Þjóðviljinn - 23.11.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1952, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN —. Sunoudagur 23. nóvember 1952 Sunnudagur 23. nóvember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5 jMÓOVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 16 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V—---------------------1—;_________________________/ Alþýðusambandsþingið Aldrei hefur neitt Alþýðusambandsþing borið upp á örlagaríkari stund fyrir íslenzkan verkalýð en einmitt það, sem nú er að setjast á rökstóla; aldrei þess verið meiri þörf að sameina allt vinnandi fólk landsins und- ir merki stéttarlegra hagsmuna — aldrei meiri mögu- leikar fyrir slíkt þing til að marka góð tímamót vinnandi fólki íslands, svo fremi að stéttarleg sjónarmið og heil- brigð skynsemi verkafólks fái að ráða. Undangengin fjögur ár hafa verið nær óslitið tíma- bil ósigra með þeim afleiðngum, að á þessum stutta tíma hefur efnaleg velmegun og framfarir áranna 1942— ’48 breytzt í eitt ömurlegasta ástand meðal alþýðu er sagan getur síðan verkalýðssamtök uröu til í landi voru. — Þetta er rökrétt afleiðing þess, að síðan á haustþingi Alþýðusambandsins 1948 hafa fullfrúar atvinnurekenda og verkalýðsfjandsamlegra stjómarvalda farið með völd í heildarsamtökum fslenzkrar alþýðu. Þessi sannindi eru nú orðin það augljós, að hvaöanæva berast frá verka- lýðsfélögum áskoranir til þessa þings á þá leið, að þess- um fjandsamlegu öflum verði bægt frá áhrifum í for- ystu Alþýðusambands íslands. — Þetta er orðin krafa allra manna, er skilja nauðsyn heilbrigðra verkalýðs- samtaka og vilja af heilum hug stuðla að bættum ha^ vinnandi fólks í landinu frá því sem nú er, hvar sem þeir etanda í floklci. Ekkert er þó meira táknandi fyrir þau sögulegu sannindi er verkalýðssamtökin eiga að baki sl. fjögur ár, ekkert rökréttari niðurstaða af fenginni reynslu þessi árin heldur en hin víðtæka samfylking verkalýðs- félaganna í Reykjavík um kjarabætur til handa verka- lýðnum nú og sú fjölmenna samstarfsnefnd, sem þau hafa myndað til að hafa á hendi forystu og samninga- gerð, en hún er tákn þeirra tvíþættu sanninda, að ekki verður lengur iátið undir höfuð leggjast að hefjast handa um leiðrétting mála vinnandi fólks á hagsmunasviðinu og hins, að verkalýðsstéttmni er ljóst að slíkt er með öllu óhugsandi eigi núverandi forysta Alþýðusambands íslands að ráða stefnu og starfsháttum. Við þá víðtæku stéttareiningu og samstarf, sem verka- lýðsfélögin hafa nú myndað, eru vissulega bundnar sterkar vonir alþýðu landsins um uppfyllingu mjög að- kallandi lífsþarfa, — og öll alþýða gerir sér ljóst að Al- þýðusambandsþingið, sem nú er að hefjast getur ekki aðeins látið áhrifa sinna gæta um það hversu mikill árangur fæst af hinni víðtæku einingu, sem nú héfur verið grundvölluð; þingið getur riðið baggamun um það hvort tekin verði að nýju stefna framsækni og fram- fara innan verkalýðssamtakanna eða haldið skuli lengra á sama vegi ófarnaðar og fjögur undanfarin ár. Vonirnar um árangursríka hagsmunabaráttu • verka- lýðssamtakanna nú og framvegis eru því nábundnar 23. þingi A.S.