Þjóðviljinn - 04.09.1952, Blaðsíða 5
4.) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 4. sept 1952
Fimmtudagur 4. sept. 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5
JlJÓÐVIUINN
Ot«efandl: Samelnlnsarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlna.
Rltstjórar: Magnús Kjartanaaon, Sigurður Guðmundsson (á.h.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsao*,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
RHatjórn, ofgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustí*
1*. — Sími 7500 (3 línur).
Ánkriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 1A
MAarstaSar á iandinu. — Lausasöluverð 1 kr. eántaktC.
Prentemiðja Þjóðviljans h.t.
■________________—----------------------
Nauðsyn nýrrar forustu
ÞaÖ er auðsætt aö afturhaldshersingunni sem stjórn-
s.Ö hefur Alþýðusambandi íslands síðustu árin er sjálfri
Ijóst að starf hennar og stefna hlýtur þungan dóm hjá
verkalýðnum. Þetta kemur t. d. skýrt fram í annars
mjög ómerkilegri kosningagrein sem Jón Sigurðsson,
framkvæmdastjóri afturhaldsstjórnarinnar í A. S. í.
pkrifar í AB-blaðið í fyrradag.
Eftir að hafa látið gamminn geysa um hina vondu
,kommúnista“ í verkalýðssamtökunum • segir fram-
kvæmdastjórinn frá þeim tíðindum ,,að allir hafa stjóm-
armennimir (þ. e. svartfylkingarherrarnir) unnið að
málum eftir því sem þeir hver um sig, hafa álitið bezt
fyrir samtökin og fólkið sem í þeim er, svo og fyrir þjóð-
ina sem heild. Við þær aðstæður, sem samtökin hafa
haft við að búa má segja að árangur hafi verið góður“.
Þarna fá atvinnurekendasendlar íhaldsins ,sem skipa
núverandi Alþýðusambandsstjórn og hafa það hlutverk
eitt að halda nauðsynlegri kjarabótabaráttu verkalýðs-
ins og alþýðunnar niðri, sína syndakvittun. Afstaða þeirra
byggist á því einu að þeir telja undanhaldið og ræfil-
dóminn í viðskiptum verkalýðssamtakanna við aftur-
haldið og ríkisstjóm þess ,.bezt fyrir samtökin og fólk-
ið sem í þeim er“!
Og svo ráðinn er þessi framkvæmdastjóri svartfylk-
ingarinnar í að halda áfram fyrri iðju og gera sitt til að
tryggja óbreytta afstöðu heildarsamtakanna til þeirra
margþættu vandamála, sem skapazt hafa af dýrtíðar-
stefnu ríkisstjórnar Framsóknar og íhalds og því skipu-
iagða atvinnuleysi sem hún hefur leitt yfir vinnandi
fólk, að niðurstaða hans og leiðbeining til meðlima heild-
arsamtakanna í tilefni af fulltrúakosningunum sem
framundan em er svohljóandi:
„Ég tel að sú reynsla sé fengin af því samstarfi sem
verið hefur um stjórn heildarsamtakanna að sjálfsagt
sé að henni verði áfram haldið, á líkan hátt og verið
hefur“.
En þótt Jón Sigurðsson telji reynsluna góða af hús-
bóndavaldi íhaldsins i sambandsstjórn er verkalýðurinn
nokkuð á öðru máli. Reynslan hans hvar sem hann ann-
ars skipar sér í sveit í stjórnmálabaráttunni, er sú að
núverandi „forusta“ heildarsamtakanna sé sú duglaus-
asta og aumasta sem þar hefur skipað sæti og valda-
tímabil hennar hafi ekki aðeins reynzt verkalýðnum
dýrt í efnahagslegu tilliti heldur einnig leitt slíka niður-
lægingu og smán yfir verkalýðssamtökin að mikið átak
þarf til áð rétta þau við og skapa þeim að nýju þá virð-
ingu er þau nutu að verðleikum meðan sameiningar-
rnenn fóru með stjórn Alþýðusambandsins og mörkuðu
stefnu þess.
