Þjóðviljinn - 01.07.1952, Blaðsíða 6
«)
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 1. júlí 1952
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
liverjar snapir við höfnina.
Og bröddborgarinn vaknar
heima í rúmi sínu, opnar
morgunblaðið sitt og hann
geispar af leiðinum svo að
það brakar í kjálkunum. Ekk-
ert í fréttum, og hann er
aftur orðinn leiður á lífinu,
kannske konunni, jafnvel bjú-
ikknum, módel frá í fyrra.
Það er kominn tími til að
friðmælast við vinina, bezt
að senda inn í Riki eftir ein-
um kassa af viskí. Og mað-
urinn sem ók í gær gengur
aftur heim og mætir drossí-
unni sem hann ók í á niður-
eftirleið. Börsoninn situr kyrr
á höfði eigandans. Það voru
engar snapir við höfnina.
Akurnesingar
Framhald af 3. síðu.
una njóta sín. — Engin'lúa-
leg brögð eða fantaskapur. •—•
Við tökum ofan fyrir Akra-
nes-drengjunum. Þeir léku
flokksleikinn fullkomlega og
þeir léku knattspymu. Þeir
hljóta að hafa verið mjög vel
upplagðir í gær, og þeir unnu
verðskuldað. —
Tveir leikmannanna skáru
sig út úr þessum 22. Ríkarður
Jónsson frá Akranesi og
Robert Morsten úr H.I.L.
Báðir eru „tekniskt" góðir.
Jónsson skemmti okkur með
mörgum leiklistum og einleiks-
afrekum, en Marsten vakti
hrifningu með því hve vel
hann byggði upp áhlaupin. —
Úr liði Akranes höfum vér
nefnt Jónsson sem varð uppá-
hald áhorfenda.
Að öðru leyti er erfitt að
taka einn fram yfir annan.
þéir voru allir leiknir vel,
fljótir, og samleiknir.“
Þessi blaðaummæli tala sínu
máli. I ummælunum má líka
sjá og finna þann vinarhuga
sem að þessum íslenzka hóp
lagði, og megum Við Islend-
ingar vera þess minnugir og
þakklátir.
í þessari ferð hefur Akra-
nes sett alls 22 mörk gegn
16 í leikjum sínum í Norgegi,
en þeir hafa farið þannig:
Sparta — Akr. G:l, Lille-
ström Sportskl. — Akr. 5:2,
Raufors — Akr. 1:3, Brum-
unddalen —— Akr. 1:1G, Ham-
ar I.L. 3:6.
Strandamenn
Fratnhald af 3. síðú.
400 m. hl&up.
1. Pétur Magnússon R. 60,8
2. Hellert Jóhanness. G. 64,0
3000 hlaup
1. Guðjón Jónsson H. 10:26,0
Strandamet
2. Haukur Torfason N. 11:02,6
Langstökk
1. Pétur Magnússon R. 6.05
2. Guðm. Valdimarss. G. 5,94
Þrístökk
1. Guðm. Valdimarss. G. 13,08
2. Sigurk. Magnússon R. 12,73
Hástökk
1. Svavar Jónatanss. G. 1,67
2. FIosi Valdimarss. G. 1,57
Stangarstökk
1. Guöm. Valdimarss. G. 3,00
Strandamet
2. Flosi Valdimarss. G. 2,40
Sahartt ppgjöf
og full mann-
réttindi.
197. DAGUR
missti jafnvægið, féll út að vinstri borðstokknum, svo að
báturinn var næstum kominn yfir um. Honum brá í brún við
óp hennar (sem stafaði fremur af ótta hennar við bátinn en
sjálft höggið), og hann hallaði sér áfram og teygði sig í
áttina til hennar, í þeim tilgangi að hjálpa henni á fætur eða
bæta fyrir þetta ósjálfráða högg — en við þessa hreyfingu
hans hvolfdi bátnum alveg — og hann og Róbertá féllu í
vatnið. Og um leið og báturinn snerist í vatninu rakst hann
í höfuð Róbertu um leið og hún sökk, og svo kom hún upp
í fyrsta sinn og afmyndað, óttaslegið Sndlit hennar sneri að
Clyde, sem var búinn að losa sig. Því að hún var lömuð, skelf-
ingu lostin, sturluð af sársauka og ótta — meðfæddum ótta við
vatn og drukknun —1 og höggið sem hann hafði viljandi og
næstum óafvitandi greitt henni.
„Hjálp! Hjálp!“
„Ó, guð minn góður, ég er að drukkna, ég er að drukkna.