Í. — og afstööu hvers einstaks fulltrúa hvaðan sem hann kemur og hvar sem hann stendur í flokki. Þingið veröur að standa vörð um stéttareininguna gegn þeim, sem vilja sundrungu og ósigur. Það þýðir, að koma verður í veg fyrir þau áform stéttarandstæðingsins, að beita einstök verkalýðsfélög níðingsbrögðum svo sem dæmin um útilokun Iðju,, félags verksmiðjufólks og hót- unin í garð Ðagsbrúnar sanna — og því fremur sem hér er um að ræða tvö forystufélög sem allir vita að geta haft úrslitaþýðingu fyrir alla verkalýðsstéttina. — Það verður aö hindra það áform stéttarandstæðingsins að ryðjast með félög kaupmanna og heildsala inn í heildarsamtök verkalýðsins og þar með ráðbrugg hans um að gera þing alþýðunnar að tæki gegn verkalýðnum í yfirvofandi. átökum um hagsmunamálin og á komandi tímum. — Með einhuga stéttarlegu samstarfi allra beztu verkalýðsfulltrúa þessa þings hvar sem þeir telja sig í flokki, verður að kosta kapps um að frá þessu þingi streymi sá kraftur, sem vera ber, til fulltingis hagsmuna- baráttu verkalýðsins nú, að því megi auðnast að losa -stéttarsamtök verkalýðsins undan forystu verkalýðs- fjandsamlegra afla og gera A.S.Í. aftur að því hagsmuna- vopni sem það áður var fyrir vinnandi fólk landsins. Skammdegisbirta REYKJAVlK ER um þessar mundir bær uppfullur af róm- antík því að í þetta sinn kyssir skammdegið okkur köldum en þó blíðum kossi á vangann. Á næturnar verða götur, sem dagfarslega eru gráar og óhreinar, silfraðar af hrími eins og leiktjöld í Nýársnóttinni, og það snark- ar hressilega undir fótum veg- farenda. Við tölum oft um myrkur skammdegisins, en sjaldnar um hina mögnuðu birtu norðurljósanna sem dansa meðan tunglið horfir á og ljósið fellur á sveil jarðar og við hrærumst í prúðbún- um dularfullum heimi. Og það eykur á ánægju hinnar líð- andi stundar að hvenær sem er getur duttlungafull nátt- úra þessa lands skipt skapi, svo að nístir gegn um merg og bein og maður hnípir eins og lúbarinn elskhugi sem þó er ekki hættur að elska en biður í von um gott veður og betri daga. ★ SJÖFN SKRIFAR: Melkorka Melkorka — Rennt út um glugga er nýkomin út og hefur efnt öll fyrri loforð um fjölbreytt efni, fróðlegt og skemmtilegt. Mikill árangur hefur náðst í málefnum kvenna síðan fyrsta blað þeirra, Framsókn, kom út á Seyðisfirði 1894. Reynslan sýnir, að án mál- gagns' nær ekkert mál fram að ganga. Enn er þó mikið ó- gert og konur þurfa enn að halda á málstað sínum af ein- urð. Vil ég benda konum á að lesa Melkorku, eitt bezta kvennablað þessa lands. —• Sjöfn. ★ „WHEN IN Rome do as the Romans (I Róm skaltu vera eins og Rómverji) hljóð- ar engilsaxneskt máltæki. Það lítur út fyrir að einn eða fleiri Ameríkanar hafa ætlað að lifa eftir þessu máltæki á íslandi af talsverðum mis- skilningi þó. Islendingar hafa löngum haft þann sið að róa til fiskjar með færi og öngul og renna fyrir þorsk. Þetta heitir að fara á skak. Eitt kvöld fyrir skömmu var stúlka að skoða í búðar- glugga við hús eitt við Lauf- ásveg, við hliðina á