á glapstigu, gengu brosandi og
áhyggjulausir með flöggin sín
sumardaginn fyrsta og höfðu ekki
hugmynd um að þeir sem báru
ábyrgð á framtíð þeirra, stjórnar-
völdin, voru að afhenda landið er-
lendum her?
Konur! Heitum þvi í dag að
taka höndum saman, hvar í flokki
sem við stöndum, að standa vörð
um það bezta sem við eigum,
börnin okkar, og hefja markvissa
baráttu móti þeim svika- og eyði-'
leggingaröflum, sem eru að af-
menna íslenzku þjóðina.
Hve lengi befurðu starfað við
Mjólkursamsöluna?
Eitthvað í 28 ár og það var
alveg af tilviljun, eins og oft vill
verða í lífinu, að ég fór í þessa
atvinnu. Eg var ekki vel heilsu-
hraust og ætlaði að fá mér létta
vinnu. Eg gerði mér upphaflega
alls ekki grein fyrir hvað af-
greiðslustarf ið í mjólkurbúðum er
lýjandi, hvað því fylgir miklar
stöður og erill, og það er ef til vill
undarlegast að ég skyldi velja
þessa atvinnu þar sem ég var í
eðli mínu frábitin öllum verzlun-
arstörfum. Eg var hvorki á þeim
árum frekar en ég er nú hrifin
af verzlun né verzlunarmátanum
yfirleitt, en ég hef þó eigi að síður
stundað þetta starf og staðið fyrir
innan búðarborðið í 28 ár. Svona
getur maður hrakizt út í and-
stæðu við það sem maður hefur
ef til vill hugsað sér.
Þú ert formaður í A.S.B.?
Já, ég hef verið það í 10 ár, en
þessi félagsskapur er nú að verða
20 ára. A.S.B. var stofnað, eins
og þú veizt, ao frumkvæði Lauf
eyjar Valdimarsdóttur og var hún
f ormaður þar til eitthvað ári áður
en hún lézt.
Markmið þessa félagsskapar var
að bæta kjör starfsstúlknanna í
brauða- og mjólkurbúðum en'þau
voru bág um það leyti sem fé
lagið var stoinað. Þá voru kreppu
og atvinnuleysistímar og kjör al-
mennings erfið í alla stað. En fé-
lagi okkar tókst þótt ungt væri
furðu fljótt með samtakamætti
okkar að fá kjörin bætt, t. d.
styttri vinnutíma og ýms hlunn-
indi sem ekki höfðu þekkzt áður.
Og ég verð að segja að það var
efnilegur hópur, sem stóð að
stofnun ASB, og stúlkurnar þær
vissu vel hvað þær vildu. Á her-
námsárunum þegar vinna var nóg
og stúlkur gátu valið um kaup-
háar atvinnugreinar var stöðugt
verið að skipta um í búðunum,
unglingar rétt yfir fermingarald-
ur komu tíma og tíma, stöðvuðust
aldrei til lengdar við afgreiðsl
una — komu og fóru, eins og far
A
kvih*
mynda-
sýningu
Gleðilegt sumar !
Hver eru þau áhrif, sem
kvikmyndir hér í Reykjavík
skilja eftir í • barnssálinni ?
Kvikmyndir, sem ekki eru við
barna hæfi, en börnin fá að
flykkjast á fyrir þrábeiðni og
suð, fyrir utan venjuleg rök,
sem foreldramir gefast • upp
fyrir: „Bæði hún Sigga og
hann Geiri mega fara“. Og ég
veit að mörgum dettur hið
sama í hug. Barnssálin er mót-
tækileg og sálarfræðín kenn-
ir varfærni í umgengni við
hana. Þriggja til fjögurra ára'
börn sjást hér oft í bíóum,
annáð hvort með eldri syst-
kinum eða foreldrum. Svo ung
böm eiga áreiðanlega nær
aldrei erindi á bíó. Þau hafa
ekki vit á að skemmta sér við
það sem fram fer og mest
hætta á að þau verði hrædd
og uppnæm, sem síðar kemur
fram í myrkfælni, martröð, ó-
reglulegum svefni o. fl.
Sænska blaðið Morgonbris
tók þetta efni til meðferðar s.
