Þjóðviljinn - 18.11.1952, Blaðsíða 5
4) _ MÖÐVILJINN — Þríðjudagar 18. nóvember 1952 ------—
þlÓOVIUINN
ötgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (á.b.) Sigurður Guðmundsson.
Kréttastjóri: Jón Kjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfl Ólafsson.
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Síml 7500 (3 línur).
Áskrlftarverð kr. 18 á mánuðl í Reykjavik og nágrenni; kr. U
annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
-----------------------------------------------------✓
Kröfur verkalýðsins
Þau 56 verkalýðsfélög sem sagt hafa upp kjarasamn-
ingum sínum við atvinnurekendur frá 1. des. n.k. og gert
hafa samning sín í milli um samvinnu og samheldni í
baráttunni fyrir því að ná nýjum samningum hafa nú
sent samtökum atvinnurekenda kröfur sínar og birt þær
almenningi ásamt ýtarlegri og rökstuddri greinargerð.
Ber vissulega að fagna því að verkalýðsfélögin skuli hafa
tekið þann hátt upp.
Greinargerð verkalýðsfélaganna leiðir þann óvéfengjan-
lega sannleik í ljós að á sama tíma og kaup Dagsbrúnar-
manna hefur ekki hækkað nema um 58,6% hafa allar
helztu nauösynjavörur almennings, hækkaö frá 62 til
533%, þ.é.a.s. þær vörur sem reiknað er meö viö útreikn-
ing vrsitölunnar. Er vitað mál, enda á það bent í greinar-
gerð félaganna, aö útkoman yrði verkalýö og launþegum
enn óhagstæðari væri samskonar rannsókn gerð á verð-
hækkunum þeirra vara, sem ekki eru teknar með í út-
reikningi vísitölunnar. Eigi að síður er veröhækkun vísi-
töluvaranna einna svo almenn og gífurleg að þær niður-
stöður sem athugunin leiðir í ljós munu vissulega koma
ýmsum á óvart. Þá er það ekki síður athyglisvert hvernig
útsvör og skattar hafa farið stórlega hækkandi, en sam-
kvæmt töflu þeirri er fylgir greinargerð • verkalýðsfélag-
anna þarf nú hver verkamaður með lágmarkskaup Dags-
brúnar og þrjú börn á framfæri að greiða 74,8% hærra
útsvar en 1948 og tekjuskattur sama manns hefur hækk-
að um hvorki meira né minna en 163,7%.
Þegar þess er gætt hve verkalýðurinn hefur verið rúinn
á siölausan hátt með skipulagðri skriðu dýrtíðar og at-
vinnuleysis getur enginn haldið öðru fram en kröfur
verkalýðsfélaganna séu í fyllsta máta byggðar á sann-
girni: En kröfur verkalýðsfélaganna eru í aðalatriðum
þessar:
Allt grunnkaup í samningum hækki um 15%, þó þann-
ig að grunnkaup karla í almennri vinnu sé hvergi lægra
en kr. 10.63 á klst. og grunnkaup kvenna verði samræmt
og hækki þannig að bilið milli þess og grunnkaups karla
minnki: frá því sem nú er. Verðlagsuppbót verði greidd á
allt gsunnkaup mánaðarlega samkvæmt framfærsluvísi-
tölu næsta mánaðar á undan. Atvinnurekendur greiði
4% á greidd vinnulaun f atvinnuleysilstryggingasjóð við-
komandi stéttarfélagc, er stofnað verði til. Lágmark or-
lofs lengist úr 12 virkum dögum í 18 virka daga á ári og
hækki greiðsla orlofsfjár samkvæmt því úr 4% í 6% á
greidd vinnulaun eftir sömu reglu og gert er ráð fyrir í
gildandi lögum. Þá er þess krafizt aö athugaðir verði
möguleikar á framkvæmd 40 stunda vinnuviku. Að lok-
um er svo krafan um að samið verði um kaup iðnnema
og það ákveðið hundraðshluti af kaupi sveina í sömu iðn-
grein, þannig, að iðnnemi fái á fyrsta námsári 40% af
kaupi sveins, á öðru námsári 50%, á þriðja námsári 60%
og á fjórða námsári 70%.