ameríska sendiráðinu. Fann hún þá að eitthvað kom við höfuð sitt og reyndist það vera maður sem hélt víst að það væri hægt að renna að íslenzkum sið fyrir fleira en þorsk. Hafði hann hnýtt kefli í bandspotta og rennt út um gluggann og það var keflið sem kom við höfuð stúlkunn- *r og er hún leit upp var nenni oðar boðið inn á hinni einkecinilegu amerísku mál- lýzku. Það fara engar sögur af hvernig fiskiríið gekk svo ekki er vitað hvort þeir segja ennþá „When in the Rome do as the Romans“, þama við Laufásveginn. Kannski reyna þeir öngul næst. Um þakkar og annaS * auðsýndan heiður, — Klukkan slær tólf, —=■ Richard Wright, svertingi. JoSEPHINE BAKER, :em er af bandarískum uppruna. ■n vann sér frægð á leiksviðum Parísar, er um þessar mundir í 3uenos Aires. Þangað barst henni íýlega tilkynning þess efnis, að >andaríska dómmálaráðuneytið íefði ákveðið að láta fara fram •annsókn á högum hennar til að á úr þvi skorið, hvort banna •igi henni að snúa aftur heim til 3andarikjanna. Orsökin er vitan- ega barátta hennar gegn kyn- >áttaofsóknum í Bandaríkjunum. Þegar hún fékk tilkynninguna sagði hún: Ég hef unnið sigur í mánnúðar- starfi mínu. Nú eru miklar lík- ur á því, að ég fái ekki að koma til Banda rikjanha. Það er mesti heið- ur, sem Banda rikin gátu sýnt losephine Baker- mér. Stjórn :irra hefur komið eins fram við ig og mikinn leikara: Charlie eaplin. Hann er ásakaður um >mmúnisma, af því^-að hann :rst einnig fyrir jafnrétti allra anna. ingu flestra þeirra ita’skra kvik- mynda, sem mesta athygli hafa vakið eftir stríiðið, svo sem Sciuscia, Hjólhestaþjófsins, Undr- anna í Mílanó og annarra. Mi-NDIIÍ.ge_rj§t öll á. fimmtán klukkustundum fyrir og eftir slysið. Sagt er frá nokkrum þeirra, sem fyrir slys- inu urðu, þannig að úr verður svipmynd úr ítölsku þjóðlífi, eins og því er lifað i Róm árið 1952, eftir að dauð .hönd marsjallað- stoðar hefur hvílt yfir landinu i fjögur ár. Lýst er vonum þeirra, ástum, og sorg. Slysinu er lýst með furðulegri tækni. Og síðan er spurt, hver elgi sökina. Lögregl- an rannsakar málið, blöðin ræða það, en engin niðurstaða fæst. En í lokaorðum myndarinnar er svarið þó gefið. „Morðingjarnir eru meðai okkar". Morðinginn er þjóðfélag auðvaldsins, þjóðfélag atvinnuléysis og örbirgðar. FlYNDIN hefur vakið feikna athygli á ttaliu og geysiað- sókn. Sömu söguna er að segja frá Frakklandi, þar sem sýning- ar á henni hófust fyrir skömmu. Margar beztu leikkonur Italiu leika í henni: Carla del Poggio, Lea Padováni, Lucia Boze, Elena Varzi. Þetta er ein þeirra kvik- mynda, sem islenzkir kvikmynda- unnendur biða með óþreyju. VlÐ höfum aldrei farið dult með það á þessum stað, að við höfum ekki mikið álit á þeim átján gamalmennum, sem á hverju ári úthluta bókmennta- verðlaunum Nóbels. Það er vitað að Hitlersdýrkandinn Sven Hedin er áhrifamestur þeirra. Það liggJ ur þvi nærri að halda, að það sé fyrir áhrif hans, að þessar upp- lýsingar eru gefnar um rithöf- unda í spjaldskrá bókasafns Nó- belsstofnunarinnar í Stokkhólmi: Armattoe, Baphael Ernest Grail, norðuramerískur