Þjóðviljinn - 06.09.1952, Blaðsíða 3
• Laugardagur 6. september 1952 •— ÞJÓÐVILJINN —- (3
*aÐ VAR mikið um að vera
í skandinavískri list á áruniun
í kring um 1908. Mörgum hug-
myndum hafði verið kollvarp-
að og enn bjuggust ungir mál-
arar í nýja orrahiáð. Átti
málverkið aðeins að vera
spegilgrunnur tilviljunakenndr-
ar sjónreyndar og því augna-
bliksbimdið, eða átti það að
lúta innra kerfi, listrœnu af-
stseði í sjálfu sér og verða
þannig hráviður sjálfstúlkun-
ar listamannsins? Um þetta
var spurt, deilt og barizt. Og
hvor þessara meginhugmynda
skiptist svo aftur í marga
þætti. Impressionisminn, kenn-
ingin um hið hreina litspjald,
hafði að visu losað nokkuð um
bönd akademískrar fagurspeki,
en 'þó hvergi dregið að landi.
Hann miðaðist enn við vafn-
ingslausa túlkun ytri sjón-
reynda. Ný-impressionisminn
og pointillismi Seurats leiddi
málarana út í stærðfræðilegar
spekúlasjónir og viðurkenndi
þannig dómgreind listmannsins
í viðskiptum hans við mótífið.
En það er ekki fyrr en með
þrenningunni, van Gogh, Gau-
guin og þó sérstaklega . Céz-
anne; — Guð föður málaralist-
arinnar, eins og Matisse kall-
aði hann, — sem dregin er
fuligild ályktun af þróun und-
angenginna ára: Það er ekki
eðli mótífsins, sem skiptir lista-
manninn máli (hann málaði
. t. d. í morg ár myndir með
eina appelsínu og eitt epli aði
mótífi), heldur afstæði forms
og litar í myndinni sjálfri.1
Skoðanir hans voru meira að
segja það róttækar að hann1
hélt því fram, að alla hluti
náttúrunnar mættí Íeiða ti!)
þriggja geómetrískra grunn-
foima, — femings, sívalnings
og kúlu.
En þótt frönsk list hefði
þaimig þurrkað akademískt ryk
úr augunum, voru skandinav-
ískir listamenn ennþá mjög við-
utan, að nokkmm undantekn-
um, eins og Munch, Hill og
Emst Josephson. Þar blómstr-
aði enn þjóðemisrómantískt
krúsindúll og væmnislegt dek-
ur við klassisku fornlistina, og
ngtúralisminn þóttist hafa
fundið 4Ptíl listrænnar fud-
kÓmnúnár, þegá'r ' sænskir
,,myndhöggvarar“ létu sér detta
í hug það snjallræði að gera
gifsafsteypu af nöktum kven-
líkama, — svo engin skekkja
augans gæti truflað þá. Það
væri kannski réttara að segja,
að þanm'g var sú list, sem
mesta hlut hylli almennings og
það opinbera klappaði mönnum
HnglelSIitg *
um miklcs sýningu
eftir Björn Th. Björnsson
helzt á kollinn fyrir. En samt
í andstöðu við skinhelgi kon-
unglega Fagurlistaskólans. —
Menn eins og Willumsen og Th.
Philipsen í Danmörku, Arguéli
í Svíþjóð og Thorvald Erich-
sen og Munch í Noregi höfðu
allir brugðið út af breiðum
vegi viðurkenndrax listar,
reyndar hver í sína áttina, en
þó allir sömu erinda: að finna
þann óskastein málaralistarinn-
ar, sem hafði glatazt í róman-
tísku hugarvingli 19. aldar-
innar. Hér heima á íslandi var
Ung stúlka
varla um að svipast, — en þó.
Sigurður Guðmundsson hafði
borið rómantísk-klassíska merk-
ið á sltíldi sínum, Þórarinn
rómantísk-natúralíska, og báð-
ir mjög tilþrifalaust.
En það er á árunum um
1908, sem segja má, að allir
þessir dreifðu vegir skandinav-
ískrar nýlistar liggi saman í
krossgötur, og þær krossgöt-
ur eru í París. Matisse opn-
ar málaraskó'a sinn á Boulev-
ard des Invalides og stór hóp-
ur ungra norrænna málara tek-
ur saman föggur sínar og held-
ur þangað suður. Okkur finnst
það næstum ótrúlegt nú, að
nemendur Matisse skyldu nærri
undantekningarlaust vera Norð-
menn og Svíar. Þar var eng-
inn Dani, og þegar Frakkamir
voru flestir voru þeir — summa
vom Ul listamenn, sem plægðu
jarðveg nýrra hugmynda, sum-
♦ir œði djúpt. Það var gréini-
legt ísabrot og vor í lofti í
listheiminum eins og á öðrum
sviðum. 1 Danmörku hafði sýn-
ing Frjálslistamanna (Den
Frie) verið stofnuð 1891 og
frjáJair' listskólar settir á stofn
Iíestar á fjalli
summarum — tveir! Þetta er
þvi undarlegra, sem við nú
getíun séð, imdir sjónarhomi
hálfrar aldar, að það var engU'
síður Matisse en Braque-Pic-;
asso, sem lagði evrópskri nú-|;
tímalist tíl nýtt form.
