Þjóðviljinn - 03.05.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.05.1952, Blaðsíða 3
liauggrdagur 3. maí - 30. marz málaferlln: Háiasamsteypan er rétterspjöll ÚtdróHur úr rœðu Ragnars Jónssonar hrl. VERKASKIPTING. — Það var ljóst, að hinir 8 snjöllu hæstaréttarlögmenn, sem voru skipaðir ^erjendur í hinu mikla sakamáli út aí 30. marz-atburð- unum, höíðu með sér verkaskiptingu í hinum munnlega málflutningi fyr- ir Hæstarétíi í því skyni að forðast endurtekningar. — Það varð að ráði, að Ragnar Jónsson hrl. ræddi hina hneykslanl,'-m\ málasamsteypu og málsmeðíerð og gerði í því efni réttarkröfurnar. Það var engin tilviljun að hann varð íyrir valinu. Ragnar hefur verið fulltrúi við sakadómaraemb- ættið í Reykjavík um langt árabil, er gagnkunnuqur hinni réttarfarslegu hlið opinberra sakamála og mjög glöggur fræðimauur á sviði refsiréttar. ÞJÓÐVILJINN birtir í dag eins nákvæmlega og frekast eru föng á helztu atrið- - in í þeim kafla ræðu Ragnars við réttarhöldin, sem fjaliaði um málasam- steypuna. Enda þótt hann miði þar öll atriði við skjólsíæðing sinn, er ljóst að þau eiga einnig við um hina aðra sakbornu, énda vísa verjendur þeirra til ræðu Ragnars um þetta efni. ...i/áÉÉB Virðulegi Hæstiféttur! Ég vil leyfa mér alveg sér- staklega að mótmæla því, að skjóistæðingur minn hafi verið þátttakandi í nokkr- um samtökum eða eigi að nokkru Leyti sameiginlegan mál- stað með samákærðum. I réttar- prófunum er heldur ekki reynt að færa fram líkur að því. Dóm- arinn kemst einnig að þeirri niðurstöðu að samtök séu ó- sönnuð. Er með því ljóst, að við meðferð málsins verður að ganga út frá því, að skjólstæð- ingur minn sé sér um málstað. Nú hefur héraðsdótnari, í stað þess að dæma mál hans eitt sér eins og efni stóðu til — sam- lagað mál hans málum annarra manna er hann ekki hefur haft' samband við og vill e&ki hafa samband við. Úr því hefur orðið eitt tröllaukið mál, sem alþjóð- arathygli hefur vakið. Með þessu er mjög hallað á málstað skjólstæðings míns og það í fleira en einu tilliti. Af mála- samsteypu þessari leiðir, að mál hans er stækkað óhóflega og meðal annars flutt yfir á póli- tískt svið, en skjólstæðingur minn lýsir yfir því, aðspurður í rétti, að hann væri ekki þátt- takandi í pólitískum samtök- um. Að óhagræða svo mjög, sem hér er gjört, málstað sak- borins manns, tel ég lögum gagnstætt, sagði Ragnar, og skylt að bæta úr þvi áður en -mál hans er dæmt til saJkfell- ingar eða sýknunar. Sækjendur' þeir, er á undan mér hafa talað, hafa orðað Jiessa hlið málsins, en það hefur ráðizt svo, að ég færi heldur nánar út í það. ÓMERKINGARKRAFAN Ég hef gert þá réttarkröfu, að hinn áfrýjaði dómur og með- ferð málsins, fyrir aukaréttin- um ,að því er tekur til skjól- stæðings míns, yrði ómerktur, — mál hans yrði dæmt eitt sér, eins og málstaður hans er sér- stakur. Háttv. sækjandi minntist á kröfu þessa, sem ég hafði einn- ig gjört fyrir héraðsdómi, og taldi hana ekki á rökum byggða með tilvísun til dóms Hæstar réttar, í málum út af óeirðunum, í sambandi við bæjarstjórnar- fund í Reykjavík fyrir tuttugu árum síðan. Rétt er það, að þau mál voru dæmd saman. I forsendum þess dóms sést þó ekki að réttmæti málsamlags hafí bórið á góma í málflutn- ingnum. Það er ekki á það minnzt. En þar að auki er þessi dómur, ekki síðasta orð þessa virðulega réttar um