Þjóðviljinn - 01.07.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.07.1952, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. júlí 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Þeir léku flokksletkinn fu!lkom> lega — Þeir léku knaftspyrnu uJónsson varS uppáhald áhorfenda11 íþróttasíðunni hefur borizt bréf frá norskum manni, sem hefur mjög gott vit á knatt- spyrnu og hefur hann gert að umtalsefni leiki þá, er hann hefur séð Akranes leika. Segir hann að liðið leiki mjög góða knattspyrnu og bæði tekniskt og eins sé samleikur þeirra oft mjög skemmti- legur og jákvæður. Iþróttta- síðunni hafa lí'ka borizt blaða- úrklippur frá leik Akranes við Hamar I. L., sem eru mjög lofsamleg. „Hamar Arbeiderblad" seg- ir m. a.: — „Á þriðjudaginn fengu knattspyrnuáhorfendur bæjarins að sjá afbragðs leik á grasvellinum — Islending- amir ollu ekki vonbrigðum, þeir léku verulega fallega og jákvæða knattspyrnu. H. I. L. átti ágætan dag og sýndi allt annan leik en móti Lilleström um síðustu helgi. — Isl. byrj- uðu með hraða og áttu mörg góð' áhlaup á fyrstu mínút- Keppir lið Rauða hersins í knattspyrnu fyrir Rússa á Olympmleikunum? Það er ekki talið ólíklegt að lið Rauðahersins keppi fyrir Rússland á O.L. Ástæðan er talin vera sú að þau samsettu lið sem reynd hafa verið í Moskva hafi ekki gefið eins góða raun og búist var við. Sú skoðun er ríkjandi austur þar að lið þeirra nái ekki að kom- ast mjög langt í keppninni. Hinsvegar telja þeir sig keppa að því að fá leik við Búlgaríu í Kotka 15. júlí. Ætlunin er að reyna að skipuleggja fyrrnefnt lið og hafa nöfnin þegar verið nefnd. FRÉTTIR I FÁDM ORÐUM John Sávadge brezki kúlu- varparinn varpaði kúlunni 16,5 á brezka meistaramótinu, og er það meistaramótsmet. Svíþjóð vann Danmörlui 4 : 3 í landsleik í knattspyrnu á Rásunda nýlega. Svíar höfðu 3 : 0 í hálfleik. Sviss og Austurríki gerðu jafntefli 1 : 1 í knattspyrnu- landsleik sem fram fór í Genf. Þetta var 23. landsleikur þeirra og af þeim hefur Aust- urríki unnið 16, Sviss 4 en 3 hafa orðið jafntefli. 388 sænskir þátttakendur í O.L. 14 aðalJeiðtogar 64 frjálsíþróttamenn og leiðtog- ar þeirra meðtaldir, 34 fim- leikamenn, 29 siglarar, 27 'káppreiðamenn, 26 fimleika- menn, 36 sundmenn, 19 skylm- ingamenn, 15 lyftingamenn og færri í öðrum greinum. Við þetta bætast svo 12 kokkar, læknar, nuddarar o. fl. unum sem sköpuðu hættu við H. I. L.-markið. Það var þó H. I. L. sem setti fyrsta mark- ið eftir 5 mín., en ísl. komu aftur Qg hættulegir. Maður veitir athygii hinnum hröðu og hættulegu áhlaupum, en það gekk ótrúlega vel hjá H. I.L. þrátt fyrir óöruggan leik í vörninni. Markmaðurinn Över- Franska Olympíunefndin tapaði — Knattspyrnu- samhandið þar vann I Frakklandi hafa orðið all harðar deilur um það hvort senda skyldi knattspyrnumenn á O.L. eða ekki. I fyrri viku ákvað Olympiu- nenfdin að knattspyrnumenn færu ekki og bar við féleysi og þeir væru ekki nógu góðir. Þetta lát knattspyrnusamband- ið sér ekki vel líka og hóf sókn með þeim árangri að Olympiunefndin varð að aftur- kalla fyrri samþykkt og sam- þykkja O.L.