Þjóðviljinn - 13.05.1952, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 13.05.1952, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. maí 1952 Þriðjudagur 13. maí 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 þJÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóaíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (3 línur). Áskrtftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 18 annarst&ðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Kosningin á Isafirði Enda þótt fjórir frambjóðendur séu í kjöri við kosniing- una á ísafirði 15. júní næstkomandi er í rauninni aðeins kosið um tvær stefnur. Allir þríflokkarnir eru sameigin- lega ábyrgir íyrir þeirri eymdarpólitík sem nú setur svip sinn á íslenzkt þjóðlíf og hófst með tilkomu stjórnar Stefáns Jóhanns í byrjun árs 1947, eftir að íhaldið og AB- flokkurinn sviku nýsköpunina. í þessu sambandi skiptir engu mál þótt AB-flokkurinn hafi vegna kosningaósigurs- ins 1949 ekki þorað að standa opinberlega að stjórn með hinum afturhaldsflokkunum um nokkurt skeið. Brodd- arnir hafa heldur ekki farið dult með, að þeir væru sam- mála íhaldi og Framsókn í öllu er snerti utanríkismál, og hefur Stefán Jóhann aldrei sleppt tækifæri til að leggja áherzlu á þessa sarastöðu flokks síns og hinna afturhalds- flokkanna. Svikin við nýsköpunarstefnuna og sjálfstæði landsins gnindvallast á því, að þrífl' allir beygðu sig fyrir þeim kröíum Bandarikjanna, að fá tangarhald á efnahagslífi íslands, yfirráð á Keflavíkurflugvelli, inngöngu landsins í Atlanzhafsbandalagið og að síðustu um að fá landið allt afhc-nt sem bækistöð til árása á friðsamar þjóðir. Á grund- velli þessarar aðstöðu allrar hafa Bandaríkin þvingað marsjallstefnunni upp á ísland með þeim afleiðingum sem allii þekkja. í stað sóknar til trausts efnahagslífs, al- mennrar velmegunar og eflingar sjálfstæðisins höfum við fengið efnahagsþvingun, atvinnuleysi, tskort og hemám. Hvert einasta íslenzkt alþýðuheimili kannast við afleið- ingarnar. Og þær eru á ábyrgð allra marsjallflokkanna þriggja. Hér er alveg óhugsandi að skilja milli orsaka og af- leiðinga. AB-flokkurinn lagði blessun sína yfir marsjall- stefnuna og enginn flokkur hefur oftar sungið henni lof. Það var óttinn við fólkið sem rak þennan sama flokk til andstöðu viö óhjákvæmilegar afleiðingar óhappaverk- anna, gengislækkunina, kaupránið, bátagjaldeyrisbraskið, Iánsfjárbannið og eyðileggingu iðnaðarins. En meðan AB- menn halda áfram að' sverja marsjallstefnunni hollustu af inníjálgum ákafa og trúarlegu ofstæki, er andstaða þeu ra við stefnu núverandi ríkisstjórnar sýndarmennskai ein, auðvirðilegt fals og vísvitandi blekking. Frambjóðandi AB-flokksins á ísafirði hafði um tíma nokkra sórstöðu við flokksbræður sína í þessum efnum. Hannibal Valdimarsson greiddi á þingi atkvæði gegn Atl- anzhafsbandalaginu. Hann virtist einnig á tímabili hafa nokkurn skilning á eðli marsjalistefnunnar og að fjár- gjöfum til ríkisstjórnarinnar fylgdu ákveðin skilyrði um að þrýsta lífskjörum