Þjóðviljinn - 12.12.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.12.1952, Blaðsíða 1
Deildarfuiulir verða í öllum deildum Sósíalistafél. Rvík- ur í kvöld kl. 8.30 á venju- legum stöðum. (Fundurinn í Vesturdeild verður á Brekku stíg 14 B.) — Umræðuefni: Verkfallið o. fl. Félagar fjölmennið. Stjórnirnar. UM 2000 MANNS Á FUNDUM VERKLÝÐSFÉLAGANNA VerkalýBurinn staSráBinn í aS standa saman unz sigur er unninn Samúðarverkfall í frystihúsum hefst frá og með 19. þ. m. Verkalýðsfélögin 5 sem að verkfallinu sfanáa á Akureyri héidu sameiginlegan fund í fyrrakvöld. Fjögur verkalýðsfélög í Reykjavík, Dagsbmn, Fé- lag járniðnaðarmanna, Iðja, féíag verksmiðjufólks of Verkakyerinafélagið Framsókn héldu öll félags- fundi i gær og sóttu þá samtals um 2 þús. manns. Órjúfandi eining og baráttuvilji ríkti á öilum fundunum og er reykvískur verkalýður staðráðinn í að standa saman í einni órofa fylkingu unz sigur er unninn. magsbrúnarlundifirinii Dagsbrúnarfundurinn í gær var einn sá bezti og fjöimennasti sem Dagsbrún hefur haldið og Dags- brúnarmenn einhuga í að bera kröfur samtakanna fram til sigurs. Fundurinn samþykkti einróma eftir- farandi: ,,Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, hald- inr. 11. desember 1S52, mótmælir harðlega þeirri afstöou aivkmurekenda og ríkisstjórnar að hunása í einu og öllu réttlátar kaup- og kjarakröfur verka- lýðsins. Fundurinn telur sýnt, eftir 10 daga verkfall alls þorra hins vinnandi félks, að ríkisstjórnin sé ófær að stjórna landinu í þágu verkaiýðsins og afvinnu- veganna og skorar á hana ao segja tafarlaust af sér. Um leið og fundurinn krefst tafarlausra samninga Iýsir hann yfir þeim eindregna vilja félagsmanna að standa saman sem órofa heild um kröfur verka- lýðsins unz sigur hefur unnizt og skorar á allan al- mermíng að veita verkíallinu sem virkastan stuðn- pg”. I ð j BB I K1 II (1 11 r I II K1 Iðja, félag verksmiójufólks, hélt fjolmennan fund í Þórskaffi í gær og samþykkti hann einróma eftirfarandi: „Fundur í Iðju, íélagi verksmiðjufólks í Reykjavík, 11. des. 1352, íordæmir þá framkomu atvinnurekenda og ríkisstjórnar, að hafa enn ekki gert hina minnstu’ tilraun til nýrra samninga við v-erkalýðsfélogin. Fundurinn krefst þess, að tafarlaust verði gengið til nýrra saniRÍnga við verkalýðsfélögin, ella segi ríkisstjórnin af sér. Fundurinn lýsir þvi yfir, að iðnverkafólkið mun berjast ein- huga tii sigurs fyrir réttmætum kröfum sínum og annarra laun- jvega og heitir á almenning að veita verkfallinu alhliða- stuðning“. Félag láritlðiiaúaFiiiafiiiia Á mjög fjölmennum fundi Félags járniðnaðarmanna í gær, var eftirfarandi samþykkt einróma: „Fundur í félagi járniðnaðarmanna, haldinn 11. «es. 1952, móf.mælir harðlega þeirri afstöðu atvinnurekenda og ríkisstjórn- ar að hundsa aigerlega hinar sanngjörnu kröfur verkalýðssam- takanna um bætt kjör. l'm leið og fundurinn krefst sanuiinga við verkalýðsfélögin tafarlaust, skorar hann á meðiimi féiagsins að standa fast