Til þess ber nú brýna nauðsyn að verkalýðurinn um
allt land gangi til fulltrúakosninganna á næsta Alþýðu-
sambandsþing meö þá bjargföstu ákvörðun að hrífa
heildarsamtök sín úr höndum skemmdaraflanna. Það er
með öllu óviðunandi fyrir hina fjölmennu og þroskuðu
verkalýðsstétt íslands að þau samtök, sem hún hefur
byggt upp með ærnu erfiði, fómum og fyrirhöfn, séu
lengur en orðið er fótaþurrka þeirrar sótsvörtu aftur-
haldsstjórnar sem nú situr að völdum og verið hefur
verkalýðnum og alþýðunni. þyngri í skauti en flestar
ríkisstjórnir sem setið hafa að völdum í landinu.
Allar vonir verkalýðsstéttarinnar um ný og farsælli
vinnubrcgð af hendi Alþýðusambandsins eru því tengd-
ar því að svo giftusamlega takist í þeim fulltrúakosning-
nm sem brátt hefjast til 23. þingsins að svartfylkingu
ríkisstjórnarflokkanna óg AB-klíkunnar verði greitt það
högg sem dugar til að skapa nýja forustu í Alþýðusam-
bandinu. Um það verður verkalýðurinn að sameinast
hvað sem annars ber í milli í fjarskyldari efnum. Brýn-
nstu lífshagsmunir aiþýðunnar krefjast samfylkingar
hennar og nýrrar og traustrar forustu til þess að leiða
hagsmunabaráttuna sem framundan er til sigurs.
Vatnsskortur í sjúkrahúsi — Kjöthátíð — Kaup-
trygging sjómanna — Eí stórlax heíði búið þar . . .
SJÚKLINGUR skrifar: Ég er
nýkominn heim af sjúkrahúsi
Hvítabandsins. Er drjúgum á-
stæða til að kvarta undan
aðbúnaði þar að einu leyti,
þótt starfsfólk eða forráða-
menn eigi enga sök þar á.
Frá kl. 10 f. h. til kl. 8 e. h.
er oftast ekkert kalt vatn í
húsinu. Það þarf ekki að lýsa
þeim óþægindum fyrir sjúk-
linga og starfsfólk sem þetta
hefur í för með sér. Þorsti
getur valdið heilbrigðum
nægu kvalræði svo ekki sé
lýst líðan sjúkra sem fá ekki
'svaladrýkk er þeir þurfa hans
með. Það er kannske notalegt
að vera þarna í afvötnun, en
sjúklingum er ekki bjóðandi
slíkur aðbúnaður. Þáð getur
ekki verið annað en hið gam-
alkunna íslenzka sleifarlag að
öðru eins og þessu er ekki
kippt í lag samstundis. —
Sjúklingur.
SÍÐAN AMERÍSKIR hundar
fóru í kappát við islendinga
og höfðu betur, er farið að
tala um haustmánuðina sem
mikla hátíð. Það' er hægt að
fá kjöt. Og hvílík hátíð —
þeirra sem hafa ráð á að
kaupa það. Kílóið af súpukjöti
kostar: kr. 29, læri 33.70,
sneiðar 38.40, hryggur 35.20,
kotelettur 36.50, lifur 33.70.
Alþýðufólk fær venju fremur
vatn í munninn þessa „hátíðis-
daga“. Það tekur því ekki
einu sinni að gá í pyngjuna
og það er leitað að því sama
og áður en kjötið kom. Dilka-
kjöt er ekki annað en glugga-
vara á borð við nælon og or-
lon. Hvað á alþýðan að
borða? í fiskbúðunum fæst
ekki ætur biti frekar en við
værum þúsund kílómetra frá
sjó og samgöngur í ólagi.
Hvað á þessi óráðsía að þýða.
