Þjóðviljinn - 23.11.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1952, Blaðsíða 3
Snnnudag’ar 23. nóv-ember 1952 — I>JÓÐVILJINN -—*■ (3 Fyrsti bókaílokkur Máls og menningar 3. bók Sóleyi arkvæði Sóleyjarkvœði Jóhannesar úr Kötlum færir út landamæri ís- lenzks Ijóðs á vorum tímum. Það er fyrsta stóra tilraunin til nð lýsa í ’jóðverki sögu og örlög- um þjóðarinnar næstliðin ár. Að undanförnu hafa verið kveðin mörg ágæt kvæði út af hinni nýju sjálfstæðisbaráttu vorri, efni góðra listaverka sótt í landsölu og þjóð- svik. En Jóhannes úr Köt’um semur fyrstur skálda sjálfstæðan ljóðflokk af þessari sögu, birtir samfe'lda röð mynda af atburð um hennar, rekur hana í frum- dráttum; bók hans flytur i raun- inni sama efni og hið mikla verk Gunnars Bonediktssonar: Saga þín er saga vor. Örlög Is- lands þvínær sama tímabil eru á dagskrá beggja. Sóleyjarkvæði er táknrænt verk. tsland er hór ekki nefnt á nafn hcldur Sóley og elskhugi hennar og völvan Þjóðunn; ekki Thors og Þór he'dur tórarnir og þórarn- ir; ekki Bjarni og „varnarliðið" heldur fígúran og alfinns svein- ar. Þó er Sóley ekki Island he'd- ur frelsisást þjóðarinnar, e’sk- hugi hennar er frelsið sjálft, völv- an Þjóðunn sem ein gæti vakið þennan e'skhuga er þjóðarsálin — glapin um stund gulli og skarti. Og þó má gjalda varhuga við svo skorinorðum alhæfingum í lýsingu táknræns verks. Því tákn- in verða ævinlega að lifa tveim- ur llfum: sinu eigin lífi jafn framt tilveru taknsins. Lesendum SóT.eýjarkvæðis er nauðsyn að skilja hið tvíhverfa líf táknsins. Það mundi til dæmis verða erfitt að neita því að fí’élsisástin heýrð; undir þjóðarsálina, Sóley og Þjóð- unn því ein og sama persónan, táknanin þannig rokin út i veður og vind. En eins og fyrri dagmn er skáldskapurinn til þess kjörinn að skýra efni og málavexti, varpa ljósi yfir málefni, gera h’utina einfaldari skilningi vorum. Per- sónurnar í Sóleyjarkvæði eiu ftndstæöuíháf í fari þjóðárinnar. Sóley og Þjóðunn eru tvær eig- indir sama fólks. En um leið og þær eigindir eru persónugerðar skýrnst þær fyrir okkur. Siðan taka þær að lifa sjálfstæðu per- sónulífi, ásamt tákn’ífinu. Kí ekki skyldu alJir atburðir skáld- verksins koma alveg nákvæmlega heim við sögulegar staðreyndir þá er það af því að saga Ijóðs’ns heimtar einnig sinn h’ut. Tákn- rænt verk hefur aldrei verið samið svo, að hver atburður þesa hafi verið nákvæm spegilmynd af öðr- um atburði sem raunveru'cga hafi gerzt. —- 1 Sóleyjarkvæði eru aftur vakt- ir til lífs á Islandi fornir dans- ar og þjóðkvæði, hinar „fögru raddir" fortimans: Tristranskvraði. Ólafsvísur, huldarmál og man- söngvar. Það er mikið fagur slag- ur, una.ðs’egur söngur í mildi og trega. Sjálfsagt hefur Ijóðræn gáfa höíundar aldrei notið sín betur en einmitt í þessu verki. Allt er skyggt og fagurfægt þar til hvergi sér b’ett né skugga. Það er eins og ekki hafi þurft að slá nema einu sinni á steininn til þess lindin streymdi fram, tær og óþrot’eg: I/fið hló við dauðan- um,/ dauðinn við lifinu liló,/ allt sem dó það lifnaði áftur/ um leið og það dó/ — svo fag- ur/ var slagurinn sem hann sló. Það var elskhuginn áður en þeir ytungu honum svefnþorn. En það eru líka trunt trunt og trö’lin í fjöllunum. Og skyldi hægt að koma þykkri fígúru. dala fölum sjóði, marskálki, beinatíkum og atómsprengjum fyrir í þessum ljóðstil svo vel fari? Það verður áreiðanlega rnikíð umneðuefni bæði nú og síð- ar. Sjálfar munu fígúrurnar una sér miður vel á þessum stað. Mér þykir það einn glæsi’egastur list- sigur Jóhannesar úr Kötlum hvernig honum tekst hér að hnita saman í