Þjóðviljinn - 06.06.1952, Blaðsíða 1
Föstudagur 6. júní 1952 — 17. árgangur — 123. tölublað
Tillaga Hannesar Stephensen:
Þegar veröi geröar sérsfakar ráðstafanir til að
ráða bót á atvinnuleysinu
Mlétt verðí baimi á byggingum — Veitt lán til íbúða — Iðnaðinum veitt
eðlileg starfsskilyrði — Vinna hafin við fyrirhugaðar framkvæmdir
Á bæjarstjórnarfundi í gær flutti Hannes Stephensen
eftirfarandi tillögu:
„har sem bæjarstjórnin telur að atvinnuástandið
í bænum sé alvarlegra en verið hefur um margra
ára skeið á þessum árstíma og horfur í þeim efnum
mjög uggvænlegar sé ekki að gert án tafar, ályktar
bæjarstjórnin að brýna nauðsyn beri til að ekki
verði lengur dregið að grípa til sérstakra og gagn-
gerðra ráðsfafana til úrbóta. i
Það er skoðun bæjarstjórnarinnar að meginorsök
atvinnuleysisins liggi í samdrætti og stöðvun verk-
smiðjuiðnaðarins og byggingastarfseminnar, sem
veitti miklum fjölda bæjarbúa vaxandi og stöðuga
atvinnu allt fram á síðustu ár.
Til þess að bæta úr atvinnuleysinu telur bæjar-
stjórnin því eftirfarandi ráðstafanir óhjákvæmileg-
ar og skorar á ríkisstjórnina að hrinda þeim í fram-
kvæmd hið allra fyrsta:
1. Aflétf verði banni því og hömlum sem liggja
eins cg mara á byggingaiðnaðinum.
2. Lánastofnunum sé gerf skylt að veifa nauð-
synleg og hagkvæm lán fil íhúðarhúsabygg-
inga, svo byggingariðnaðurinn geti starfað á
eðlilegan hátt og bætt verði úr húsnæðis-
þörf bæjarbúa.
3. Verksmiðjuiðnaðinum verði veitf eðlileg og
nauðsynleg starfs- og vaxfarskilyrði.
4. Hafnar veiði framkvæmdir án fafar við
stækkun Heykjavíkurflugvallar, byggingu
nýja mennfaskólans svo org aðrar fyrirhug-
aðar byggingar á vegum ríkisins á þessu
sumri.
Bæjarstjórnin felur borgarstjóra og bæjarráði að ræða
ofangreind atriöi hið allra fyrsta við ríkisstjórnina og
fylgja þeim fast eftiir.
Þá felur bæjarstjórn borgarstjóra og bæjai'ráði að beita
sér fyrir því að allir reykvískir togarar, sem stunda veiðar
á fjarlægum miðum Ieggi afla sinn eftir sem áður hér á
land til verkunar.
Fáist ekki viðhlítandi lausn á yfirstandandi atvinnu-
leysi bæjarbúa á þeim grundvelli er að' framan greinir
telur bæjarstjórn óhjákvæmilegt að bærinn auki fram-
kvæmdir sínar í suínar frá því sem fyrirhugað er og
heimilar borgarstjóra nauðsynlega lántöku í því skyni.“
hafa veitt 180 byggingarleyfi í
Reykjavík, auk smáíbúðanna,
en við þá tölu væri það að
athuga,
að fæstar þeirra bygginga
yrðu byggðar á þessu ári
því þeir seni ætluðu að
byggja fengju ekki lán til
þess! Tala f járfestingarleyfa
væri því engin trygging fyrir
húsbyggingum né vinnu við
þær.
Reykjavík fékk einn
áttunda
Þá spurði Hanneg borgar-
stjóra hvað Reykjavík hefði
fengið mikið af þeim 4 milljón-
um er alþingi veitti til atvnnu-
bóta s.l. vetur. IBorgarstjóri
svaraði því að Reykjavík hefði
fengið hálfa milljón.
24 vinnudagar siðan í
nóvember s.l. haust
Sem dæmi um hvað atvinnu-
leysið væri alvarlegt sagði
Hannes að hann hefði í gær hitt
mann sem ekki hefði fengið
vinnu nema sem svaraði 24
dögum frá því í nóv. á s.l.
hausti! Annar hefði talað við
sig sem skráður hefði verið hjá
Ráðningarstofunni mánuðum
saman og hefði enn enga von
um vinnu — og væri þar m.a.
að finna skýringuna á tregðu
verkamanna við að láta skrá
sig. Samt bæri þeim að mæta
til skráningar, annars væri sagt
að atvinnuleysi væri ekki til
staðar!
