Þjóðviljinn - 18.11.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.11.1952, Blaðsíða 8
Á a3 gera fyrirtœki sem kostar 200 millj. króna fjárfestingu af opinberu fé að féþúfu auðmanna? Hörð ádeila á brask ríkisstjórnarinnar með áburðarverksmiðjuna I umræðunum um lánsheimild handa áburðarverksmiðjunni sýndi Einar Oigeirsson í'ram á að láta mundi nærri að ríkið þyrfti að leggja í 200 milljón króna fjárfestingu til þess að koma upp þessari verksmiðju og tryggja henni rekstrarorku. Áburðarverksmiðjan sjálf á að kosta 108 millj. kr., þar af ieggja einstakir hluthafar fram 4 milljónir ,ríkið 104! Ekki sé ósann- gjarnt að áætla að 90—100 milijónir af kostnaði við aðra virkjun Sogsins sé beinlínis gerð vegna Áburðarverksmiðjiinnar. Þetta gríðarlega fyrirtæki, sem frá upphafi er hugsað sem ríkiseign, ætla pólitískir braskarar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar að afhenda með ráðherrayfirlýsingum- til eignar hluta- félagi, sem er stofnað með 10 milljón króna hlutafé! 1 ýtarlegri ræðu deildi Einar Olgeirsson fast á ríkisstjórn- ina fyrir ófremdarástandið í á- 'buafí&rverksiniðjumáMnu og vítti harðlega þá framkomu ráðlierranna að vera ekki við þegar slík stórmál eru rædd á Alþingi. Krafðist Einar þess að fram yrði lögð fyrir fjárhagsnefnd eða Alþingi rekstraráætlun Á- burðarverksmiðjunnar og upp- lýsingar varðandi byggingar- framkvæmdirnar. Væri t. d. fróðlegt að fá upplýsingar um hve miklu umboðslaun hefðu numið við innkaupin á vélum verksmiðjunnar' Benti Einar á að m.a. með ráðstöfunum í þessu máli sé verið að tengja saman á hend- ur örfárra manna vald yfir mestu því fjármagni sem til er í landinu. Ekki sé hikað við Huguíssmi vii bruaféik Búð ein hér í bænum hefur m. a. annarrra athyglisverðra hluta á boðstólum prjónuð höf- uðföt á börn sem kosta 85 kr. stykkið, Höfuðföt þessi eru prjóna- hattar, og hvað sem annars má um þá segja eru þeir ekki vetrarbúningur, þótt þeir séu fluttir inn undir veturinn. Á sama tíma og þessir 85 kr. prjónahattar eru fluttir inn háfa innlendar prjónastofur orðið að stórminnka framleiðslu sína vegna sölutregðu. Heild- salarnir láta engin tæ'kifæri ó- notuð til þess að lofa sína eigin „sérþekkingin“ á vörugæðum og þörfum kaupendanna. Hvað skyldi hann heita sem hefur flutt ina þessa áttatíu og fimm krónu barnahatta undir vetur- inn ? að misnota pólitísk völd til að koma eignum ríkisins yfir á hendur einstaklinga. Einar sýndi fram á að Á- burðarverksmiðjan hefði fengið mjög hagstæða samninga um rekstrarorku frá Sogsvirkjun- inni, og yrði óhjákvæmilegt að hefja tafarlaust þriðju virkjun Sogsins ef ekki ætti að skapa öngþveiti í rafmagnsmálum Undinn var bugur að því að koma aftur á bráðabirgðasam- bandi, og tókst það eftir nokk- A8 kvöldi dags ný bók eftir Björn Blöndal Ein vinsælasta og bezta bók- in sem út kom í hittifyrra var eftir borgfirzkan bónda, frum- smíð fullorðins manns. Nú hef- ur þessi bóndi' gefið út aðra bók, er 4ieitir hið sama og fyrirsögn fréttarinnar. Bókin er í 20' köflum og heitir hver sinu nafni. Eru sumir þeirra af svipuðum slóðum og frá- sagnir fyrri bókar, en aðrir sýnast sjálfstæðari skáldskap- ur. En þokkafullt verk er þessi bók. Hún er nær 180 blaðsíður á lengd. — Hlaðbúð hefur annazt útgáfuna, og gert það smekk- lega._______________________ Munið deildafundfna annað kvöld kl. 8.30 á venjulegum fundarstöðum. urn tíma, Var það ekki fyrr en á sunnudagsmorgun sem staðurinn fannst þar sem