Þjóðviljinn - 08.07.1952, Side 4
4) — t>JÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. júlí 1952
Þriðjudagur 8. júlí 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5
liióeviuiNN
XJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Olafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 16
annarataðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
X____________________________________________________——
Þjéðin og stjórnarstefnan
Svo illa þokkuð er núverandi ríkisstjóm af öllum almenningi
að leitun er að þeim manni sem telur sig ánægðan með ríkis-
stjómina og stefnu hennar. Það er sama hvort rætt er við
verkamenn, sjómenn, bændur, skrifstofumenn, verzlunarmenn,
iðnaðarmenn, útvegsmenn eða yfirleitt hverja af starfsstéttum
þjóðfélagsins sem er, það tilheyrir algjörum undantekningum
finnist nokkur maður sem lýsir sig fylgjandi ríkisstjórninni og
stefnu hennar eða reynir að taka upp málsvöm fyrir hennar
hönd.
Ekkert er eðlilegra en að þannig só viðhorfið til ríkisstjórnar
Framsóknarflokksins og $jálfstæðisflokksins. Stefna hennar og
starf hefur verið með þeim hætti að engan þarf að undra þótt
hún eigi fáa formælendur. Hún hefur haldið þannig á málum
þjóðarinnar að við sjálft liggur að atvinnuvegum landsmanna sé
siglt í algjört strand. Að vísu er sökin ekki núverandi ríkis-
etjórnar einnar. „Fyrsta stjóm Alþýðuflokksins á íslandi hóf
þá starfsemi árið 1947 sem núverandi stjórn Framsóknarflokks-
jns og $jálfstæðisflokksins er að fullkomna. Stjórn Stefáns
Jóhanns hafði forustuna um þær tugmilljónaálögur á herðar al-
þýðu sem voru upphafið að þeirri miklu ránsherferð sem síðan
liefur staðið yfir á hendur íslenzkum almenningi og kórónaði
síðar verk sitt með bindingu kaupgjaldsvísitölunnar.
Og þótt ,,Alþýðuflokkur‘ ‘ Stefáns Jóhanns og félaga hans
hafi síðustu árin kosið að leika stjórnarandstöðu vegna fylgis-
hruns í kosningunum 1949 hefur það ekki farið fram hjá nein-
um að í öllum grundvallaratriðum er hann sammála þeim aftur-
haldsflókkum tveim sem fara nú með ríkisstjórn. Stefán Jóhann
og lagsbræður hans hafa aldrei sleppt nokkru tækifæri til að
lýsa eindregnu fylgi sínu við marsjallstefnuna og engir hafa
verið auðmýkri í hverskonar þjónustu við ágengni og yfir-
troðslur amerísks auðvalds á íslandi. En til þrældómsfjötra
marsjallkerfisins og undansláttarins við amerísku yfirgangs-
etefnuna má á óyggjandi hátt rekja allar árásirnar á lífskjör
íslenzkrar alþýðu og það öngþveitisástand allt sem ríkjandi er í
efnahagsmálum landsins.
Þannig er „Alþýðuflokkur“ Stefáns Jóhanns & Co. algjörlega
Eamábyrgur hinum afturhaldsflokkimum tveim um hvernig
komið er. Hann hefur lagt iþeim til öruggustu trygginguna fyrir
.því að ránsherferðin á hendur alþýðu mætti takast, með þvi
að lama baráttu verkalýðsfélaganna og gera Alþýðusamband
Islands óvirkt sem baráttutæki verkalýðsstéttarinnar.
Sá þungi dómur sem íslenzkur almenningur kveður nú hvar-
. vetna upp yfir öngþveiti atvinnuleysis og dýrtíðar, yfir
skatta- og tollaáþjáninni, yfir vaxandi fátækt og skorti á þús-
ijndum alþýðuheimila er um leið áfellisdómur yfir sameiginlegri
pólitík þríflokkanna allra, Alþýðuflókksins, Framsóknar og
$jálfstæðisflokksins.
Gegn flokksklikum allra afturhaldsflokkanna þarf sú sókn að
beinast sem þjóðin verður að hefja til þess að binda endi á nú-
verandi ástand í atvinnumálum og skapa skilyrði fyrir nýrri og
gjörbreyttri stjómarstefnu, þar sem hagsmunir hinnar vinnandi
þjóðar sitja í fyrirrúmi.