visindamaður, svertingi. Feuchtwanger, Llon, þýzkur rithöfundur af Gyðingaættum. Ferber, Edna, norðuramerisk skáldkona af Gyðingaættum. Wright, Blchard, norðuramerisk- ur rithöfundur, svertingi. Það sem allir heiðarlegir verkalýðsfull- f rúar á 23. þingi Alþýðusambandsins saman um. Lýðræði var það, sem alþýð- unni var framar öllu heitið, þegar núverandi sambands- stjórn tók forystuna fyrir A. S. I. I vitund almennings inn- an verkalýðssamtaka er það t. d. einn þáttur lýðræðisins að kjörnir trúnaðarmenn fram- 'kvæmi eftir getu það, sem á- kveðið er í félögum, á ráð- stefnum og þingum alþýðunn- ar. Og hvernig lítur svo þessi þáttur lýðræðisins út í skugg- sjá veruleikans hjá sambands- stjórn s. 1. fjögur árin? Samþykktir sambandsþinga um baráttu gegn atvinnuleys- inu hafa í hötidum sambands- stjórnar orðið eindreginn stuðn ingur við þá stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum, sem leitt hefur til siaukins atvinnuleys- is: Marshallstefnuna, — og at- vinnuleyfanefndin hefur verið lögð niður, með þeim afleiðing- um, að á seinni árum hafa út- lendingar streymt inn í landið án minnsta tillits til atvinnu- legs réttar landsmanna og stór- aukið á böl atvinmdeysisins í landinu, svo fá dæmi af mörg- um séu nefnd. Samþykktir sambandsþinga Og verkalýðsráðstefna um bar- áttu gegn dýrtíð og launaráni í ýmsum myndum hafa verið túlkaðar í framkvæmd af nú- verandi sambandsstjóm með virkri aðstoð við framkvæmd laga um gengislækkun o. s. frv. — Þannig hefur forysta A. S. 1. komið til móts við vilja hins skipulagða fjölda í verkalýðssamtökunum s. 1. fjög ur árin, þetta er lýðræðisást •hennar holdgúð í hagsmuna- málunum. Og hvernig hefur svo þessi æðsta stofnun innan heildar- samtaka íslenzkrar alþýðu framkvæmt hið margumtalaða lýðræði innan stéttarsamtajc- anna? Aðeins örfá dæmi: Þegar hún hefur komizt á snoðir um, að lýðræðið hefur ekki orðið henni að skapi í ein- stökum félögum, þá gerir hún sér lítið fyrir og dæmir þau úr leik eins og þegar Iðju, fé- lagi verksmiðjufól'ks - var vikið úr sambandinu fyrir það eitt að kjósa stjóm samkvæmt eig- in lögum, löngu staðfestmn af Alþýðusambandinu, og það að kosning fór ekki þann veg sem núverandi sambandsstjóm vildi. Þegar núverandi sambands- stjórn sér, að þrátt fyrir brott- rekstur Iðju hefur lýðræðið dæmt af henni meirihlutavald í Fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Reykjaví'k — þá grípur hún til sinna ráða: I Rakara- sveinafélagi Reykjavíkur sigr- ar fylgjandi hennar í fulltrúa- kosningu með eins atkvæðis meirihluta. En þegar í ljós kemur að sigur þessi byggist á einum utanfólagsmanni, sem -látinn hafði verið greiða at- kvæði — af vangá fundar- stjóra og hrekkvísi eins trún- aðarmanns í verkalýðssam- tökunum, og þetta er kært með eiginhandar undirskrift meiri hluta félagsmanna, þá snýr sambandsstjóm sér til þess, er „sigraði" með ólöglegu at- kvæði, og fær umsögn hans um það, að allt sé í lagi með kosningu hans!! 1 Prentmyndasmiðafélaginu er formaður félagsins sjálfkjör- inn fulltrúi á sambandsþing. Löngu eftir að kjörtíma er lokið, tkoma norðan af