Eins og fyrr segir er þessum kröfum verkalýðsfélag-
anna svo í hóf stilit sem framast má verða. Er þess og að
vænta að þeim verði mætt af fullum skilningi og lipurö
af hálfu viðsemjenda verkalýðsfélaganna. Og þótt á ann-
an hátt þjóti í tálknum Morgunblaðsins og Tímans í for-
ustugreinum þeiirra í fyrradag verður það á engan hátt
tekið alvarlega, Þaö er máti þessara málgagna ríkisstjórn-
arinnar og afturhaldsins að ráðast gegn hverri hags-
munakröfu verkalýðsins. Hefði málflutningur þessara
blaða yfirleitt verið á rökum reistur væru margir ára-
tugir liðnir síðan nokkurt atvinnutæki heföi verið rekið
á íslandi. Svo oftsinnis hafa þessi afturhaldsblöð haldið
þeirri fjarstæðu fram að krcfur verkalýðsins og alþýð-
unnar um kjarabætur þýði dauðateygjur og uppgjöf at-
vifinurekstursins yrði að þeim gengið.
Sá vilji verkalýðsins er fyrir hendi nú eins og jafnan
áöur að samningar takist án þess að til stöðvunar komi.
Og það væri áreiðanlega hyggilegast fyrir atvinnureksnd
ur og ríkisstjórnina aö gera sér það ljóst þegar í upphafi
að hér hafa vcrið mynduð víðtæk og traust samtök
verkalýðsstéttarinnar, sem örugglega eru þess megnug
að leiða þá hagsmunabaráttu sem nú er undiirbúin, til
íullkomins sigurs.
Þriðjudagur 18. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — .(5
Kerti — Kallið kom — Nýi menntaskólinn
BÆJARPÓSTURINN hefur
haft tal af forstjóra efna-
gerðarinnar Hreins og spurt
hann um útlend kerti og inn-
lend. Efnagerðin framleiðir
góð kerti miklu ódýrari en
þau amerísku er inn hafa ver-
ið flutt. Það hefur verið sann-
prófað að þau íslenzku eru
jöfn að gæðum þótt ekki séu
þau 'eins skrautleg enda
verðmunurinn all nokkur. For
stjórinn taldi líklegt að þessi
grein íslenzks iðnaðar mundi
dragast saman eins og vænta
má og er það bara eitt dæmi
um herferð stjórnarvaldanna
gegn íslenzkum iðnaði og
sjálfsbjargarviðleitni lands-
manna.
★
ÍSLENDINGAR ættu að fara
að athuga sinn gang þegar
þeir kaupa. Enn eimir eftir af
því að það að varan sé út-
lend tryggi gæði hennar.
Mikið af innlendum iðnaði er
jafn gott, og stundum betra
AB
-BLAÐIÐ sem er eign
hlutafélags, þar sem ýmsir
helztu auðmenn Reykjavíkur
hafa tÖgl og hagldir, skrifar nú
um það eina greinina af annarri
að Þjóðviljinn eigi von á miklu
Moskvugulli, Rússagulli í
stríðum straumi. Þess vegna
fari Sósíalistaflokkurinn út í
happdrætti sitt, það eigi að
dylja hinn, rauða straum áð
austan, enda þótt enginn miði
seljist.
* ★
Það er sem kunnugt er ekki
aðeins hinn dýri málmur sem
að austan kemur, heidur flest
það sem gerist í íslenzkum þjóð
málum. Einmitt þessa dagana
munu margir minnast þess
þegar einn helzti ráðamaður
AB-flokksins, Emil Jcnsson,
belgdi sig allan upp fyrir
fimm árum og flutti hina frægu
yfirlýsingu sína: „Verkfalls-
hótun kommúnista er glæpur.“
Eftir það hét kjarabarátta ís-
lenzkrar alþýðu lengi vel ekk-
ert annað en glæpur á síðum
AB-blaðsins, og auðvitað var
„glæpurinn" skipulagður í
Moskvu; þaðan komu fyrir-
mælin sem farið var eftir. Nú
eru verkalýðsfélög landsins að
hefja nýjan stórfeldan „glæp“,
og er ékki að efa að þeir leggi
á ráðin fyrir austan eins og
jáfnan fýrr.