En það eru ekki einungis brýnustu hagsmunir íslenzkrar
verkalýðsstéttar sem nú eru í húfi. Öngþveitið og uppgjöfin
sem stjórnarstefnan einkennizt af, er mál sem varðar yfir-
gnæfandi meirihluta allrar þjóðarinnar. Starf og stefna nú-
verandi ríkisstjórnar ógnar afkomu og hag allra landsmanna,
að undanskilinni fámennri en voldugri auðklíku sem skipar
rikisstjórninni fyrir verkum og rakar saman auð og eignum á
athöfnum* hennar.
Vald þessarar auðklíku og ríkisstjómar hennar verður ekki
brotið á bak aftur nema með einbeittri sókn íslenzkrar alþýðu
og bandamanna hennar. Undirbúning þessarar sóknar fólksins
þarf nú að hefja í öllum hagsmunasamtökum þess með sem
nánustu samstarfi verkalýðsins og þeirrar fjölmennu milli-
stéttar sem ránstarfsemi auðklíkunnar og ríkisstjórnarinnar er
að svifta öllú sem henni hefur áskotnazt á undanfömum árum.
Þjóðarhagsmunir krefjast þess að ríkisstjóm Framsóknar og
$jálfstæðisflokksins víki. Það mikla verkefni bíður því þjóðar-
innar hæst þegar 'kosið verður til Aliþingis að svifta þessa
flokka áhrifum og tiltrú og leggja þar með grundvöllinn gð
Uýrri og gjörbreyttri stjórnarstefnu.
Flugfélag: Islands:
1 dag verður flogið til Akureyr-
ar, Vestmannaeyja, Kirkjubæjar-
klausturs, Fagurhólsmýrar, Horna-
fjarðar, .Vatneyrar og Isafjarðar.
Skemmtiferð Kvennadelldar
Slysavarnarfél. ~ verður farin n.k.
föstudag 11. júlí, kl. 6.30 f.h..
Tvær góðar myndir Farið verður um Borgarfjörð. Ali-
ar nánari upplýsingar varðandi
er SVO STING ég upp á því ferðalagið verða gefnar á skrifst.
að Sinfóníuhljómsveitin okkar féiagsins, sími 4897.
verði látin leika þjóðsönginn
á plötur og þær leiknar í
stað þeirrar dönsku, sem hef-
Tillaga um útvarpseíni
SÆLL, Bæjarpóstur. Það
Sósi enn einu sinni. — Fyrir
nokkru síðan datt mér ofurlít-
ið í hug, sem ég vildi biðja
þig að birta (ef einhverjum af
forráðamönnum Ríkisútvarps-
ins skyldi óvart verða litið
í dálka þíná). — Hugmyndin
er þessi: Útvarpið hefji ca
20 mínútna þætti er nefnist UM ÞESSAR mundir gefst völ
Unglingaþættir, Leiðbeininga- á tveimur góðum kvikmynd-
Happdrætti Háskóla Islands..
Dregið verður í 7. flokki á
, , ,, , , .. . fimmtudag. Vinningar eru 750,
ur nu um tuttugu ara skeið auUavinningar 2, samtais 3392000
leikið hann. — Sósi.
kr. I dag er næstsíðasti endur-
nýjunardagur.
þættir eða eitthvað þesshátt-
ar. Tilgangur þáttanna sé að
leiðbeina unglingum, með
hjálp fagmanna, við val á
bókum, bókmenntalegs og fag-
um. Nýja Bíó sýnir frönsku
myndina Drottinn þarfnast
þjóna. Hennar hefur áður ver-
ið að góðu getið hér í blaðinu
og er því óþarfi að fjölyrða
8.00—9.00 Morg-
unútvarp — 10.10
Veðurfregnir. 12.10
— 1315 Hádegis-
útvarp. 15.30 Mið-
degisútvarp —•
16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veður-
,, , ,.„ fregnir. 1930 Tónleikar: Óperettu-
legs eðlis, t. d. um malara- um hana, en myndm er goð. lög(piötur) 1945 Auglýsingar 2o.oo
list, höggmyndalist hannyrð- Norðmenn koma mjög á ó- Fréttir. 20.30 Erindi: Edvouard
ir, iðnir, tómstundaföndur, og vart með nýrri mynd í Herriat forseti franska þingsins
yfirleitt það sem unglingar Stjörnubíói. Fjallar hún um (Baldur Bjarnasen mageister).
hefðu áhuga á að kynna sér. mann á flótta, en margir 20.55 Undir ijúfum lögum: Lulu
Fagmenn þeir sem valdir eru hafa spreytt sig á því efni og Ziegier syngur alþjóðieg dægur-
í hvert skipti læsu þá kafia misjafnlega famazf. — Mynd Cari Biilich leikur undir.