Hjálp! Ó, guð minn góður!“
„Clyde, Clyde!“
Og svo sagði röddin í eyra hans:
„En er það ekki einmitt þetta — þetta — sem þú hefur hugsað
um og óskað eftir allan þennan tíma — í hinum miklu vand-
ræðum þímrni? Og nú sérðu! Þrátt fyrir ótta þinn, hugleysi
þitt — hefur þetta — þetta — verið gert fyrir þig. Slys —
slys — óviljandi högg hlífir þér við að gera það, sem þú
varst búinn að ákveða að gera en hafðir þó ekki hugrekki til.
Og ætlar þú núna, þegar það er óþarfi af því að þetta var
slys, að koma henni til hjálpar og leiða aftur yfir þig ólánið
sem hefur kvalið þig sem mest? Þú gætir bjargað henni. En
ef til vill ættirðu ekki að gera það. Sérðu hvað hún berst um. Hún
er ekki með sjálfri sér. _Hún getur ekki bjargað sér sjálf og
hún er sturluð af hræðslu, svo að hún gæti dregið þig með sér
niður í djúpið ef þú kæmir nálægt henni núna. En þú þráir
að lifa. Og ef hún heldur áfram að lifa, verður líf þitt einskis
virði upp frá þessu. Bíddu andartak — örlitla stund. Bíddu —
bíddu — hlustaðu ekki á hróp hennar. Og svo — og svo —
En sjáðu nú til! Því er lokið. Hún er að sökkva. Þú sérð hana
aldrei framar — aldrei framar. Og þama flýtur hatturinn þinn
á vatninu — eins og þú varst búinn að ákveða. Og í báts-
hliðinni hangir slæðan sem hún vai- með. Láttu hana vera. Það
er sönnun þess að þetta var slys“.
Og svo var ekkj meir — nokkrar gárur -— kyrrð og frið-
sæld þessa dásamlega umhvérfis. Og aftur kvað við garg ó-
heillafulgsins, hæðandi, óhugnanlegt,
Kit, kit, kit, ka-a-a-ah!
Blit, kit, kit, ka-a-a-ah!
Kit, kit ,kit, ka-a-a-ah!
Garg þessa djöfullega fugls á dauðu greininni —
Og meðan hróp Róbertu hljómuðu fyrir eyrum Clydes: og
hann sá fyrir sér síðasta tryllingslega og sárbænandi augnaráð
hennar, syntj hann í áttina til lands, þungum, skuggalegum
tökum. Og hann var að hugsa, að í raun og veru hefði hann
alls ekki myrt hana. Nei, nei. Guði sé lof fyrir það. Hann
hafði ekki gert það. Og þó (hann steig á land og hristi vatnið
úr fötum sínum) hafði hann gert það? Eða hvað? Hafði hann
ekki látið hjá líða að koma henni til hjálpar, þótt liann hefði
getað gert það, og var það ekki hans sök að hún féll í vatnið,
þótt það væri óvart? Og þó •—■ og þó —
Hálfrökkur og kyrrð, þegar degi tók að halla. Leyndur stað-
ur í dimmum skóginum, þar sem Clyde stóð aleinn, rennvotur
hjá þurri ferðatöskunni og beið þess að fötin þorrnuðu. En á
meðan leysti hann myndavélarstandinn af töskunni sinni og
fann dökkan, dauðan trjástofn lengra irani í skóginum og
faldi hann þar. Hafði nokkur séð til hans? Var nokkur að horfa
á hann? Svo sneri hann við aftur og fór að velta fyrir sér í
hvaða átt hann ætti að fara. Hann yrði að ganga í vestur og
síðan í suður. Hann mátti ekki villast! t En fuglinn hcJt áfram
að garga, — skerandi og óhugnanlega. Og svo kom rökkrið þrátt
fyrir stjörnubjartan sumarhimininn. Og ungur maður gekk leið-
ar sinnar gegnum dimman, eyðilegan skóg, með þurran stráhatt
á höfðinu, með tösku i hendinni — gekk rösklega en varfærn-
islega— í suður — i suður.
