Þjóðviljinn - 20.11.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.11.1952, Blaðsíða 8
Það er krafa þióðarinnar að bandaríski herinn verði einangraður við her- sföðvarnar í frífíma sínum Þingsályktunariillaga sósíalisia um bann við ferðum eg vist er- lendra faermanna utan samningssvœða til umræðu á iliþingi í gær íslendingum ríður ekki á neinu meir en því aö stöðva1 undanhald það sem stefnir að algjörri auömýkt og vesal- mennsku, og snúa því upp í sókn. Alþingi á ekki að spyrja útlendinga hvaö þeim þókn- ist að gera í þessu landi. Alþingi á að segja útlendingum hvað því sé þóknanlegt og hvað ekki sé þóknanlegt aö þeir geri í þessu landi. Aiþingi á að sýna í verki þann skilning að gæfa smá- þjóðar er ekki fyrst og fremst undir því komin að stórar þjóöir kalli sig vini hennar, að fámennið er ekki mesta hættan fyrir smáþjóðir, heldur að hún eigi of margt smámenna. Á þessa leið lauk Jónas Árna- son snjallri framsöguræðu fyrir þingsályktunartillögu þeirra Magnúsar Kjartanssonar um bann við ferðum og vist er- lendra hermanna utan $amn- ingssvæða. Hefur tillagan verið látin bíða vikum saman án þess að komast til umræðu, en hún er þannig: „Alþingi ályktar, að á meðan erlendur her dvelst í landinu, skuli hermönnum óheimil öll ferðalög og vist í frítíma sín- um utan yfirlýstra ,,samnings- svæða og felur ríkisstjórninni að sjá um, að þessum ályktun- um sé framfylgt“. Lagði Jónas áherzlu á að sú einangrun hersins við herstöðv- arnar sem i tillögunum felst sé orðin krafa alls þorra þjóðar- innar. Enginn þeirra þingmanna sem ábyrgð bera á hernámi Iandsins og spillingu þeirri sém dvöl erlendra. hermanna hér á landi hefur í för með sér, treysti sér til að rísa upp til að andmæla hinum þungu ásökunum Jónasar Á-rnasonar c framsöguræðu hans. Utanríkisráðherrann sjálfur, Bátur brotnar S.l. mánudag sökk v. b. Björn 6Ó tonna bátur er verið hefur í grjótflutningum fyrir höfnina í Ólafsfirði. Vírstrengur slitn- aði og féll steinn niður í bát- inn og sökk hann rétt á eftir. Bátnum hefur verið náð upp og hann fluttur til Akureyrar til viðgerðar. Bjarni Ben., sem öðrum fremur hefur stært sig af að hernám- ið (og þá væntanlega afleiðing- ar þess!) séu hans verk, kom í dyr þingsalsins meðan Jónas var að tala en sneri við og hvarf. Björn Ólafsson, eini ráð- herrann í stól sínum, laumaðist út meðan á ræðunni stóð. Enginn tók til máls að fram- söguræðunni lokinni, og var til- lögunni vísað til allsherjar- nefadar og umræðum frestað. Verður ræða Jónasar birt í næsta blaði og því ekki rakin nánar hér. Afbendíð gjafir ykkar í dag Allir þið sem ætlið að geía muni á handíða- og listmunamarkað Sósíal- istaílokksins, munið að í dag eru síðustu íorvöð að aíhenda munina. Tekið er á móti mun- unum hjá Sósíalistaíélagi Reykjavíkur, Þórsgötu 1 og verður opið þar til kl. 10 í kvöld til þess að taka á móti gjöfunum á mark- aðinn. Munið: Afhendió gjaf- ir ykkar í dag! móÐVIiimN Fimmtudagur 20. nóv. 1952 —- 17. árgangur — 263. tölublað Herskélakverfisbúar krefjast eno vatns og fráreonsfis Verði húsin flutt beri bærinn kostnaðinn ,.Pundur húseigenda í