úr góðri skáldsögu, eða bentu þessi hefur þann hraða í at- 21-*5 íþrottaþáttur - (Sigurður sig-
á góðar bækur um ýms efni, burðarás sem kvikmyndinni er uson.' ' . on 61 ar p° u,r'.'
gæfu upplysmgar um það eiginlegt. Serstaklega hefur Carl Nielsen (Hijómsveit danska
hvar hægt væri að fá slíkar þeim farið fram í tækni (foto- utVarpsins leikur; Erik Tuxen
bækur, nefndu útgefendur, grafíu). Er sennilegt að með stjórnar. 22.00 Fréttir og veður-
þessari mynd þröngvi Norð- fregnir. Frá iðnsýningunni (Björn
menn sér inn á bekk fremstu Haiidórsson framikvæmdastjóri).
höfunda, verð osfrv. Hvað
viðvíkur tónlist, mætti leika
kafla úr þeim tónverkum sem
bent er á, segja frá höfundi
þeirra, tónlistargildi, og ef
um fáanlegar grammofónplöt-
ur af þeim er að ræða, þá
benda á þær. Hvað finnst
þér um þetta? Um gildi
slíkra þátta finnst mér ekki
verða deilt, og varla trúi ég
því að þeir reynist Ríkisút-
varpinu ofviða fjárhagslega.
kvikmyndaþjóða.
22.20 Kammertónleikar (plötur):
Duo í A-dúr fyrir fiðlu og píanó
op. 162 eftir Schuhert (Kreisler
og Rachmaninoff leika). 22.45
Dagskráriok.
Læknavarðstofan Austurbæjar-
skólanum. KvÖIdvörður og nætur-
vörður. — Sími 5030.
Næturvarzla er í Laugavegsapó-
teki. — Sími 1618.
Rafmagnstakmörkunin
Þriðjudagur 8. júlí (Selju- . Nágrenni Rvíkur, umhverfi Ell-
ÞAÐ ER að minnsta kosti víst, mannamessa). 190. dagur ársins. iðaánna vestur að markalínu frá
að meiri rækt þarf að sýna — Tungl næst jörðu; í hásuðri Flu&skalavegri vxð Viðeyjarsund,
unglingum af hálfu Ríkisút- kk 109. - Árdegisnóð ki. 6.00. vestur að Hhðarfætx og þaðan U1
varpsins, því margir þeirra s>ðdegisfioð ki. 18.25.
mundu eflaust taka fegins-
fjara kl. 12.12.
sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi.
Laugarnes, meðfram Kleppsvegi,
Mosfellssveit og Kjalarnes, Árnes-
hendi örfun af þessu tagi, EIMSKip. og Rangárvailasýslur.
og notfæra sér leiðbeining- Bruarf0M fór fra Rvik 47 til
ar. Ég hefi sjálfur enga ofsa- n. Y. Boulogne og Grimsby. Detti Landsbókasafnlð er opið kl. 10—
trú á fróðleiksfýsn unglinga, foss fór frá Vestmannaeyjum 30.6 12> 1—7 °g 8—10 alla virka daga
en 'hvernig væri nú að ein af til Baltimore og New York. Goða- nema laugardaga kl.10—12 ofe 1—7,
áhrifaríkustu menningarstofn- foss er í Khöfn. Gullfoss fór í’jóðskjalasafnið er opið kl. 10 12
unum ríkisins reyndi sitt til ** Rvík 5.7 til Leith og Khafnar. 0&2-7 alla virka daga nema laug-
að minnka ofurlítið bann eirð- Lagarfoss fór fra Hamborg 4.7 ardaga yfir sumarmanuðma kl.
I lil Norðfjarðar. Reykjafoss kom 10-!2. - Þjóðmlnjasafnið er lok-
arlausa hop unglinga sen tu Gautaborgar 6 7 írá Alaborg. að um óákveðinn tíma. — Lista-
rapar um gotur borgarmnar Selfogs fór frá NorgfirSi i 7 til safn Einars Jónssonar er opið kl.
