Þjóðviljinn - 20.11.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.11.1952, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Ilandknattleiksmót Reykja- víkur 'hélt áfram á þriðjudags- kvöld. Voru leikirnir skemmti- legir og komu sum úrslitin nokkuð á óvænt. Ármann átti mjög erfitt með ÍR sem hafði betri leikstöðu; 7:5 við leik- hlé. Ármanni tókst þó að jafna og komast cimi marki yfir 11:10 á'ður en leik lauk, nutu þieir þar meiri reynslu. Hið unga ÍR lið er í örum þroska Það kom líka nokkuð á óvart að jafntefli skyldi verða milli KR og Víkings 7:7 og hafði Víkingur forustuna svo að segja allan leik'nín, byrjaði með því að gera 3 mörk áíur en KR fékk nokkuð að gert. Hér var það meiri keppnis- reynsla þessara manna sem hafa haldið saman í mörg ár sem bjargaði ac ekki fór ver. en í KR-lið:nu munu minnstar breytingar hafa orðdð síðustu árin. Varnarleikur þeirra var veikari en sókmn. Leikur Fram og Vals var ekki eins jafn og hinir. Fram-liðið er ekki nógu frískt og nokkuð seinir í gang. Virðist sem þeir þurfi að fara að hleypa nýju blóði í liðið. Frískleiki hmna ’ungu Vals- manna gaf 7:2 eftir fyrri hálf- leik, en úthaldið var ekki nóg og nutu Framarar þá reynslu sinnar, og aldurs og unnu síð- ari hálfleik 4:3. - Staða mótsins er þessi: LUJ T S Mörk KR ......... 43107 36:22 Valur ....... 5 3 1 1 7 43:30 Ármann .... 4 3 0 1 6 45:36 ÍR ......... 5 2 1 2 5 35:34 Víkingur .... 4 1 1 2 3 32:29 Fram ........ 4 1 0 3 2 27:38 Þróttur ..... 4 0 0 4 0 16:45 Álif páfans á i hróffum 0 Pius páfi hinn XII. hofur ný- lega látið í ljósi álit katólsku kirkjunnar á iþróttum. Þetta var við opnun þings á Italiu sem fjallaði urn sálfræðileg1 o g heil- brigðisleg vandamál í sambandi við íþróttir. Páfinn hélt því fram að íþróttirnar gætu fært mann- ■ fó)kið nær guði en hann aðvaraði samtimis við æfingum sem. gsatu verkað ögrandi eða að sýna lík- uma sinn á þann hátt sem hvorki væri nauðsynlegt eða sæmandi. Líkaminn er fyrst og fremst bústaður sálarinnar og íþróttirnai skulu því ekki skoöast sem tak- mark í sjálfu sér. ,,Sú iþrótt sem ekki fegrar sálina er ekki annað en tóm hreyfing einstakra út- lima, sýning forgengi’egrar fog- urðar í fiöktandi gleði", segir páfi. Hann réðist hart að þeim sem gera líkamann dýrð’egan, og undirstrikaði að sá sem aðeins hugsar um útlit og met. án þess eið taka tillit til hvernig þeim drangri er náð, hafi sett íþrótt- i rnar ofar öllu og g’eymt. til- gangi lífsins. Páfinn hafði eklcert við' það að athuga þó mót og keppnir séu á sunnudögum en áminnti alia sanna kaþó’ska menn að gæta sín fyrir þvi að taka ekki knatt- Framhald á 2. síðu Nýtt met á 1000 m Tékkneski hlauparinn Stanis’av Jungwirt hefur á móti i Praha hlaupið 1000 metra á nýjum heims mettíma, 2.21.1. Fyrra metið setti Svíinn Olle Aberg í sumar í K,- höfn og var það 2.21.2. HaFÍsaia i hel Franski hnefaleikarinn Honoré Pratesi lczt í London 6. þessa mánaðar, tveim dögum eftir að hann keppti við brezka heims- veldis'meistarann í fluguvikt, Jake Tuli. Pratesi var svo illa farinn eftir tíu lotur að bera varð hann í búning-sklefa og klukkutíma síð- ar missti hann meðvitund og var ekið á sjúkrahús. Þar voru gerð- ir á honum tveir heilaskurðir en árangurslaust. Konu hans var sím að til Marseil’es að hverju fór, en þegar hún kom á flugvö linn í London var hnefaleikarinn látinn fyrir þrem klukkustundum. Pratesi, sem var 31 árs, er þrettándi hnefaleikarinn sem deyr í Bretlandi eftir stríð af áverka í keppni. FzamhaMsaðaliunduz E. E. E. Framhaldsaðalfundur Knatt- spyrnuráJs Reykjavíkur verð- ur haldinn í kvöld í félags- heimili Vals. Vmis mál eru þar á dagskrá sem geta haft mikla þýðingu fyrir framtí'ð knattspyrnunnar. .Má þar nefna fyrirkomulag mótanna