Plerskólahverfi, viö Suðurlands- braut, haldinn að Suðurlandsbraut H. 103, augardag- inn 15. nóv 1952, samþykkir að beina til háttvirtrar bæj- arstjórnar Reykjavíkur eftirfarandi: „1. fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeirri tillögu borgar- stjóra er fram kemur í Morg- unblaðinu 7. nóv. 1952 í frá- sögn af bæjarstjórnarfundi dag- inn áður, að bæjarsjóður Rvík- ur taki að sér að færa á sinn kostnjið og steypa grunna und- íb hús í hverfinu, ef bæjar- stjórn treystist eigi tii þess að verða við þeim eindregnu til- mælum húseigendanna, er áður hafa tvívegis verið borin fram við háttvirta bæjarstjórn, að leggja vatns- og skólpleiðslu í hverfið, og veita húsunum lóðarréttindi. 2. Hvað viðvíkur þeirrí hug- mynd að flytja húsin öll á annan stáð, sem þó auðvitað Stjórn V.R. boðar til ólöglegs kjörs á fulltrúum félagsins á 23. þing Alþýðusambands íslands Utanfélagsmaður skipaður formaður kjörsfjórnar Meðiimir félagsins taka ekki þátt í skoHaleik sem þessum yrði að vera sambærilegur við þennan hvað samgöngur snert- ir, álítur fundurinn að kostn- aður myndi verða miklum mun meiri fyrir bæjarsjóð af slíkum flutningum, heldur en af lagn- ingu vatns- og skólpleiðslu. 1 því sambandi vill fundurinn benda á það, að vatns- og skólpleiðslu þarf eimiig að leggja í hverfið þó að pað verði iðnaðarhverfi. Þá vill fundur- inn einnig láta í ljós þá skoð- un sína, að ef til flutnings kæmi, bæri bæjarsjóður að sjálfsögðu allan kostnað af þeim skemmdum er húsin kynnu að verða fyrir í flutn- ingunum. 3. Fundurinn ítrekar enn einu sinni þau tilmæli lms- eigenda í hverfinu til hátt- virtrar bæjarstjórnar, að fundið verði sem skjótast ráð til þess að bæta úr þeim erfiðleikum er íbúarn- ir eiga við að stríða vegna skorts á vatni og vöntunar á frárennsli, ásamt þeim margháttuðu erfiðleikum er af því stafa að húsin eru lóðarréttindalaus“. Stjórn Y. R. liefur enn einu sinni gert sig seka um að brjóta á meðlimum féíagsins lög þess. Síðasta tiltæki hennar er að auglýsa fulltrúakjör í félaginu á fulltrúum til 23. Aíþýðu- sambandsþings Islands, án þess að breytt hafi verið lögum félagsins, þannig að það geti talizt stéttarfélag launþega í verzlunarstétt, og þattnlg ætlar hún að fara með félagið, með aúla heildsala og kaupmenn innan borðs, inn í A, S. í. Svo sem að líkindum lætur eru engar reglur fyrir slíku fulltrúakjöri í félaginu, og alls ekki getið neins staðar í lögum félagsins um allsherjaratkv.- greiðslu í einu eða öðru máli. Eigi að síður skipar stjórn félagsins kjörstjórn í félaginu Framhald á 7. síðu. Bæjarráð felur Siitaveitustjora rankvæma athuganir varðandi betri Sömkvæmt tillögu Guðmundar Vigíússonar írá síð- asta bæjarstjórnaríundi Á bæjarráðsfundi í fyrradag var samþykkt að fela hita- veitustjóra að íramkvæma athuganir á þeim atriðmn varðandi hagnýtingu heita vatnsins er fraim komu í tillögu Guðmundar Vigfússonar er hann flutti á síðasta bæjarstjórnaríundi en Iliaidið vísaði þá til bæjairáðs. Þau rannsóknaratriði sem hér er um að ræða eru eftirfar- andi: 1 Framkvæma hitamælingar á vatni hitaveitunnar, i dælu- stöð að Reykjum, í dælustöð á Öskjuhlíð og í húsum víðsvegar í bænum (á inn- rennslisvatni og afrennslis- vatni). 