★
Ráðamennirnir i Moskvu
leggja þannig á sig mikið erf-
iði til að tryggja íslenzkum al-
menningi sem bærilegust kjör,
og þeir leggja víðar hönd að
verki. Á undanförnum árum
hefur íslenzk alþ>%a háð harð-
vítuga baráttu gegn landráð-
um fámennrar klíku sem hlýtur
öflugan stuðning hjá AB-mönn
um. Þessi barátta hefur vissu-!
lega verið árangursrík, þótt
ekki hafi verið hægt að nindra
æ stórfelldari svik. En öll þess;
barátta hefur verið skipulögð :
Moskvu eins og alkunnugt er:
frelsi Islands er sem sé rúss-
tiéskt hagsmunamál flestum
öðrum fremur.
★
Þau verk sem íslenzk alþýða
ur sér dýrmætust, sjálfstæð-
>aráttan, kjarábaráttan eru
í öll unnin í rússneska þágu,
það er ekki að uodra þótt
ð fé sem almenningur legg-
en það sem inn er flutt. Þá
trúa margir að sé varan bara
nógu dýr hljóti gæði hennar
að fara eftir því. Við skulum
hætta að láta hafa okkur að
ginningarfíflum að þessu leyti,
kaupa ekki útlenda vöru ef
við getum fengið jafngóða og
oft ódýrari ínnlenda. — Þá
ættu iðnaðarmenn úndantekn-
ingarlaust að hætta að nota
enska tungu á umbúðir sín-
ar, því að í því felst játning
þeirrar hjátrúar íslendinga
að ekkert gagn sé í öðru en
því sem kemur frá útlandinu.
MAÐUR hefur svo beðið fyrir
skilaboð til strætisvagnabil-
stjóra og bilfreyju í Hafnar-
fjarðarvögnunum. Biður hann
um að stoppistöðvar séu kall-
aðar svo hátt að heyrist, en á
því hefur verið nokkur mis-
'brestur og að minnsta kosti
sá er kvartar farið framhjá
ákvörðunarstað vegna þess að
ur blaði sínu heiti einnig
Rússagull. Og það er vissu-
lega rétt hjá AJB-blaðinu að
Þjóðviljinn hefur feeigið mik-
ið af -slíku Rússagulli og á eft-
ujlriWitjM’
ir að fá miklu meira. Það mun
ekki standa á velunnurum blaðs
ins nú fremur en endranær að
leggja á sig mikið starf til þess
að selja hvern einasta happ-
drættismiða sem prentaður
hefur verið og láta spásögn
AB-biaðsins þannig rætast.
Hefjum öll nýja sókn í happ-
drættissölunni undir kjörorð
inu: Meira Rússagull!
Vísir kemst þannig að^orði í
gær um samtök 56 verkalýðsfél.
til að knýja fram nókkrar
kjarabætur, að fróðlegt sé að
vita „hvernig slíkt tiltæki verð-
ur séð hjá alþjóðasambandi
frjáisra verkalýðsfélaga". Vís-
ismenn tala mjög kunnuglega
um þetta samband, líkt og þeir
eigi þar eitthvað innangengt.
Hins er þó að vænta að stjórn
Alþýðusambands íslands sé
hann lieyrði ekki er kallað
ÞAÐ ER mi'kið í ráðizt að
reisa nýjan menntaskóla,
byggingu er standa mun
nokkra mansaldra ef ekkert
kemur fyrir. Slíkt mannvirki
þarf að vera vel undirbúið
og byggingin fögur Qg hag-
kvæm. Maður skyldi því ætla
að fleiri en einn arkitekt ættu
að hafa þar tillögurétt, að
samkeppni færi fram um
teikningu og teikningar sýnd-
ar opinberlega og tryggt að
einungis það hæfasta yrði
valið að tillögu vandlega skip-
aðrar dómnefndar. En það
virðist ekki ætla að verða svo.