og skipt- ingu milli flokka. Þá mun til- lagan um Suðvesturlandskeppni fá afgreiðslu. HVÁÐ ER AÐ GERAST MEÐ ÁBURÐAR- Hefudarálit miimi hiuia iprhagsneíndaz neðzi delldar (Einars Olgdrsscnar) um frv. tll lántokuheimíldar vegna hyggiugar á- huxSarveiksmiðju (I nefndaráliti þvf er hér fer á eftir rekur Einar Olgeirsson helztu atriðin í deilunni um Á- burðarverksmið'juna, sem hef- ur verið eitt mesta hitamál þingsins undan-farjð). „Frv. þetta er staðfesting á bráðabirgðalögum, sem ríkis- stjórnin gaf út í sumar, um heimild henni til handa að taka lán handa áburðarverksmiðj- unni. Ekki hafa fengizt upplýs- ingar um, með livaða kjörum lánið er veitt Áburðarverksmiðj unni h.f. né hvaða tryggingar Áburðarverksmiðjan h.f. veitir. Þetta lán er að vísu aðeins lít- ill hluti af þeim lánum, sem ríkið tekur og veitir áburðar- verksmiðjunni, en þao er hins vegar nauðsynlegt, að tryggi- lega sé gengið frá eignaraf- stöðu áburðarverksmiðjunnar til ríkisins, þegar annað eins stórfé er veitt til þess fyrir- tækis og nú er gert. Áburðarverksmiðjan á að kosta 108 milljónir króna. Af því fé leggja einstakir hluthaf- ar fram 4 milljónir kr. sem hlutafé. Ríkið á hins vegar að leggja fram 104 milljónir króna, 6 milljónir sem hlutafé, en 98 milljónir króna sem lán. Engar upplýsingar hafa feng- izt um, hvaða tryggingar verk- smiðjan lætur og hvort hinir einstöku hluthafar látá nokkr- ar tryggingar fyrir þessum háu lánum, nema sitt litla hlutafé. Samband isl. samvinnufélaga mun eiga 2 milljónir króna af hlutafénu. Auk þess er for.-J-jóri S.Í.S. kosinn af Framsóknar- flokknum á Alþingi í stjórn Á- burðarverksmiðjunnar h. f. og tilnefndur formaður hennar af ríkisstjórn. Ég hef haldið því fram, að áburðarverksmiðjan væri sam- kvæmt lögum um hana sjálfs- eignarstofnun, eign ri'kisins, eing og lagagreinarnar 1.—12. bera með sór, en að hlutafélag það, sem myndað væri eam- kvæmt 13. gr., væri aðeins til að reka verksmiðjuna, eins og það er ákveðið. Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa hins vegar haldið því fram, að á- burðarverksmiðjan væri eign hlutafélagsins. En það mvmdi þýða, að ef rekstur hennar gengi vel og liún væri eftir tvo áratugi búin að borga sig, þá væri þetta 108 milljón króna fyrirtæki að 6/10 hlutum eign ríkisins, en 4/10 hlutum eign hluthafa, er legðu fram 4 milljónir króna, en eignuðust þá rúmar 40 milljónir króna í staðinn. Af fjörrum löndum Kosniiiffarnar í Grikldandi (SJefton Delmer, fréttaritari brezka íhaldsblaðsins Daily Express, segir í blaði s;nu 21. september í haust eftir ferðalag tft QriHktends: „JBandarikjamenn eru búnir að eyða hátt í þúsund mil'jónum dollara síðan 1917, þegar þeir leystu okkur Breta af hólmi í Grikklandi. Nú er mikið af þessu fé komið i vasa fjár- dráttarmanna og mútuþega........ Ailt atvinnulif landsins er að kafna í græðgi bitlingasnata og f járdráftarmaúna.<‘ Delmer • bendir á- að -bankavextir af. • lánum. i .Grjkk-, ’andi eru 30%. Framleiðslu iðnað- krins hrakar stöðugt, ef fram- leiðsluvísitala maimdnaðar 1951 er talin 22 er framleiðslan nú komin niður i 15 stig. „Tala atvinnuleys- ingja er þegar komin upp í 450. 000 og búist er við að hún hækki." e f^etta getur varia talizt g'æsi- legur árangur í þvi Evrópu- landi, sem Truman forseti stærir sig af a.ð hafa bjargað fyrstu úr greipum kommúnismans með efnahags- og hernaðaraðstoð. Óffeindarástandið í atvimíulifi Grikklands hefur auðvitað haft i för með sér pólitísk vandamál og ernbættismenn í utanríkisráðu- neytinu í Washington og banda- riska sendiráðinu í Aþenu hafa ’agt höfuðin í bleyti til að. finna ráð til a.