eina heild alla þó ólíku málma sem hann varð að hamra, fella að einum stíl jafnt trega Sóleyjar, útburðaróp, lokaráð náttúrulýsingu, spásögn —- ugg og ádeilu. Það er einnig mjög at- hyglisvert hvernig slcáldið vefur í kvœði sitt „lengri og skemmri brotum" úr þjóðkvæðum og Ijóð- línum úr yngri kvæðum, eins og hann lýsir S athugasemd i bókar- !ok. Einnig af þeim þráðum kem- ur dýrt k’æði. Og enn blandast þetta kvæði slanguryrðum héðan og handan, eins og í lokavísu þess kafla sem l’klega er sterk- astur í ö’lu verkinu: Myrk er heiðin á miðju nesi,/ en kátt er í kanabý:/ þar er lífið þurrkað út/ með kurt og pí/ —- ég var lífið, ó móðir mín/ í kví kvi. Svona margslungið er þetta einfalda kvæði. Og þó er lítil! hluti þeírrar sögu enn sagður. Það ríkir ekki aðeins eitt geð í þessu kvæði: treginn. Þar er líka það heita skap og sá þungi móður, raunar miklu þyngri en við blasir af yfirborði þessa léttlcveðna ljóðs. Og þar byggir einnig ómótstæði’egur húmor, langskemmtilegustu kjafts- högg sem tórarnir og þórarnir hafa fengið síðan Atómstöðin var á ferðinni. Þeir munu verða óg- urlega reiðir yfir þessu kvæði, þeir sem þora að ’esa það; og sakna þess nú sáran að Valtýr skuli vera fremstur rithöfundur þeirra um ,kommúnista‘ og „land- rúðalýð". Getið þið ekki ort um árásina 30. marz, bannsettir ræfl- arnir! Fögnuður fígúrunnar er sá Frú Ragnheiður Jónsdóttir hef- ur sent frá sér enn eina bók fyrir unglinga. Það er 5. Dóru- bókin, en auk þess er bók um Völu, senx segir fiá sama fó’kinu áð nokkru leyti og Dórubækumar. Síðustu tvö árin hafa einnig kom- ið út eftir frú Ragnheiði Jóns- dóttur tvær barnabækur: Hörður og Helga og 1 Glaðheimum. Með bökum þessum ölJum hefur frú Ragnheiður að minu áliti unnið sér varanlegan sess meðal þeirra íslenzkra rithöfunda, sem skrifa fyrir börn og unglinga, enda eig- in'ega eini höfundurinn okkar á meðal, sem skx-ifar séi’staklega fyrir ungar stúlkur. Það er mikill vandi að skrifa vel fyrír börn og unglinga, að skrifa þannig að æskan vilji hlusta en þó jafnframt svo að nokkuð sér lært og áhrifin séu jákvæð í siðferðilegum efnum, án þess að um nokkra prcdiltun sé að ræða. Þetta geta ckki aðrix1 en þeir, sem eiga þann hæfi’eika að geta enn lifað i heimi barns- ins, þegar svo ber undir, enda þótt þeir séu oi-ðnir þrosltaðir menn. Eg þekki ekki leiöinlegr! bókmenntir en þær, sem skrifað- ar eru handa unga fó’kinu á ýms- um aldri ofan af sjónarhól full- orðins manns, sem búinn er að gleyma viðhorfi æskunnar, en vill nú móta hana í sinni nxynd. Frú Ragnheiður er b’essunar- lega laus við þetta. Viðhorf henn- ar er viðhorf þess aldurs sem hún segir frá. Þó eru bækurnar svo skemmti’ega rltaðar, að ég les þær með ánægju, alveg eins og ungu stúlkurnar og börnin. sem mér er kunnugt urn, að geta lesið þær upp oftur og aftúr. AðaEMtir I.1.1.—Olafar Jénsson kosina formaSGr ráðsins JÓHANNES ÚR KÖTLUM einn að ..... nú kemur á mig hali/og nú kemur á mig ha’i. En kvæðið er líka ákalJ. I hörm- um sínum leitar Sóley, snör sú hin snarpa, á fund bóndamanns á teigi, fiskimanns á djúpi, verka- manns í grjóti. Má vera að sum- um finnist svör þeirra lítið hetju- leg. Höfum við þá öll verið þær lcempur sem landið þurfti á að halda? En ég sé ekki betur en þeir kaflar séu fyrst og fremst ákall til okkar: — en ég sem hélt að ljósið landsins/ Jogaði í þér. — og ég sem hélt að hafið ólgaði/ í hjarta þínu, — og gott væri aö eiga kraftinn þann/ sem gneistar af hamri þ’num. Er þetta nokkur uppgjöf? Er þetta ekki ákall um að láta Ijósið loga, beita kraftin- um og hamrinum? Með Sóleyjarkvæði