íslenzkrar alþýðu niður á hungur- stigið. En Hannibal Valdimarsson gafst upp. Maðurinn sem réttilega nefndi forustu AB-flokksins „hugsjónalaust og værukært hækjulið“ í átökunum um Atlanzhafsbanda- lagið og upplýsti síðar að ríkisstjómin hefði tekið við 100; millj. gegn loforði um að hindra alla kauphækkun ís- lenzkra verkamanna. lagði algjörlega árar í bát og beygði kné sín í auömýkt fyrir bandarísku auðvaldi þegar það bað um að allt landið yrði formlega afhent sem herstöð. Hiö „hugsjónalausa og værukæra hækjulið“ hafði innbyrt Hannibal Valdimarsson af því hann skorti þrek og mann- dóm til að velja leiö baráttunnar og standa með málstað lands síns á örlagastund. Eins og nú er komið skiptir það engu máli hvor þeirra Ha’mibals eða Kjartans læknis verður kosinn á ísafirði. Báðir eru þeir fulltrúar stefnu og flokka sem em í and- stöðu við hagsmuni og velferð íslenzkrar alþýðu. Hins vegar gefst ísfirðingum mikilvægt tækifæri í kosningun- um 15. júní í sumar til aö kveða upp þtjngan dóm yfir stefnu marsjallflokkanna allra með því að fylkja sér um Hauk Helgason, frambjóðanda Sósíalistaflokksins. Vax- andi fylgi Sósíalistaflokksins á ísafirði yrði atburður sem eftir yrði tekið um land allt og ekki yrði skilinn nema á einn veg: Sem rísandi krafa alþýðunnar um gjörbreytta stjórnarhætti og ótvíræður vottur um sóknarvilja henn- ar gegn þeim ispilltu þjóðfélagsöflum, sem bera ábyrgð á hemáminu, öngþveiti atvinnulífsins og þeirri þungbæra fátækt sem á ný hefur verið leidd yfir alþýðuheimili landsins; lsafjarðar og Hólmavíkur. Gull- faxi fer til Hafnar og Prestvíkur í dag. Kemur aftur á morgun. SVlR SÖNGÆFING Í kvöld i Eddu- húsinu við Lindargötu kl. 8.30. — Áríðandi að allir mæti. Fasismi — Opið bréí til útvarpsráðs ÞEGAR ég leit forsíðu Þjóð- viljans síðastliðinn sunnudag trúði ég varla mínum eigin augum. Ég gerði mér sérstaka ferð niður í anddyrið á Hótel Borg til þess að skoða þau ósköp og mikið rétt, bandarísk bulla af íslenzku þjóðérni hafði fest upp spjald og á því stóð með hendi manns sem er illa skrifandi en hefur vandað sig: „We do not cater for colored people. Hótel Borg.“ Er það mögulegt að á Islandi, þar sem fólk var barið með svipum í 700 ár og hefur aldrei kunnað annað en að meta fólk að mannkostum sé þetta mögulegt: að manneskja sé lát in gjalda litarháttar síns ? Hvað getum við kropið djúpt fyrir amerískum fazisma? I Iðnó, næsta húsi við H. B. er um þessar mundir verið að sína leikrit er f jallar um með- ferð hvítra manna á svörtum 1 „guðs eigin landi“. „Þetta kemur okkur ekki við“, segja margir um þetta leikrit, ..