Þjóðviljinn - 14.09.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.09.1952, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. sept. 1952 Napalmsprengjan Framhald af 5. síðu. bæjum eða þorpum, á ökrum eða í kofum sínum, eiga sárast um að binda. Hvað svo sem Eden utanríkisráðherra fullviss- ar um að napalmsprengjunni sé ekki beitt gegn óbreyttum borgurum, þá er það staðreynd að miklu magni af napalm- sprengjum var varpað á Pyopg- yang 1. ji'ilí s.l., og því verður heldur ekki haggað, að lang- samlega flestir íbúar Pyong- yangs eru konur og börn. Sjálf- ur hef ég séð bandariskar fiugvélar varpa napalmsprengj- um og skjóta síðan með vél- byssum inn í eldinn og svartan mökkinn. Skýrt hefur verið frá því að ástralskar flugvólar hafi notað eldflaugar við dreifingu nap- alms. Eldflaugar eru oft not- aðar til skyndiárása á sveita- þorp., Þá er beitt hraðfleygum vélum, svo ibúamir geti ekki varazt árásina. Venjulega er napalmi varpað í þunnum blikk- sprengjiun, svo að fljótandi eldurinn breiðist yfir stórt svæði, brennandi allt sem fyrir verður. 'jlt Ætlað að lama baráttuviljann Napalm er ekki fyrst og fremst drápstæki, heldur er því ætlað að vanskapa og afskræma, br^yta mönnum í lifandi lík, sem veki ógn og skelfingu allra sem sjá þá, draga þrek og bar- áttuvilja úr fólkinu með slík- um hryggðarmyndum. — En samt heíur Bamla- ríkjamönnuin ekkj héppnazt að draga kjarkinn úr kórversku þjóðinrJ. Með hryllilegum grimmdar\erkum sínum helur þeim aðeins tekizt að auka hatrið í garð þeirra og efla ó- sveigjanlegan baráttuvilja kór- versku þjóðarinnar. Heyrt og séð -•r.r.m Framhald af S. síðu hverjir minni spennar, sem eiga eftir ’að líóma. ’SÍíílst mér að rafmagnið verði sent í bæinn á 6 þúsund volta spennu. í bæn um taka svo við því tvær að- alstöðvar, önnur við Aust- urbæjarskólann, hin vestur á Nesi, og dreifa því í smástöðv- ar hinna ýmsu hverfa. Þessar smástöðvar senda það svo inní húsin á 220 volta spennu. Menn mega ekki rugla saman spennu og orku. Því að spenn- an er víst ekki annað en hátt- urinn sem liafður er á flutningi orkunnar, mikil eða lítil spenna: mikill eða lítill hraði á flutn- ingi orkunnar. Þeim mun hærri sem spennan er, þeim mun mjórri getur sá þráður verið sem orkan er send eftir. Það sparar efni. Með 130 þúsund volta spennunni verður hægt að senda. öll þessi ósköp áf orku eftir hálftommu gildum alúmín- íumþræði, sem verður holur inn an og þar í stálvír til að halda uppi hinu burðarlitla alúmíni. Kæmi rafmagnið að austan t. d. á. þeirri spennu sem því er dreift inná heimilin til notkun- ar, 220 volta, þyrfti „þráður- inu“ sennilega að vera gildur einsog tunna. (En tekið skal fram að vísdómur þessi er birt- ur án ábyrgðar). — Og við Guðmundur héld- um áfram að grafa. I skurðinn, sem við grófum, eiga að koma einhverjar leiðslur frá tækjum í rofunum. (Myndirnar sem fylgja grein- unum tók Gísli Jónsson raf- magnsmaður). & i mtir BAXBAlUSK HARMSAGA THEODORE 259. DAGUR þegar hann las brófin í fyrsta sinn. Þá hafði hann tárazt. Hann. byrjaði á fyrsta bréfinu, sem skrifað var áttunda júní, í.