málasam- -steypu. Hinn 22. júM 1938, setti Hcesti réttur fram greinilegar og ótví- ræðar reglur um málasamsteypu í opinberum málum í mjög ýtar- legum forsendum dóms í svo- 'kölluðu lyfsalamáli. Það mál var ómerkt vegna óleyfilegrar málasamsteypu, þrátt fyrir að mjög mikið erfiði og kostnaður lægi að baki rannsókninni. Eg vil nú ræða meðferð þess máls, er hér liggur fyrir, með tilliti til þeirra reglna, er hinn virð’úlégi 'rettur hefur sett fram í forsendum. dcmsins frá 1938. fig mun að sjálfsögðu halda mér að máli skjólstæðings míns, enda þótt svipað gæti átt við um málstað fleiri sakborninga. í forsendum ómerkingardóms Hæstaréttar 1938 í lyfsalamál- inu segir m. a. svo: „Hinir ákærðui hafa þann- ing á fleiri en einn veg orð- ið fyrir réttafspjöllum vegna rangrar málshöfðunar og málsmeðferðar, og þykir því af framangreindum ástæðum ekki verða hjá því komizt að ómerkja meðferð málsins fyrir aukaréttinum og hinn áfrýjaða dóm“. HANDAHÓFSYINNU- BRÖGÐ RANNSÓKNAR- DÓMARANS Og Ragnar hélt áfram: Mál skjólstæðings míns er rannsaliað, fullrannsakað á ein- um degi, það er algjöriega að- skilið á sjö blaðsíðum í út- drættinum. Annarstaðar kemur nafn skjólstæðings míns ekki fyrir í rannsókn lögregluréttar- ins. Meðákærðir eru ©kki um hann spurðir og hann ekki um þá. Lögregluþjónarnir, sem vitni bera gegn skjólstæðing mínum, eru einungis látnir bera um hann í það skiptið — svo og um almennt ástand á vettvangi og athafnir sínar, sdðan og á öðr- um stað í prófunum er annar þeirra kvaddur fyrir rétt.til að bera um háttsemi annars manns. Hér er greinilega gengið út frá því, að mál skjólstæðings míns sé sérstakt og eitt sér. Þegar sakadómari sendir mál- in til. fyrirsagnar, háfa málin öll verið sett saman í 5 útskrift- um, og sakadómari virðist því þá vera farinn að líta á"'þau sem eitt mál. Dómsmálaráðuneytið fyrir- skipar síðan með einu bréfi mál- sókn gegn öllum hinum 24 á- ‘kærðu og til viðbótar Einari al- þingismanni Olgeirssjmi og er á- kæran gegn honum að vísu bundin við 12. kaflaim einan, en aðrir ákærðir ern viðhafnar- laust afgreiddir í einu númeri og ákærðir eftir sömu ákvæðum ailir. Þegar málið kemur þannig til sakadómara, þá tekur hann mál þessa eina manns E.O. út úr og slítur það frá hinum málunum, og víkur sæti í því. Ef bréf dómsmálaráðuneytis- ins bar að skilja þannig, að mál- in ætti öll að reka saman, hvað- an kom dómaranum heimild til að skilja mál E.O. frá hinum málunum ? Bar honum ekki skylda til að reka þau öll sam- an, og þá, að víkja sæti í þeim öllum ? Eða úr því að hann gat skilið mál E.O. frá hinum málunum, gat hann þá ekki skilið mál skjólstæðings míns frá þeim líka ? Þetta sýnir, að þessi hlið málanna hefur verið tekin ó- öruggnm tökum. Og þetta sýnir, að rannsóknardómari getur ekki borið fyrir sig málshöfðunar- skipiuiina sem grundvöll mála- samsteypunnar. ÓNAUÐSYNLEGT Það er ljóst af því sem segir x forsendxun Hæstaréttar 1988, sagði Ragnar, að ekki má beita málasamsteypu nema nauð- syn beri til. Slíkri nauðsyn er liér ekki til að dreifa. Efnisleg nauðsyn þess, að blanda máli skjólstæðings mins saman við mál hinna ákærðu er ekki fyrir hendi, þegar af þeirri ástæðu, að eftir bréf dómsmálaráðu- neytisins var ekki reynt að tengja mál skjólstæðings míns við mál meðákærðra t. d. með framhaldsrannsókn, heldur er frumrannsóknin látin