Það þýðir ekki að ljúga því
að íslending að ætur fiskur
sé ófáanlegur. Hitt er líklegra
að það þurfi að henda í okk-
ur hálfu sem heilt væri, ó-
nýtri vöru sem ella yrði ekki
komið í peninga og elsku
hjartans peningarnir njóta
sumstaðar meiri virðingar en
fólk.
ÞAÐ HEFUR verið komið á
stofn aflatryggingasjóð að
upphæð 6 milljónir króna til
handa útgerðinni vegna afla-
brests á síldveiðum. Sjómenn
eiga að fá greidda kaup-
tryggingu sína af fé þessu.
Er það nú tryggt að sjómenn
fái sinn hlut, og að fé þetta
fari ekki allt í hendur útgerð-
armanna til þess að ráðstaða
því og jafnvel bruðla með
það að geðþótta? Eitt er víst
að rísi ágreiningur með sjó-
mönnum og útgerðarmönnum
útaf upphæð kauptryggingar
hefur útgerðarmaðurinn loka-
orðið og gefur einn skýrslu
en ekki sjómaðurinn. Sjómenn
irnir hafa farið verst út úr
þessari síldarvertíð . Þeir
verða að eiga skilyrðislausa
tryggingu fyrir því að fá það
litla sem þ&im fcer.
Y • ★
„B. SKRIFAR: Nú verður Iðn-
sýningin 1952 loksins opnuð á
laugardaginn, og það er bú-
inn að vera mikill undirbún-
ingur. Eitt síðasta verkið
þeirra er að afgirða stórt
svæði vestan Iðnskólans, þar
sem sýna á úti ýmsa stóra
hluti sem illa rúmast inni.
Girðingin er smíðuð úr asbest-
plötum að ég held, er á 3ja
metra á hæð, og þar er hvergi
glufa á. Nokkrir braggar
þama í nágrenninu munu
hafa verið rifnir burtu, til að
koma útisýningunni fyrir.
Enn standa þó tveir íbúðar-
braggar skammt frá skólan-
um, og tekur téð girðing sveig
fyrir þá, en eðlilegast hefði
verið að hún lægi utan við
þá. En það er ekki meining-
in að hafa þama neina bragga
sýningu, og þeir eru sem sagt
utan við dýrðina. En til að fá
sem mest rúm liggur girðing-
in að öðrum bragganum í eins
metra fjarlægð. Veit annar
endi braggans að girðingunni,
en í þeim enda er íbúð, og
hefur hún ekki aðra glugga
en á stafninum sem veit að
girðingunni. Þannig er útsýni
fólksins í bragganum tak-
markað við einn metra, og
það sem getur að líta er stein-
grá asbestgirðingin. Útsýnin
er sem sagt engin, sólskinið
útilokað, og það verður meira
að segja hálfdimmt í bragg-
anum. Er þetta ekki í and-
stöðu við heilbrigðissamþykkt-
ina ? Segjum nú að einhver
stórlaxinn hefði átt þama hús
og íbúð — hefði þá verið girt
að gluggunum? Nei, hér er
réttur fyrir borð borinn, rétt-
ur lítilmagnans og hins fá-
tæka“.
á Vestfjörðum í gær á norðurleið.
Skaftfellingur fór frá Reykjavík
í gærkvöld til Vestmannaeyja.
Baldur fór frá Rvík í gærkvöld
til Grundarfjarðar, Stykkishólms
og Flateyjar.
Skipadeiid SIS
Hvassafell lestar sild fyrir
Norðurlandi. Arnarfell er í Napoli.
Jökulfell fór frá N.Y. 30. fm., á-
leiðis til Reykjavíkur,
Eimsklp
Brúarfoss fór í gærkvöldi til
Keflavíkur. Dettifoss kom til R-
víkur 1.9. frá Álaborg. Goðafoss
fór frá Keflavík í gærkvöld til
Rvíkur. Gullfoss fór frá Leith 2.9.
til Khafnar. Lagarfoss kom til N.