Menntamálaráðherra hefur
skrifað Félagi íslenzkra húsa-
meistara bréf þess efnis að
ekki hafi unnizt timi til þess
að efna til samkeppni vegna
þess að byrja ætti á fram-
kvæmdum nú i haust. En ekki
bólar á framkvæmdum svo
að þessi ástæða á sér ékki
lengur neina stoð. Hvers-
vegna er ekki efnt til sam-
keppni ? Er menntamálaráð-
herra einn fær um að ákveða
hver sé hæfastur til þess að
teikna nýjan menntaskóla?
★ MUNIÐ happdrættið!
meiri heimilisvinur hjá þessu
ágæta sambandi en heildsalarn-
ir sem að Vísi standa. Kemur
það væntanlega í ljós bráðlega,
því félögin 56 hafa nú falið Al-
þýðusambandsstjóminni að
leita eftir fjárhagslegum stuðn-
ingi hjá sambandinu, og berst
svar væntanlega það fljótlega
að það geti haft áhrif á úrslit
kjarabaráttunnar, þannig að ís-
lenzkum afturhaldsmönnum
verði ljóst að þar sem „Al-
þjóðasamband frjálsra verka-
lýðsfélaga" er hafi íslenzk al-
þýða góðan hauk í -horni er-
lendis. Á Vísir von á einhverju
öðru svari?
En ef til vill hefur Vísir ver-
ið að hugsa um þær nýju að-
stæður sem skapast eftir að
heildsalar og kaupmenn Reykja
víkur eru gengnir í Alþýðusam-
band Islands. Verði t. d. Björn
Ólafsson kosinn forseti Alþýðu-
sambandsins og Eggert Krist-
jánsson framkvæmdastjóri þess
munu jafn frjálsir menn auð-
vitað ná hinum ákjósanlegustu
tengslum við „Alþjóðasam-
band frjálsra verkalýðsfélaga“.
Og ef til vill hafa þeir í hyggju
að leiða styrk þann sem vænt-
anlegur er inn í Vinnuveitenda-
samband íslands í staðinn en
þar eru þeir einnig innstu kopp-
ar í búri. Þá væri kjörorðið
„stétt með stétt“ full'komaað á
hinn ákjósanlegasta hátt.
Líklega hafa Sturlubræður
dáð miðaldir mest allra tíma-
bila sögunnar. Að minnsta
kosti byggðu þeir flest sín hús
með mjög líku sniði því sem
tíðkaðist um kastala þeirra
alda, einsog þeir vildu vera við
því búnir að verjast í þeim til
þrautar, ef svo bæri undir. E!»i
kastalar miðalda voru víst köld
•og óvistleg híbýli, og er það
nokkuð amiað en sagt verður
um það húsið Sturlubræðra
sem nú er orðið bamaheimilið
Laufásborg.
★ § ★
Það barst á móti mér hress-
andi ilmur af málningu sem er
aðeins nýlega þomuð þegar ég
gekk inní Laufásborg einn
morguninn fyrir skemmstu.
Ég gekk innum dyrnar sunnan-,
megin, enda stóð á þeim að
þær væru ætlaðar þriggja ára
bömum og eldri. Klukkan var
hálftólf. Fyrir innan dyrnar
var hópur bama á aldrinum 3
til 5 ára að klæða sig úr úti-
fötunum með langvarandi frá-
hneppingum og óyfirstíganlegu
næluvesini, áðuren þau færu>
uppá loft að borða.
„Hvað ertu að skrifa
manni?“ spurði einn snáðinn
þegar ég var búinn að fá mér
sæti á bekk og byrjaður að
nótera hjá mér það sem fyrir,
augu bar.
„Doktorsritgerð um forvitna
stráka,“ sagði ég.
„Þú ert kokkur,“ sagði hann
án þess að útskýra nánar hvort
þetta átti að vera komplíment
eða móðgun.
„Manni, hvað heitirðu?“
spurði annar.
„Jónas,“ sagði ég.
„Alveg einsog ég,“ sagði
hann.
„Nú, heitir þú líka Jónas?“
lrNei, ég heiti Jón Ólafur,“
sagði hann.
