Þjóðviljinn - 06.06.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 6. júní 1952
BruSnheimiii
Framhald af 5. síðu.
I þessu þlutverki. I anrian stað
var túlkun Haralds með ágæt-
um, einkum í fyrri þáttunum
tveimur, ósvikinn skapgerðar-
leikur, þróttmikill og minnis-
verður. Skuggi myrkrar fortíð-
ar hvílir yfir hinum óbilgjarna,
seka lögmanni, en Haraldi tókst
jafnframt að sýna hið mann-
lega í fari hans, í meðförum
hans verður Krogstad framar
öllu óhamingjumaður, eltur af
grimmum forlögum. — Erfitt
mun að gera mikið úr hlut-
verki tírú Lvnde, og leikur
Arndísar Björnsdóttur er ekki
svipmikill, en þelhlýr og við-
feldinn. Þóra Borg er ágæt
-barnfóstra, bæði að útliti og
framkomu, og BryndÍ3 Pét-
ursdóttir stofuþerna, lagleg og
lipur.
Hrifnæmir eru ísienzkir leik-
húsgestir ekki og tjá ógjarnan
hug sinn alian, en þeir hylitu
Tore Sege’cke bæði hjartan-
lega og lengi með lófaklappi,
blómaregni. ávörpum og húrra-
hrópum, fögnuður þeirra var
meiri og innilegri en áður eru
•dæmi til hér á landi. Tore
Segelcke héfur margar þjóðir
sigrað með leik sínum og nú
síðast frændþjóðina norður í
höfum, en um hina undursam-
legu leikkonu gilda í fyllsta
mæli orð mikils íslenzks skálds :
„Þú barst þann kærleik Og
þann andans eld, sem enginn
brjóstsins kuldi getur háfnað“.
Á. Hj.
Valur — KI
Framhald af 3. síðu.
ir og ísl. fá horn á sig og gera
Bretar mark úr því með prýði-
legum skalla, og þar við sat.
Leikur KR—Vals var yfirleitt
heilsteyptur og vel gert að ná
jafntefli við þessa menn.
Eftir gangi, kunnáttu og
getu liðanna þá eru þetta ekki
réttlát úrslit sem mörkin telja.
Beztu menn varnarinnar voru
Einar og Helgi, en í framlín-
unni Gunnar Guðmanns cg
Gunnar Gunnarsson. Annars
voru hvergi „göt“ í því cg féll
furðu vel saman.
í liði tBretanna var miðfram-
vörðurinn sterkasti maðurinn
og sérstaklega var athyglis-
verður leikur hans með skall-
anum.
Framlínan er jöfn. Miðfram-
herjinn hefur mikla yfirburði,
•en skapið virtist fremur van-
stillt.
Hægri útherji er leikinn.
1 þessum leik bar meira á
stórum spymum en í fyrri
leikjum þeirra.
Dómari var Haukur Ósikars-
son og hefur honum oft tekizt
betur en í þetta sinn.
■ Áhorfendur voru um 3000 og
veður gott.
Lið KR—VALS var þannig
skipað:
Helgi Daníelsson, Magnús
Sveiribjömsson, Guðbjörn Jóns-
son, Gunnar Sigurjónsson, Ein-
ar Halldórsson, Stelnar Þor-
steinsson, Gunnar Gunnarsson,
Eyjólfur Eyfells, Hörour Ósk-
arsscn, Gunnar Guðmannsson
og Ólafur Hannesson.
Uppþv©!Savél
Fi-amhald af 8. síðu.
þvottavélina og kemst vatnið
þá á öra hreyfingu. Einnig er
hægt að þvo þarna þvott, ca.
2 kg í einu. Þá má og nota
vélina sem pott, t. d. við
slátursuðu, niðursuðu og ann-
að þess háttar, þar sem strrt
ílát þarf til að sjóða í.
Ofnasmiðjan hyggst taka
u'pp framleiðslu á þessum upp-
þyottavélum. Gert er ráð fyrir
að söluverð þeirra verið um
6000—6500 krónur með tilheyr-
ímdi skápum og hillum.
179. DAGUR
öll. Tvo næstu dansa dansa ég við aðra, en við getum ætlað
hvort öðru þann þriðja. Það er svo indælt úti á svölunum."
Hún sveif burt með útrétta höndina, en úr augum hennar
mátti lesa: „Við skiljum hvort annað.“ Og úti á svölurium
skömmu 'seinna dró hún andlit hans að sér þegar enginn sá og
kyssti hann með ákafa, og áður en kvöldið var á enda hafði
þeim tekizt að laumast út úr húsinu og niður að vatninu, þar
sem þau gátu fallizt í faðma í tungsljósinu.