Y. 26.8. frá Rvík. Reykjafoss kom
til Rvíkur í gær frá Akureyri.
Selfoss fór frá Rvík 29.8. til Vest-
ur og norðurlandsins. Tröllafoss
fór frá Rvík 30.8. til N.Y.
Næturvarzla i Laugavegsapóteki.
Simi 1618.
1 fyrradag skýnlu
blöðin frá opin-
berri málshöfðun
á hendur Olíufé-
laginu og stjórnar-
formanni þess, Vjl-
hjálml Þór forstjóra, út af millj-
ónastuldi af þjóðinui. Og í gær
fluttu blöðin þá frétt að Vilhjálm-
ur hefði verið sæmdur stjörnu
stórriddara af Fálkaorðunni.
það er alltaf munur að vera mað-
ur og míga standandi" sagði kerl-
ingin forðum.
Hjónunum Ágústu
Fimmtudagur 4. september
(Guðbjartur). 238. dagur ársins.
— Hefst 20. vika sumars — Fullt
tungl kl. 2.19 í hásuðri kl. 0.20.
— Árdegisflóð kl. 5.20 — Síðdegis-
fióð kl. 17.40 — Lágfjara kl. 11.32
og 23.52.
Ríklsskip
Hekla er væntanleg til Rvíkur
á morgun frá Glasgow. Esja var
á Isafirði i gærkvöld á norður-
leið. Herðubreið er á Austfjörð-
um á suðurleið. Skjaldbreið er á
Húnaflóa á norðurleið. Þyrill var
Eiði Jóhannessyni,
sjómanni, Meðal-
holti 3, fæddist 15
marka sonur 22.8.
Ungbarnavernd LIKNAR Templ-
arasundi 3, er opin þriðjudaga kl.
3.15—4 og fimmtudaga kl. 1.30—
2.30 — Fyrir kvefuð börn er ein-
imgis opið á föstudögum kl. 3.15-
4 e. h.
Nýlega opinberuðu
trúlofun sina ung-
frú Valgerður Bára
Guðmundsdóttir og
Baldur Hólmgeirs-
son, skrifstofumað-
Óráði fríkirkjusöfnuðurlnn:
Áheit: H.l. 100.00. Gamalt og
nýtt frá A.O. 30.00 og 50.00 frá
H.K. með þakklæti til safnaðar-
ins. — Gjafir: Björn Einarsson
200.00 og frá Bjarnveigu 50.00.
Gjöf í kirkjubyggingarsjóð frá K.
100.00. — Auk ofanritaðs hafa bor-
izt gjafir í styrktar- og minning-
ai’sjóð safnaðarins. — Kærar þakk
ir. 31. ágúst 1952. — Gjaldkerinn.
Fastir liðir eins og
venjúlega. 19.30
Tónleikar: Dans-
lög. 19.40 Lesin dag
ski-á næstu viku.
20.20 Kórsöngur:
Karlakór Akureyrar syngur; 'Ás-
kell Jónsson stjórnar. 20.35 Er-
indi: Séð og heyrt á erlendum slóð
um; síðara erindi (Gísli Kristjáns,-
son ritstjóri). 21.00 Tónleikar:
Framhald á 6. síðu.
Jón ttatnsson
íslenzkra
Þótt ekki séu nú liðin nema
tæp fjögur ár síðan íslenzk al-
þýða lifði við betri kjör en
saga vor kann frá að greina
og þjóðarhagur var með mikl-
um bióma, veit aimenningur
nú og finnur, að þeir tímar
hafa breytzt í svo ömurlegt
ástand, að vart má segja að
nú standi steinn yfir steini
þar sem stórvirki nýsköpunar-
innar var formað og reist af
grunni.
