Þjóðviljinn - 18.11.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.11.1952, Blaðsíða 6
6) —ÞJÓÐVILJINN —'Þriðjndagur 18. nóvember 1952 Uíavsðl Ekkert í klæðaburði breytir jafnmikið útliti manna og lit- ir, og ættu menn að notfæra sér það daglega. Kærið yður kollótta um tízkuna, þegar um liti er að ræða. Þá eigið þér fyrst og fremst að velja eftir því sem fer yður bezt. Flesta klæðir bezt 1 eða 2 litir; hvort yður klæðir gult eða blátt, þá skuluð þér halda yíur við þann lit, hvað sem er í tízku. Þér verðið líka miklu betur klæddar í iitum sem fara vel saman. Tökum til dæmis stúlk- una sem á að klæðast hárauðu, því það fer henni bezt. I stað- inn fyrir að ussa og segja að því sé ekki hægt að klæðast daglega, skulum við athuga 'livað fer vel með rauðu. — Dökkblátt, hvítt og grátt er Kafniagnstakmörkunln Vesturbærinn frá Aðalstræti. Tjarnargötu og Bjarlcargötu. Mel arnir, Grímsstaðalioltið með flug- vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarn- mjög fallegt með rauðu. Há- rauð dragt getur verið áberandi ein sér, en ef verið er í dökk- bláum skóm, liatti, hönzkum og tözku með henni nýtur hún sín mjög vel. Velji maður síðan dökkbláa kápu, þá eiga skórnir osfrv. einnig vel við hana. — Dökkbláar eða hvítar blússur fara vel við dragtina og frakk- ann, hárauður kjóli með hvít- um teinum, grár eða blár kjóll fara vel undir frakkanum. Bláu litimir verða þó að fara vel saman, fallegast er annað- hvort mjög ljósblátt eða dökk- blátt. Vissulega kaupir maður ekki aht þetta í einu — flestir verða áð láta sér nægja eina flík. En þeim mun meiri þörf er á að hafa hugsað fyrirfram út í litasamsetninguna, svo að endalokin verði ekki rauður kjóll, græn kápa, ljósblár hatt- ur og fjólublá taska. Nú, þegar stuttkápurnar eru aftur í tízku verður pils eða kjóll og kápa að fara sérstaklega vél sam- an. Hér á árunum var ekki ó- algengt að sjá ungar stúlkur í blárauðum stuttfrökkum og gulrauðum eða sterkrauðum Maturinn morgun Grænmetissúpa — Keyktur fiskur, kartöflur í jaíninj;i. Súpan: IV- -2 ] vatn eða soð, 2 msk. þurrkaðar súþujurtir, 1 laukur, 2 kártöflur, 1 gulrót, 1 bolli smátt saxað g-rænkál eða hálft búnt steinselja, 25 g smjörlíki, sa’t. Súpujurtirnar eru soðnar i vatninu. Gott er að þær hafi iegið í bleyti nokkra stund. Kartöflur, laukur, og gulrót er rifið á grófu rifjárni, látið út í, þegaa sýður og soðið í 5—10 mín. Síðast er grænkálið og smjöilíkið iátið i. Saltað. Ósætt brauð er borðað með súpunni. pilsum. Hvorttveggja rautt, en hræðilegir litir saman. Ef ekki er nákvæmlega sama efni og litur á pilsinu og stuttfrakk- aniun er hérumbil alltaf betra að velja gerólíkan lit. Flíkurnar verða nefnúlega ekkert dýrari þó að þær séu valdar þannig, að þær fari vei saman, enda þótt ár og dagar líði frá þvi að ein er keypt og sú næsta. HÉB A» ofan birtast tvær tizkumyndir, sem liingað eru komnar frá Prag. — Það er hausttízkan sem hér er sýnd. y Orðsending ti! utsölnmanna Happdrættis Þjóðviljans uti á landi / Nú líður senn að því að dregið verði í happ- drættinu. Gerið þvi þegar ráðstafanir til að herða söluna. Við treystum því að engir sendi óselda miða til baka. Við treystum því, að þeir, sem geta bætt við sig miðum, láti nú þegar vita um það. Sendið okkur skil fyrir því sem þegar er selt. Verum öll samtaka í starfi fyrir Þjóðviljann. Þjóðviljinn berst fyrir okkur — við fyrir Þjóðviljann. Seljum lrappdrættið upp. HAPPDRÆTTISNEFNDIN . » » * _ * * * 114 **************** *» t+**»*r******+»J***-*+*** » * * 4 Togarakaup Húsvíkinga. 