„Sondra er svo fegin að Clydinn hennar var kominn. Hún hef-
ur saknað hans.“ Hún strauk hár hans meðan þau kysstu3t, og
Clyde mundi eftir skugganum svarta sem hvíldi yfir framtíð
þeirra og þrýsti henni ofsalega að sér. „Ó, elsku litla stúlkan
min“, sagði hann. „Elsku fallega Sondra mín. Ef þú vissir hvað
ég elska þig heitt. Ef þú vissir —. Ég vildi óska a.ð ég gæti sagt
þér allt. Ég vildi óska að ég gæti það.“
En hann gat það hvorki núna né seinna. Hann þyrði aldrei
með einu crði að minnast á hinn hræðilega múr milli þeirra.
Uppeldi hennar var slíkt, hugmyndir hennar um ást og hjóna-
band voru slíkar að hún gæti aldrei skilið hann, gæti aldrei fært
þvílíka fórn vegna ástar sinnar, hversu heitt sem hún elskaði
hann. Og hún myndi flýja frá honum á augabragði með skelfingu
í augum.
En þegar hún horfði í augu hans í fölu og æstu andliti hans og
tunglsljósið kveikti neista í augum hans, sagði hún er hann
lukti hana örmum: Elskar hann Scndru svona heitt? Elsku.
strákurinn. Scndra elskar hann líka.“ Hún tók um höfuð hans
með báðum höndum, hélt fast utanum það og kyssti hann á-
kaft hvað eftir annað. „Og Sondra vill ekki hætta við hann
Clyde sinn. Hún vill það ekki. Þú skalt bara bíða og sjá. Það
er sama hvað skeður. Þáð verður kannski erfitt, en hún skal
ekki láta undan.“ En svo hvarf hún snögglega aftur til veru-
leikans eins og var hennar vandi og sagði: ,,En nú verðum við
að fara, undir eins. Nei, ekki fleiri kossa. Nei,. nei, Sondra
segir nei. Fólkið fer að sakna okkar.“ Svo rétti hún úr sár,
tók undir handlegg hans og þau flýttu sér heim að húsinu og
mættu Palmer Thurston, sem var að leita að henni.
Og morguninn eftir riðu þau út eins og hún var búin að
lofa til Inspiation Point — Bertína og Sondra voru í hárauð-
um reiðjökkum, í hvítum hnébuxum og svörtum stígvélum, hár
þeirra var laust og blakti í golunni — ©g að jafnaði riðu þær
fram úr honum og þeystu svo til hans aftur. Eða þá að
Sondra herti á honum og hvatti hann til að flýta sér og þær
földu sig báðar talandi og hlæjandi í rjóðri þar sem hann sá
ekki til þeirra. Og vegna þess áhuga sem Sondra sýndi honum
þessa dagana.— áhuga sem Bertína taldi sennilegt að endaði
í hjónabandi ef ekkert óvænt kæmi fyrir — þá var Bertína
broshýr og innileg við hann, hvatti hann til að koma oftar um
sumarið og vera til langdvalar og hún skyldi vera í fylgd með
þeim, svo að ekkert væri hægt að háttalagi þeirra að finna.
Og Clyde var ýmist í sjöunda himni eða dapur í bragði — og
ósjálfrátt og gegn vilja hans beindust hugsanir hans að blaða-
fréttinni — þótt hann reyndi eftir megni að berjast gegn því.
Svo beygði Sondra einu sinni niður brattan stíg sem lá niður
að uppsprettu með mosavöxnum bökkum milli skuggsælla trjáa
og kallaði til Clydes að fylgja sér eftir: „Komdu. Jerrý ratar.
Hann hrasar ekki. Komdu og fáðu þér að drekka.- Ef þú gerir
það, þá áttu bráðum eftir að koma hingað aftur — það er
trú hérna.“
Þegar hann var kominn niður eftir og var farinn af baki
til að fá sér að drekka, sagði hún: „Ég þarf að segja þér dá-
Htið. Þú hefðiir átt að sjá framan í mömmu í gærkvöldi, þegar
hún frétti að þú værir hérna. Hún veit auðvitað ekki að ég
á neinn þátt í þvi, því að hún heldur að Bertínu lítist líka vel
á þig. Ég hef talið henni trú um það. En samt sem áður grun-
ar hana að ég hafi þarna hönd í bagga, og henni fellur það
illa. En hún getur ekki sagt meira en hún er þegar búin að
segja. Og ég var að tala við Bertínu áðan og hún hefur lofað
að standa með mér og hjálpa mér eftir mætti. En við' verður
að fara enn varlegar en ndkkru sinni fyrr, því að ég veit ekki
hvað mamrna tæki til bragðs ef hún yrði of tortryggin — ef
til vill heimtaði hún að við færum heim nú þegar, svo að við
gætum ekki hitzt. Þú veizt að hún vill ekki að ég sé með nein-
um nema þeim sem hún samþykkir. Þú skilur hvernig þetta er.