á kvöldin, hangir inni á daun- Bremen og Rottedam. Tröllafoss !<20—3,30 á sunnudögum. — Bæj-
illum krám, sötrar ropdrykki for fra New York 2.7 til Rvíkur. arbókasafnið er opið kl. 10—10
og hristinga, í kæfandi tó- alla virka daga nema laugardaga
baksstybbu. Þessir ungiing- Sklpadelld S.I.S. kl- 1—4. Náttúrugripasafnlð er
ar eru það sem koma skal, Hvassafell er á leiðinni til Is- opið kk 10—-10 á sunnudögum kl.
og einhvem veginn finnst mér Iands frá Flekkefjord. Arnarfell 2.15-4 og fimmtudaga kl. 1.30 til
að tómstundaeýðsla eins og er 1 stettin- Jökulfell átti að fara 230_ Þjoðmlnjasafmð er opxð
sú sem hér er lýst muni ekki frá Rvik 1 8«rkveldi áleiðis til Þrxðjudaga og fxmmtudaga kl.
. New York. 1—3 og sunnudaga kl. 1—4.
vera heppilegasta Ieiðm til
að gera þá að sæmilegum
borgurum. En þeir eru raun-
verulega í stökustu vandræð-
um með sjálfa sig, og þao
„Áframlialdandi vinátta mun stuðla
að aukinni kjnningu þjóðanna og
gagnkvæmum skilningi44
Avazp Alexandr Klimov, varaforseia samvinnusambands Sovétríkjanna, flutt
á hátiðarfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Tjarnarbíó
Á hátíðarfundi SÍS I
Tjarnarbíói s.I. föstudag
fluttu allmargir innlendir og
erleodir gestir kveðjur og
árnaðaróskir I tilefni 50 ára
starfsafmælis Sambandsins.
Hér fer á eftir ávarp Alex-
andr Klimov, varaforseta
samvinnusambands Sovét-
ríkjanna.
Herra forseti, góðir áheyr-
endur!
I fyrstu .vil ég leyfa mér að
flytja fram þakkir til Sam-
bands ísl. samvinnufélaga og
allra islenzkra samvinnumanna
frá rússneska samvinnusam-
bandinu og þeim 32,5 millj.
manna, sem það telur innan
vébanda sinna, fyrir hið vin-
samlega boð yðar um að sitja
þing yðar, kynnast landi yðar
og þjóð og samvinnuhreyfing-
unni, og ég færi yður alúðar-
kveðjur og beztu óskir frá
rússneskum samvinnumönnum.
Mér er ljúft að skýra yður
frá daglegu starfi þeirra og
stuðla þannig að gagnkvæmri
vináttu og skilningi þessara
tveggja friðelskandi þjóða. Fuli
trúar samvinnumanna í Sovét-
ríkjunum hafa hlotið hlýjar
móttökur í hinu kalda landi
yðar.
Samvinnumenn í Sovétríkj-
unum vita, að samvinnuhreyf-
ingin á íslandi. hefur náð mikl-
nm þroska, þrátt fyrir mikia
erfiðleika.
Meira en 65% allrar þjóðar-
innar nýtur góðs af samvinnu-
starfsemi í einhverri mynd.
Þessi staðreynd veitir okkur
réitt til að -hylla yður „alþýðu
manna“ í þessu litla en gest-
risna landi, þessa hraustu
menn, sem hafa þjálfað hug og
hönd í baráttu við úfinn sæ og
í stöðugri sjálfstæðisbaráttu.
I hjarta höfuðborgar yðar
gátum vér ekki gengið ósnortn-
ir fram hjá minnismerki Jóns
Sigurðssonar, baráttumannsins,
sem barðist fyrir frelsi og
siálfstæði þjóðar sinnar á 19.
öldinni. Við höfum veitt því
athygli, að styttan er nafn-
laus — þar sem sérhvert
mannsbarn hlýtur að þekkja
nafn sjálfstæðishetjunnar.
Við Sovétþjóðimar skiljum
þetta vel, því að fyrsta skylda
hverrar þjóðar er að berjast
fyrir fullveldi sínu.
Við erum hingað komnir til
að styrkja vináttuböndin við
land yðar og þjóð, sem hefur
átt sér þjóðlega menningu og
höfunda, sem hafa gert ís-
lenzkar bókmenntir víðfrægar.
Við erum hingað komnir til
að treysta vináttuböndin við
íslenzka samvinnumenn og ís-
lenzka samvinnu.