Dýrtíðarbrjálæði, vísitölu- og
kauprán í ýmsum myndum hafa
þessi 4 síðastliðin ár vaðið
yfir landið eins og flóðbylgj-
ur. Atvinnuleysið, sem til varð
á þessu tímabili, hefur farið
og fer dagvaxandi. Sjálfstæði
landsins hefur verið skert al-
varlega og stefnir í sortann.
Og öll þessi áföll hafa hafa
farið leið sína, rétt eins og
í landinu fyrirfinnist ekki leng-
ur nein heildarsamtök alþýðu.
HVAÐ ER ORBIÐ
AF HEILDARSAMTÖKUM
ALÞÝÐU?
Hvar er nú afiið, sem réði á
sínum tíma mestu um að
hreppuástandið, sem auðvalds-
blöðin boðuðu sumarið 1944,
dundi ekki þá yfir og blóma-
tímabil hófst í þess stað? Hvar
er nú það afl, sem færði ís-
lenzkri alþýðu hagsbæturnar á
tímabilinu 1942-1948? Hvar er
nú það afl, sem átti mestan
þátt í því að koma í veg fyrir
að erlent landvinningaauðvald
fengi uppfyHta ósk sína um
99 ára hernámssamning og
bjarfgaði þar með sjálfstæði
þjóðarinnar frá alvarlegasta á-
íaUinu 1946? Hvað er orðið
af Alþýðusambandi Islands?
Vér verðum að játa að svar-
ið við þessum spurningum er
mikil harmsaga íslenzkrar al-
þýðu, íslenzks málstaðar — Al-
þýðusamband Islands hefur ver-
ið tapað íslenzkri alþýðu síðast
liðin fjögur ár. Það er á sömu
refilstigum og áratuginn fyrir
1942. I sömu óvinahöndum. —
Þetta er ein megin skýring
þess hversu komið er hag al-
þýðu landsins nú.
HVERS VEGNA ?
Hverju sætir það að alþýðan
skyldi láta erkifjandann, sem
hún komst svo eftirminnilega í
kynni við á gömlu kreppuár-
unum, draga úr höndum sér
þetta dýrmæta vopn?
Hér má að nokkru um kenna
ónógri árvekni af hálfu ein-
ingaraflanna gagnvart skemmd-
aröflunum.
Þetta má ennfremur skýra
í stuttu máli þannig:
Með sókn og sigri sameining-
araflanna í verkalýðshreyfing-
unni streymir á sínum tíma
inn í Alþýðusamband Islands
svo mikill fjöldi vinnandi fólks,
að á þremur til fjórum árum
nær tvöfaldast félagatala sam-
bandsins. Fjöldi þessara nýliða
gerir sér að vísu ljósan ávinn-
inginn að því að vera skipulags-
bundinn, en þekkir minna til
þess, með hvaða hætti Alþýðu-
samband Islands varð svona
dýrmætt vopn í hagsmunabar-
áttunni. Fjöldi þessa fólks er
þá grandalaus gagnvart fagur-
mælgi og trúðlist stéttarand-
stæðingsins, sem í krafti pen-
inga sinna hefur ótakmarkað-
an áróðurskost, og skírskot-
ar til flokkstengsla til að rjúfa
stéttareininguna, um leið og
hann talar fjálglega um ein-
ingu gegn höfuðóvininum, eins
og hann orðar það: „útsendur-
um Rússa, kommúnistum", en
því nafni kalla auðstéttarþjón-
ar allra landa og allra flokka
úrvalskrafta . verkalýðssamtak-
anna. þá tegurtd forystumanna,
sem ekki verður keypt, hvernig
sem þeir annars greinast í
pólitískar skoðanir. Með öðr-
um orðum: alþýða landsins
hafði ekki nógu almennt lært
það mikið af reynslunni, að
hún gerði sér nógu ljóst hvað
í húfi var 1948 og hversu hún
mátti gæta fengins fjár and-
spænis samsæri sundrungarafla
og auðstéttaragenta á þeim
tíma. 1 þessu og ýmiskonar bola-
brögðum hægri aflanna 1948
má skýra fall ASÍ í óvinahend-
ur. — En þörf er frekari skýr-
inga og upprifjana til að
glöggva skilning manna á því,
hversu komið er högum ís-
lenzkrar alþýðu nú í dag.