gilda. Hún leiddi sannanlega í ljós, að mál skjólstæðings míns var ekki samtengt málum hinna á nokk- urn þann hátt, að ástæða væri til að sækja hann með hinum ákærðu. Háttsemi hans snertir eklkí mál neins hinna, hún var ekki fyrirfram ákveðin heldur hans sérstöku persónulegu við- brögð við kylfúhöggi, óháð hátt- semi annarra sakborninga. Ég legg því áherzlu á, sagði Ragnar, að hér er um að ræða alveg ástæðulausa málasam- steypu. RÉTTARSPJÖLL Og Ragnar hélt áfram: En það er ekki aðeins ástæðu- laust að blanda þessum málum sainan, heldur hafa af því hlot- izt réttarspjöll fyrir skjólstæð- ing minn. Öllum hinum ákærðu er stefnt ósundurgreint og sam- eiginlega fyrir brot gegn 11., 12. og 13. kafla hegningarlag- anna og lögr.sþ. Reykjavíkur. Verður stefnan ekki skilin öðruvísi en svo, að öllum hinum ákærðu sé gefið að sök að hafa fi’amið brot gegn ákvæðum allra þessara kafla. 1 hinum áfrýjaða dómi er þó ekki í kaflanum um skjólstæðing minn vikið að öll- um þessum brotum, er honxxm hefur verið stefnt útaf, heldur einungis sakfellt fyrir þau brot, sem eftir rannsóknina hefur þótt rétt að saka hann um. Það er gengið þegjandi fram hjá hinum. Um þetta segir svo í Hæsta- réttardóminum frá 1938: „Verður stefnan ekki skil- in á annnn veg en þann, að öllum þeim, sem fyrir sök- um eru hafðir í máli þessu, sé gefið að sök, að þeir hafi framið öll þessi lagabrot. . . Eftir það er þó í hinum á- frýjaða dómi um hvern eih- stakan hinna ákærðu alls ekki vikið að öllum þeim brotum, er honum hefur verið stefnt fyrir, heldur einungis sakfellt fyrir eða sýknað af þeim brotum, sem eftir rannsóluxinni hefurþótt áhorfsmál að saka hveru einstakan þeirra um, gengið þegjandi fram hjá hinum . .. Veáður að telja, að mjög hafi verið gengið á rétt hinna ákærðu lyfsala með því að höfða þannig mál á hendur jæim fyri.r mjög al- varleg afbrot, sem þeir sjálf- ir eru alls ekki grunaðif um, og taka síðan ekki þetta kæruatriði á hendur þeim berurn orðum tii úrlausnar í hinum áfrýjaða dómi“. Er ljóst af þessu, sagði Ragn- ar, að hér er alveg um hliðstæða málsmeðferð að ræða og engu síður ástæða til að ómerkja hana enmeðferð lyfsalamálsins. VILLULJÓS Málasamsteypan er mjög ó- hagstæð málstað skjólstæðings míns, sagði Ragnar. Hann hef- ur fyrir þær sakir verið settur undir ákæru fyrir eixxhver stór- felldustu brot hgl. án þess að rannsókn málsins gæfi tilefni til slíkrar ákæru. Hann er settur undir ákæru með mönnum sem hann hefur hvorki heyrt né séð, engin sam- skipti átt við fyrr né síðar, hvonki í þessu máli né öðrum. Sumir þessara manna eru bæði í málsskjölum og manna á meðal taldir forystumenn á- kveðins pólitísks flokks, sem skjólst. minn ekki tilheyrir og ekki vóskar að vera talinn til, manna á meðal, þar sem hann ekki tekur þátt í pólitik, og hlýtur þanixig óþægindi af því, að vera bendlaður við þann flokk á tilefnislausan hátt. Brot hans, ef um brot er að ræða er séð í stórum óhagstæð- ara Ijósi en tilefni standa til, með því að tengja það brotum hinna ákærðu. Málasamsteypan bregður viUxxljósi yfir nxálstað hans. SEINAGANGURINN Og Ragnar hélt áfram: Eins og ég áðan sagði, tók rannsóknin í máli skjólst. míns eina dagstund, og umfang henn- ar er 7 bls. Með venjulegum málahraða við sakadómaraemb. hefði mátt ætla, að þvr rnáli mundi verða lokið á 3—6 vikum og hefði þótt ástæða til