1. vetur og komst að þeirri
niðurstöðu, að í Svíþjóð væri
sáralítið um kvikmyndir við
hæfi bama. Blaðið harmaði að
félagsmálum í Svíþjóð skyldi
ekki lengra komið en svo, að
3—6 ára bömum skuli leyft
að sækja bíáin. Bömin hafa á-
kaflega næma réttlætistilfinn-
ingu og hefja hávær mótmæli
þegar atvik í myndum misbjóða!
réttlætiskenndinni. Þetta er.
aðeins eitt atriði af f jöldamörg
um, sem rétt gerðar kvikmyná
ir fyrir böm forðast að láta:
koma fyrir, en áðrir hirða að
sjálfsögðu ekki um. Höfundur,
Framhald á 6. síðu.
« fr tn
fuglar, en við reyndum eigi að
siður að halde félaginu vel vak-
andi og v>nna fyrir kjarabótum.
Því alltaf var ágætur hópur í fé-
laginu, sem bar hag þess fyrir
brjóstinu og óhætt er að segja
að allt félagsstarfs hvíldi á, og
það er fyrst og fremst þessum fé-
lögum mínum að þakka að félagið
heldur áfram að gegna því hlut-
verki, sem það setti sér í upphafi,
að vinna að bættum kjörum og
öryggi fyrir stúlkur sem stunda
þessa atvinnugrein. Og ég vil taka
það fram hér að persónulega hef-
ur það ævinlega verið mér á-
nægjuefni að vínna að félagsmál-
um með þeim hópi starfssystra
minna sem ég tel að félag okkar
eigi tilveru sína fyrst og fremst
•að þakka.
Þú hefur verið í félaginu frá
stofnun þess?
Já, ég gekk í það strax, og var
varaformaður þangað til ég tók
við formennskunni fyrir 10 árum.
Hafið þið liaft nokkra menn-
ingarstarfsemi með höndum í fé-
laginu?
Já, eiginlega má segja það. Við
stofnuðum söngkór innan fé-
lagsins og saumanámskeið hafa
einnig verið haldin, en á hernáms-
árunum var erfitt að halda uppi
hvorutveggja, því eins og ég sagði
áðan var allt á flugi og ferð á
þeim árum og erfitt að halda hóp-
inn. En við sem höfum forystu
í ASB höfum cft ræl^ um að á-
nægjulegt væri að taka upp slíka
starfsemi aftur. Nú er aftur kom-
>n meiri kjölfesta í félagið.
Hvernig erti nú kjör stúlkna
við þessi störf í dag?
Eg get t. d. nefnt að fyrstu 3'
mánuðina fá stúlkur 900.00 í
grunnkaup, en það verður með'
núverandi vísitölu 1332 kr. Eftir
eitt ár fá þær með núverandi vísi-
tölu 1776 kr. á mánuði, og svo
höfum við taxta sem ég held aS
ekkert verkalýðsfélaganna hafi,
nema ef til vill verzlunarmanna-
félagið, við fáum eftir fimm ár
1924 krónur á mánuði. En for-
stöðukona fær í viðbót 150 kr. í
grunn á mánuði.
Sækjast stúlkur mikið Cftir
þessu starfí uú? ’
Nú er-framboðið meira en hægfi
er að sinna. Síversnandi ástand
og atvinnuleysi á sinn þátt í því.
En það er eí'tirtektarvert hvað
stúlkur almennt, og þær þurfa
ekki að vera gamlar til þess, gera
sér glögga grein fyrir hvaða kjör.
þeim eru boðin. Sumarfrí hjá
okkur er nú 14 virkir dagar ogl
eftir 10 ára starf fáum við 1S
virka daga. Veikindafrí á fullum.
launum er 45 dagár ef um sam-
felldan sjúkleika er að ræða.
Eins fáum við sloppaþvott frían
og eru það einnig talsverð hlunn-
indi. Stúlkur í brauðsölubúðum
fá aukagreiðslu fyrir helgidaga-
vinnu. Þegar litið er til baka, seg-
ir Guðrún, sjáum við að samtök
okkar hafa fært okkur ýmsa
sigra. Án þeirra værum við tvístr-
aður her sem ættum allt undir
náð húsbóndans.
Við vinir og samherjar Guðrún-
ar óskum henni allra heilla á
komandi árum og islenzku verka-
lýðssamtökin megi njóta krafta
hennar sem lengst. 1
Þ.V. j