-för knattspyrnu- mannanna. Fer liðið 11. júlí og keppir fyrsta leik sinn við Pól- land. — (Athyglisverð frétt fyrir Olympiunefnd Islands og Knattspyrnusamband Islands) ! land bjargaði oft ágætlega. Gestunum tókst þó að gera 2 mörk og endaði hálfleikur- j ^,, inn þannig, og var það meir j en' verðskuldað. i t . v,, ./ Eftir að H. I. L. hafði leik- ið betur í fyrri hluta síðari hálfleiks, voru það Isl. sem tóku síðari hlutann í sínar hendur og þá fengu áhorf- endur að sjá fallega sett mörk (praktscoringer). Hjá gestunum voru það fyrst og fremst framherjarn- ir sem maður veitti athygli, og þá sérstaklega hægp-i inn- herja (Ríkarður), sem er leik- maður á heimsmælikvarða, með mikla leikni og mjög fljótur. Miðherji (Þórður) og hægri útherji (Halldór) voru mjög hættulegir. Miðframvörður (Dagbjartur) var líka mjög góður. -—- Maður getur með sanni sagt að liðið er mjög gott. Annað blað á Hamri segir um sama leik: — Eins og Akranes og H.I.L léku í gær álítum vér að þannig eigi að leika knatt- spyrnu. Við höfum verið við- staddir marga leiki síðustu árin, en aðeins mjög sjaldan höfum við séð áhorfendurna skemmta sér eins og í gær. Fyrir okkur atvinnuáhorfend- ur var það skemmtilegt og hressandi að sjá knattspym- Framhald á 6. síðu. Fram vann Þjóðverjana 2:1 Þessum fyrsta leik þýzka liðsins var vissulega beðið með nokkurri eftirvæntingu. Mönn- um er enn í fersku minni leik- ur Þjóðverjanna fsá 1950. Eft ir venjulegar kveðjur og blómaafhendingar hófst leikur- inn. Mátti fljótt sjá að þýzka liðið lék létta og leikandi knatt- spyrnu og lausir við alla hörku. Þeir höfðu mjög gott vald á knettinum og staðsetningar þeirra oft skemmtilegar. Þeir eru fljótir til og voru yfirieítt fljótari á knöttinn. Þó tókst þeim ekki að skapa sér tækifæri til niark- skota en vörn Fram var sterk með Steinari úr KR sem gest. Lá heldur á Fram þar til að líða tók á hálfleikinn; þá áttu Framarar góðar sóknatlotúr og fóru illa með tækifæri. sem þeim buðust og síðustu 5 mín. héldu þeir látlausri sókn. Þjóðverjar settu eitt mark í þessum hálfleik og gefur það ekki rétta hugmynd um gang leiksins og hæfni Þjóðverja. Síðari hálfleikur var jafnari og gerðu Framarar þá tvö mörk og má segja að þar hafi yerið vel notuð tækifæri, ger)i Ólafur Hannesson fyrra mark- ið en Guðm. Jónsson það síð- ara. Framliðið fékk mikinn sókn- arstyrk í þeim Ólafi og Gunn- ari Gúðmanns og sem heiíd féll liðið vel saman og var vörnin þó betri helmingur liðs- ins með Hauk og Karl, sem beztu menn. Lið Þjóðverjanna er heil- steypt, virkar þó ekki eins sterkt eins og liðið frá 1950 en leikur þess er sérlega prúð- ur. Miðframvörðurinn, vinstri framvörður og miðherji voru beztu menn liðsins. Dómari var Haukur Ósk- arsson og var það auðvelt verk. YFIREFNAPRÆÐINGUHINN á efnarannsóknarstofu deyfilyfjaeft- irlits SÞ vinnur að efnagreiningu sýnishorns, sem tekið hefur verið af birgðum uppvísra smyglara. SÞ hafa eftirlit með sölu, dreif- ingu og notkun deyfilj’fja um heim allan. Norræn kirkjutónlist Dagana 3.—10. júlr, verður í fyrsta sinn háð tónlistarmót hér á landi, með þátttöku listamanna frá öllum Norðurlöndun- um. Þetta mót nefnist fimmta mót norrænna kirkjutónlistar- manna. Hið fyrsta mót norrænna kirkjutónlistarmanna var hald- ið í Stokkhólmi 1933, að til- hlutun „Sveriges almánna Organist-och Kantorsförening“. Var þá þegar ráðgert að slík mót sem þetta, færu fram 3ja hvert ár, sitt árið í hverjú hinna norrænu landa. Um tilhögun þessa tónlistar- móts er þetta að segja: Er- lendu þátttakendurnir koma með