5 Tekju- og eignaskattur. 6 Skógrækt. Ðagskrá ALÞINGIS f DAG Efri delld: 1 Bann gegn botnvörpuveið- um. 2 Verndun fiskimiða land- grunnsins. 3 Verðlag. Jíeðrl dcild 1 Áburðarverksmiðjn. 2 Húsmæðrafræðs’a. 3 Hunda.hald. 4 Ábúðarlög. 5 ítök í jarðir. 6 Skipaútgerð ríkisins. 7 Málflytjendur. 55 ára í gær Frú Ólafía Óladóttir Miklubraut 74 átti 55 ára af- mæli í gær. Ólafía er öllum Vestmannaejdngum kunn fyrir ötult og giftudrjúgt starf í verkalýðsbaráttunni í Eyjum. Hinir fjölmörgu vinir hennar og samherjar óska henni allra heilla í tilefni d.agsins. Abus3arverksmi2jan Framhald af 8. síðu Reykvíkinga og Sunnlendinga að nokkrum árum liðnum. Ingólfur Jónsson hafði af- greitt það mál með því að segja að undirbúningur að 3. virkjun Sogsins sé þegar haf- inn. Einar kvað sér fullkunn- ugt um þann tækniundirbúning sem fram hefði farið, en gerði þá fyrirspurn hvort ríkisstjóm- in sé reiðubúin að tengja þessu frv. lánsheimi’d til 3. virkjun- ár Sogsins, miðað við að hægt yrði að hefja vinnu við hana næsta sumar. Fengi hann ekki svar við því, gæti orðið nauð- syn að bera fram breytingar- tillögu um það við 3. umr. Umræðunni lauk án þess nokkur ráðherra sæist í salnum, en atkvæðagreiðslu var frestað. TUl'ODORE DREISER: 308. DAGUR ■ Eei hið versta og ömurlegasta af öllu því sem þessir menn urðu að þola — var þvergangurinn, sem lá milli gamla bið- salarins annars vegar og aftökuklefans hius vegar. Því að á þeim stað — og svo oft því miður — gerðist hluti þess harmleiks, sem þarna var endurtekinn í sífellu — lokaþáttur líflátsdómsins. Eftir þessum gangi var maður leiddur á hinzta degi sinum, úr betri klefanum í nýju byggingunni, þar sem hana hafði ef til vill dvalizt í eitt eða tvö ár, og í einn gömlu klefanna í gamla biðsalnum, svo að hann gæti verið í næði síðustu stundiraar, þótt han« yrði að loikum (dauðagangan) að ganga sömu leið eftir ganginum til baka — þar sem alíir gátu séð hann — og inn í aftökuherbergið við hinn enda lians. Og hvenær sem fangi þurfti að fara á fund við lögfræð- ing eða ættingja, sem kominn var í biðsalinn af þeim sökum, þurfti hann að fara eftir þessum þrönga gangi og inn í gamla húsið, og þar var hann látinn inn í klefa með tvö földu vírneti fyrir, og varðmaður á næsta leiti meðan fang- inn og gestur hans (eiginkona, sonur, móðir, dóttir, bróðir, lögfræðingur) töluðu saman og varðmaðurinn heyrði allt sem þeim fór á milli. Enginn hasidabönd, kossar, engar vin- gjarnlegar snertingar — ekki einu sinni ástarorð, sem ekki var ætlað eyrum vai’ðarins. Og þegar dauðastundin nálgaðist hjá einhverjum, þurfti hver einasti fangi — einfaldur sem gáfaður, viðkvæmur sem kaldlyndur — að heyra og jafnvel sjá allan undirbúning — flutning mannsins t einn klefann í gamla