Þjóðviljinn - 13.08.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.08.1952, Blaðsíða 1
FurSulegar starfsaSfer&ír: Fjárhagsráð leggur afgreiðslubann á efni til smáíbuðanna í Sogamýri Ætlar að stöðva allar byggingarnar af því að örfá hú eru með hærra risi en reglur þess ákveða Bandarískt félag vill kaupa oiíu af Iran Hussein Makki fer í söluferð Mc'jsadegh, forsætisráð’herra írans, ræddi, í gær við’ forseta og aðalframkvæmdastjóra ítalsks olíufélags, sem komnir eru til Teheran til aö semja um kaup á íranskri olíu. Það' er þetta félag ssm á farminn i Rose Mary, olíu- skipinu, sem brezk hei'skip tóku snemma í sumar og enn situr fast í Aden. Fjárhagsráð hefur stöðvað efnisafgreiðslu til smáíbúöa- bygginganna sem yfir Istanda í hverfinu í Sogamýii sem Reykjavíkurbær hefur látið skipuleggja í þessu skyni. Er hér um ósvífna hefndarráðstöfun af hálfu þessarar eftir- litsstofnunar ríkisstjórnarinnar með íbúðabyggingum að ræða, sem framkvæmd ^i'viaf fullkomnu tillitsleysj gagn- vart þeim fjöída efnalítilíá; en dugmikilla einstaklinga sem ráðizt hafa í-.að koma-^r u,pp þaki, að mestu með íramlagi eigín frístundavinnu og í flestum tilfeUum án þess aö fá nokkurstaðar fjárhagsaðstoð tU byggtinganna, en það er ein afleiðing hins skipulagða lánsfjárbanns ríkisstjórnar og bankastofnana. Þetta atferli fjárhagsráðs hlýtur að vekja almenna undrun afls almennings og þá kiöfu veröur að gera til stjórnarvaldanna að þau komi vitiinu fyrir þessa ,hafta- stofnun sína og fyrirskipi henni að aflétta án tafar því banni sem hún hefm- lagt á efnisafgreiðslu tU smáíbúða- byggingamia. Það eru sem kunnugt er um 500 lóðir sem úthiutað hefur verið í þessu liverfi til bygg- inga. >Er allur fjö’dinn kom.inn eitthvað af stað með byggingar húsannar eða í þann veginn að hefjast handa. Kemur því þetta nýja og ósvífna bann fjárhags- ráðs eins og reiðarslag yfir það fólk sem þarna á hlut að máli og sem átti sannarlega við næga erfiðleika að giima fyrir. Leggja allir, sem eðlilegt er. höfuðáherzlu á að nota sumar- blíðuna til að koma bygging- um af stað og gera húsin fok- held. svo unnt sé að vinna að innréttingu þeirra í vetur. Nokkur með liærra ris cn fjárhagsráð leyfði Fjárhagsráð mun færa þau ,,rök“ fyrir atferli sínu að byggingarnefnd bæjarins og byggingarfulltrúi hafi sam- þykkt byggingar nokkurra húsa þar sem gert er ráð fyrir hærra risi en leyft er sam- kvæmt reglum fjárhagsráðs um byggingar smáíbúða. En sam- kvæmt samkomulagi sem gert, var milli bæjarins og fjárliags- ráðs á sínum tíma tók bærinn að sér að annast eftirlit með því að settum reglum yrði fylgt Hernaðarástand á N.-Borneó og hefur hann haft eftirlitið með byggingunum á hendi. Hér er þó um smámuni eina að ræða. Hafa örfáir leyfis- hafar fengið samþykktar teikn- ingar með örlítið hærra risi en ráð er fyrir' gert, í þeim til- gangi að geta gert þau hæf til innréttingar tveggja smáher- bergja, t. d. fyrir börn. Myndi risið þannig nýtast til íbúðar en ekki fara til ónýtis, en það virðist vera höfuðmarkmið fjár- hagsráðs í þessu sambandi. Á að brjóta íiiður byggingarnar ? 1 sumum þeim tilfellum sem fjárhagsráð telur brot á regl- um sínum um gerð húsanna er bygging þeirra komin það Framhald á 7. síðu. Afmæli Eioars Olgeirssonar ^Afmælishófiö' verður aö' Hlégarði í Mosfellssveit og hefst kl. 8.30 annaö' kvöld -jfl'Aðgöngumiðar verða af- hentir eftir hádegi 1 dag og á morgun í skrifstofu Sós- íalistafélags Reykjavíkur, Þórsgötu 1. ^■Þátttakendum veröur séö fyrir hagkvæmum ferö- tim fram og aftur. T^Allir þeir, sem unniö hafa aö áskrifendasöfnun aö Rétti eru beönir aö gera skil í dag, og í isíö’asta lagi fyrir hádegi á morgun. Ræða verkíall 1 gær hófst aðalfundur sam- bands verkamanna í vélaiðnaði og skipasmíðum í Bretlandi. Til umræðu verða kaupkröfur verkamanna sem atvinnurek- endur hafa hafnað og hvaða leiðir skuli farið til að knýja þær fram. Stjórn sambandsins, sem í eru 3 milljónir verka- manna, leggur til að enn einu sinni verði reynt að komast að samningum við atyinnurekend- ur, en eins og skýrt var frá i biaðinu í gær, hafa verka- menn hafnað því að leggja kröfurnar .fyrir gerðardóm. sSiff- um tveggja í atlantsrikjimum Samþykktirnar frá Lissabon hafðar að engu Tólf foringjar úr herjum Atlantsríkjanna sex, sem standa aö hinum svonefnda Evrópuher, gáfu í gær út tilkynningu