Af þeim nemendum Matisse,
sem munu þekktastir hér heima,
voru þar t. d. Axel Revold,
Henrik Sörensen og Per Krohg
frá Noregi, Griinewald, Leand-
er Engström og Einar Jolin frá
Svíþjóð. Ég nefni þetta allt
vegna þess, að hér er það raun-
verulega í fyrsta sinn síðan á
fimmtándu öld, að íslenzk
mjmdlist binzt blóðböndiun við
menningarlega nýsköpun álf-
unnar. Jón Stefánsson er einn
þeirra ungu málara, sem þorir
imi í öldurót Matisse-skólans
og Parísar árið 1908.
Því miður, — það er að
segja fyrir okkur, kannski ekki
Jón Stefánsson sjálfan, — er
listferill hans eins og skáld-
saga þar sem allan aðdrag-
anda vantar framan við og at-
burðimir byrja forsendulaust.
Það er hvorki meira né minna
en þrettán ára gap frá því
hann byrjar listnám á Tækni-
skólanum (1903) og til elztu
myndarinnar á sýningunni nú
(1916-17). Eldri myndir munu
ekki vera til. Af þessum elztu
myndum getum við ráðið, að
það er ekki hinn munaðar-
kenndi, dekóratífi blær Mat-
isse, heldur alvarleg form-
þjálfun Cézannes, sem teng-
ir hann París. Reyndar þurfa
áhrif eins listamanns á annan
alls ekki áð koma fram í mynd-
flötum hans beinlínis, heldur
geta þau allt eins vel orkað
á myndræna hugsun, hina al-
menuu afstöéu til listarinnar.
Þar held ég að áhrif Matisse á
Jón Stefánsson sé helzt að
finna.
Það var fjarri Matisse að i
halda fram eigin stíl við nem-
endur sína, — allar aðferðir
em jafngóðar, sagði hann oft,:
— hann krafðist þess eins, að
menn vissu hvað þeir vildu
og ynnu myndir sínar rökrétt
út frá þeim forsendum. En
fyrst og fremst held ég að
gróði Jóns Stefánssonar af
Parísardvölinni hafi verið sú
sjálfsgagnrýni, það fortaks-
lausa vandlæti, sem liann hefur
fram yfir flesta íslenzka lista-
menn. Og ég held að það sé
einnig hér, sem gæfa lians er
falin.
Hann hefur unnið í erlendri
stórborg, þar sem kröfurnar
eru harðar og gagnrýnin ströng,
þar sem menn verða að standa
fyllilega ábyrgir verka sinna
frammi fyrir langþjálfuðum
áhorfendahóp. Siík þroskaskil-
yrði hafa ekki verið búin þeim,
sem hér heima hafa unnið. Hér
hefur viðkvæðið venjulegast
verið það, að þá væri listamað-
ur bezt á vegi staddur er hann
hjakkaði sem lengst og fastast
í sama sporinu. Þá er hann
„sjálfum s.ér samkvæmur",
„alltaf samur og jafn“. Það er
raunar eitt af kraftaverkum
íslenzkrar sögu, að nokkur mál-
aralist skuli hafa þróazt hér,
að við skulum ekki enn synda
í rómantískri volgru og natúral-
ísku sálarleysi aldamótanna. Það
er hugarþreki listamannanna
áð þakka, eklci skilningi okkar.
Meira að segja hefur mynd eft-
i- Jón Stefánsson verið hengd
út í búðarglugga — öðnun tíl
aðvörunar — eins og hausar
sakamanna forðum. Og það var
formaður Menntamálaráðs Is-
lands, hið opinbera yfirvald ís-
lenzkra lista —, sem fyrir því
stóð.
Áhrifin af þessari miklu yfir-
litssýningu Jóns Stcfánssonai'
eru mjög samstiilt. Það er eins
og ríki í huga manns áhrif eins
listaverks, einnar heildartján-
ingar, ekki hundrað og sextíú
ólíkra mynda. Það er ekki hrif-
næmið, ekki hin augnabliks-
kennda gieði, ekki hið snjalla,
heldur hin þög]a íhugun rann-
sakandans, sem mér finnst ein-
kenna þessar myndir hvað
mest. Og svo er það hin trausta
ögun listamannsins á viðfangs-
efnum sínum. Hann grípur ekki
á lofti og færir á léreftið.
Hann horfir lengi, hugsar lengi
og er lengi að koma því fyrir.
Stundum finnst mér reyndar
hami vera það lengi, að upp-
haflega hugmjndin sé farin
að spretta úr sér, þegar hún
hefur eignazt endanlegt form.