Samsærið gegn verka-
lýðssamtökuimiii
Þess ber þá að minnast, að
hin fyrsta sambandsstjórn sam-
einingarmanna, er kjörin var
sem samkomulagsstjórn á
haustþinginu 1942, gekk aldrei
með öllu heil til skógar. I hópi
hennar voru einstakir menn,
er litu hana sem hvert ann-
að neyðarúrræði og sjálfa sig
sem fimmtuherdeildarmenn þar,
í þágu hinna gömlu afdönkuðu
hægriforingja. Fastmæli um
sátt og samstarf fyrir málstað
alþýðu tóku þessir menn ekki
fram úr hófi alvarlega.
SKEMMDARSTARF
Sumarið 1944 lögðu ýms
sambandsfélög til kaupgialds-
baráttu, og til verkfalla (kom.
— I stað þess að gera skyldu
sína og veita þessum sambands-
félögum sjálfsagða aðstoð í
deilunni, hvarf t. d. Jón Sig-
urðsson þáverandi skrifstofu-
stjóri sambandsins úr bænum,
og fréttist ekki af honum fyrr
en seint og síðar meir, er
honum brá fyrir úti á landi í
áróðursherferð fyrir Alþýðu-
blaðsklíkuna, sem þá var í sam-
starfi við atvinnurekendur byrj-
uð að undirbúa, eins og það
var orðað „frelsun Alþýðusam-
bandsins úr klóm kommúnista".
Iðja, félag verksmiðjufólks í
Reykjavík, var eitt þeirra sam-
bandsfélaga, sem stóð í löngu
verkfalli, sem lauk með góðum
sigri. — Meðan á þessari harð-
vítugu deilu stóð börðust
þessi skemmdaröfl fyrir því
með hnúum og hnefum, að
þetta framsækna stéttárfélag
verksmiðjufólks yrði lagt nið-
ur og því skipt milli annarra
sambandsfélaga.
Á meðan félögin háðu kaup-
gjaldsbaráttu sína þetta sum
ar kyrjuðu öll auðvaldsblöðin,
að meðtöldu Alþýðublaðinu,
sama sönginn, um yfirvofandi
hrun atvinnuveganna og öng-
þveiti. Ósigur verkalýðsfélag-
anna hefði orðið hrunstefmmni
hinn mesti styrkur. Þetta var.
engum ljósara en fulltrúum
hennar í sambandsstjórninni,
og vissu þeir því hvað þeir
sungu.
SAMTÖKIN SIGRUÐU
En þeim varð ekki að von
sinni. Verkalýðsfélögin fengu
Kona! hrópaði bólugrafni njósnaxánn í
stórkostlegri geðshræringu. Vei þér, kona.
Dauðinn hefur þegar lyft svaxtri hendi
sinni til áð ljósta þig. — Forvitfð fólk tók
að safnast umhverfis.
Ég gæti hjálpað þér til að bera af þér
höggið, hélt spámaðurinn áfram, en ég
verð skilyrðislaust að ráðgast við Hodsja
Nasréddín. Hafðu upp á fylgsni hans,
segðu mér frá hcnum — og lífi rþtnu er
bongið.
Gott, ég skal vissuiega koma með Hodsja
Nasreddín á fund.þinn. —Hvenær, hrópaði
njÓ3narinn í ósviknum æsingi. — Á stund-
inni. Hann er tvö skref frá þér. — Hvar?
Ég sé hann eklci.