ðeins þrem dögum eftir heimkomu hennar frá Lycurgus og hélt sáðan. áfram með þau öll sautján, og af stöku setningum og athugasemdum mátti sjá hvemig samband hennar við Clyde hafði verið, að hann hefði gert ráð fyrir að koma og sækja, hana að þrem vikum liðnum, síðan eftir mánuð og loks hinn áttunda eða níunda júlí, og loks kom hið skyndilega hótunar- bréf frá henni sem orsakaði hina skjótu ákvörðun lians um að hitta hana í Fonda. Og meðan Mason las bréfin í mikilli geðs- hræringu, var augljóst af tárvotum augum kviðdómendanna, rökum vasaklútum og snökti, að upplestur Masons hafði geysi- leg áhrif á hugi áheyrenda: „Þú sagðir að ég skyldi ekki vera áhyggjufull og hætta að hugsa um þetta og reyna að láta mér líða vel. Það er vanda- iitið fyrir þig að ségja það, sem ert í Lycurgus meðal vina og getur þegið boð í allar áttir. Ég get ekki talað opinskátt hjá Wilco, þar sem fólk heyrir til min, og þú ert alltaf að banna mér að segja eitt og annað. En ég þurfti að spyrja þig um svo margt og ég fékk ekkert tækifæri til þess þar. Og hið eina sem þú hafðir að segja mér var að allt hefði gengið samkvæmt á- ætlun. En þú lofaðir ekki afdráttarlaust að koma hinn tuttug- asta og sjöunda — þú sagðist af einhverjum ástæðum sem ég skildi ekki — sambandið var svo slæmt — þurfa að fresta ferðinni eim um stund. En það er ómögulegt, Clyde. Hinn þriðja fara foreldrar mínir til Hamilton, þar sem föðurbróðir minn á heima. Og Tom og Emily leggja af stað til systur minnar sama dag. En ég get ekki og vil ekki fara þangað aftur. Og þess vegna verður þú að koma eins og þú lofaðir. Ég get ekki beðið lengur, Clyde, eins og ástatt er fyrir mér, og þú verður að koma og taka mig héðan. Æ, vinur minn, ég sárbæni þig að kvelja mig ekki meira með því að fresta þessu.“ Og áfram. „Olyde, ég fór heim, af því að ég hélt að ég gæti treyst þér. Þú fullyrtir hátáðlega áður en ég fór, að þú kæmir að sækja mig eftir þrjár vilrur ef ég vildi — á þeim tíma gætir þú gengið frá öllu og aflað nægra peninga þángað til þú fengir vinnu annars staðar. En þótt næstiun sé liðirm mánuður hinn þriðja júlí, þá vissirðu ckki í gær hvort þú gætir komið fyrir þann tíma, og samt var ég búin að segja þér að foreldrar mánir væru að fara til Hamilton og yrðu þar i táu daga. Auðvitað lofaðirðu loks að koma., en mér fannst þú segja það, eins og þú værir aðeins að reyna að róa mig. Ég hef haft hræðilegar áhyggjur af þessu síðan. Clyde, ég er hræðiléga lasin. Ég er alltaf máttlaus og ó- möguleg. Og svo er ég svo áhyggjufull, og ég veit ekki hvað ég tek til bragðs ef þú kemur ekki.“ „Clyde, ég veit að þér þykir ekki eins vænt um mig og áður og þú óskar að allt væri orðið breytt. En hvað á ég áð gera? Ég veit að þú getur sagt, að ég eigi eins mikla sök á þessu og þú. Og það myndu allir geta sagt sem vissu þetta. En mikið bað ég þig oft um að neyða mig ekki til að gera það sem ég viidi ekki, og ég óttaðist þá strax að ég æt.ti eftir að iðrast þess þótt ég elskaði þig of mikið til að láta þig fara, í stað þess að láta að vilja þín.um.“ ,,Clyde, ég vildi að ég gæti dáið. Það væri bezta lausnin. Og upp á síðkastið hef ég beðið þess þrásinnis að svo mætti verða. Þvi að lífið er mér ekki jafnmikils virði nú og þegar ég hitti þig fyrst og þú elskaðir mig. 0, hvað það voru dásamlegir dag- ar. Bara að þetta væri allt öðru visi. Bara að ég væri þér ekki fjötur um fót. Það væri bezt fyrir mig og okkur bæði. En nú Mnr sparar gjaldeyri, eyknr atvinnu, býr þjiinni glæsta fraitið Framhald af 8. eíffu. Þar eru hjólbarðar á ýmsum stigum; sá fyrsti götóttur og rifinn, sá næsti nokkru skárri, og þannig áfram. Síðast koraum við að einum sem snýst fyrir rafmagni í mesta ákafa, kol- svartur og gljáandi og allur hinn fegursti. Það er spurt: ,,Nýr eða sólaður ?“ Auðvit- áð er hann sólaður, en auvitað er hann sem nýr. Það er rétta svariði í sömu stofu mælir Barðinn svo fyrir sjálfum sér: „Það bezta er aldrei of gott. Það bezta er ávallt ódýrast". Gjaldeyris- sparnaður Enn víkur sögunni að gjald- eyrisspamaðinum. Þ. Jónsson & Co hefur „endurbyggt 300 vélar á ári. Það kostar í er- lendum gjaldeyri 250.000. Inn- lend vinnulaun kr. 310.000. Samtals kr. 560.000. 300 nýjar vélar kosta í erlendum gjald- eyri kr. 1200.000“. Málningarverksmiðjan Harpa og Litir og lökk leggja áherzlu á þetta sama atriði. Þær segja: „Það sem þarf í erlendri mynt til að framleiða 1000 tonn af innlendri málningu, hrekkur tæplega fyrir 350 tonnum af er- lendri málningu". Þessar verk- smiðjur, sem.munu vera fyrstu málningarverksmiðjumar á Is- landi, og hvorug gömul, fram- leiða um 100 tegundir málning- ar, og flestar í mörgum litum. Þær nota um 500 tegundir hrá- efna í vörur sínar. Með leyfi að spyrja: nota þær þarann sem segir frá í anddyrinu? Einkavegur Enn höidum við lengi áfram um þessa sali og ganga. Hver nýj- ungin rekur áðra, það er eins og maður sé staddur í ævintýra- heimi Þúsund og einnar nætur. — Á þriðju hæð er málmsmíð- in. Þar er Nýja biikksmiðj- an sem hefur smíðað „hrað- frystitæki í flest hraðfrysti- hús landsins". Ennfcemur ann- ast hún eirklæðningar á hús- þökum, og birtir myndir af nokkrum slíkum: Dómkirkjunni, Fossvogskapellu, villu Vilhjálms Þór — svo hann mun búa undir eirþaki allt fram á síðustu stund, frá hvorri kirkjunni sem haim verður hafinn út.“Má!m- steypa Amunda Sigurðssonar á ævintýralegan vegg í sama sal, en síðan kemur „Emaillering: Skiltagerð - Húsamálning". Þar er mikið safn skilta: R-3464, Loðdýraræktarfélag Islands, Hólavallargata, Vélasalur, Ó- viðkomandi bannaður aðgangur, Gangið ckki á grasinu, Einka- vegur (í rauðu), Karlar. En í sambandi við það sem þeir hafa unnið í húsamálun legg ég til að þeir máli Landsspítalann líka að utan., Þrátt fyrir andstöðu stjórnarvaldanna Skömmu síðar er komið i sal Röfhu, einn smekklegasta sa.l sýningarinnar. Þar má heita að maður komi inn í fullkomna íbúð, og þó aðaláherzla sé lögð á raftækin frá Röfhu gleym- ast ekki smáhlutir eins og strauborð og bækur. Margs þarf búið með. — A árunum 1937 til 1951 greiddi Rafha í vinnu? laun samtals 9.927.052 krónur, plús tuttugu og fjóra aura. Seld framleiðsla á sama tíma 26.339.700 krónur. Á árunum 1937—1939 var starfsmanna- fjöldinn að meðaltali 29 manns; á síðustu. þremui' árum að með- altali 64. Þannig spara þessi fyrirtæki aukinn gjaldeyri, skapa þegnum sínum rífari at- vinnu. búa þjóðimii glæstari framtíð — þrátt fy»1r höft. og bönn og heimskulega sam- keppni erlendrar vöru. Bláosturinn sem gengur fyrir raf- magni Á þessari sömu hæð er iðn- aður íslenzkra samvinnumanna: Gefjun, Iðunn, Hekla., Sjöfn og fleiri stofnanir. Þar er vel gengið frá öllum hlutum, og þar er allt á eilífum snúningi fvrir skúld rafmagnsins: ostar, dúkar, sápur. Osturinn snýst meira að segja svo hratt að það er ómögulegt að sjá hvað á honum stendur. En ég hugsa það sé „Blue Cheese". Hví þá ekki bláostur? I Heklu-saln- um var ungur Akureyringur að prjóna sokka á vél. Það er raunar engin venjuleg prjóna- véi, enda notar hann ekki ís- Ienzka ull i framleiðslu sína, heldur nælon. Þetta er ógurlega flókin vél. Hún er fjórar mín- útur með sokkinn, en vélar- meistarinn sagði að þeir ættu að geta enzt 365 daga, ef ekk- ert sérstakt kæmi fvrir. Þeir koma bráðum á markaðinn. í salnum handan við ganginn var stúlka að halda fyrirlestur um tómatostsmjör og • gráðaost- smjör. Þeir smíða raf- magnsgeyma Enn er tími manns þrotinn — og hálf sýningin óséð. En fólk- íð streymir inn og út, upp og niíur stiga og ganga, og undr- ast þvi nær í hverju spori. Mað- ur kom ofan af lofti og kvaðst ekki hafa vitað áð rafmagns- geymar væru smíðaðir hér á landi. Það vissi ég ekki heldur. Og þannig munu margir líta þaraa augum ýmiskonar fram- Ieiðslu sem þeir héldu áð væri erlend, en er innlend iðja þegar að er gáð. Hver vissi til dæmis um skrautskinnið sem þeir gera í Iðunni á Akureyri? Skúli hjálpar okk- ur enn Skúli Magnússon kom upp Innréttingunum til að bjarga landinu og fólki þess fyrir tveimur öldum. En hann er líka að hjálpa okkur í dag. Því þess- ari iðnsýningu er komið upp til minningar um tveggja alda af- mæii Innréttinganna. Án þess afmælis engin iðnsýning. En þessi sýning mun verða mikj, lyftistöng íslenzkum iðnaði, skapa fólki tni á getu hans og möguleika. Hér eftir munu færri kaupa erlenda vöru skil- vrðislaust, ef sú innlenda er líka á boðstólum. En aukinn iðnaður er eitt af lífsspursmál- um þjóðarinnar; ekki sízt út- flutningsiðnaður, eins og kunn- ugt er. Þáð er ekkert annað en pólitískt og atvinnulegt þroska- leysi að hrúga óunnum vörum á erlenda markaði, þegar öll skilyrði eru fyrir hendi í land- inu sjálfu til að vinna þær til fullnustu. Og það er sama þroskaleysið að lirúga erlendum iðnvarningi inn í landið,. þegar nægir að fiytja inn hráefnin og fá þau íslenzkum höndum og vélum til fullvinnslu.-Iðnsýning- in 1952 mun opna augu margra fyrir l>essum sannindum, svo Skúli vann ekki til einskis þó þer dræpu fyrir honum Innrétt- ingamar forðum. Við munum skilja skýrar hér eftir en hing- að til að ísienzkur iðnaður bæði sparar okkur gjaldeyri og eykur möguleikana til gjald- eyrisöflunar, skapar atvinnu i landinu, fær verkgáfu þjóðar- innar störf að vinna og þroskar hana þannig, opnar okkur hverja auðlindina af annarri í þessu ,,hrjóstruga“ landi, býr okkur í einu orði glæstari fram- tíð. Menn ættu að hópast upp í Iðnskóla, iþó ekki væri til annars en komast að raun um þessi sannindi. B. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.