strengnum hafði verið stolið. Hafði þá verið rifinn upp strengur á 20 metra kafla í geira milli hitaveitustokks og Bústaðavegs. Liggur kapallinn grunnt á þessú svæði, og er gert ráð fyrir því að þjófsi muni hafa fengið einhvern snert af straum í sig, úr því hann tók ekki meiri streng. Er strengurinn á þessu svæ'ði undinn úr 14 línum úr eirblend- ingi, og því verðmætur. Málið er ekkj upplýst. Þá va.r um helgina allmikið um smáþjófnaði. Brotizt var t.d. inn í Gleraugnaverzlun Ing- ólfs Gíslasonar í Ingólfsstræti og stolið þar tveimur settum af lindarpennum. Þá var einnig stolið karlmannaskóm í leg- steinaverkstæði á Birkimel, og útvarpstæki úr bíl. Drukkinn maður ætlaði að finna stúlku í Hlíðunum, en fór húsavillt og tók það mjög ó- stinnt upp er honum var bent á það. Braut hann þrjár hurðir í húsi við Barmahlíð, er hann lenti inn í. Síðan skarst lög- reglan í leikinn, og lauk honum þá. | LjngvitnuHum ber áid saman ; \ Eymdarleg vörn MorgimblaÖsins og M ÍAf skrifum Morgunblaðsins og AB um það áform þrí- ■ fylkingarinnar að storma með alla heildsala og kaup- Imarmastétt bæjarins inn í Alþýðusambandið, er angljóst ! að þessi þrífylkingarmálgögn eru í standandi vandræð- I; um. Og eins og vill koma fyrir þegar Ijúgvitni er borið ; ber vitnunuin ekki allskostar saman. Mb. segir, afi það sé ekkert við það að athuga þótt atvinnurekendurnir gangi inn í verkalýðssamtökin, þeir hafi unnið svo gott ;i st-arf í V. K. Hinsvegar fullyrðir AB að sínir menn séu !; ekki áfjáðir í að taka V. R. inií að óbreyttu skipulagi. ; s En sé þetta rétt, hvers vegna þá ekki að samþykkja j; ? brytingartillögur Björns Jónssonar við lög V. R.? Þær !; eru algjörlega byggðar á fyrirmyndarLögum A. S. í. og j í samræmi við lög stéttarfélaga innan þess. J Það verður fróðlegt afi sjá svar AB við þessu, en vænt- ;! anlega gefst tækifæri til þess næstu daga að skýra mun- !; j; inn á breytingartillögum Björns og þeim vanskapnaði sem ;’ !; félagsstjórnin hefur lagt fram og sem á að fleyta allri ;! !; heildsala- og kaupmanhastéttinni inn í Alþýðusambandið. í Framhald á 6. síðu. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Ráðskonu Bakkabræðra í kvöld kl. 8.30. Aðsókn að þessu vinsæla leikriti hefur verið svo mikil að félagið mun sýna Ráðskonuna þrjú kvöld í röð, þriðjudag, miðvikud. og fimmtudag. Miðvikudagssýningin er kl. 6 og er barnasýning. Um hélgina munu ,,Bakkabræður“ bregða sér á Suðurnes Jarðsímastreng síolið í Fossvegi Ýmsir smáþjcfnaðir framdir um helgina Klukkan rösklega 2 á laugardaginn var lögreglunni tilkynnt að rofnað hefði fjarritunarsamband milli Gufuness, Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvalla og Veðurstofunnar. Við rannsókn kom í ljós að stolið hafði verið jarðsímastreng suður í Fossvogi. Húsvckingar krefjast ríkisábyrgð- ar á togarakaupnm fyrir Húsavík Húsavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans Svofelld tillaga var samþykkt á borgarafundi s. 1. laug- ardag: „Vegna hins mikla atvinnuleysis sem hér ríkir og sifellt ágerilst svo til. fullkominna vandræða horfir, skor- ar aCmennur borgarafundur í Húsavík, haldinn 15. nóv. 1952, á Alþingi það er nú stendur yfir, að samþykkja heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að ábyrgjast fyrir Húsavíkurkaupstað, eða lilutafélag sem kaupstaðurinn er hluthafi í, lán til kaups á togara, allt að 90% af and- virði togarans. Jafnframt leggur fundurinn mikla á- herzlu á að Húsvíkingar geti eignazt