Og þú sem þykist vera spámaður! Get-
urðu ekki getið þér þess til? Hér er hann
— og konan sveipaði slæðunni til hliðar,
og spámaðurinn dúndraði afturábak er
hann sá skeggjaö andlit Hodsja Nasredd
xns fvrir sér.
eigi að síður stuðning heildar-
samtakanna og báru sigur af
hólmi, sumarið og haustið 1944,
og sýndu þar með styrk verka-
lýðssamtakanna á örlagaríku
augnabliki. •— Samsærið, sem
hafið var milli Alþýðublaðs-
kríkunnar og hrunstefnuliðsins
í röðum borgaranna, um að
taka Alþýðusambandið úr hönd-
um sameiningarmanna, missti
einnig marks. Öfl einingar og
framsækni héldu velli á Al-
þýðusambandsþingi um haust-
ið. Öflum hrunstefnu og öng-
þveitis varð um hríð stuggað
úr götu almenningsheilla og
nýsköpunaröflum rudd braut.
HAFT I HEITINGUM
Þegar hægriöfiin sáu sig vera
í minnihluta á sambandsþing-
inu 1944 gerðust talsmenn
þeirra ómyrkir í máli um fyrir-
ætlanir sínar. Um samstarf og
frið við sameiningarmenn inn-
an ASl þýddi ekki að ræða við
þá — og þegar þeir árangurs-
laust reyndu að skipuleggja
uppþot í þingsal eftir ósigur
sinn í stjórnarkjöri höfðu þeir
með lýðræði á vörum í heiting-
um um að finna meirihlutann
í fjöru á starfstímabilinu, sem
þá fór í hönd. Og þeir sviku
ekki þessi loforð.
Nýsköpunarstefnan var þeim
strax þyrnir í augum, og tóku
þeir því upp samstarf við aftui'-
haldssamasta og óþjóðlegasta
hluta auðstéttarinnar um að
koma fyrir kattarnef stjórn
nýsköpunarinnar, flækja landið
inn í kalda stríðið og innleiða
marsjallkreppu. Alþýðublaðið,
þótt stjórnarblað ætti að heita,
ól drjúgum á sundrungarefnum
í stjórnarstarfinu, til að koma
því út um þúfur, og það tókst
um síðir, eins og kunnugt er.
En til að geta þvingað fram-
vindu þjóðarbúskaparins til
baka að óskum afturhaldsafl-
anna í landinu og þrýst kjör-
um vinnandi fólks svo langt
niður sem nú er komið, var eitt
nauðsynlegt: það þurfti að
lama eða ónýta með öllu Al-
þýðusamband Islands.
ANDLEGUR
S VKI.AH EIÍNAÐUR
Ýmsir helztu forystumexm
minnihlutans frá haustþinginu
1944 tókust á hendur umsjón
og skipulag þessa starfs. —
Að sjálfsögðu létu þeir engin
tiltæk meðöl ónotuð til að
sverta og rægja sambands-
stjórn sameiningarmanna, en.
sáust einnig lítt fyrir að öðru
leyti. I áhuga sínum fyrir því að
kveikja eld sundrungar og ill-
inda innan verkalýðssamtak-
anna hikuðu þeir ekki við að
beita blygðunariausum aðferð-
um svo sem því að ala á virð-
ingarleysi manna fyrir lögrnxi
og reglum í samtökunum. Þenn-
an andlega sýklahernað ráku
þeir svo vítt, að sambands-
stjórn gat ekki einu sinni gert
þá augljósu skyldu sína, að
áminna sambandsfélög um að
senda félagaskrá sína skrif-
stofu sambandsins, svo sem lög
gera ráð fyrir, nema eiga það
víst að öll borgarapressan, und-
ir forsöng AB-manna, þeytti bá-
súnur um vélabrögð „koram-
únista“, sem hér lægju ,á bak
við, ásamt tilheyrandi eggjun-
um um að hafa tilmæli sam-
bandsstjómar að engu. .