Akur- eyri tveir menn, er þar höfðu haft á hendi eigin atvinnu- rekstur og voru því ekki í fé- lagsrétti þegar fulltrúakjör fór fram. Þessir menn eru látnir kæra, kosninguna á þeirri for- sendu að þeir (atvinnurekend- umir!!) hefðu ekki fengið fundarboð norður á Akureyri. Með freklegum bolabrögðum og andlegum þvingunum fengu lofsyngjendur lýðræðisins í sambandsstjórn því til leiðar komið að kærendurnir frá Ak- ureyri fengu í hendur kjörbréf, sem réttilega bar formanni fó- lagsins, en þessa er nánar get- ið á öðrum stað í blaðinu. En þétta og annað þessu líkt nægir ekki andstæðingum verkalýðsins og þjónum þeirra til að geta farið sínu fram í -verkalýðssamtökunum á kom- andi tímum, því að lýðræðið þar hefur sagt sitt orð. Á sama tima og hótanir eru uppi um að vísa á dyr öflugasta for- ystufélagi íslenzkrar alþýðu, verkamannafélaginu Dagsbrún, á forsendum, sem allir^vita að eru falskár, hafa ráðstafanir verið gerðar af hálfu núver- andi sambandsstjómar til að þrengja inn í heildarsamtöik verkalýðsins félagsskap, sem hefur innan vébanda sinna kjarnann úr stórkaupmanna- og héildsalastétt landsins, Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur. Það mátti glöggt sjá hvert stefndi undir leiðsögn núver- andi sambandsstjórnar þótt svona langt hefði ekki verið gengið. Það á sem sé að tryggja fulltrúum atvinnurek- enda og auðstéttar sem mest í- tök á þessu þingi alþýðunnar, til að torvelda aðstöðu verka- lýðsins í hagsmunabaráttunni sem nú er að hef jast. Það á að breyta A. S. I. úr hagsmuna- tæki verkalýðsins í vopn gegn honum.-----Þetta er unnt að koma í veg fyrir með því einu að stöðva núverandi sambands- stjórn í ofsóknum hennar og gerræði á hendiur ýmsum sam- bandsfélögum og binda endi á frekara innstreymi verkalýðs- fjandsamlegra afla í heildar- samtök verkalýðsins en orðið er, að tilhlutan hennar. Það þarf að losa A. S. I. við þjóna atvinnurekenda, heild- sala og verkalýðsfjandsamlegra stjónmrvalda úr íörystunni. — Það ber að mynda að nýju sambandsstjórn sem verkalýð- urinn getur treyst. Þetta verða allir heiðariegir verkalýðsfulltrúar á 23. sam- bandsþinginu að tengjast hönd- um um, hvar sem þeir telja sig vera í stjórnmálum. Með pappír og skærum Ef einhver skyldi enn standa í þeirri trú, að öll hin svo- nefnda „abstraktlist" sé-eitt og sama tóbakið, þá hefði hann átt að sjá sýningu Valtýs Pét- urssonar í Listvinasalcium um daginn og bera hana saman við myndir Nínu Tryggvadóttur, sem nú eru sýndar þar. Þetta eru tveir algjörlega ólíkir myndheimar, ekki aðeins að á- ferð og tjáningu, heldur er myndhvötin sjálf af ólíkum toga spunnin. Myndir Valtýs má kalla ,,konkret“, eins og það heitir á listsögumáli, þ. e. að þær eiga ekki frumhvöt sína í heimi sýnilegra hluta, heldur eru þær sprottnar beint úr formhugmynd listamanns- ins, án skírskotunar til annars. Myndir Nínu eru hins vegar ,,abstraktionir“, —- þær eru orðnar til fyrir bein áhrif af sjónreynslu listakonunnar gagn vart náttúrunni. Sjónrejndin er ekki stæld, heldur er litróf hennar og hughrif endurfædd í nýjan, sjálfstæðan búning, sem