„Já, én þú sagðist heita al-
veg einsog é'g. Og ég heiti Jón-
as.“
„Hah!“ sagði hann. „Held-
urðu kannski að Jón Ólafur sé
alveg einsog Jónas? Sá er vit-
laus.“
Kra'kkamir fóru allir að
hlæja. Það var auðsæilega
langt síðan þau höfðu hitt
svona vitlausan karl.
Mér tókst þó fljótt að fá þau
til að tala við mig einsog ek’k-
ert mjög vitlausan karl. Og
hljóp þá í þau geysileg ákefð
að segja mér hvað þau hétu.
Einn snáðinn kom alveg uppað
mér, hvessti á mig augun og
sagði: „Ég lieiti Fúsi.“ Hann
sagði þetta tvisvar í röð með
miklum alvöruþunga, einsog
það réði úrslitum í heiminum að
heita Fúsi.
„Það gleður mig að kynnast
yður, Fúsi,“ sagði ég og
hneigði mig samkvæmt keisara-
legum hirðsiðum, enda sýndist
JONAS ÁRNASON:
ViltU
segja visuna.-1
mér vissast að hafa manninn
góðan.
„Viltu segja vísuna um hann
Jesú?“ var þá sagt með hægð
við hlið mér. ,,Barnavinur
mesti þú veizt ha?“
Sá sem talaði var í heið-
blárri peysu með stór augu
er nefnilega höfð kínverska að- stöðukonu heimilisins, Þórhildi
ferðin: að þekkja táknið.
Yfir hverju hólfi var greiða
með löngu skafti og skaftinu
stungið í gat á véggnum.
Börnin tóku hvert sina greiðu
þegar þau höfðu þurrkað sér
um hendurnar, stilltu sér síðan
eins á litinn. Ég sagði vísuna
um hann Jesú.
„Veiztu eftir hvem vísan
-er?“ spurði -ég á eftir.
„Hún er eftir mann sem ég
þekki ekki neitt,“ sagði hann.
Þegar samkvæmið hafði
hlætt sig úr útifötunum var
farið inní næsta herbergi þar
sem voru litlir vaskar meðfram
öðrum veggnum í mátulegri
hæð fyrir alminlegt fólk að þvo
sár án þess endilega fyrst að
klöngrast uppá stól. Innar af
því herbergi var klósettið.
Fólk sápaði á sér hendurnar
með hátíðlegri stillingu og
sýndi nú miklu meiri menningu
í háttum helduren þar sem áður
hafði verið farið úr útifötun-
um. Hér ríkti hinn mesti virðu-
leiki, og truflaðist hann aðeins
einu sinni; það var þegar
lítil telpa, sem hafði orð-
ið eitthvað sein fyrir, kom úr
iklæðáherberginu með buxum-
ar á hælunum, og hvarf í mikl-
um flýti inná klósettið.
Á veggnum andspænis vösk-
unum voru lítil hólf, og hand-
-klæði í hverju þeirra. Á litlu
spjaldi yfir hverju hólfi stóð
skrifað náfn þess sem nota
átti handklæðið. Auðvitað get-
ur ekki nema fátt eitt af þess'u
fól'ki lesið nafnið sitt, og finn-
ur þó alltáf hver sitt hólf. Hér
upp fyrir framan speglana hjá.
vöskunum og hófu að greiða
hár sitt. Og nú datt á dúnalogn
í herberginu. Það kom semsé í
ljós, að menningaráhrif þau
sem fylgja vatni og sápu eru
ekki nema smámunir móts við
þau hámenningaráhrif sem fel-
ast í greiðum. Prúðari böm var
ekki hægt að hugsa sér. Þetta
var einsog aðdragandi að meiri-
háttar afmæli, ef ekki bara
jólunum. Starfstúlkurnar sögðu
mér að enginn gerði sig ánægð-
an með að greiða sér sjaldnar
en þrisvar á dag. Að eiga sína
prívatgreiðu einsog fullorðið
fólk, það er lífsins stóri plús.
— Jón Ólafur greiddi sér fyr-
ir framan spégilinn innst í her,-
berginu og skipti vinstramegin.