hefur Jó- hannes úr Kötlum sýnt að hann býr yfir þeim endurnýjunarmætti sem mörg ská'd glata þegar eft- ir fyrsta Ijóðið. Verk hans er í einu sterkur sannleikur og auð- * ugt listaverk. Það er þjóðsögn og þjóðarsaga, slungið tálcnan, spá- sögn og örlögum, létti’ega kveðið af þungum móði, markvíst í á- deilu, biturt í háði, milt í trega, fagxxrt í ljóði. — , B. IJ. Sjálf hef ég lesið Harðar og Helgu bækurnar fyrir sömu börn- in hvað eftir annað og leiddist hvorki þcim né mér. Dórubækurnar segja frá Dóru, sem er barn x-íkra foreldra í Reykjavík, fylgja henni eftir frá barnæsku, þar til hún nú i þess- ari bók er komin í sjá’fstæða stöðu, kennir listdans og dansar. Annars ætla ég ekki að rekja efni bókarinnar né segja frá árekstrum sögupersónanna, það dregur að m’nu áliti aJltaf úr lönguninni til þess að Jesa sjálf- ur. En fi-á mínu sjónarmiði eru Dórubækurnar allar mjög hojlur lestur fyrir ungar stúlkur, i hvaða stétt og við hvaða lífað- stroður sem þær búa. Þær sýna, þessi síðasta ekki síður en hinar, að óhófslíf og iðjuleysi veitir enga hamingju, er óho'lt bæði fyrir líkama og sál. Þær benda ungu stú’kunni sem les þær á það á skemmtilegan og liógvæi-an hátt, að enda þótt hin svokölluðu gæði lífsins séu mikils virði, sé þeirra notið skynsamlega, þá er varanlegasta liamingjan fó'gin i lcærleiksrikri sambúð og hjá’p- semi við það fólk, sem við mæt- unx i daglegu lífi. Og það er al- veg ótrúlegt, hvað mörg tækifæri unglingurinn hefur, engu síður en sá fullorðni, ef hann á vi’jann og hjartalagið. Ef til vill kann það að þykja með óJikindunx, hvað Dóru takast vel björgunar- störfin, en ekki þyldr mér ára.ng- urinn neitt ósennilegur, því ég held að það sé satt, sem vitur maður hefur sagt: „Kærleikurinn er alltaf skynsamastur". Hann sér vegi undir og yfír, þar sem aðrir sjá vegleysu eina. Framhaldsaðalfundur Knatt- spymuráðs Reykjavlkur var haldinn s. 1. fimmtudagskvöld. Mörg mál voru rædd og af- greidd. Uöfðu nefndir starfað milli funda og lögðu fram áiit. Fyrst var tekin fyrir skipt- ingin milli meistara- og I. fl. Komu margar tiílögur fram auk meirihluta- og minnihluta- álita. Að lokum var síðan eftir- farandi tillaga frá meirihluta miiliþinganefndarinnar sam- þykkt: „Meistaraflokkur hvers fé- lags skal vera skipaður 11 leikmönnum og skulu það vera þeir 11 leikmenn, er flesta leilri hafa leikið hverju sinni með þeim flokíki á því leikári. Séu leikmenn með jafnan leiltja- fjölda sker viðkomándi félag úr hver eða hverjir skuli telj- ast til meistaraflokks, þó getur félag óskað þess við K.R.R. að leikmaður 1. fl., sem leikið hefur tvo leilki með meistara- flokki, skuii færast upp í þann flokk og þá um leið að annar færist niður í 1. fl. Leikmaður telst liafa leikið þann leik sem hann tekur þátt í.“ Er hér um að ræða nýmæli að því leyti, að nú geta fé- lögin, sem hafa tvo flokka, -notað alltaf 22 beztu menn sína í meistara- og i'yrsta flokki. Reynslan á svo eftir að skera úr því, hvort raunveru- legir meistaraflokksmenn geti ekki leikið fullmiliið til þess að fullnægja reglunni í Alm. reglum K. S. í. um knatt- spyrnumót, er gerir ráð fyrir að það verði gert „eftir styrk- leika“, en sú hætta virðist möguleg, sérstalclega er liða fer á sumar, og nýir menn koma fram og aðrir hafa helzt úr vegha' iúefösla.' ITítt "cr aft- ur á móti fráleitt að stjórn K. R. R. geti haft áhrif á það í livaða flokki leikmaður kepp- ir. Verður satt að segja fróð- legt að fylgjast með því hvern- ig þetta nýmæli gefst. Fyrirkomulag móta. Þá voru teknar fyrir tillög- ur um fyrirkomulag móta í Reykjavik, er voru