Áframhaldandi vinátta mun
stuðla að aukinni kynningu
þjóðanna og gagnkvæmum
skilnjngi — ekki aðeins milli
samvinnuhreyfinga beggja
þjóða, heldur og þjóðanna
sjálfra.
Við erum sannfærðir um, að
hvorki jámtjald né tortryggni
getur staðið í milli friðelskandi
þjóða. Með aukinni kynningu
þjóðanna hverfa landamörk,
sem oftast eru tilbúin í því
skyni að ala á úlfúð og tor-
tryggni meðal alþýðunnar.
Við erum hingað komnir sem
samvinnumenn, og þess vegna
verðum við fyrst af öllu að
tala um frið, því að „sam-
vinna“ og „stríð“ eru ósam-
ræmanleg hugtök.
Mörgum ósannindum er
dreift um föðurland okkar.
Óvinir friðarins vilja hylja
yfirgangsstefnu sína ;— þeir
vilja, eins og segir í orðskviði
vorum, „kasta sökinni á ann-
an“.
Sovétþjóðimar vilja ekki
stríð. Ekki vegna þess, að þær
séu veikar, heldur vegna hins,
að styrjaldir eru andstæðar
mannúðarhugmyndum þeim,
sem íagðar voru til grundvall-
ar við stofnun hins nýja sósíal-
istíska þjóðfélags okkar.
Það er stutt síðan Sovétþjóð-
irnar háðu baráttu fyrir frelsi
og sjálfstæði. Þær hafa staðið
af sér mikla erfiðleika og tjón.
Sovétríkin hafa unnið sigur, en
milljónir af beztu sonum iþeirra
hafa fallið í valinn í broddi
lífsins. Sovétþjóðirnar vita
hvað styrjöld er, og þess
vegna berjast þær gegn því
böli af alefli. Við biðum mikið
efnahagslegt tjón vegna styrj-
aldarinnar, þar með talin sam-
vinnufélögin.
1 þeim héruðum, sem her-
numin vom um stundarsakir,
voru verzlanir neytendafélag-
anna eyðilagðar, og ránshendi
farið um eigur þeirra. Af þess-
um sökum neyddust 54% allra
neytendafélaga og 47% héraðs-
samvinnufélaga til að hætta
allri starfsemi. Mestur varð
skaði samvinnufélaganna í
Úkraínu og Hvíta-Rússlandi
Að unnum sigri í styrjöld-
inni hurfu Sovétþjóðimar enn
á ný til friðsamlegra starfa.
Á skemmri tíma en dæmi
voru til, 5 árum, vom sár
okkar grædd, og allt það, sem
styrjöldin lagði í rústir, endur-
byggt.
'Iðnaðar- og landbúnaðarfram-
leiðsla er nú miklu meiri en
á árunum fyrir stríð.
Iðnaður Sovétríkjanna hafði
tvöfaldazt á árinu sem leið, ef
miðað er við árið 1940.
Miklar framkvæmdir eru
hafnar við Volgu, Don og
Dniepr, og verið er að grafa
hinn stórkostlega Turkmenian-
skurð við Amu-Darja. Nýtt
orkuver, með 22 billj. kw. st.
orku er nú verið að byggja.
Til að berjast við þurrka 'er
unnið ötullega að skóggræðslu
og eitt mikilvægasta áform
okkar er hið mikla áveitukerfi
fyrir Kara-Cum eyðimörkina og
ALEXANDR KLIMOV
steppurnar á Úkraínu og Krím.
Landsvæði það, sem áveitan
nær til, er 28 millj. hektarar
að flatarmáli, en iþað er stærra
en flatarmál Englands, Belgíu,
Holiands, Svisslands og Dan-
mérkur samanlagt.
Einu fyrsta áformi kommún-
ismans, skipaskurði milli Volgu
og Don, hefur nú verið hrundið
í framkvæmd, og nú er Moskva
hafnarborg fimm hafna, Hvíta-
hafs, Kaspíahafs, Eystrasalts,
Asov-hafs og Svarta-hafs.
Slíkt stórvirki krefst geysilegr-
ar fjárfestingar og millj. verka
manna. Getur land, sem er að
búa sig undir stríð, varið svo
miklum fjármunum til upp-
byggingarstarfs ? Vissulega
ekki.