Hann átti í löngu stríði við
nokkur hár, sem stóðu beint
uppúr miðjum kollinum, og
virtist ekki mundu hika við að
nota allt vatnið úr Gvendar-
brunnunum til að vinna bug á
þeim, ef með þyrfti. En sem
betur fór lögðust þau útaf áð-
uren til slíks kæmi.
Að svo búnu sögðu stúlk-
urnar bömunum að skipa sér
í röð. Síðan hélt allur skarinn
uppá loft og Litla flugan berg-
málaði í stigunum, því einsog
allir vita er ekki nokkur leið
að vera ósyngjandi í röð.
Uppi á löftinu hitti ég for-
Ólafsdóttur, og hún sýndi mér
húsa'kymnin. Þetta eru tvær
hæðir (auk 'kjallarans þar sem
er áðurnefnt klæðaherbergi og
snyrtiherbergi, ennfremur eld-
hús, frystiklefar og þvottaher-
bergi; núverandi eldhús er þó
aðeins til bráðabirgða, og ætl-
unin að gera það fullkomnara
seinna þegar fólk sem enn býr
í nyrðri helmingi kjallarans tel-
ur sér fært að flytja út; þegar
þar að kemur verða líka í kjall-
aranum íverustofur fyrir starfs-
stúlkur heimilislns). Uppi eru
vistarverur einmg allar hin-
ar snyrtilegustu, þ.á.m. leik-
herbergin, borðstofurnar og
salur fvrir ikvikmyndasýningar
og fræðslufundi, item hópsöng.
Innréttingu hússins hefur ótrú-
lega lítið þurft að breyta, það
sem Sturlubræðrum þótti hesita
sér, hentar m.ö.o. einnig góð-
um börnum. Þó hefur að sjálf-
sögðu orðið að endumýja hús-
fð á ýmsan hátt, setja dúka á
gólfin, smíða upp glugga, vegg-
fóðra og mála. Rómar Þórhild-
Ur mjög allan frágang iðnað-
armanna sem þarna hafa unn-
ið, enda er einsog að koma í
flunkunýtt hús að koma í
Laufásborg.
Starfsemi heimilisins er enn
ekki komin í fullan gang, en
þar eiga að rúmast um 170
börn. Stór hluti þeirra er á
dagheimilinu sem kallað er,
þ.e.a.s. eru þaraa allan daginn,
borða hádegisverð og hvaðeina,
en auk þess er leikskóladeild
fyrir hádegi (kl. 8—12) og önn
ur eftir hádegi (1—5), O
loks vöggustofan. Meðlimir
vöggustofunnar em þegar orði-
ir 20, flestir um eins árs gaml-
ir. Sá yngsti er 8 mánaða.
Hann kemur brosandi kl. 8 á
hverjum morgni, og fer bros-
andi kl. 5 á hverju kvöldi.
Allt er þetta vissulega spor
í rétta átt. En það kostar pen-
ioga að hafa börn á barna-
heimili. Og i landinu rikir
kapítalistís'kt ástand. Á heim-
ilum þar sem ekfki eru einu
sinni peningar til að kaupq.
brauð og mjólk í marga svanga
muuna, hvað mundu þar vera
miklir peningar afgangs til að
létta störf móðurinnar með því
að setja eitthvað af hópnum á
leikskóla eða dagheimili? Ann-
ars var ekki meiningin að fara
hér útí pólití'k. Heldur geta þess
sem gert er.
Þegar ég hélt burt af staðn-
um sat ljóðavinurinn í bláu
peysunni í tröppunum sém
liggja niðrað hliðinu útá Lauf-
ásvegion. Hann sagði:
„Viltu segja vísuna eftir
hann Halldór.“
„Hvaða Halldór ?“
„Hann Halldór Kiljan Lax-
ness.“
„Hvernig er hún?“
,Ég skal váka og vera góð
þú veizt,“ sagði hann.
Það munaði minnstu að ég
segðist ekki mega vera að þvi
núna. En sem betur fór sá ég
að mér í tæka tíð. Hverju meg-
um við eiginlega vera að, ef
ekki þessu?. Ég sagði vísuna
eftir hann Halldór, og levdði
mér að gera það í nafni okkar
allra. Og drengurinn í bláu
peysunni með bláu augun hlust-
aði á.
ílg skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð,
roðar kambinn bláa,
og Harpa syngur hörpuljóð
á hörpulaufið gráa.
183 nemendur að Laugarvatni
Héraðsskólinn á Laugarvatni var settur 2. tióv. sl. Við
menntaskólanám eru 63 nemendur í þremur bekkjum. í mið-
skólabekk eru 49 nemendur í tveimur bekkjardeildum, en 66
í unglingabekkjum tveimur. Við smíðanám eru 5 piltar, þeir
læra einnig ciokkrar bóklegar greinar.
Allt í einu minntist Hodsja Nasreddín
éiðs síns, og á einu andartaki varð hon-
uxn Ijöst hváð hann sétti aS gera. —
Jæja, ökrari, hugsaöi hann, þú b’óðsuga
' fátæklinganna, í dag muntu drukkna.
Og Hodsja Nasreddin hafði nú ekkert á
móti því þó þeir gengju dálítið hratt.
>eir 'sneru inn á þrönga götu þar sem
vindsveipar feyktu rykinu — og okrarinn
opnaði garðinn að húsi sínu.
Hodsja Nasreddín veitti því athýgli að
laufið í hinum enda garðsins bærðist, og
að baki þess heyrði hann hviskur og hlát-
ur — ,það voru konur okrarans sem giödd-
ust yfir heimsókn ókunnugs mánns.
rú ' •■
Okrarinn staðnæmdist andartak og leit
ógnandi í áttina til þeirra; og allt varð
kyrrt. Hodsja Nasreddin heyrði þær fjar-
lægjast. Kíðið ró'.egir, fögru fangar, ég
skal bráðúm frelsá 'ykkur.
Á undan skólasetningu mess-
aði sóknarpresturinn, séra Ing-
ólfur Ástmarsson. Um kvöldið
var sýnd 'kvikmyndin „Sólskins-
dagar á lslandi“. Áður hafði
verið kenat þrjár vikur mennta-
skólanemendum og miðskólá, en
unglingsbekkirnir komu 1. nóv-
ember.
Nokkrar breytingar urðu á
Sendiráð var-
ar lélk við
Brögð munu hafa verið að
því, að íslenzkt fólk hafi kom-
ið til Noregs í atvinnuleit, en
enga vinnu fengið. Það hefur
því orðið að draga fram lífið
á þeim aurum, sem það hafði
með sér heimanfrá, en að lok-
um neyðzt til að leita á náðir
sendiráðsins í Olsó.
í bréfi frá því, sem blaðinu
hefur borizt, er skorað á fólk
að kanna atvinnuhorfur í Nor-
egi áður en það lieldur að
heiman, og minnt á, að öllum
sendiráðum íslaads erlendis
hefur verið bannað að hjálpa
mönnum um fé, þó þeir standi
uppi peningalausir, húsnæðis-
lausir og jafnvel mállausir.
starfsmannaliðinu í s'kólunum
á Laugarvatni frá því, sem var
síðast liðið ár.
Að héraðsskólanum kom
Benedikt Sigváldason cand.
mag., að íþróttakennaraskólan-
um Árai Guðmundsson kennari,
að húsmæðraskólanum hús-
mæðrakennararnir Jensína
Magnúsdóttir forstöðukona og
Gerður Jóhannsdóttir kennari,
að baraas'kólanum Eiríkur Har-
aldsson kennari, og að heima-
vist héraðsskólans húsmæðra-
kennararnir Jónína Bjarnadótt-
ir og Sigurlaug Eggertsdóttir.
8. nóvembér s.l. fóru meniíta-
skólanemendur í Þjóðleikhúsið,
daginn eftir skoðuðu þeir Þjóð-
minjasafnið.
g iim
eldavélasmíði
Stofnað hefur verið félag um
framleiðslu á eldavélum: Elda-
vélaverkstæði Jóhanng Fr.
Kristjánssonar. Auk fram-
leiðslu eldavéla er ætlunin .að
starfrækja annan skyldán át-
vinnurekstur. Stofnendur eru 6,
allir Reykvíkingar. Frmn-
kvæmdastjóri er Hákon Jói
liannsson. .