fullnægir bezt túlkunar þörfinni. Nú veit hver maður, að áhrif náttúrunnar eru ekki Fulltrúakosningin í Prentmynda- smiiafélagi Þann 22. sept. s.l. fór fram kosning fulltrúa á 23. þing A. S.I. í Prerttmyndasmiðafélagi íslands. Aðalfulltrúi, Sigur- bjöm Þórðarson, var sjálf- kjörinn, en svo hefur verið með flest þau trúnaðarstörf er honum hafa verið falin af fé- laginu. Varamaður var kjörinn Jón A. Stefánsson, með 5 atkv. gegn 4. Fundur þessi var auglýstur samkvæmt hefð- bundinni venju þ.e. á vinnu- stöðum prentmyndasmiða í Reykjavík, en ekki annars- staðar á landinu. Á þennan hátt hafa allir aðrir fundir fé- lagsins verið auglýstir bæði þegar um hefur verið aðræða r YBIB tveim eða þrem árum birtist auglýsing í einu blaði Rómaborgar, þar sem óskað var eftir vélritunarstúlku. Um morguninn daginn eftir komu meira en tvö hundruð konur og ungar stúlkur í atvinnuleit tjl auglýsandans. Skrifstofan var á þriðju hæð í gömlum hjali. Stúlkurnar tróðust upp stigann. en hann þoldi ekki þunga þeirra. Skyndilega brast hann undan þeim. Fjöldi þeirra særðist og nokkrar biðu bana. Ei . INN af fremstu kvik- ndasrtaiðum Itaiiu hefur nú t mynd, sem byggð er á þess- alburði. Myndin heitir Klukk- slfler tólf. Höfundurinn er iseppe de Santis, það var hann í samdi Bitran hris (Riso am- ). En kvlkmyndaleikritið rdi Caesare Zavattini« sem hef- haft hönd i bagga með samn- Hann drukknar! Hann drukknar! hróp- uðu ættingjarnir, Það var mikið uppnám, og þeir tóku að rétta spýtur og stati í átt til okrarans. Sumir voru einlægir i björg- unviðleitní sinni, aðrir .voru bara að sýn- •ast. Er Hodsja Nasreddm leit á þá varð honum strax Ijóst hverjir skulduðu okraranum og hann gat jafnvel getið sér til uru ,sjá’fa upphæðina. Að öðru. le.vti .híjóp..hann fram og aftur um bakkahn og kaiIaSi: Réttu okkur höndina, kæri Tsjafar, heyr- irðu það, réttu okkur höndina! Hann vissi fyrirfram að okrarinn mundi ekki gera það, þvi sjálf hugmyndin að rétta ein- hv-erjum eitthvað mundi olveg lama hunn. Réttu okkur. höndina, sögðu, ættirvgjarnir. Það leið æ lengri tími mi’li þess sem okr- arinn kom upp á yfirborðið. Og hann hefði látið lifið i þessu heilaga vatni, ef ber- fættur vatnsberi með tóman leðursekk á bakinu hefði ekki. komið hlaupandi. kosningu fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing, stjórnarkjör, uppsögn samninga og annað. Hefð sú, er um þessa tilhögun hefur skapazt, hefur af öllum félagsmönnum verið skoðuð sem óvéfengjanleg lög, enda engum félagsmanni nokkrn sinni komið til hugar að frá þessari venju yrði vikið. Sízt mun < nokkrum manni hafa dottið í hug að slíkt gæti gef- ið tilefni til að fram kæmi kæra, og fundur boðaður á þann hátt er að framan getur úrskurðaður ólöglegur, af stjóm A.S.I. En sú varð raunin á. Menn þeir er kosn- inguna kærðu unnu á Akur- eyri er umræddur fundur var haldinn, er kaus fulltrúann á Alþýðusambandsþing. Höfðu þeir þar á leigu atvinnufyrir- tæki er þeir rá'ku á eigin kostn- að og ábyrgð. En samkvæmt lögum félagsins getur enginn haft félagsréttindi sem hefur á höndum atvinnurekstur. Eins og áður er getið var aðalfull- trúi félagsins sjálfkjörinn og hefðu því þessir tveir menn engu getað breytt um þau úr- slit með atkvæði sínu, þó þeir hefðu haft lagalegan rétt ti! að taka þátt i kosningu þess- ari. Úrskurður sá, er stjóra Al- S.