Þjóðviljinn - 03.05.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.05.1952, Blaðsíða 1
iíSQkkunnnl Félagar! Gætlð þess að glata ekkl ílokksréttindum vegna van%ila. Greiðið því fiokks- gjöldin skilvíslega í byrjun hvers mánaðar. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12 f. h. og 1—7- e. h. Stjórnln. 1. MAÍ DAGUR VERKALÝÐSEININGAR Þúsundum saman fylkti reykvásk alþýða sér um kröfuna um nýja stjórnarstefnu Forsœtisráðherra óvirti verkaiýðinn fyrsta maí með stríðsyfiriýsingu og boðun afnáms verkfallsréttarins Fyrsti maí, dagur verkalýðsins, var enn sem fyrr einingardagur þar sem reykvísk alþýða fylkti ein- fiuga liði til nýrrar sóknar, fylkti liði gegn atvinnu- leysis og eymdarstjórn Framsóknar og íhalds. Þúsundum saman fylkti reykvísk alþýða sér um kröfurnar um atvinnu handa öllum sem unnið geta og atvinnuleysistryggingar; fylkti sér um kröfuna um ríkisstjórn sem vinnur með hagsmuni verkalýðs- ins og allrar aiþýðu fyrir augum. Þúsundum saman fylkti reykvísk alþýða sér um kröfuna ÍSLAND FRJÁLST, fylkti liði gegn erlenari yfirdrottnun á íslandi og innlendum leppum hennar. Forsætisráðherra atvinnuleysisstjórnar Framsókn- ar og íhalds svívirti verkalýðssamtökin í landinu á hátíðardegi þeirra með því að boða fyrirætlanir aft- urhaldsins um að koma á nýrri þrælalöggjöf þar sem beittasta vopn verkalýðsins: verkföll, eru raunveru- lega bönnuð. Verkalýðurinn verður 'begar að búast íil varnar gegn síðustu kúgunaráformum stjórnar- flokkanna. 1. maí rann upp bjartur og fagur með sól og sumri; kyrr- látur morgunn, en eftir kl. 1 fór alþýðan að streyma niður að Iðnó í kröfugöngu verka- lýðssamtakanna, til að krefjast atvinuu og brauðs, til að mót- mæla þeirri stjórnarstefnu „sem Ieitt hefur atvinnuleysið yfir þúsuntlir alþýðiimanna, meðai - atvinnutæki grotna niður ónotuð“, til að mótmæla því að ,.flytja inn í Iandið erlendar iðn- aðarvörur meðan iðnverkafólk gengur atvinnnlaust og svelt- ur“, mótmæla því „harðTega að íslenzkar sjávarafurðir séu fluttar út óunnar en fiskjðju- ver og fiskverkunarstöðvar standi ónotaðar“, — til að krefjast þess „að allir mark- aðsmöguleikar landsins verði fullnýttir“, — til að mótmæla Því að „auðlindir landsins verði ofurseldar erlendum auðhring- ura, og krefjast nýtingar á þeim í þágu lantls og þjóðar“, — til að heimta ÍSLAND FRJÁLST og ,,heita á þjóð- •ina a'Ia að forðast öll óþörf samskipti við Iiið erlenda her- Iið“, — til að „krefjast ríkis- stjórnar sem vinnur ineð hags- muni verkalýðsms og allrar al- þýðu fyrir augum“. Alþýðan svarar með vaxandi einingu. Undanfarin ár hafa aftur- haldsflokkarnir og þjónar þeirra ■ gert hatrömmustu á- hlaup til að sundra samtckum alþýðunnar, tvístra þeim í and- stæða hópa. 1. maí fá þeir svar ailþýðunnar: sívaxandi einingu. Á Vonarstræti blasa við fánar hvers félagsins af öðru: Dags- fcrúnar, Hreyfils, Múrarafélags ' Reykjavíkur, Iðju, félags verk- smiðjufólks, Félag jámiðnað- armanna, Hins ísl. prentarafé- lags, Freyju, Bakarasveinafé- lagsins, Trésmiðafélags Reykja- víkur, Sjómannafélags Reykja- víkur, Verkakvennafélagsins Framsóknar. Skilyrði sigurs. I fylkingnnni undir fánum fé- laganna og kröfum samtakanna eru mörg andlit teknari undan vetrinum en verið hefur und- anfarin ár. Hið skipulagða at- vinnuleysi hefur skilið eftir sig spor. Og verkalýðurinn hefur jafnframt fundið, máske meir en áður, að hagsmunir hans eru sameiginlegir, að krafan um vinnu og brauð, um mannsæm- andi líf í stað atvinnuleysis og eymdar er sameiginlegur mál- staður alþýðunnar allrar. Þess vegna sameinast alþýðán nú í vitund þess að eining er skil- yrði sigurs, skilyrði betri lífs- kjara. •10 standa vmnuvika — Þriggja vikna orlof. Næst á eftir hinum glæsilega fána prentaranna er borin á hvítum borða ikrafan um 40 stunda vinnuviku. Þetta er ný krafa samtakanna, — og hvaða krafa skyldi verða eðlilegri og sjálfsagðari í þjóðfélagi sem ekki þykist þurfa að nýta starfs krafta nema nokkurs hluta þegna simia? Sama er að segja um þriggja vikna orlof. Þessar kröfur eru vitn- isburður um sóknarhug al- þýðunnar, vitund hennar um að við hungurárásum at- vinnuleysis og dýrtíðar er að- eins eitt, svar: ný einhuga sókn. Kröfur dagsins. Islenzk alþýða hefur nú senn búið við bandarískt hernám i eitt ár. Minnug þess bar hún fram kröfurnar: ísland fyrir Is- lendinga. Gegn erlendri ánauð. Verndið sjáifstæði Islands. Is- land frjálst. Af kröfum dagsins bar mest á ltröfunni um atvinnu handa öllum- sem unnið geta, og at- vinnuleysistryggingar. Hinar nýju kröfur dagsins voru þess- ar: Gegn atvinnuleysi og neyð. Framhald á 8. siðu. Myndirnar á þessari síðu og 8. eru allar frá kröfugöngu og úti- fundi verkalýðssamtakanna í Reykjavík í fyrradag. — Mynd- irnar tók'u Jón Bjarnason og Sigurður Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.