um fundi sína í París tvo undanfarna daga. Segir þar, aö þeir hafi ekki komizt aö neinu samkomulagi um lengd herskyldutímans í þessum sex löndum, en fund- urinn var boöaöur til aö ræöa þaö mál. Bretar hafa lýst yfir hern- aðarástandi í Sarawaklandi á Norður-Borneó, en þar hefur síðustu daga komið til átaka milli brezkra hermanna og skæruliða. Liðsauki er nú á leið til Borneó. Þessi frét.t er sérstak- lega. athyglisverð fyrir þá sök, að það er einmitt í Sarawak- landi að Bretar hafa fengið málaiið til baráttu sinnar gegn þjóðfrelsishernum á Malakka- skaga: liina svonefndu „höfuð- veiðara". Það var ákveðið á fundi atlantsráðsins í Lissabon í vor, að herskyldutíminn í öllum löndunum skyldi vera sá sami og það jafnframt tekið fram, Hesskylda lengd í ísrael Stjórn ísraels hefur ákveðið að lengja herskyldu karlmanna úr 2 árum í 2 i/a og kvenna úr li/2 í 2. Talsmaður stjórnar- innar sagði þetta nauðsynlegt vegna mannfæöar ísraels miðað við nágrannaríkin. að nauðsyn bæri til að hann yrði 2 ár. Aðeins England og Belgía hafa enn lengt herskyldu tímann uppí tvö ár, og einsog lesendum blaðsins er kunnugt, hefur öflug mótmælahreyfing gegn lengingu herskyldutímans komið upp í Belgíu og allar lík- ur til þess, að fyrr eða síðar verði hann styttur aftur þar. . Fulltrúi frönsku stjórnarinn- ar sagði í gær, að Frakkland gæti ekki risið undir þéim kostn aði sem lenging herskyldunnar úr 18 mánuðum uppí 24 mundi hafa í för með sér. Þeir sögðu í gær, að olíu- fólagið hefði nú ráð á olíuskipa- flota, sem flutt gæti 186 þús. lesta af olíu og væru þeir reiðu- búnir til til að kaupa alla þá olíu, sem farkosturinn leyfði. HUSSEIN MAKKI Félagið mundi geta látið ír- ansstjóm í té alia tæknilega aðstoð við framleiðslu og flutn- ing olíunnar. Eign bandaríslcra auðhringa Þetta oliufélag, sem 'að nafn- inu til er ítalskt, er í eigu bandarskra auðhringa og er stofnað í þeim tilgangi aö nota sér þrengingar Breta í löndum Araba til að leggja undir sig olíuframleiðslu þeirra þar. Hussein Makki í söluíerð Hussein Makki, hægri hönd Mossadeghs og forstöðumaður hins þjóðnýtta olíufélags írans. kom til Ágsborgar í Vestur- Þýzkalandi í gær til viðræðna an heldur hann til Bandaríkj- anna. Sendiráð Bandaríkjanna í Teheran bar til baka þann orðróm sem komið hefur upp um að sendiherra Bandaríkj- anna þar mundi kallaður heim. Mossadegh lýsti yfir því í gær, að hernaðarástandinu sem ’verið hefur í landinu síðan í marz s. 1. mundi lokið með deginum í dag. íranskeisari sclur jarðir Frumvarp hefur verið borio fram í neðri deild íranska þingsins um að minnka hluta jarðeigenda af uppskeru leigu- liða um helming. Iranskeisari hefur nú hafið sölu á Jiinum miklu landeignum sínum til bænda. „flgætt samkomu- lag“, segir Naguib Naguib yfirmaður egypzka hersins neitaði í gær, að nökk- urt ósamkomulag væri milli hersins og stjórnar Aly Ma- hers. Hann sagði þennan orðróm byggðan á misskilningi. Hann sagði að í undirbúningi væri löggjöf, sem takmarkaði þá landeign sem hver einstakling- ur mætti eiga, við 200 helctara. Jarðir stórjarðeigenda yrðu teknar eignarnámi og þeim skipt milli bænda. Bændur mundu fá jarðirnar með góð- um kjörum og mundi ríkið veita þeim 30 ára lán til kaupanna. Samvinnufélög yrðu stofnuð í sveitunum til aðstoðar við bænd ur. Snkkir skjóta á Búlgara Griskir hermenn skutu með- vélbvssum í gær á búlgarska landamæraverði sem voru á leið út í eyna Gamma í Mar- itsafljó.ti á landamærunum. við þýzka ltaupsýslumenn, Það- Nýtt ApsheronmáL - nú í Hollandi Banna afhendingu flutningaskipa til Sovétríkjanna Sovétstjórnin hefur samiö viö Hollendinga um smiöi tveggja flutningaskipa og er hvort þeirra 9,000 lestir aö stærö, ganghraöi 14% sjómíla. Gjaldeyristekjur Hollands af smíöi skipanna veröa rúmlega 100 millj. króna. En nú hafa Bandarikin skor- izt í leikinn og bannað Hollend- ingum að uppfylla samninginn á sama hátt og þeir kröfðust, að Danir afhentu ekki olíuskip- ið Apsheron, sem þeir smíðuðu fyrir sotétstjórnina. í fréttastofufregnum segir, að í samningi milli marshallríkj inna sé bannað að smíða skip fyrir Austur-Evrópuríkin með meiri ganghraða en 12 sjómílur. Hollenska stjórnin hefur vísað málinu til „nefndar þeirrar í París, sem samræmir aðgerðir í viðskiptum milli austurs og vesturs“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.