ð gera Grikkíand að þeini auglýsingu um b'essun bandarískrar aðstoðar sem þeir vildu að það væri. Upp á síðkast- ið hafa vonir þeirra verið bundn- ar við hershöfðingja að nafni Papagos, og nú er hann !oks kominn til valda. t kosningum síðastliðinn sunnudag fékk Griska fy’kingin, flokkur Papagosar, 24S af 310 þingsætum. Þar með hefur rætzt draúmur John Peurifoy, sendiherra Bandaríkjanna í Aþenu. og Papagosar sjáifs um að hann gerist „hinn sterki mað- ur“ Grikk’ands. apagos hefði verið kominn ti' valda fyrir löngu ef Bretar hefðu ekki i lengstu lög reynt a.ð halda áhrifum sínum í Grikk- landi með hjálp konungsfjölskyld- unnar, sem Churchill tróð upp á Grikki mcð herva’.di í lok heims- styrjaldarinnar síðari. Georg kon- ungur og hirðklíka hans hafa eld- að grátt silfur við Papagos, sem því hefur orðið brautin til valda torfærari en ella þrátt fyrir stuðn ing Bandaríkjanu)Jjna., l?n, ekkert nema bein bandarígk ihlutun um stjórnarfar Grikklands nægði til að koma honum í forsætisráð- herrastó’inn. Ómögulegt er að tala um frjálsar kosningar eins og stjórnarhættir eru í Grikk- landi en þrátt fyrir það fékk ■f-lokkur Paþagos .ekki, , hreipau. nieirihluta atkvæða. Yfirgnæfandi meiríhiuti hans á þingi cr því einu að þakka að Peurifoy, bandariski sendiherrann, skipaði frát’arandi stjórn að breyta kosn- ingalögunum Papagos og flokki hans i liag. 0 ~ ð'ur var hlutfallskosninga- fyrirkomu’ag í Grikklandi. Fyrir kosningarnar i september í fyrra var því breytt nokkuð, ein- ungis þrír fiölmennustu flokkarn- ir fengu rétt , til uppbótarsæta. Ekki tókst þó betur til en svo fyrir hinum bandarísku höfundum þessa.i-ar lcosningalagabreytingar, að fylking Papagosar og mið- f’okkar þeirra Venizelosar og Plastirasar fengu ncestum jafn marga þingmenn og ellefu þing- sæt.i vinstribandalagsins, sem ’agabreytingunni var beint gegn, ógu baggamuninn. Plastirás mynd aði stjórn en þegar sýnt var að líf hennar var í hendi vinstri- fylkingarmanna bar Peurifoy sendiherra fram kröfu um að telmar yrðu upp einfaldar meiri- hlutakosningar til þings. Hann lét þcssa skoðun fyrst uppi i mars. Þá visuðu Venizelos og Plastiras slikri íh'.utun um inn- p.nlandsmál Grikklands á bug af miklum þótta en þeir fengu brátt að kynnast því, hvar Davíð keypti ö’ið. Bandarísk aðstoð við grísku stjórnina var skorin nið- ur, Peurifoy endurtók kröfu sína um einfaldar meirihlutakosn- ingar 19. ágúst og í næsta mán- uði var kosningalögunum breytt í samræmi við kröfur hans og þing 1-ofið. ■*TaIdaferill Venizelosar og Piast- ’’ irasar hefur verið ömurlegur. Fyrir næstsíðustu kosningar !of- uðu þeir að fylgja stefnu, sem grætt gæti sárin eftir grísku borgarastyrjöldina 1946-49, leggja niður fangabúðir, láta pólitíska fánga lausa o. s. frv. Öll þessi loforð voru svikin, er þeir kom- ust til valda. Ríkisstjórnin efndi til nýrra réttarhalda og iét taka af lifi kommúnistaforingjann Beloyannis. Foringi Bændaflokks- ihs, Gavrilides, dó í fangabúðum á eynni Ai-Stratis. Um 20.000 manns sitia en í fangabúðum þa.r qg á eyjunum Makronissos og Youra. Hálfum mánuði fyrir kósningarhai* " varð rikisstjórnih að víkja frá oinum verðinum á Makronissos eftir að blöðin á Aþenu höfðu skýrt frá því að bann hafði látið pynda fanga svo að þeir misstu vitið. Viku áður höfðu sakborningar við fjölda- réttarhö’d i Aþenu sýnt í réttin- um áverkana, sem þeir h'utu er verið var að pynda þá til aö und- irrita játningar. reytingar á kosningalögum Vestur-Evrópurikja tii að forða því að þjóðþing þeirra vei-ði fétt mynd af þjóðarviljanum virð- ast vera orðin vinsæl íþrótt. Hér hefur því verið lýst, hvernig ein- ræðissinnuðum minnihlutaflokki i Grikklandi var fenginn yfirgnæf- andi meirihluti þingsæta að und- ’rlagi bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Svipaður leikur var leikinn i Frakklandi í fyrravor. Hlutfallskosningar