þetta er svo langt í burtu“, og svo geta menn gengið úr Iðnó framhjá Alþingi Islandinga yfir að Hótel Borg og lesið áður en inn er gengið „Við afgreiðum ekki litað fólk“. JÓHANNES á Borg hefur reynt slíkar aðfarir áður, að innleiða hér amerískan fasisma. En þá var það fólkið sem skarst í leikinn. Hann hafði með hrottaskap rekið út nokkra Indverja sem hér voru staddir, én’er þetta spurðist um bæinn hópáðist fólk hundruðum sam- an að H. B. til að mótmæla þessu athæfi og hann varð að láta í minni pokann. Slík er réttlætiskennd íslendinga. Al- menningur hefur að miklu leyti staðið straum af bygg- ingu þessa hótels. Það er ský- laus krafa allra réttsýnna manna að Jóhannes á Borg verði hindraður í að svívirða íslenzku þjóðina með þessu tiltæki sínu. Á meðan þetta hefur ekki verið leiðrétt ætti hver einasti heiðarlegur ís- lendingur að sniðganga H. B. og lofa Jóhannesi að sitja á okurbúlu sinni með hunda sína og ameríkana. ★ ANNARS er Reykvíkingum ráð- lagt að gerast ekki mjög sól- brúnir, að óbreyttu ástandi, ætli þeir inn á H. B. Það kann að ráðast á þá vöðvadýr með allt vitíð í útlimunum. „Við afgreiðum ekki litað fólk“. Þegar ég gekk út úr anddyr- inu aftur var Jóhannes kom- inn út til þess að vera við- staddur hina hátíðlegu athöfn að lofa hundi sínum að pissa í grennd við fótstall Jóns Sig- urðssonar. Síðan fóru hundur- inn og hann inn aftur. Það er munur að vera hundur, piltar, þar sem slíkir menn ráða. Leiðréttlng. Nokkurs misskilning's gætti í hækkað. Sjúklingaþættimir frétt biaðsins s. 1. sunnudag- um listaverkasendingar héðan Framhald á 7. síðu. á Ol- Fimmtug í dag ættu að vera á sunnudögum eftir hádegi og huldufólkssög- ur og kröftugar draugasögur væru elskulegar á kvöldin. Svo óska ég eftir íslenzkum leikritum og þeim skemmtileg- Fimmtug er í dag frú Val- um. Meira frá Hæstarétti en gerður Gísladóttir. Hún hefur minna af sinfóníugargi, sem antaf látið félagsmál mikið til gerir hvem mann vitlausan. sín taka. Hún á sæti í stjóm Eftirhermur eru mjög skemmti Sósíalistafélags Reykjavíkur legar. Ég væri mjög fús að og hefur verið í stjórn Kven- taka að mér hljómiistar- félags sósíalista og á sæti í stjórnina ef því væri að skipta. nefnd kvennaheimilisins Hall- • • Verkamaður. veigastaðir. Það þýtur í tálknunum á honum iþessum. Theodór Ingólfs- son , Minningarorð Þrlðjudagur 13. maí (Servatius). 134. dagur ársins. — Tungl næst jörðu; í hásuðri kl. 3.35. — Ár- degisflóð kl. 7.55. Síðdegisflóð kl. 19.20, — Lágfjara kl. 14.07. Ríkisskip Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja fer frá Reykjavík á morgun vestur um land í hring- ferð. Skjaldbreið fer frá Reykja- vik x dag til Snaafellsnesshafna, Gilsfjarðar og Flateyjar. Oddur er væntanlegur til Reykjavíkur í dag frá Austfjörðum. Ármann fór frá Reykjavík í gaerkvöld til Vest- mannaeyja. Elmskip Brúarfoss kom til London 10.5. Keflavík Theódór Ingólfsson. fór þaðan í gær til Hamborgar Hann fæddist í Reykjavík 10. og Rotterdam. Dettifoss kom til jnl; 192i og ]ézt í Landakot- R^cur í gærmorgun frá N. Y. s ítala 4. þ.m„ og því rétt þrí- Goðafoss kom til Hull 11.5. fer , » , , . , , ,, , þaðan væntanlega til Reykjavik- tugur að aldn þegar hann lezt. ur. GuHfoss fór frá Reykjavík Theodor þekkt! eg fyrst sem 10.5. tii Leith og Kaupmannahafn- dreng, nokkuð óframfærinn, ar. Lagarfoss fór frá Vestmanna- en haldinn þeirri ástríðu að eyjxim í gær til Gravarna, Gdynia, brjóta til mergjar rök tilver- Áláborgar og Gautaborgar. Reykja unnax, þjóðfélagið og sambuð foss fór frá Rvík 8.5. til Áiaborg- mannanna. sú leit hans gerði í dag er til moldar borinn í ar og Kotka. SeJíoss er í Rvík. Tröllafoss fór frá Rvík 7.5. til N.Y. Foldingkom til Rvíkur í nótt frá Norðurlandinu. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fór frá Kotka 9. þ. næst á eftir þjóðfélagsmálun- m., áleiðis til Isafjarðar. Arnar- um hafi grasafræði átt hug fell átti að koma til Djúpavogs hans mest. — Og að vissu leyti í dag, frá Kotka. Jökulfell fer væntarilega frá Reykjavík í kvöld hann að sósíalista. Sem ungur maður var Theódór sami góði hlédrægi drengurinn sem vissi hvað hann vildi, en flíkaði ekki tilfinningum sínum. Ég held að tii Patreksfjarðar. Flugfélag Isiands: I dag verður fiogið til Ak., Ve., Blönduóss og Sauðárkróks. — Á morgun til Ak., Ve., Hellissands, er ævi hans aþekk blómanna á okkar vorkalda landi, sem lifa stundum svo skammt, þrátt fyrir vorbjarta sól. Vertu sæll Theódór. Þökk fyrir samverustundirnar. J. B. 30. MARZ MÁLAFERLIN Ragnar Ólafsson hrl. var skip- aður verjandi 10 sakborninga í hinum mikiu kiögumálum ákæru- vaidsins út af atburðunum 30. marz 1949. Flutti hann varnEix- ræður sínar næstur á eftir Agli Sigurgeirssyni hrl., er talaði fyrst- ur verjendanna. Eins og Egill og siðar Ragnar Jónsson hrl. gerði Ragnar Ólafsson að umtalsefni hina almennu hlið þessara máia og mótmælti sérstaklega þeim spurningum rannsóknardómarans, og snérust um pólitískar skoð- anir hinna ákærðu, en sá kafli ræðu Ragnars ÓJaíasonar var rakinn hér í blaðinu ýtarlega hinn 27. apríl s. 1. Ragnar kvað það ranga meðferð málsins að sækja alla hina 24 sakfelldu menn saman í eir.u máli, þar sem rannsókn í máli hvers og eins hefði ótvíi-ætt leitt í ljós, að hátterni þeirra 30. marz og viðbrögð þeirra við út- rásum lögreglunnar þann dag hefðu ekki verið liður í skipu- lögðum samtökum ti! óspekta eða verið x nokkrum tengslxxm við framferði annarra einstaklinga á Austurvelli þennan dag. Háttsemi hinna ákærðu, ef refsiverð þykir, eagði Ragnar, á að dæma án til- )its til samtíma athafna annarra manna á óe.irðasvæðinu. Málasamsteypan, sagði Ragnar, gefur í skyn, að þessir 24 menn, sem hér er sóttir sameiginlega til eaka, eigi einir sök á atburðun- um 30. marz, en það er vitaskuld hin mesta firra. Áæt'að hefur ver- ið, að eigi færri en 10000 Reyk- víkingar hafi verið samankomnir á Austurvelli 30. marz, en af þeim eru aðeins 24 sakfelldir. Það er athyglisvert, að sannað er i skjölum málsins, að engin meiðsl á mönnum hafi hlotizt af framferði. þeirra 24 manna, sem hér eru, kærðir. — Það mikil- væga atriði er einnig sannað, að um samtök til óspekta var ekki að i-æða 30. marz. Um það bera eftirtaldir lögreglumenn: Magnús Eggei'tsson, Sigurður Ingvarsson, Ingólfur Þorsteinsson, Sveinn Sæ- RÉTTARHÖLDIN út aí atburðunum 30. marz 1949 hafa að vonum vakið mikla athygli meðal almennings. Sjaldan hefur umfangsmeira sakamál komið fyrir Hæstarétt. Átta snjöllustu hæstaréttarlögmenn landsins voru skipaðir verjendur