Hvers vegna hrinduzn við
slíkum stórvirkjum í fram-
kvæmd ? Til þess að skapa
gnægð framleiðsluvara og
efnislegra verðmæta fyrir þjóð
félag okkar og til þess að
gera líf mannsins hamingju-
ríkt.
Á þessu ári gekk í gildi
fimmta . verðlækkunin á mat-
vælum og iðnaðarvörum. Kaup
máttur launa verkamanna og
starfsmanna okkar fer óðum
vaxandi, svo og tekjur sam-
yrkjubúa og samyrkjubænda.
Bætt lífsskilyrði Sovétþjóðanna
eru menningu og listum mikil
lyftistöng.
Starfsemi neytendafélaga í
Sovétríkjunum eykst, um léið
og efnahagsástand þjóðarinnar
batnar.
Neytendasamtökin eru nú
stærstu efnahags- og þjóðfé-
lagslegu samtökin innan Sovét-
ríkjanna. Þau sameina 32 millj.
félagsmanna í 26 þús. sam-
vinnufélögum, sem mynda 3.680
héraðssambönd og 194 stærri
samtök.
Vöxtur og viðgangur sam-
vinnufélaganna í Sovétrikjun-
um byggist á sjálfstæðu starfi
meðlimanna og grundvallarregl
um lýðræðis í nánu samræmi
við almennar reglur samvinnu-
hreyfingarinnar. Allir þeir að-
ilar, sem annast stjórn og eftir
lit í samvinnufélögunum eru
kosnir á lýðræðislegan hátt,
og þeir eru ábyrgir gagnvart
meðlimunum.
Verzlun er aðalþátturinn í
starfsemi neytendasamtakanna
í Sovétríkjunum. Þau eiga
150.000 verzlunarfyrirtæki.
Árið 1950 var smásöluvelta
neytendasamtakanna stórum
meiri en árið 1940. Vísitala
smásöluumsetningar var 137
árið 1950 miðað við 100 árið
1940. Samanborið við 1950
hefur umsetningin nú aukizt
um 16%.
Á stríðsárunum ráku neyt-
endasamtökjn umfangsmikla
verzlunarstarfsemi — ékki að-
eins á sviði matvæla, vefnaðar-
vöru og skófatnaðar og fatn-
aðar, heldur einnig með aðrar
vörutegundir , svo sem vöru-
bíla, fólksbíla, bifhjól,,skilvind-
ur, kol, benzín, byggingarefni,
sement, útvarpstæki o. s. frv.
Framhald á 7. síðu.
Leikflokkur Gunnars Hansen sýnir...............
MORÐtNGJAR" ★ EFTIR GUÐMUND KAMBAN
Á NORÐUR- OG AUSTURLANDI
1 síðustu viku áttu Akureyr-
ingar þess kost að njóta listar,
sem skarar langt framúr því,
sem þeim er boðið uppá að
jafnaði í þeim efnum. Leik-
flokkur Gunnars R. Hansens
frá Reykjavík var hér á ferð
og sýndi leikritið „Vér morð-
ingjar“ eftir Guðmund Kamb-
an. Tilgangur leikflokksins er
að hafa sýningar víðsvegar um
verður, því miður, að setja 146 dagur
Urti-nl- í rmwiRnn^ mA l'Ví-1
beint í samband við þá
hryggilegu staðreynd að það
opinbera virðist ekki bera
næga umhyggju fyrir þeim
sem arftökum landsins. Hér
eins og áður rekst maður á
virðingarleysi fyrir því mann-
lega, í hvaða formi sem það
birtist.
★
ÞAÐ VAR nú ekki meiningin
að varpa allri ábyrgðinni á
hinar breiðu herðar Ríkisút-
varpsins, né heldur að ætia
því lausn þessa alþekkta
vandamáls, en það stendur ó-
umdeilanlega í valdi þeirrar
stofnunar að leggja fram
sinn skerf til hjálpar, og ég
er sannfærður um að út-
varpsþættir eins og lýst hef-
ur verið mundu vekja áhuga
margra unglinga, og þá er
strax mikið unnið.: Slíka til •
raun finnst mér beri að gera.
Hvernig heldurðu að þetta mundi enda
hér á jöi-ðunni, ef sérhver vinnugjafi færi
að skipta tekjum sínum með verkafólki
sínu? Hvíiíkri byltingu ylli það ekki —
enginn ríkur, enginn fátækur, enginn
hermaður, þnginn emír. Heldur þú . að
Altah murxdi sætta sig við slíkt?