í 14 liðum. Samþykkt var að Reykjavík- Lítið atriði er i bók þessari, sem ég hefði viljað strika út, eins og' ástæður eru nú hér á landi, og af því bókin er ætluð „ungum stúlkum". Það er minnzt á unga, fátæka stúlku, sem er með og ti’úlofast hermanni; fer greini’ega út á þá braut vegna minnimáttarkenndar gagnvart betur gefnum systkinum, sem for- eldrarnir dá meira en hana. Xxessi fi-ásögn á fullkominn rétt á sér, ef bókin væri æt’uð foreldrum og fulloxðnu fólki, en gæti mis- skilist af ungu stúlkunni, sem vill leita sér afsökunar á fram- komu, sem liún veit að nú er fordæmd af mörgum. Islenzku þjóðcrni er það lífsnauðsyn nú að þvi sjónarmiði sé ha dið fast að xinglingumim, að þeim beri að forðast samneyti við hina erlendu hermenn, sem hér dvelja, ef mögu legt er. Eg vil enda þossi orð með þeirri ósk, að islenzk æska mætti ti’- einka sér sem mest af þeirri at- orku og sigurgleði í starfinu, sem bók þessi er þrungin af. Aðalbjörg Sigurðardóttlr. urnxót meistaraflolkks verði fyrsta mót ársins en vormótið eins og það hefur verið, falli niður. Á tíma þann er Reykja- víkurmötið hefur áður farið fram á (ágúst) verði komið fyrir móti „með þátttökuheim- ild allra meistaraflokka sem heimild hafa til þátttöku í Is- landsmóti meistaraílokks, og eitmig íslandsmeistara í I. fl.“ Er þar með opih leið fyrir Altranes að fcoma líka með í þetta mót og er það vel farið. Verður keppt á laugardögum og mánudögum í ágúst, en á sunnudögum í september. Samþykkt var að koma á út- sláttartkeppni fyrir I. fl. og meistaraílokk saman í lok sept. er gangi fram á haustið. Eigum við það undir guði og gaddinum að hægt verði að Ijúka því móti. Yfirleitt var miðað að því í cllum flokkum Reykjavíkur- móta að færa leikina á laugar- daga eða um helgar til þess að eyðileggja ekki og slíta í sundur æfingatímann eins og gert hefur verið. Því' var sam- þykkt að leikur IV. fl., m. fl. og II. fl. fari fram á laugar- dögum svo og I. fl. a. m. k. haustmót. Þá var samþ. að gefa út skrá yfir alla leilri sem fara fram í Reykjavík í öllum Fiolfkum sem verði komin til félagamia fyrir 1. maí. Væri slílct til mikils hægðarauka fyrir alla sem að mótum og leikjum standa. Raxmvei’ulega á 1. B. R. (í samráði við sérráð sín) að hafa gengið frá öllum lcikjum og mótum í síðasta lagi 1. maí. Suðvesturlandskeppni. I sambandi við Suðvestur- landskeppni er lagt var til á fyrri fundi K. R. R. að athug- uð^ yrðl/VSr einróma samþ. að fela stjórn K. R. R. að athuga ’úlja Hafnfirðinga, Suðumesja- marna og Akurnesinga, enda gert ráð fyrir að öll skilyrði, svo sem sæmilegir vellir, bún- ingslklefar og böð, séu fyrir heodi á stöðunum. Var það skoðmi ýmissa að slík keppni gæti orðið mikil lyftistöng fyr- ir knattspyrmma hér við Faxa- flóann og möguleiki á að færa þessa keppni meira út er tím- ar líða. Ymsar tillögur. Samþykkt var tillaga sem fól fulltrúum K. R. R á K. S. I,- þingiou, að bera fram vítur á meiri liluta Olympípnefndar fyrir afstöðu hans til olympíu- faiar knattspyrnumanna. Þá var samþykkt að veita allt að lcr. 3Ú00.00 til að greiða aðstoð vi? dagleg störf K. R. R. sem ern orðin mjög umfangsmilcil. Að lmcum var samþykkt að . Framhald á 2. síðu. Getráunárslit Arsenal 3 — Manch. Gity 1 1 Aston Villa 0 — Tottenham 3 2 Blackpool 1 — Middlesbro 1 x Bo’ton 1 — Sheffield W. 1 x Charlton 5 — Stoke 1 Che’sea 0 — W.B.A 2 Derby 3 ■—Liverpool 2 Manch. Unt. 2 — Newcastle 2 Portsniouth 0 — Cardiff 2 Sunderland 2 — Burnley 1 Wolves Ö — Preston 2 Sheffiled U. 7 — Lelchestei' 2 H t; K N X H* M

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.