ATVINNUREKENDUR
BRÝNDIR
Ekki skuiu hér rakin mörg
dæmi þessu lík um vinnubrögð
samsærisaflanna í verkalýðs-
samtökunum á þessum tíxna,
þótt nógu sé af að taka. Þó
get ég ekki stillt mig um að
tilfæra hér orðrétt setningar úr
grein, sem birtist í Alþýðu-
manninum á Akureyri 7. ágúst
1946 og Alþýðublaðinu nokkru
síðar, þar sem AB-menn snúa
sér til atvinnurekenda, brýn-
andi fyrir þeim hættuna af
Alþýðusambandinu í höndum
sameiningarmanna, sem auðvit-
áð eru kallaðir þar „kommún-
istar“ og „Moskvamenn“:
„Moskvamenn hafa reikn-
að leikinn tll enda. Hlutverki
atvinnurekenda á að vera
lokið, þegar kommúnistar
eru búnir að hreiðra um sig
í vcrkalýðslireyfingunni eins
og þeir þykjast þurfa ‘til að
i'ramkvæma eftirleikinn. Þá
á að nota kraft verkalýðsfé-
laganna til að þjarma að
atvinnurekendum með verk-
föllum, atvinnuböxmum og
öðrum tilfæringum, sem
kommúnistahreyfingin hefur
lifað á og ætlar sér að gera
f ramvegis“.
Margt þessu líkt laug ekki
til um það, hvoru megin þessir
AB-drengir stóðu þegar velja
skyldi milli atvinnurekenda og
verkamanna. Enda uppskáru
þeir á sambandsþingi um haust-
ið 1946 fyrirlitningu og fylg-
istap.
vsi hrindir ioUaárásinni '47
Eftir að stjóm nýsköpunar-
innar var gengin veg allrár
veraldar og óskastjóm skemmd-
araflanna í verkalýðshreyfing-
unni, undir forystu Stefáns Jó-
hanns, var byrjuð að fram-
kvæma áhugamál sín, fyrst með
því að hafna öllu samstarfi við
verkalýðssamtökin og svo með
50 milljóna króna tollafúlg-
unni á herðar alþýðunni um
vorið 1947, var auðsætt, að
fyrir heiðarlega verkalýðsfor-
ystu var ekki annað áð gera en
freista þess að fá óréttinn jafn-
aðan með einhverri nýrri .kjara-
bót. — Aug'jóst var að ríkis-
stjórn, er brugðizt hafði þannig
við samstarfstilmælum verka-
lýðssamtakanna hafði tekið
gagnstæða stefnu við það, sem
stjórn nýsköpunarinnar hafði
talið grundvaliaratriði. Hér
var hafin árás er stefndi sjá-
anlega að því að ræna alþýð-
una sigrum hénnar á undan-
gengnum árum. Hér varð að
stinga fótum fast við, annars
mundi gengið á lagið.
Sámbandsstjóm sameinirigar-
manna gerði það, sem henni bar
skylda til undir.svona kringum-
stæð-um. Hún skoraði á sam-
bandsfélögin að hrinda árás-
inni með kauphækkun — og
það tókst, í éiiiu því hahðásta
og víðtækasta verkfalli sem
saga fer af hér á landi, kaup-
gjaldsbaráttu, sem háð var
s^mtimis í þremur landsfjórð-
ungum; og stóð af hálfu Dags-
brúnar heilan mánuð. í þess-
ari harðvítugu vamarbaráttu
verkalýðsins skýrðist betur en
no'kkru sinni fyrr hið raun-
vei-ulega hlutvérk- hægri krat-
anna í verkalýðssamtökunum.
Þótt blað þeirra hefði verið yf-
irlýst og opinberf atvinnurek-
endamáigagn verstu tegundar,
heíði það ekki látið dólgSlegar
að málstað verkamanna í þess-
ari deilu. — Einn aðalmaður
þeirra, Emil Jónsson, atvinnu-
rekandi og aiþingismaður Al-
þýðuflokksins stimþlaði þessa
varnarbaráttu verkamanna sem
glæp, bæði í þingræðu og Ai-
þýðnblaðinu.
Fxarohald á 7. afðu.