áfrýj- unar hefði það tvímælalaust ekki tekið lengri tíma en 3—6 mánuði. Nú hefði málatilbúnað- ut' þessi staðið í rösk 3 ár. Með því að steypa öllum þessum málum saman í eitt hefur málið orðið mjög seinmeðfarið og kostnaðarsamt úr öllu hófi fram. Um þetta segir í áður- greindum ómerkingardómi í lyf- salamálinu (1938/494): 1952 — ÞJÖÐVILJINN — (3 „M er það einnig Ijóst, a ð hin ástæðuiausa rnála- steypa hefur mjög haft á- hrif á gang og hraða rann- sóknar málsins og meðferð- ar þess yfirleitt. . . . „YfirRt þetta sýnir, að á rannsókn og allri meðferð inálsins hefuú orðið óhæfileg ur dráttur. Málið gegn hverj um einstökum hinna ákærðu lyfsala mátti ljúka á skömm- um tíma eftir að rannsókn gegn honum var hafin. Með því að steypa öllum þessixin óskyldu málum í eitt, og draga auk þess inn í rnálið menn, sem dómarinn hafði ekki dómsvald yfir, seinkaði ekki einungis stórlega mál- um þeirra, sem fyrst var hafin rannsókn gegn, lieldur einnig hinna, því að vegna umfangs síns varð málið mjög seiiuneðfarið. Verður því að telja, að með þessari málsmeðferð hafi mjög ver- iðið brotið gegn þeim réttx hinna ákræðu, að veita þeim greiða úrlausn mála þeirra. Nú er það svo, að di’áttur á málum er sökuðum mönnum nær ávallt tilfinnanlegur, en þó' misjafnlega mikið. Að því er skjólst. minn snertir, er drátt- urinn í tilfinnanlegasta lagi. Árið 1949 var hann verkamaður í lausavinnu, en hefur nú hafið 4 ára iðnnám með námssamn- ingi. Það er því augtjóst mál, hversu frelsisskerðing er hon- um tilfinnanlegri nú en hefði verið, þar sem frelsisskerðing nú mun eyðileggja námssamn- ing hans og framtíðarfyrirætl- anir. KOSTNAÐURINN Eitt atriði verð ég- ennþá að nefna, er sýnir hvílík réttar- spjöll skjólst. minn hefur hiotið af málasamsteyputmi: Rann- róknir mála þessara eru svo umfangsmiklar og stórar og sjálfur málflutningui-inn svo mikill að kostnaðurinn hlýtur að verða geysistór. Það er ekki vafi, að sem fjárhagsmál þá er þetta mál í flokki hinna stærri mála, sem fyrir þennan virðu- lega rétt koma. Af málasam- steypunni leiðir það að: skjólst. minn er dæmdur sameiglnlega ábyrgur fyrir öllum kostnaði við mál allra hinna ákærðu, nema málsvamarlaununum. Að visu vil ég telja þá ákvörðun héraðsdómara miður rétta, jafn- vel þótt málasamsteypu sé beitt og mótmæla henni sérstaklega- að því er skjólst. minu snertir, — en það er augljóst að það er málasamsteypan, sem hefur leitt til þessarar niðurstöðu. Og sýnir þetta ennþá hversu milkils- varðandi það er að rétt sé stefnt í opinberum málum og að með þau mál sé farið eftir settum og venjulegum reglum. lÆKKBSARÁKVÆBIN SHIÐGENGIN Það vekur athygli í hinum á- frýjaða dómi, sagði Ragnar, að þar er hvergi beitt þeiin ákvæð- um hgl., er leiða mega til refsi- lækkunar eða annarrar mildun- ar sakir persónulegra ástæðna brotamanna. Þó öriar á því á einum stað, þar sem refsing Hálfd. 'Bj. er ákveðin með hlið- sjón af góðri játningu hano samkv. 74. gr, 9. tl„ sem er svohl jóðandi: „Refsingu þá, sem ír lögumi er lög» við brofci, má færa niður úr lágmarki því, sem þar er ákveðið, þegar svo stendur á, að inað’ur segir af sjálfsdáðum til brotts síns og skýrir hrein- skilnislega frá öllum atvik- um að því.“ Þá virðist hafa verið ástæða til að athuga 2. tölulið 74. gr, Fraaxhald á T. síSu. . *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.