hinna ákærðu og vöm þeirra hefur vakið þjóðarathygli. Hinum munnlega málflutningi fyrir Hæstarétti er lokið fyrir skömmu og málið dómtekið, en dómsorð Hæstaréttar bárust Þjóðviljanum í gærkvöldi og eru þau rakin á öðrum stað í blaðinu. ÞJÓÐVILJINN er eina blaðið, sem skýrt hefur frá gangi málanna fyrir Hæsta- rétti. Málin út af 30. marz eru pólitísk sakamál, sem þjónar erlends valds hafa búið til á hendur alþýðunni í landinu. Hinna pólitísku svika innan þingsins 30. marz mun svo lengi minnzt sem íslenzk tunga er töluð og af sömu ástæðum mun aldrei fyrnast yf ir það, sem gerðist utan þingsins þenn- an sama dag. Erlent herlið í landinu er afleiðing hinna póitísku svika innan þingsins en þungir fangelsisdómar yfir alþýðufólki afleiðing blygð- unarlausra lagabrota og ofbeldisverka afturhaldsins utan þingsins. í FRÁSÖGNUM Þjóðviljans af þróun málanna fyrir Hæstarétti hefur til þessa nær einvörðungu verið getið um almenna hluta varnarræðanna og um ýms ný sönnunargögn, sem snerta málið í heild. Mál aðeins 4 sakborn- inga hafa verið rakin hér ýtarlega, en nú er ætlunin að bæta úr og reyna að birta helztu atriðin í málum allra hinna ákærðu eftir því sem rúmið leyfir. — Þjóðviljinn gerir það til að almenningur geti kynnt sér ræki- lega öll málsatvik og gert samanburð á þeim og hinum hrottalegu dóm- um Hæstaréttar, sem nú eru uppkveðnir. — í dag verður farið í mál nokk- urra skjólstæðinga Ragnars Ölafssonar hrl. muxidsson og Jón Halldórsson. All- ir þessir lögreglumenn bera það, að þeir hafi ekki orðið varir við, að neinn hefði forustu um óspekt- irnar og ekkert hefur komið fram við rannsókn máisins sem hnekkir framburði þeirra. Að svo mæltu sneri Ragnar Ól- afsson sér að máli hvers skjói- stæðings fyrir sig og ræddi um háttsemi þeirra í þeirri röð, sem gerði sækjandi málsins, Hermann Jónsson hrl. Verður nú getið þess helzta, er fram kom i ræðu Ragrnars skjólstæðingum hans til stuðnings, eftir því sem plássið leyfir. Fors&taritarinn og bruna- rörðurinn — Mál Stefnis Óiafssonai — Stefnir Ólajsson er verkamð- ur, og var 21 árs að aldri 30. marz 1949. Hann var af undir- rétti dæmdur í 12 mánaða fang- elsi og sviftur kosnngarrétti og kjörgengi fyrir bnot gegn 100. gr. og 106. gr. sbr. 77. gr. hegningarlaganna. Þrír lögregluþjónar Nokkuð mörg vitni bera um háttsemi skjólstæðiugg míns, en vitnisburður þeirra er harla einkennilegur og lítið á honum byggjandi, Framburður ákærðs sjáifs er beztu gögnin í máli hans. Þrír lögregluþjónar koma hér við sögu. Guðbrandur Þor- kelsson gefur þá skýrslu hinn 1. apríl 1949, að hann hafi kannast við Stefni og séð hann ,að minnsta kosti einu sinni kasta einhverju í áttina að Al- þingishúsinu“. Lárus Salomons- son gefur einnig skýrslu sama dag til lögreglustjóra, en í henni minnist Lárus ekki einu orði á að hann hafi séð skjól- stæðing minn vera með ólæti, en tékur svona til orða: „Mér hefuri borizt sá orðrómur, að Stefnir Óiafsson, Laugaveg 67 hafi á þriðjudagskvöldið og á miðvikudaginn, æst til óeirða við Alþingishúsið