2 Semja línurit fyrir árin 1950 og 1951 um a Heildarvatnsmagn. b Vatnsnotkun frá degi til dags. c Næturrennsli frá kl. 23 til kl. 7. d Útihita frá degi til dags. Afnot þvottalauganna. Hversu mikið hitveituvatn myndi sparast við tvöfalda glugga. Aðalfundur F. I. Aðalfundur Ferðafélags ís- lands var haldinn í fyrrakvöld. Geir Zoega forseti félagsins minntist Kristjáns Skagfjörðs, hins ástsæla framkvæmdastjóra félagsins, er lézt á tímabilinu eftir að seinasti aoalfundur var haldinn. Stjórnin var öll endurkosin en í hið auða sæti í stjórnioni var kosinn Þórarinn Björnsson. Nefndir og hankar vtr&a ekki ríkissfjórnina svars! Eitt helzta ráð ríkisstjórnarinnar og Alþýðuflokksins til að koma málum fyrir kattarnef er að setja þau í utan- þingsnefnd. Þessar nefndir hafa það til aö ver'ð'a mjög stórar upp á sig. Til daamis varð forstætisráðherra landsins, hr. Steingrímur Steinþórsson, aö ,játa fyrir' Alþingi í gær, aö ein þeirra, bankanefndin undir forsæti Benjamíns, vir'ði ríkisstjórnina ekki svars, og stóö' hann því eins og glópur gagnvart fyrirspurnum frá samflokksmanni sín- um. Rannveig Þorsteinsdóttir spurði um framkvæmd á þings- ályktunartillögu um véðlán til íbúðar-bygginga. Viðtökur Kínverja framúrskarandi sögðu Kínaíaramir við faeimkomuna í gær Fjórir Kínafaranna komu heim meö Gullfaxa í gær eftir 5 vikna dvöl í Kína. Þjóðviljinn hafði aðeins tal af þeim þegar þeir komu. — Kváðu þeir viðtökur og gest- risni Kínverjanna hafa Verið svo framúrskarandi að erfitt væri að lýsa. Þeir komu til Peking 28. sept. og þann 30. Situr þing Á.S.I. Með Gullfaxa kom í gær Carl P. Jensen, einn af riturum Al- þýðusambandsins danska. Kem- ur hann hingað til þess að sitja Alþýðusambandsþingið í boði stjórnar A. S. í. sátu þeir boð hjá Mao Tsetung. 5. nóv. lögðu þeir af stað í ferðalag frá Peking og komu i margar helztu borgir Kína, þ.á.m. Nanking, Shjanghaj og Kanton, ferðuðust alls 5400 km. leið um Kína með 2ja-3ja daga viðdvöl í stærstu borgunum. Frá Peking fóru þeir 4. þm. og komu til Moskva 6. nóv. og voru þar á byltingarafmælinu. Frá Moskvu fóru þeir 11. þm. um Helsiniki og Stökkhólm, nema Isleifur Högnason er fór til Praha og þaðan til Kaup- mannahafnar. Gat forsætisráðherra litlu svarað öðru en því að hann hefði leitað upplýsinga hjá bankanefndinni og bönkunum um þetta mál og ennfremur varðandi „stóru“ ályktuaina frá Jóhann Hafsteen & Co. „um þörfina á lánum til íbúðabygg- inga, en frá engum þeim aðil- um hefði svar borizt enn! Gæti hann því ekki upplýst málið fyrr, en einhverntíma seinna“. Fyrirspyrjandi, Rannveig, þakkaði ráðherra sínum inni- lega þessi svör og ráðherrann átti ekki nóga kímnigáfu til að segja: Ekkert, að þakka! 7000 jólatré Skógrækt ríkisins fær nú eins og s. 1. ár jólatré -til söl'u. Fær hún 7. þús. jólatré frá Noregi og mun Gulilfoss lara til Stav- angurs og taka þau í heimleið- inni þegar hann kemur frá Dan- mörku. Sósialistar! SkiliS reglulega andvirSi seldra happdrœttismiSa!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.