Gunnar neitar ákveðið að
bera ábyrgð á Ioforðum
ríkisstjórnarinnar!
Borgarstjóri kvaðst viður-
kenna að atvinnuleysið hefði
stóraukizt undanfarið. í vetur
hefði ríkisstjórnin talað um
miklar framkvæmdir á Kefla-
víkurflugvelli. Á þeim fram-
kvæmdum hefði orðið dráttur.
En „samkvæmt upplýsingum
frá starfsmönnum í stjórnar-
ráðinu eiga þær framkvæmdir
að hefjast um næstu mánaða-
mót. EN ÉG TEK EKKI Á-
BYRGÐ Á AÐ SVO VERÐI,
þar sem reynslan hefur sýnt
hvílíkur dráttur varð á þeim í
vetur“ sagði Gunnar Thorodd-
sen.
íhaldið vísaði tillögu Hann-
esar til bæjarráðs með sínum
8 atkvæðum gegn 7 atkvæðum
minnihlutaflokkanna.
íhaldið vísar til
bæjarráðs að
kaopa í matinn!
Einar Ögmundsson flutti á
bæjarstjórnar-fundi í gær þessa
tillögu:
„Þar sem telja má fullvíst
að verulegur skortur verði á
nýjum fiski fyrir bæjarmark-
aðinn, felur bæjarstjórn borg-
arstjóra og bæjarráði að gera
ráðstafanir til úrbóta í því
efni.
Bæjarstjórnin telur m.a. að
til mála komi að bærinn taki
fiskibát á leigu í því skyni að
afla fiskjar fyrir bæjarbúa“.
Þegar Einar hafði lýst erfið-
leikunum á því að fá ætan fisk,
kvaðst hann vonast til þess að
konurnar 5 er sátu fundinn og
bezt þekktu erfiðleikana við
að kaupa í matinn, gætu sam-
einazt um þessa tillögu.
Ekki var íhaldið á þeirri
skoðun og vísaði tillögunni til
bæjarráðs með 8 atkv. gegn 7.
Pressuliðið vann
tjrslitin í kappleiknum milli
„pressuliðsins“ og Brentford í
gærkvöldi urðu þau að „pressu-
liðið“ vann með 2 mörkum
gegn 1.
„Pressuliðið“ völdu þeir Frí-
mann Helgason, ritstj. íþrótta-
síðu Þjóðviljans og Hallur Sim-
onarson hjá Tímanum. íþrólta-
fréttamenn hinna blaðanna af-
þökkuðu allir að veija í liðið,
en samt var Mogginn með aula-
legan skæting út af þessu í
gær.
Dauðaslys
1 fyrradag varð það slys
þegar verið var að skipa upp
úr togaranum Röðli að blökk
féil í höfuð 18 ára pilts, Ólafs
Gissuraronar og lézt hann af
afleiðingum þess.
Katrín Thoroddsen:
ENGAR HERSTOÐVAR I REYKJAVIK
Katrín Thoroddsen flutti á bæjarstjórnarfundin-
um í gær eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórnin felur borgarstjóra og bæjarráði
að hlutast til um það við ríkisstjórnina að ekki
verði reistar neinskonar herbúðir eða önnur hern-
aðarmannvirki í Reykjavík eða nágrenni hennar."
I framsöguræðu fyrir tillög-
unni minnti Hannes á að þegar
fulltrúar verkalýðssamtakanna
ræddu við stjórnarvöldin s.l.
vetur, var svar stjórnarvald-
anna að nóg vinna yrði í sumar.
Reynslan hefði orðið sú, að
undir vorið hefðj atvinnuleysið
minnkað, en strax í maí hefði
það aukizt aftur og væri nú
svo komið að það væri nú eins
og það var verst í vetur.
500 buðust — verða
300 ráðnir?
Til landbúnaðarstarfa hefðu
boðizt um 500 manns, ráðnir
væru 100 og beiðnir um 200
lægju fyrir, þ, e. 300 buðust
umfram það sem bændur ósk-
uðu að ráða. Um vinnu hjá
áburðarverksmiðjunni hefðu
sótt tíu sinnum fleiri menn en
hægt hefði verið að ráða. Þar
til fyrir viku hefðu unnið þar
18 menn, nú væru þeir 50—60.
1 vetur hefði verið byrjað að
vinna við iðnskólann, senn yrði
þeirri vinnu lokið og þá bættust
þeir menn í atvimiuleysingja-
hópinn.