ÞRI8JA B Ó K
FYRSTI KAFLI
Háraðið Gataraqui nær frá bænum Three Mile Bay norðan-
verðnm og að landamærum Kanadá. Og frá Senaschet og
Indian vötnunum að anstanverðu að Rock og Scarf ánum í
vestrí. Megnið af þessu héráði etu eyðiskógar og vötn, en á
stöku stað eru þorp og byggð svæði, svo sem Koontz, Grasa
vatn, Norður Wallace, Brúna vatn og Bridgeburg, höfuðborg
héraðsins, en hana byggja um tvö þúsund af þeim fimmtán
þúsund ílÆum sem eiga heima í héraðinu öllu. Og við torg-
ið í miðjum bænum er gamla, snotra ráðhúsið með klukku-
turni og dúfum, og það sést úr öllum fjórum aðalgötum bæjarins
I skrifstofu bæjarfógetans í norðausturhorni byggingarinnar
sat föstudaginn níunda júlí herra Fred Heit, bæjarfógeti, stór
og herðabreiður náungi með grábrúnt vangaskegg, sem hefði
sómt sér vel á mormónapresti. Andlit hans var stórt og
sömuleiðis hendur hans og fætur. Og ummál hans var í sam-
ræmi við það.
Þegar hér var komið, klukkan hálf þrjú um daginn, sat
hann og blaðaði letilega í verðlista, sem kona hans hafði beðið
liann að panta eitt og annað úr. Og meðan hann velti fyrir sér.
verðinu á skóm, jökkum, höttum og húfurp handa krökkunum
fimm, frakka handa sjálfum sér með stórum kraga, breiðu
belti, stórum og glæsilegum hnöppum, sem hann hafði fengið
augastað á, komst hann að þeirri gremjulegu niðurstöðu, að.
þrjú þúsund dollara laun á ári leyfðu ekki slíkan munað næsta
vetur, einkum vegna þess að Ella, kona hans hafði verið að
minnast á pels undanfarna þrjá vetur.
En óvíst er hvað stefnu hugsanir hans hefðu tekið, ef sím-
inn hefði ekki ónáðað hann.
„Já, þetta er Heit — Wallace Upham frá' Bdg; Bittern. —•
artak —“
Hann sneri sér að samstarfsmanni sínum, unga manninum,
sem kallaðist „fógetaritari" — Skrifaðu þetta hjá þér, Earl.“
oOo —oOo— —oOo— —oOo • - - oOo— —oOo-— -- oOo *
BARNASAGAN
Töfrahesturinn
24. DAGUR
Þegar hann kom þangað, gekk umsjónarmaðurinn
er haíði látið Indveriann leika á sig, til móts við
hann; íleygði hann sér grátandi fyrir fætur honum
og játaði, að hann væri dauða verður fyrir glæp
bann, er hann hugðist vera sekur í, og kvaðst reiðu-
búinn að láta lífið fyrir sverði herra síns.
,,Stattu upp”, mælti kóngsson, ,,ég gef þér enga
sök á því, að kóngsdóttirin var brott numin, heldur
sjálfum mér og heimsku minni. Útvegaðu mér nú
munkaklæði þegar í stað, og varastu að segja nokkr-1
um manni frá því, að þau séu handa mér".
Nálægt höllinni var munklífi eitt, og var for^
stjóri þess góðkunningi umsjónarmannsins. Fór um-
sjónarmaðurinn til hans og skrökvaði því upp, að
einn af embættismönnum konungs, sem hann ætti'
mikið aó þakka, væri kominn í ónáð, og kvaðst vilja
hjálpa honum til að strjúka burt. Með þessu móti!
fékk hann munkaklæðnað, og færði kóngssyni.
Fírus bjóst nú munkaklæðum, og tók með sér
öskjur fullar af perlum og demöntum, sem hann.
hafði reyndar ætlað að gefa kóngsdóttur; en nú
ætlaði hann að verja þeim til útgjalda á ferð þeirri,
er hann tók sér á hendur. Lagði hann af stað frá
höllinni, begar nátta tók, og vissi ekki sjálfur, hvert
halda skyldi, en í bví var hann fastráðinn, að koma
ekki svo aftur, að ekki hefði hann kóngsdótturina
með sér.
Nú er það að segja af Indverjanum, að hann stýrði1
þannig gangi töfrahestsins, að hann kom tímanlega
sama dag í skóg nokkurn, skammt frá höfuðborginni
í kóngsríkinu Kasmír. Var hann þá orðínn svangur
mjög, og hélt fyrir víst, að kóngsdóttirin væri það
líka; fór hann því af baki í skóginum og skildi.
hana eftir á grasblett einum, hjá tærri uppsprettu-
iind Mundi kóngsdóttir fegin hafa notað tækifærið
til að flýja, £r hann gekk burt, því hún var hrædd
um, að illmennið kynni að beita við sig ofríki, en
með því hún hafði lítið sem ekkert nærst var hún
svo máttfarin, að henni var nauðugur einn kostur*