í. felldi um ólögmæti kosn- ingarinnar 22. sept. er vægast sagt mjög tortryggilegur. Sé hann réttur og sjálfum sér sam- kvæmur, þá hljóta allar aðrar ikosningar, sem fram hafa far- ið á fundiun í félaginu og báð- aðar hafa verið á nákvæmlega sama hátt að vera jafn ólögleg ar og þvi enginn löglegur að ili tSl, er boðað geti til lög Framhald á 7. síðu . aðeins sjónræns eðlis, heldur eiagu síður huglæg, og gefur því auga leið, að listamaður- inn getur ekki túlkað slík áhrif með endurspeglun sjónreynslu sinnar einni saman, ef túlkun- in á að vera sönn, heldur verð- ur hann að vefa kenndir sinar saman við, verður, að endur- skapa hina sýnilegu mynd í samræmi við þær. Sé myndin nær hinni sjónrænu staðreynd, köllum við hana expressiort- iska, sé hún frekar túlkun hug- lægra áhrifa, köllum við hana abstraktion. Hvort tveggja túlkimin byggir að sjálfsögðu á grundvelli allrar myndlistar: fullk-ominni samstæðu túlkun- armeðala, túlkunartilgangs og myndflatarins. Það er því ó- neitanlega dálítið broslegt, þeg- ar menn þenja sig út af vand- lætingu yfir því, að listamenm. skuli túlka hugarkenndir sínar jafnframt sjónreynd sinni, eða jafnvel einar sér, og roti til þess hrein og einföld meðul. Nina Tryggvadóttir er meist- axi hintiar hugiægu túlkunar. Myndir hennar eru tærar en innfjálgar stemningar, fullar af lifandi tilfinningu. Það er langt síðan ég . hef séð ei*i3 glaðlega og hressilega sýn- ingu. Hún er eins og endur- minning sumars og dra.ximur um vor, kannski ívið róman- tísk á köflum, en fyrst og fremst björt og óþvinguð. „Þetta eru mestmegsiis. lands- lagsmyndir", segir Nína, o g sannleikurinn er sá, að þótt hvergi verði fjöll mæld eða tré talin í þessum myndum, þá lif- ir í þeim sterk og sannfærandi náttúrUkennd. Þær eru ekki staðb.undsiar lýsingar. ekki myndsikreytt landafræði, held- ur áhrifin af litrófi, fjarlægð og flötum náttúrunnar endur- sköpuð í hreinni mynd. Sumar myndanna virðast þó ekki byggja á nelnu slíku. Þær eru algjörlega óhlutbundlnn leik- ur með liti og form. Nú hefur Nína hvílt pensl- ana um sinn, og ,er þessi sýn- ing til orðin af viðskiptum. hennar við pappír og skæri. Allar myndinaar (utan ein) eru álímingar úr lituðum papp- ír, síðan farið ofan í með svörtu, byggt með því einskon- ar grindverk, sem verður til þess að marka myndimum á- kveðið forsvið, en gefur öðr- um litflötum gildi mikillar fjarlægðar. Það er ekki sízt í þessari spennu nálægðar og fjarvíddar, sem hin sterka náttúrutúlkua my.ndanna er falin. Því er ekki að neita, að um sumt er þessari sýningu áfátt. Flataskipun sumra mvndanna er ekki nógu örugg oir traust, og frágangurinn sjátfur hefði mátt vera betri. En þnð sikerð- ir þó hvergi þanci heiður. sem Nína Tryggvadóttir á skilinn af þessum fögru myndum. «. Th. B. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.