Hún er alveg eins við Stuart En ef þú gætir þess að leyna til-
finningum þínum þegar við erum með kunningjunum, þá býst
ég ekki við að hún geri neitt — að minnsta kosti ekki að svo
stöddu. En í haust þegar við komum aftur til Lycurgus horfir
málið öðru vísi við. Þá verð ég myndug og ég ætla að reyna að
hafa einhver ráð. Ég hef aldrei elskað neinn fyrr, en ég elska
þig, og ég vil ekki hætta við þig, það er allt og sumt. Ég vil
það ekki. Og þau geta ekki neytt mig til þess.“
Hún stappaði niður fætinum og sló svipunni í stígvélið sitt
en hestarnir horfðu tómlátir í kringum sig. Og Clyde varð bæði
hrifinn og undrapdi yfir þessari ástarjátningu hennar og nú.
fannst honum sú stund runnin upp að hann gæti stungið upp
á brotthlaupi og hjónabandi og gæti á þann hátt losnað undan
syerðinu sem vofði svo ógnandi yfir honum. Hann starði á
Sondru með von og ótta í augum. Ef til vill segði hún nei og
yrði skelkuð yfir þessari skyndilegu uppástungu. Og hann átti
enga peninga og hafði engan stað í huga, þar sem þau gætu
framíkvæmt þetta áform sitt, ef hún féllist á tillögu hans. En
ef til vill átti hún peninga eða gæti eignazt þá. Og ef hún 3am-
þykkti þetta, þá hlyti hún að hjálpa honum. Auðvitað. Að
minnsta kosti fannst honum hann verða að hætta á að opna
hjarta sitt og láta ráðast um framtíðina.
Og hann. sagði: „Gætirðu ekki strokið með mér, elsku Sondra
mín? Það er svo langt til haustsins og ég þrái þig svo mjög.
Þvi ekki það? Mamma þín samiþykkir ekki hjónaband okkar í
haust heldur. En ef við strykjum núna, þá gæti hún ekki komið
í veg fyrir það. Og eftir nokkra mánuði gætirðu skrifað henui
og þá gæti hún elkkert sagt. Hvað er á móti því, Sondra?“
Rödd hans var sárbænandi, augu hans döpur og kvíðandi —
kvíðandi um hina uggvænlegu framtíð.
Andartak var hún svo heilluð af hinum ólgandi tilfinningum
hans að hún var á báðum áttum — hún var alls ekki hneyksluð
yfir þessari tillögu -— hún var hrifin og upp með sér yfir því
að geta vakið svo sterkar ástríður hjá honum. I honum brann
eldur, sem hún hafði sjálf tendrað án þess þó að hún byggi
yfir slíkum eldi — og þetta var henni nýtt og framandi. Og
—oOo— —-oOo— —oOo— ——oOo— —oOo— —oOo— —oOo—■«
Tofrahesturiam
10. DAGUR
asta silki, og sást í gegnum það, að skínandi bjart
var íyrir innan.
Kóngsson gekk hljóðlega að fortjaldinu, og vökn-
uðu ekki gelding&rnir; brá hann tjaldinu frá og gekk
inn í svefnherbergið. Var það hio skrautlegasta, og
prýtt með konunglegri vi&höfn, en því gaf kóngs-
son lítinn gaum, þar sem hann var í slíkum vanda
staddur, heldur hneigðist athygli hans að öðru, sem
nú var meira um vert. Hann sá rúm nokkur, og stóð
eitt þeirra á palli, en hin á gólfi. Hvíldi kóngsdóttir
í pallrekkjunni, en ambáttir hennar í hinum rúmun-
um. Enda sá Fírus skjótt á þessum virðingarmun,
hvar kóngsdótturinnar sjálfrar væri að leita. Gekk
hann því að hvílu hennar, án þess að vekja hana eða
ambáttir hennar, og þótti honum hún svo afbragðs
fögur, þegar í fyrsta áliti, að hann varð alveg frá
sér numinn.
„Mikil undur!" hugsaði hann með sjálfum sér,
„ætli forlögin hafi leitt mig hingað til þess, &o ég
skyldi glata írelsi hjarta míns, sem ég hingao til
hef varðveitt? Á ég ekki víst að lenda í ástar áþján,
þegar hún lýkur upp augum sínum, því við þeirra
skærleik mun hin fráfræra fegurð hennar íyrst veroa
fullsén? Og samt á ég ekki annars úrkosti, því é,g get
ekki snúið héðan aftur, nema svo, að ég verði sjálf-
um mér að bana; enda dregur nú nauðsyn til".
Þessar voru hugleiðingar Fírusar, og hann féll
bessu næst á kné við hvílu kóngsdóttur; lafði skyrtu-
ermi hennar niður, og sá á handlegginn fannhvítan
og fagurlega ávalan; tók kóngsson hægt í yzta jað-
ar línsins og lauk þá kóngsdóttir upp augum sínum,
og varð orðlaus af undrun, er hún sá svo fríðan yng-
ismann hjá sér, en ekki sýndi hún á sér nein
hræðslumerki.
Kóngsson sá sig nú ekki úr færi, er svo vel horíðist
á; hann laut höfði sínu ofan að gólftjaldinu, stóð upp
aftur og mælti: „Tignarlega kóngsdóttir! Hin frá-
bærustu og furðulegustu undur valda því, að þér
sjáið persneskan konungsson liggja hér við fætui: