Þjóðviljinn - 12.11.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.11.1952, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 12. nóvember 1952 Rétt handtök spara áreynslu Húsmóðirin skipuleggur vinnu- dag sinn, en um leið og hún rað- ar verkunum niður, má hún ekki gleyma hvíldartimunum. Reynslan — og vísindalegar tilraunir — sýna, að menn eiga að hvíla sig áður. en þeir verða þreyttir. I>að eru skiptar skoðanir um hve hví'dartiminn eigi að vera langur. Mest um vert er, að hann sé notaður rétt. Menn þurfa fjallshlíðina fór stuttan spöl í einu og tóli síðan smáhvild. En að nokkrum tíma liðnum fóru þeir innfæddu að fara fram úr honum. Tók hann þá eftir að þeir tóku stærri áfanga og lengri hvíldir en hann. Nýjar rannsóknlr hafa þó sýnt að betra sé að hvíla sig oft og skamma stund í einu eins og sýnt er á skýringarmyndunum. Ekki þaimig MATURINN A MORGUN Graenkálsfiskbúðlngur Kartöflur — Hrisgrjóna- grautur m/rúsínum Fiskdeig og smátt saxað græn- kál er látið i lögum í smurt mót og soðið í ofni eða potti yfir gufu. Einnig má blanda grænkálinu saman við deigið. Fallegt er að raða sneiðum af hráum gulrófum út við mót- ið. Borðað með soðnum kart- öflum, grænkáls- eða tómat- sósu oða bræddu smjörlíki. Mjólk er höfð út á grautinn. að temja sér að varpa frá sér öl’um áhyggjum og slappa líkam- ann meðan þeir hvílast. Sumir segja, að betra sé að leggjast út af í Vz tíma eftir 4 stunda vinnu cn hvíla sig inn á milli og færa því til sönnunar Klondyke frá- sagnir Jack Londons. Hvíti mað- urinn, sem bar byrðarnar upp Það sama á ekki við fyrir alla og húsmæður, sem eru sagðar sínir eigin herrar, ættu að at- huga hvað á bezt við hvern og fara cftir því. Rétt handtök og hreyfingar geta líka sparað ó- trú ega mikla áreynslu. Á með- fylgjandi mynd er sýnt, hvernig konan til vinstri beygir sig í Kryddkaka 350 gr hveiti, 2 tesk. lyftiduft, 125 gr sykur % tsk. pipar %-l te- sk. engifer %-l tesk. kanell, tvær tesk. rifinn sítrónubörkur, 1-2 msk. brytjað súkkat, 150 gr (um 1 dl) síróp, 3 dl mjólk (má vera súr). Sáldrið þurrefnunum saman í skál látið sítrónubörk og súkkat útí og vætið með mjólk og sír- ópi, blönduðu saman. Látið í smúrt grunnt ferkantað mót eða jó’akökumót og bakið í 20-45 mín. við meðalhita. Skerið i lengjur og berið súkkulaðibráð (flórsykur- kakó-vatn) ofaná eða kljúfið i 4 lög og látið smjörkrem á milli. Kakan geymist mjög vel. hnjánum til að taka barnið upp. Með því reynir hún á leggjavöðv- ana, en ekki bakið, sem er við- kvæmt, cn það vilja margir gera og er það sýnt á myndinni til hægri. 4 íslenclmga- þættir Framhald af 5. síðu. að Hertervig hefur fengið stöðu sína í gegnum löngun vSveins Bea. til síldarsöltunar hérna í þarpinu. Því hafði ver- ið fleygt, að ungur verkfræð- ingur ætti að taka að sér starf- ið, en það var dregið til baka og þessi siglfirzki bakari birt- ist hérna eitt vorkvöld 1946, mæddur af erilsömu bæjar- síjSrasiá’rfí ves’tur a ’Sigliiftföi'- Það var ekki laust við kald- hæðni, þegar Iíertervig var seítur inn í stöðuna: þá var fenginn til þess vcrksmiðju- stjórl vcstan af fjörðum, faðir verkfræðingsins sem var látinn víkja. „HANN VAR ALLT I EINU FARINN AÐ SKIPA FYR- IR NIÐRI Á BRYGGJU“!! „Það var svo upphaflega ætl- að vorið eftir, að enginn vissi um h’ut verksmiðjustjómarinn- ar í söltuninni, en fyrstu sölt- unardagana uppgötvaði bæði hann og aðrir þorpsbúar sér til undrunar, að hann var allt í einu farinn að skipa fyrir niðri á liryggju af sínum venjulega ys og þys. Og það var ekki laust við a.ð hann iabbaði skömmustulegur upp bryggj- una eftirá, þegar hann leit í alvarleg diplómatsaugu Vil- hjálms sem stóð þarna fýldur skammt frá! Þó virðist ekki þessi reyns’a hafa haft áhrif á hann, að láta fyrirtækinu í té jafn ósvífna aðstöðu hjá vcrksmiðjunni og framangreint vottar". • Hér skal látið staðar niunið í dag, samt eigum við eftir að ræða nánar þetta hafsilfraða fimmstimi auðvaldsins norður við íshaf, svo og „béáð fram- taksbröltið“ hans Sveins Ben. J. B. Bæjarposturimi Framhald af 4. síðu. skreyttum kveastríplinga- myndum. Og þið heiðvirðu borgarar, sem haldið yður fast við hið hefðbundna lífs- inntak samtíðar. Fyrst að egna, síðan að hegna. Vafa- lítið reynið þér að finna lendadýrfkun sjálfra yðar hóf. En ég segi yður: Ef til vill mun næsta spor þessara uog- linga valda yður hneykslun, og þá munuð þér venda and- litum yðar mót' himn-i og hrópa af hinni venjulegu hug- ulsemi yðar: „Drottinn Jesús, hvað æskan er orðin spillt, hér verður að spyrua við fót- um, og skapa hið sterka heil- brigða almenningsálit o.s.frv. En það útleggst: Drottinn Jesús, nú ljúkum vér verkum vorum og tröðkum þessa van- skapnaði, mungát samfélags- ins niðrí svaðið. En þér ís- lenzku konur. Er ætlunin að hér eftir skuli ekki á yður litið sem manneskjur, heldur sem verzlunarvöru, kynæs- ingalyf, eða tuYthúr.beitu ? — Marteinn í Vogatungu. íbúðarhús Framhald af 1. síðu sem þá var lýst sem ailra meina bót. Nú upplýsti Jó- hann að engin groinargerð lægi fyrlr þingmönnum um að þessi ramnsókn hefði farið fram! Ekki kom honum til hug ar að ásaka els'ku rfkisstjórn- ina fyrir að hunza þingviljann í þessu máli, enda var þetta aldrei alvarlega meint. Ekki sagði hann að flutningsmenn (Jóh. Iíafstein, Jónas Rafoar, Magnús Jónsson, Ingólfur Jónsson. Sigurður Bjamason) hefðu hugmynd um hvað ríkis- stjórnin gerði ef hún fengi þessa heimild í hendur! Eina.r Olgeirsson og Gylfi Þ. Gíslason lýstu yfir eindregn- um stuðningi við frumvarpið. Fisklleit Framhald af 3. síðu. enn ófundin ýmis góð fis'kimið. Hagkvæmasta leiðin til þess að afla upplýsinga í þessu efni er, að rekið verði af hálfu hins opinbera fiskileitarskip, sem sérstaklega væri útbúið til veiða á djúpmiðum. Miklu máli skipt- ir, að rekstur fiskileitarskips fari vel úr hendi. Bezt mun reynast að haga rekstri þess í nánu samstarfi við starfandi togaraskipstjóra. íslendingar hafa gert minna áð’rfiskiléit" og ‘ úþplýsihgáþjon- ustu fyrir fiskimenn sína en flestar aðrar fiskveiðiþjóðir. Á meðan grunnmiðin við ísland voru svo að segja full af fiski, reyndi ekki eins mikið á fiski- leit eða upplýsingaþjónustu fyrir fiskimenn. En þessu er nú á annan hátt farið. Nú er leit að nýjum fiskimiðum orðin ackallandi. íslendingar þurfa að sjálf- sögðu að leita á fjarlæg fiski- mið á hinum nýju og ágætu togurum sínum. Góð veiði á Grænlandsmiðum eða við Bjarnarey og í Flvítahafi er að vÍ3u mikill fengur fyrir okkar stóru og vel búnu togara. Og þangað hefur verið sótt, og þangað mun verða sóttur afli. En auovitað væri afli, sem fenginn væri á djúpmiðunum við Island, hagst.æðari fyrir veiðiskip okkar. Og alveg sér- staklega væri sá afli mikilvæg- ur, þegar hngsað er til að leggja aflann nýjan á land til vinaslu í frystihúsum. Margt bendir til þess, að víða í kring- tun landið séu á 200—300 faðma dýpi góð karfamið. Karf- inn er nú eftirsóttur fiskur. Hann verður tæplega sóttur á fikkimið annarra landa, vcgna þess að hann þarf að vkinast nýr í frystihúsimum. R,annsókn fiskiskips á djúp- miðunum í kringum landið gæti haft mikil og góð áhrif. Senni- legt er, að slik rannsókn muadi færa þjóðarbúinu milljónir króna í verðmæti. TIiEODORE DREISER: 303. DAGUR Og úú beindi Jephson máli skui til hennar og lagði þetta fyrir hana og bauðst til að gera tillögu og leggja fram skýrsl- ur—útdrátt úr öllum sönnunargögnum hans—sem var í raun inni heilt erindi, sem liún gat lagfært og breytt eftir vild —• allar staðrejaidirnar, sem mynduðu til samans allan sannleik- ann um son hetmar. Og með roða í brúnum kinnunum og ljóm- andi augu samþykkti hún að reyna þetta. Hún ætlaði að reyna það. Það sakaði ekki að reyna. Og var þetta ekki einmitt rödd drottins alföður á myrkustu stund reynslunnar? _ Morguninn eftir var farið með Clyde inn í réttarsalinn til að hlýða á dónxaramn, og frú Griffiths fékk sæti skammt frá lionum og reyndi með blýanti sínum að lýsa hinu ó- skiljanlega umhverfi, meðan áheyrendaskarinn virti hana fvrir sér. Móðir hans! Sem fréttaritari! Það var eitthvað fáránlegt, ruddalegt, særandi, já næstum hlægilegt í fari þessa fólks. Og hver hefði trúað að Griffithsfjölskyldan i Lyeurgus væri náskyld þeim. Ea návist hennar veitti Clyde styrk og þrek. Hafði hún ekki komið í fangelsið kvöldið áður með ráðagerð sína? Og um leið og þessu var lokið— hvernig svo sem dómurinn hljóð- aði — tæki hún til starfa. Og nú stóð hami þarna fyrir framan Obenvaltzer dómara og hlýddi fyrst á stutt yfirlit yfir ákæruna og réttarhöldin (sem Obenvaltzer taldi réttlát og óhlutdræg) og síðan hina venju- legu sprmingn: „Hafið þér nokkuð frekar fram að færa yður til varnar, áður en dauðadómurinn verður kveðiim upp sam- kvæmt lögunum?"—og móður sinni og áheyrendum til mikill- ar undrunarf þó ekki Jephson, því að hana hafði lagt lionum orð í munn) , sagði hann nú hátt og skýrt: ,.Ég er saklaus af þeim glæp sem. ég er ákærður fyrir. Ég hef alc’rci myrt Róbertu Alden og því ætti ek!ki að kveða upp þ<mnan dóm“. Og svo starði hann beint fram fyrir sig, og fann aðeins ástúðlcgt aðdáunaraugnaráð móðurinnar hvíla á sér. Hafði sonur bennar ekki lýst yfir sakleysi sínu frammi fyrir öllum á þessari örlagastundu ? Og orð hans á þessum stað hlutu að vera sönn, þótt haiin hefði ekki sagt þau með nógu mikilli sannfæi ingu í fangelsinu. Og sonur henaar var þá ekki sekur. Hann var það ekki. Hann var það ekki. Guði á himnum sé lof og dýrð. Og hún ætlaði að leggja ríka áherzlu á það í grein'sinni — svo að það birtist í Öllum blöðum og síðar í crii'di hennar. En. Obenvaltzer dómari sýndi hvorki á sér undrun né van- þóknun en hélt áfram:. ,Öskið þér að segja nokkuð fleira?“ „Nei“, svaraði Clyde eftir andartaks hik. „Clyde Griffiths“, lauk Oberwaltzer dómari máli sítiu, „þér hafið verið fundinn sekur um morð af ráðnum hug á Scoaunni. Róbertu Alden, og fyrir það hljótið þér líflátsdóm; og rétt-« urinn mælir'svo fyrir, að lögreglustjórinn í Cataraqui flytji yður og dómskjöl yðar til ríkisfangelsisins í Auburn, þar sem þér eigið að vera í haldi til vikunnar sem liefst raeð mánu- deginum tuttugasta og áttunda janúar 15 —, og.mun fangá- vörðurinn í áðurnefndu fangelsi í Auburn sjá um dð tiltek- inn dag í þeirri viku verði dauðadómurinn fullkomnaðnr yfir yður, Clyde Griffths, eius og lög New York fylkis gera ráð fyrir“. Þegar dóraarinn þagnaði hrosti frú Griffiths til dreagsins síns og Clyde brosti á móti. Eftir að hann hafði lýst yfir sakleysi sínu — á þessuni stað — hafði hún fengið nýtt liugrekki. þrátt fyrir dóminn. Hann var saklaus í raun og veru — hann hlaut að vera það, fyrst hann hafði sagt það á þessum stað. Og Clyde sagði við sjálfan sig, að hún hlaut að trúa á isakleysi hans, fyrst hún brosti til lians. Hún hafði þá ekki látið sannfærast um sekt hans, þrátt fyrir allar sannaairnar gegn honum. Og þessi trú, livort sem hún var röng eða ekki, var svo kærkomin — svo örvandi. Hann hafði ekki slegið Róbertu. Það var alveg satt. Og þess vegna var hann ekki sekur. En Kraut og Slack tóku um handleggi hans o° leiddu haiiín inn í klefa sdnn. Og síðan settist móðir hans við blaðamannaborðið og hinir ýmsu hlaðafuiltrúar þjmptust í kringum hana fullir forvitni, og liún fór að útslcýra fyrir þeim hvers vegna hún væri þama. ,Þið megið ómögulega ætla mér aeitt illt. Eg hef eklti mikið vit á þessum málum, en ég gat ekki komizt til drengs- ins míns á annan hátt. Ég hafði ekki peninga til þess“. Og ökinhoraður blaðamaður reis á fætur og sagði: „Hafið engar áhyggjur a£ því, kona góð. Get ég ekki hjálpað yður eitt- hvað? Á ég ekki að fylla þetta út fyrir yður? Ég er fús til þess“. Og svo settist han«i niður við hlið hennar og hjálpaði heimi til að lýsa áhrifum hennar með þeim orðum, sem liann áleit að Denverblaðið kynni að meta. Og fleiri buðu henni aðstoð sína — allir voru hrærðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.