og Sjálfstæð- ishúsið og sjálfur tekið þátt í skemmdarverkum. Meðal þeirra, sem geta gefið uppiýsingar um framferði Stefnis eru: hr. brunavörður Kjartan Pétursson og hr. forsetaritari Gunnlaug- ur Þórðarson“. Þriðji lögreglu- þjónninn er Ársæll Kr. Einars- son. Hann segir í sinni skýrslu á sjálfan óspektardaginn: „Kom þá til okkar Gunnlaugur Þórð- arson forsetaskrifari og bentl okkur á rauðhærðan mann með hvíta húfu, sem hann sagði, að brotið hefði nokkrar1 rúður í Alþingishúsinu“. Engar rúður brotnar! Það sem ég nú hef rakið, sagði Ragnar, er hið eina, sem VERKAMAÐUR skrifar: Ég óska eftir meiri harmoniku- músíkk, góðum þjóðsögum og vel kveðnum rímum, svo eru útilegumannasögur og góðar bamasögur mjög skemmtileg- ar. Sinfóníulögin er bezt að þeir borgi sjálfir sem óská eftir þeim. — Útvarpið er svo lélegt að það er ekki hlust- andi á það, og hefur versnað eftir því sem afootagjaidið er Krukkan fór sömu leið og grasknippið, brotnaði í þúsund mola, og klíðið bland- aðist ryki vegarins. Bræðurnir réðust hvor á ann.an af grimmd, og jxisu for- mælinguín hvor yfir annan. Tveir þrjótar slást, tveir þorparar biöja — og á meðan deyr geitin af sulti, sagði Hodsja Nasreddín og hristi höfuðið. — Heyrið orð mín, dygðumprýddu bræður: AUah hefúr útkljáð dgilu ykkár og tekið geitina til sín. . ...... .. Bræðrunum varð hverft við, þeir slepptu tökunum, og horfðu lengi á geitina, ai- blóðugir í framan. Að lokum sagði sá sköllótti: Við verðuxn að flá hana. Ég skal flá hana, sagði sá skeggjaði fljótmæltur. Ég átti geitina, og skinnið tilheyrir því mér. — Nei, það tilheyrir mér, sagði sá sköllótti — og ska!linn á honum varð eldráuður af reiði. lögregluþjónar bera um hátt- semi skjólstæðings míns Stefnis Ólafssonar. Einn segist hafa séð hann kasta einhverju a.m.k. einu sinni, en hinir tveir hafa aðeins fengið fréttir um hátt- semi skjólstæðings míns en skýrt frá, hverjir sögumennirn- ir eru. Er því næst að líta á framburð þeirra, en bæði for- setaritarinn og brunavörðurinn voru kallaðir fyrir rétt í þessu sambandi. Þegar lesinn er yfir fram- burður Gunnlaugs Þórðarsonar forsetaritara á bls. 97—98 kem- ur í Ijós, áð hann minnist ekki einu orði á, að skjólstæð- ingur minn hafi brotið rúðu, hvað þá rúður í Alþingishúsinu, eins og Ársæll Kr. Einarsson lögregluþjónn segist hafa eftir Gunnlaugi! Þarf þvi ekki frek- neinu ar vitnanna við um þann fram- burð. Svipað er upp á teningnum hvað snertir framburð Kjartans Péturssoiiar brunavarðar, en hann endar sína skýrslu fyrir réttinum með því að segja, að hann hafi ekki séð skjól- stæðing minn í óeirðunum hinn 30. marz! Kjartan sagðist hins vegar hafa séð Stefni með ó- læti 29. marz. Full vissa Þá er að líta á hin vitnin. Fyrst er Júlíus Schiöth Lárus- son bifreiðastjóri. Hann mætir fyrir rétti hinn 2. apríl 1949 í fyrsta skipti og segir þá, að hann hafi „MEÐ FULLRI VISSU“ séð Stefni kasta steini í Alþingishúsið. Þegar hann er játinn staðfesta framburð sinn, segist hann þekkja Stefni Ól- afsson og geta „FULLYRT" að hann