voru afnumdar í þeim yfirlýsta tilgangi að ræna kommúnista helmingi þingsæta- fjöldans, sem þeim bar sem stærsta flokki landsins. Nú er röðin komin að Italíu. Þar eiga að fara fram þingkosningar á næsta ári og fullvíst er að lca- þó'skir, flokkur De Gasperi for- sætisráðherra, fá ekki aftur þing- meirihluta. Forsætisráðherrann hefur þvi gert bandalag við hægri krata, frjálslynda og lýðveldis- sinna um að breyta kosningalög- unum. Nú ei-u hreinar hlutfa’ls- kosningar á Italíu en De Gas- peri og bandamenn hans æt’a að koma því í lög að kosningabanda- lag flolcka. sem fær helming greiddra atkvæða eða meira, fái tvo þriðju þingsæta. M. T. Ó. Ég hef álitið það óeðlilegt, að ríkið yeitti slík stórián sem hér er um aö ræða til þess að veita nokkrum einstökum aðil- um möguleika til yfirdrottnun- ar og auðsöfnunar, ef fyrirtæk- ið gengi vel, en rikið hins veg- ar tæki' á sig allan skellinn, cf fyrirtækið gengi illa. Þess vegna hef ég reynt að knýja fram ákvarðianir um það nú, hvort áburðarverksmiðjan væri eign ríkisins (sjálfseignar- stofnun, háð lögum frá Al- þingi), eins og ég lief haldið fram, eða hvort hún væri eign hlutafélags með 10 millj. kr. höfuðstól, þar af 4 miilj. kr. framlag frá einstökuni hlut- höfum,, er hafa a.m.k. hvað 2 milljónir af því snertir fengið þær að láni frá bönkum ríkisins til þess að leggja fram. Álít ég að ríkisstjórninni beri að leggja fram á þessu þingi frv. til breytinga á lögum um á- burðarverksmiðjuna, svo að Al- þingi fái úr því sikorið, hvernig eignarrétturinn á því fyrirtæki á að vera. Þá er enn fremur nauðsyn- legt, að Alþingi geri sér ljóst, hverjar ráðstafanir af þess hálfu eru nauðsynlegar vegna fcess, að áburðarverksmiðjan fær megnið af því rafmagni, sem Irafossstöðin framleiðir. Eins og kunnugt er, mun hin nýja Sogsvirkjun, Irafossstöð- in, kosta með raflagningum um 190 millj. kr. Af orkumagni hennar fær áburðarverksmiðj- an % hluta, en af grunnorku hennar 1/8. Ef reist hefði ver- ið nýtt orkuver fyrir áburðar- verksrniðjuna til að framleiða það orkumagn, sem hún á að fá, hefði það kostað á annað hundrað milljónir króna, Það er vart hægt að telja það csann- gjarnt að áætla, að helmingur- inn af stofnkostnaði Irafoss- stöðvarinnar, eða um 100 millj. króna, sé í þjónustu áburðar- verksmiðjunnar. Og vissulega er þrengt að almenningi bæði fjárhagslega og hvað örugga rafmagnsnctkun snertir, með því að láta 'áburðarverksmiðj- unni í té al*t rafmagn er hún fær, fyrir t.d. 3—4 milljónir króna á, ári. En aðalatriðið fyr- ir almenning er þó, að innan 3 —4 ára, í síðasta lagi 1956, sé þriðja virkjun Sogsins fullgerð, ef ekki er ráðizt í stærri viikj- anir, þvi að ella verður 1956 sami herfilegi rafmagnsskortur inn í Reykjavík og sunnan- lancís og nú er og varastöðin rekin með dýrri, erlendri orku mestallan sólarhringinn. En þetta þýðir, að ríkið verður strax. að útvega upp undir 100 milljónir króna til þriðju virkj- unar Sogsins og láta hefja framkvæmdir við hana næsta suraar. Það liggur því í augum uppi, að þegar lagt er fram af al- mannafé að láni og framlagi alls um 200 milljónir 'króna, til þess að hægt sé að koma á- burðarverksmiðjunni upp og reka hana, og þrengt að al- menningi á anna,n hátt líiia, til þess að áburöarverksmiðjan geti starfað, þá er nauðsynlegt, að það sé að fullu tryggt að verið só að gera þetta vegna hagsmuna almennings, en ekki í þágu einstaki'a fyrir- tækja. Og þegar áburðarverk- smiojan eftir lögunum á að vera sjálfseignarstofnun og búið er að henni eins og hún væri almenningseign, þá verð- ur sannarlega að gjalda var- huga. við þeim tilraunum stjórn- arvaldanna, sem nú eru gerðar til þess að gera hana að eign Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.