Þetta á þó hvergi við um nýrri
myndir hans. En í hverju verki
gætif samt þessa sterka, list-
ið æskugleði sína og kastað
haminum um stund. Það er
björt og yndisleg mynd. Og
að lokum getuni við borið sam-
an í huganum „Konu í bláum
kjól“ (’52), sem mun yngsta
myndin á sýningunni, við
„Stúlku á íslenzkum búningi",
sem er máluð 28 ánim fyrr. I
mun þessara tveggja mynda
felst brot af þróimarsögu Jóns
Stefánssonar. Styrkur hans
kemur fram í því, að þrátt fyr-
ir þennan gífurlega mun, hallar
þó hvorug á hina,
Tveggja mynda sakna ég
mjög á sýningunui, — portrett-
anna af Markúsi ívarssyni og
Otto Gelsted, sem ég held að
séu báðar meðal fremstu verka
Jóns.
Þegar ég hafði skoðað sýn-
inguna í fyrsta sinn og gekk
þaðan út tók að sækja á mig
áleitin spuming eins og gam-
alkunnur draugur: Hvert hefur
fríimlag Jóns Stefánssonar ver-
ið til íslenzkrar menningar?
I-Ivaða lífsmótun hefur list
hans valdið manninum, sem er
að grafa skurðinn hér fyrir
utan, eða hílstjóranum, sem
keyrir hér fram hjá? Hvaða
máli hefur hún skipt mennta-
líf landsins ?
Þetta er fyrsta sjálfstæða
sýning hans liér í rúman ald-
arfjórðung, svo jafnvel fertugir
menn muna vart þá síðustu.
Hami hefur reyndar oft tekið
þátt í sýningum síðan, en slíkt
hrekkur hvergi til að flytja
heilli þjóð listrænan boðskap.
ræna aga, — það er persónu-
leiki listamannsins, sem taiar
úr hverju formi og hverjum lit,
aldrei tilviljun einhverrar fyr-
irmyndar. Enda er það sama
hvort hann málar landslag eða
blóm, þjóðsögu eða mann, það
er hin innri kemid listamanns-
ins, sem okkur er mi’ðlað. Og
hér erum við komin að kjam-
anum í list Jóns Stefánssonar,
kjarna expressionismans: Tján-
ingin er ekki falin í fyrirmynd-
inni, svip hennar eða eðli, held-
ur í afstæði listrænna gilda
innbyrðis. Það er þar, sem
listamaðurinn bindur hugsun
sína.
Ef við fylgjum myndum sýn-
ingaiinnar nokkurnveginn cft-
ir tímaröð, komumst vifi aö
raun um. að bréytingin í list
Jóns Stefánssonar hefu- orði-5
mjög mikil. Það er sérstaklrga
upp úr 1939, sem mér virðist
litborð hans fara að verða
bjartara og heitara, litbrigðin
sneggri. Mér verður þar hugs-
að til tveggja mynda til dæmis,
Tindafjallajökuls frá 1940, þar
sem hann leikur með rautt,
heitgult, kaldblátt og fjólublátt,
ýrt grænu, og svo myndarinnar
frá Borgundarnólmi, sem njér
verður einna huglægust allra
á sýningunni. Og enn lýsist
litborðið meir, tjáningin verður
beinni. í myndinni „Heptar í
sól og sugga“ (1942-’50) er
eins og listamaðurinn hafi fund
Við fjörðinn
Ég get ekki á mér setið að
bera saman hlutskipti Jóns og
nokkurra félaga hans frá París,
til dæmis Revold. Honum gaf
norska þjóðin tækifæri, hann
var kallaður til að mála miklar
veggmyndir í opinherar bygg-
ingar, sjúkrahús, skóla og sam-
komuhús út um byggðir og ból
Noregs. Hann er mun yngri en
Jón Stefánsson en þó löngu
orðinn eign sinnar þjóðar.
Spyrjið mann úr Guðbrandsdal
eða af Mæri og hann mun
segja ykkur í hrifningu hver
Axel Revold er. En spyrjið Is-
lending, jafnvel svonefndan
menntamann í Reyltjavík, um
Jón Stefánsson og hann gerir
ckki betur en kannast við nafn-
íð. Það er sorglegt lilutskipti
títillar þjóoar að þekkja ekki
sína beztu menn, — því söm er
sagan um Ásgrím, Kjarval og
Ásmnnd Sveinsson, þótt gróu-
pögumar sóu þar meira á lofti.
Rétt er það rcyndar, að á ein-
mn skuggavegg Landsbankans
er gömul mynd og orðin ólirein
og giidar súlur ber í hana úr
hverri átt.
Myndir þessara meistara
ókkar, ungra sem gamalla., og
þá ekki sízt Jóns Stefánssonar,
ættu að vera út um allt Island,
í samkomuhúsum og skólum,
sjúkrahúsum og kirkjum, orku-
verum og verksmiðjum. Þá
Framhald á 6. síðu.