hafi kastað oft að húsinu. Fjórum dögum seinna eða 6. apríl 1949 er Júlíus Schiöth kallaður fyrir aftur, en þá segir hann, að hann geti „EKKI FULLYRT" um hvað það var sem kærður kastaði, en sér hafi ,,VIRZT“ eitthvað sern frá honum kom hafi brotið rúðu í þinghúsinu. Þessi mað- ur tekur þvi aftur fyrri fram- burð sinn staðfestan og er hann því úr sögunni. Næsta vitni í máli Stefnis er Hjálmtýr Bjarg Hallmundsson, verkamaður. Hann segist haáa séð skjólstæðing minn fyrir framan Dómkirkjuna með „egg“ í hægri hendinni, en „stein“ í hinni. Þessu neitar skjólstæðingur minn eindregið og segist ekki hafa verið fyrir framan Dómkirkjuna eða upp við hana þennan dag. Þar sem ekkert annað vitni í máli Stefn- is hefur séð hann fyrir framan Dómkirkjuna, verður ekki á framburði Hjálmtýs byggður refsidómur gegn eindreginni neitun ákærðs. Annað vitni, Bergur Krist- insson, verzlunarmaður, segist hafa séð skjólstæðing minn margsinnis kasta að húsinu, en síðasta vitnið í máli Stefnis Guðmundur Sigurjón Magnús- son bifreiðastjóri sá engin ólæti til skjólstæðings míns. Framburður hans sjálfs Eins og ég hef rakið er frá- leitt að Ieggja þessa framburði til grundvallar dómi í máli skjólstæðings míns. Framburð- ur hans skiptir hér mestu máli, enda skýr og ótvíræður. Stefnir kom niður að Alþing- ishúsi kl. um hálf tvö og var þar til kl. 5, en þá fór hann í bíó. Hann tók þátt í hrópum með öðru fólki og kallaði þá „þjóðaratkvæði“ og „Vér mót- mælum allir“. Stefnir segist ekki hafa kastað grjóti, en hann hafi þó kastað mold og eggjum, en viti ekki hvort hann hafi kastað í Alþingishúsið. Ekki kvaðst hann hafa kastað í lögregluþjóna en hann hafi hins vegar „kastað drullu frainan í einhvern hvítliða“. Skjólstæðingur minn er dæmdur í þunga refsingu. Und- irréttur taldi sannað, að hann hefði gerzt brotlegur við 100. gr. hegl., eða „að hann hefði ráðizt að Alþingi svo að því eða sjálfræði þess væri hætta búin“. Þetta tel ég vera rangt, enda er sönnunarskortur fyrir því, að hann hafi haft vilja til að ráðast að Alþingi. Stefnir segir sjálfur, að hann hafi „komizt“ í óeirðirnar og gefur það orðalag hans til kynna, að ekki hafi verið um viijaat- hafnir af hans hálfu að ræða heldur tilviljun. Ég geri þá kröfu til rétt- arins, að skjóistæðingur minn verði sýknaður af ákæru á- kæruvaldsins fyrir brot á 11., 12. og 13. kafla hgl., en hátt- semi hans dæmist sem óspektir á almannafæri og sé þá miðað við framburð hans sjálfs. Stóllöppin og bústjórinn — Mál Garðars Óla Halldórssonai — Garðar Öli Halldórsson var 24 ára gamall sjómaður 30. marz 1949. Hann var af undir- rétti dæmdur í 4. mánaða fang- e!si fyrir brot á 106. gr. hgl., þ.e. fyrir að ráðast á opin- beran starfsmann, sem var áð gegna sky.ldustarfi- sínu, þi.e. lögregluþjón. Bústjórinn Það er bústjórinn að Reykj- um í Mosfelissveit, Jón Magnús Guðmundsson, sem kærir Garð- ar Ö!a. 1 skýrslu bústjórans stendur: „Af mönnum þessum kveðst vitnið hafa borið kennsl Framhald á 6. síSu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.