Hocisja Nasreddín sparn fæti við hverfi-
skiiunni og setti hana aftur af stað. Þetta
verður stórfín krukka, sagði hann, hljóm-
ska r eins og höfuð emírsins. —. Varaðu
þig, Hodsja Nasreddín, að þú verðir ekki
gerður - höfðinu styttri fyrif' þvilik. xor,ð,.
Fuss, sagði Hodsja Nasreddín, það yrði
enjum leikur að gera Hodsja Nasreddín
höfði styttri. — Og hann fór að syngja
nxðkvæði um emírinn og soldáninn og
sjeiinn í Persíu og kanann í. Kxvu sem
aiia- fýsti að drepa haxan.
*■ ... ••,5 • ■ ' ■; ■ ■ ■ ■ *-- ,» -V.(-
En ég er sonur fólksins og ljúflingur þess,
söng Hodsja Nasreddin, og örlögin eru mér
hliðholl, ég skopast að soldáninum, emim-
um og kananum, þvi ég er minn eigin
herra, ég vil lifa, ég vil syngja, — ég
ætla mér alls ekki að deyja.
Norður- og Austurland á næstu
vikum og væri það illa farið
ef almenningur í þeim lands-
hlutum kynni ekki að meta þá
viðleitni, s«n þar kemur fram,
að gera leiklistina, sem oft er
nefnd list allra lista, að veru-
leika Oeiriam en þeim, sem í
höfuðstaðnum búa.
Leikrit það, sem okkur er
boðið uppá er heldur ekki af
lakari endanum, og ber það
þess Ijósan vott, að þessir
góðu gestir eru bjartsýnir á
leiklistarsmekk fólksins út uni
landsbyggðina og er vonanii
að sú bjartsými eigi eftir að
eflast heldur en hitt.
„Vér morðtngjar“ fjallar um
efni, sem oft hefur verið tekið
til meðferðar af leikrita- og
skáldsagnahöfundum, og ærið
oft méð misjöfnum árangri. Hér
er því raunar ekki um nýtt eða
óvenjulegt efni að ræða, en
Kamban var mikill listamaður
í sinni grein og því hefur hon-
um tekizt að skapa listaverk
úr þessu annars hversdagslega
efni, listaverk, sem er gætt
frumleik og skáldlegu innsæi
og seint mun fymast yfir.
Það er ..hjónabandsþr.'hyrn-
ingurinn“ svonefndi, sem leik-
ritið fjallar um. En einsog
leikstjórinn, Gunnar R. Han-
sen, segir um leikritið í leik-
skrá: .Jíýjung og sérkenni
leiksins felst í því, að hann
fjallar'. ekki ,sem fyrri sjón-
lejkir, fyrst. og fremst .utn af-
brýðisemi, hann er drama .um
tryggð og brigð".
1 leikslok erum vér raunar
engu nær ijm lausn þeirrar
gátu, sem leikritið fjallar um
á svo óvenjulegan og frum-
legan hátt. En vér fáum að
skyggnast nokkuð undir hönd
höfundarins eftir orsökunum
að þeim harmleik, sem hann
bregður þarna upp. Orsakimar
eru margvíslegar en eiga þó
flestar rætur sínar í spilltu
og úrkynjuðu þjóðfélagi. Og
uppúr þessum görótta jarðvegi
er Norma Intýre sprottin. Hún.
er ekki verri eða spilltari en
efni standa til þegar á allt er
litið, hún er aðeins barn' síns
tíma og þess umhverfis, sem
hún lifir og hrærist í. Gallar
hennar eru óneitanlega marg-
ir en henni engan veginn að
öllu leyti sjálfráSir. og þar af
leiðandi er ekki liægt að hata
hana eða fyrirlíta þrátt fyrir
takmarkalausa eigingirni og
blekkingaleik.
Tvö höfuðhlutverk leiksins,
Érnest Mc Intyre uppfinninga-
maður og Norma kona hans
eru leikin af Gísla Halldórssyni
og Ernu Sigurleifsdóttur. Leik-
ur þeirra í þessum hlutverkum
er enn ein staðfesting á því,
að þau eru í fremstu röð
þeirra *leikara íslenzkra, sem
stærst fyrirheit gefa, og enda
þótt þau eigi ekki langan leik-
feril að baki, hafa þáu slegið
því föstu, að þeim er triiandi
Framhaid á 7. síðu.