óverjandi með öllu
Hannes kvað það óverjandi
með öllu að flytja héðan út ó-
verkaðan saltfisk meðan fólkið
í landinu gengi atvinnulaust. Þá
kvað hann hafa borið á því að
óverkaður fiskur væri fluttur
héðan suður með sjó til verk-
unar þar.
Ef fjárhagsráð íleyfir
banna. bankamir!
Hannes kvað fjárhagsráð
Ofan á rótgróna gremju
Reykvíkinga gegn hernum hef-
ur það bætzt að þrálátur orð-
rómur er uppi um að þessi
manndrápslýður taki sér ból-
festu í bænum sjálfum, sagði
Katrín í framsöguræðu sinr.i
1945 fóru Bandaríkin fram á
að fá herstöðvar til 99 ára
í Keflavík, Hvalfirði og —
í Reykjavík. Þeirri kröfu Benda
ríkjanna var hafnað 1945. Síð-
an hafa herstöðvar verið svikn-
ar inná þjóðina. Bandarikja-
menn hafa fengið í áföngum
það sem þeim var neitað um
1945. En afstaða Revkvíkinga
hefur ekkert breytzt. Hugur
allra annarra en þeirra sem
virðast vilja þjóðina feiga er
óbreyttur í herstöðvamálinu:
Reykvíkingar vilja engar her-
stöðvar í Reykjavík. Katrín
kvaðst vilja vitna í ummæli nú-
verandi borgarstjóra í Reykja-
vík, Gunnars Thoroddser.. er
hann flutti í ræðu af svö'um
alþingisliússins 1. des. 1945. en
þá sagði hann m.a.: Mér virð-
ist að ekki þurfi lengi að velta
vöngum yfir því, að herstöðv-
ar erlends ríkis í landi annarr-
ar þjóðar höggva stórt skarð
í umráðarétt liennar vfir landi
sínu ... íslendingar gætu ekk;
farið frjálsir ferða sinna á
þessum slóðum, þéir þyrftu
Ieyfis útlendinga til umferðar
um sitt eigið land“.
Ihaldið hefur allt frá 1945
verið að mala manndóm Gunn-
ars Tlioroddsen í smátt og var
í gær ekki meira orðið eftir af
hetjunni frá 1945 en það, að
hann kvaðst telja slíka tillögu
ótímnbæra þar sem engin beiðni
(!!) hefði borizt bæjarstjórn-
inni um herstöðvar í Reykju-
vík! — en auðvitað yrði bygg-
ingarnefnd að leyfa slíkar
byggingar eins og aðrar!! —
Lagði til að vísa tillögunni til
bæjarráðs.
Katrín kvaðst telja mikiu
auðveldara fyrir bæjarstjórnina
áð neita ef slík „beiðni“ bærist,
ef hún hefði áður samþykkt
tillögu eins og sína og þess
vegna vildi hún fá atkvæða-
greiðslu um tillöguna á fund-
inum.
Jón Axel brá við hart og
sagði: „Ég heid við verðum
að horfast í augu við það,
hvort sem okkur er það ljúft
eða leitt, að afleiðingin af því
að ganga til samvinnu við hiu-
ar frjálsu vestrænu þjóðir er
að við verðum að hafa óþægind-
in af því líka, en ekki aðeins
]>ægindin. Ég get ekki greitt
þessari tillögu atkv. nú, ég vil
fá tækifæri til að athuga hvort
það sé óhjákvæmilegt að líf
fólksins hér í bænum sé betur
tpyggt en ella með því að hafa
herlið í bænum“!!!
Undir sama dagskrárlið og
tillaga Katrínar var fjöld;
mála ræddur og kom tillagan
ekki til atkvæða fyrr en seint
á fundinum, enda hafði Jón
Axel þá fengið „tækifæri1 til
að taka afstöðu til tillögunnar
og — greiddi atkvæði með
sósífilistum.
Tiilögu Katrínar var vísað til
bæjarráðs með 8 atkv. Ihalds-
ins gegn 6 atkv. — Benedikt
Gröndal sat hjá.
MlR
HAFNARFIRÐI
Fundur verður haldinn )/
(Góðtemplarahúsinu í kvöld,
fkl. 9. Ólafur Jónsson ogj
^Árni Guðmundsson segja fráj
Mör sinni til RáðstjórnarríkjA
/anna. — Sýndar verða kvik-í
>myndir. — Félagar, fjöl-(
Imennið og takið með ykkur^
Vgesti. ■ -:l>,l|l,r.,„«w.