togara einir og telur annað óviðunandi“. Launþegar í verzlunarstéft krefjast fundar um kjaramálin Handbendi aíturhaldsins í stjórn launþegadeildar- innar haía að engu samþykkt síðasta deildaríundar Tilskilinn fjöldi félagsmanna í Verzlunarmannafélagi Keykja- víkur afhenti í gær stjórn launþegadeildarinnar kröfu um að kallaður verði saman félagsfundur eigi síðar en 19. þ. m. til þess að ræða kjara- og skipulagsmál félagsins. Fyrir hálfum mánuði síðan var samþykkf á fundi launþega- deildarinnar að segja upp samn ingum við atvinnurekendur og kosin fjögurra manna nefnd til að starfa með stjóm deildar- innar að undirbúningi og vænt- anlegri samnTngsgerð. Þá var og samþykkt að leita samstarfs við verkalýðsfélögin sem sagt liafa upp samningurn 1. des^ n. k. Einnig var samþykkt að halda fund í deildinni innan hálfs mán aðar eða í síðasta lagi í gær, til þess að ræða kaupgjaldsmálin að nýju og þau viðhorf sem þá hefðu skapazt. Þessa samþykkt félags- fundarins hefur stjórnm haft að engu. Enginn ftmd- ’ur hefur verið boðaður í- fé- laginu um kjaramálin. Að- eins tveir fundir verið hahlnir með stjórn og nefnd fundarins sameiginlega. Enn hefur því ekkert verið rætt um undirbúning að væntan- legri samningsgerð. Sama er að segja um áltvörðun fund- arins um samflot við verka- lýðsfélögin, ekki er kunnugt um að nokkur skapaður hlut ur ha.fi- verið í þii gerð'ur af hálfu stjórnarinnar. Þessum vinnubrögðum stjórn- Nýtt íslenzkt vá - tryggingarfélag Stol'nað hefur verið nýtt ís- lenzkt vátryggingafélag, nefn- ist það Islenzliar vátryggingar h. f, Tilgangur þess er að taka að sér tryggingar beinf eða sem endurtryggingar, þar með talin vátrygging á vörum meðan þær kunna að vera, á undan, eftir eða meðan á ferð stendur og sem er í sambandi við eða or- sa'kast af ferðinni. Brunatrygg- ingar, jarðskjálfatryggingar og aðrar skyldar tryggingar. Miðl- aratryggingar og lánastarf- semi, svo og kaup og sala fast- eigna. — Stofnendur eru 6 Reykvíkingar. Stjórn skipa: Stefán Thorarensen formaður og með honum Jón Björnsson og Þorsteinn Davíðsson. Pró- kúruhafi er Jón Björnsson. arinnar vilja launþegar í verzl- unarstétt ek'kj una. Þess vegna er komin fram krafan um fund og verður nú fróðlegt að sjá hvernig stjórain bregzt við. Kaffil hækkar um kr. OÖ Enn hefur ríkisstjórnin framkvæmt -eina „vicreísn- ar“-ráðstöfun sína til að lækka dýrtíðina. Hefur kaffipakkinn verið liækkaður úr. kr. 11.00 í kr. 11.30 eða kg. úr kr. 44.00 í kr. 45.20. íslenzk vika Þessa viku er ákveðið að kynna íslenzkan iðnaðarvarning með þeim hætti að kaupmenn stilli út íslenzkum iðnaðarvör- um í glugga búða sinna —' lofi kaupendunum að sjá hvað framleitt er hér á landi. Það var töluvert lærdómsríkt að athuga búðargluggana á sunnudaginn. Margir höfðu stillt út af áhuga og smekkvísi, én aðrir virtust hafa gleymt því að til væri nokkuð sem heit- ir íslenzkur iðnaður. Almenn- ingur mun svo draga sínar á- lyktanir af þessum útstillingum engu síður en öðrum og máske liafa í huga í framtíðinni hverj- ir mundu bezt eftir íslenzka iðnaðinum. Léttið unáirbún- ing handíða- markaðsins Það eru vinsamleg tilmæli tií ykkar allra s-em ætlið að gefa muni á handíða- og list- munamarkað Sósíalista- flokksins að afhenda munina strax þessa daga, að Þórs- götu 1, og eigi síðar en 20. þ. m. því það torveldar mjög undirbúning markaðsins ef munimir eru ekki afhentir fyrr en á síðasta degi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.