húsinu, harmþrungnar lokaheimsóknir móður, son- ar, dóttur, föður. Hinn upphaflegi tilgangur var þó ekki að valda dvalar- gestunum óþægindum né þjáningum, meðan þeir biðu úr- skurðar æðri dómstóla um náðun. Fyrst í stað fór flest af þessu framhjá Clyde. Hann fékk aðeins smjörþefinn af því fyrsta daginn. Og til þess að létta eða þyngja byrði hans, kom móðir lians um hádegi daginn eftir. Hún hafði ekki fengið leyfi til að vera honum sam- ferða. Hún hafði tal af Belknap og Jephson og skrifaði grein um þau áhrif sem brottför sonarins hafði haft á hana Og þótt henni væri mikið í mun að fá herbergi á leigu í nágrenni fangelsins, flýtti hún sér þegar í stað á fund fang- elsisstjórans, sýndi honum skjöl frá Oberwaltzer dómara, bréf frá Belknap og Jephson og fór þess á leit að hún fengi að sjá Clyde, og loks var henni leyft að liitta son sinn í her- bergi sem var fyrir utan gamla biðsalinn. Fangelsisstjórinn hafði sjálfur lesið um hana og fórnir hennar, og honum var forvitni á að sjá hana og Clyde sömuleiðis. Eti henni brá svo i brún, þegar hún sá hið hreytta útlit Clydes,.að-hÚa.gat varla lcomið upp orði, þegar hún sá hann. Andlit hans va.r fölt og torkennilegt og augun þreytt og döp- ur. Og hárið klippt af honum! Þessi búnmgur! Og þessi hræðilegi staður með járnhliðum og lásum og lönguni göng- um með eiokennisklædda verði á hverju horni. Andartak var eins og geðshræringin ætlaði að yfirbuga hana — þótt hún Jiefði oft áður komið inn i önnur og stærri fangelsi — í Kansas City, Chicago, Denver — og útbýtt á- vörpum og bæklingum og boðið aðstoð sína og hjálp. En þetta — þettar! Sonur hennar. Breiður, sterklegur barmur hennar hófst og hneig. Hún horfði á hann, en sneri því næst í hann bakkiu til þess að fela andlit sitt. Varir hennar skulfu. Hún fór að róta í litlu töskunni, sem liún gcymdi vasaklútinn sinn í og á meðan tautaði hún með sjálfri sér: „Guð minn — hvi hcfur þú yfirgefið mig?“ En um leið áttaði liún sig á því, að hann mátti ekki horfa á hana svona á sig komna. Hvaða stoð var í þessu — tár hennar hlytu að buga hann. En þrátt fyrir allt þrekið og styrkinn gat hún ek’.ri hætt, heldur hélt áfram að gráta. Og þegar Clyde sá* þetta langaði hann til að segja eitt- hvað uppörvandi og hughreystandi við móður sína, og liann sagði: „Gerðu þetta ekki, mamma. Þú mátt ekki gráta. Ég veit að þetta er hræðilegt fyrir þig. En þú skalt engar áhyggjur hafa af mér. Nei, engar. Þetta er ekki eins slæmt og ég hólt.“ En í hjarta sínu sagði hann: „Guð minn góður, það er verra en ég hélt!“ Og nú sagði frú Griffiths uppliátt: „Veslings drengurinn minn! Elsku drengurinn minn ! En við megum ekki gefast upp. Nei. ,,Sjá, ég mun leiða .þig gegnum snörur óvina þinna.“ Guð er ekki búinn að yfirgefa okkur. Og hann mun ekki gera það — það veit ég. „Að lygnum vötnum mun hann leiða mig.“ „Hann frelsar sál þína“. Við verðum að setja traust okkar á hann. Auk þess," bætti hún við fjörlega, til þess að hug- hreysta sjálfa sig og Clyde, „er ég búin að undirbúa áfrýjun. Hi'm verður lögð fram í þessari viku. Og það vei-ður ekkert

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.