Gullfossi fimmtudaginn 3. júlí að morgni. Sama dag kl. 13,30 verður haldin guðsþjón- usta í Dómkirkjunni. Klukkan 3 verður mótið sett í hátíða- sal Háskólans, kveðjur verða fluttar af fulltrúum Norður- landanna, og verða þjóðsöngv- ar Norðurlandanna sungnir af sameinuðum kirkjukórunum í Reykjavík. Samtals verða haldnir sex tónleikar, allir í Dómkirkjunni. Flutt verður að- eins kirkjuleg tónlist sú tón- Héraðsmót HéraSssambcmds Strandamanna Iþróttamót Héraðssambands Strandamanna fór fram 17. júní s.l. og var þáttaka góð í mótinu. Er vaxandi árangur þar í ýmsum greinum. T. d. voru sett 7 Strandamet á þessu móti. Guðmundur Valdi- marsson virðist mjög gott efni og vera fjölhæfur íþróttamað- ur enda fékk hann flest ein- staklingsstig eða 25 alls. Tími hans í 300 m. er mjög at- hyglisverður 11,3. 1 langstökki stekkur hann um 6 m., i þrí- stökki yfir 13 m., stangar- stökki 3 m. Kúlunni varpar hann 12,15 m. í kringlukasti nær hann 34,82 m. og í spjót- kasti 47,63. Stigatala félaganna varð þessi: 1. Geislinn 57. 2. Reyn- ir 27, 3. Neistinn 22, 4. Hvöt 16 og 5—6 Gróður og Grett- ir 2 stig hvort. V Kúluvaúp 1. Guðm." Valdimarss. G. 12,15 Strandamet 2. Lýður Benediktss. H. 11,98 Kringíukast 1. Sigurkarl Magnúss. R. 37,17 2. Guðm. Valdimarss. G. 34,82 Spjótkast 1. Sigurk. Magnússon H. 48,63 2. Guðm. Valdimarss. G 47,63 80 m. hlatip kvenna 1. Guðrún Jensdóttir H. 13.8 Strandamet 2. Finnfríður Jóhannsd. N. 12,3 LangstÖkk kvénna. 1. Guðrún Jensdóttir H. 3,93 Strandamet 2. Svanlaug Árnad. G. 3,77 Kúluvarp kvenna 1. Helga Tráustad. G. 8,01 Strandamet 2. Finnfríður Jóhannsd. N. 7,94 100 m. hlaup 1. Guðm. Valdimarss. G 11,3 Strandamet 2.1ngimar Elíasson N.. 11,9 Framhald á 6. síðu. list, sem tengdust er sjálfri guðsþjónustunni. Þarna koma fram nokkrir af þekktustu organleikurum og söngstjórum Norðurlanda. Formenn organ- istafélaganna á Norðurlöndum, koma til mótsins, þeir Emilius Bangert, dómorganisti í Hró- arskeldu, Armas Maasalo pró- fessor og John Sundberg pró- fessor frá Helsingfors, dóm- kantor Arild Sandvold frá Osló1 og prófessor David Ahlén frá Stokkhólmi. Þessutan leika 4 orgel, Finn Viderö og Söreni Framhald á 7. síðu. Góður árangur Rússa í langhlaupum Af fréttum sem borist hafa frá Sovét má glögglega sjá að þeir geta orðið skæðir keppi- nautar í löngu lilaupunum. Sjálfur hlaupakóngurinn E. Zatopek hefur orðið að láta sér nægja þriðja sæti í 5000 m á móti í Kiev. — Þar hljóp Popov 5000 m á 14.13,2 og Kazancey á 14.16,0 en Zato- pek á 14.22,0. Olympíumet Gaston Reiff 1948 er 14.17,6. Frá því segir líka að á sama móti hafi rússi hlaupið 10 km undir Ol-meti Zatopeka sem var 29.59,6 og hljóp vega- lengdina á 29.31,4 en tími1 Zatopeks þar var 29.26,0. Freárigstad varð Noregs- meistarr í knattspyrnu Fyrir nokkru leiddu efstu fé- lögin úr A- og B-deild norsku keppninnar saman hesta sína en það voru Brann frá Bergeií og Fredrikstad og fóru leikar svo að Fredrikstad vann með 3 :1. Brann gerði mark fyrst eft- ir 15 mín og var leikur Branrt fyrsta korterið mjög góður eni síðan tók Fredrikstad við og vann verðskuldað 3:1 og var alls ráðandi er á leikinn leið. Úr A-deiId féllu niður Válér- engen og Örn. Válerengem komst í undanúrslit í fyrra. Ert í B-deiId féllu niður Kvik og Snögg. i i ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.