sam- an þar til sigri er náð. Jafnframt skorar fundurinn á alfan aímenning að styðja verka- lýðssamtökin í yfirstandandi deifu“. Söfnun hafin Takið iista Söfnunarlistar fyrir verk- fallssjóð verkalýðsfélaganna voru tilbúnir í gær og eru þeir afgreiddir í skrifstofum Alþýðusambands Islands, Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og skrif- stofum verkalýðsfélaganRa. Skorað er á alla félags- menn verkalýðssamtalianna og aðra Iaunþega og ai'þýðu- menn að koma og taka lista og hefja söfnun fyrir verk- fallsfólkið af fullum krafti. Hjón gefa 2000 kr. í verkfallssjóðinn 1 gær voru sendar 2000.00 kr. til verkíallssjóðsnefndar vcrkalýðsfélaganna og var gjöf þessi frá hjónum sem ekki tiiheyra verkalýðsstétt- inni, en senda þessa gjöf af Sgmúð pg skilningi. DagSaun i verk- fallssjóðiiin Blaðamenn og aðrir starfs- menn Þjóðviljans og prent- arar í Prentsmiðju Þjóðvilj- ans ákváðu í gær að gefa í verkfallssjóð verkalýðsfélag- anna ein daglaun frá hverj- um, samtals 4002.04 kr. Þjóðviljinn tekur á móti framlögum í verkfallssjóð verkalýðsfélaganna. Dagsbrún hefur útfílutun Á Dagsbrúnarí'undinum í gær skýrði Hannes Step- hensen, varaformaður Dags- brúnar frá því að stjórn verkíallssjóðs Dagsbrúnar tæki nú þegar til starfa og úthlutun úr sjóðnum myndi hefjast eftir næstu lielgi til þeirra féíagsmanna Dags- brúnar sem erfiðastar kring- umstæður hafa. VERKALÝDSFÉMGANNA heláur fund í dag Fulltrúanefnd verkalýðsfélag- anna heldur fund kl. 10 f. h. í dag, 12. desember, í Iðnó uppi. Fulltrúar eru minntir á að mæta stundvíslega. Ekkerf nýfl að frétta frá samningaumræðunum Samninganefnd verkalýðsfélaganna tilkynnti at- vinnurekendum í gær þá ákvörðun að vélstjórar í frystihúsunum hæfu samúðarvinnustöðvun frá og með 19. þ. m. ef samningar hefðu ekki tekizt íyrir þann tíma. Einhuga FraivtsókKiarfundiKr Fundur Verkakvennafélagsins Framsóknar í gær um verk- fallsmálin var fjölsóttur. Jóhanna Egilsdóttir, l'ormaður félags- ins hafði framsögu uni kaupgjaldsmálin og verkfallið og skýrði frá samningaumleitunum. Margar konur tólvii til máls og voru allar einhuga um að l'éiagið stæði fast á rétti sínum og alls verkalýðs í deiluitni unz sigur væri unninu. VerMall hafið í Hvalfirði Hörður HvaM neitar að veita kndaríska hernum undanþáp Verkfall hófst hjá Olíufélaginu í olíustöðinni í Hvalfíirði s. 1. nótt. Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði hélt fund í fyrrakvöld til að ræða beiðni er bori/.t hafði um undanþágu fyrir bandaríska lierinn til að afgreiða bcnz,ín og olíur svo og skip sem þangað er væntan-legt til hersins. Félagið samþykkti að synjá þeirri heiðni. Sameiginlegur fundur Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar, Verkakvennafélagsins Eining, Sjómannafé- íags Akureyrar og Sveinafélags járnsmiða á Akureyri, samþykkti í fyrrakvöld einróma eftirfarandi: „Fundurinn telur yfirstandandi verkfall óhjákvæmilega nauð- vörii launþegasamtakanua gegn þeirri óbærileg'u dýrtíð og at- vinnurýrnun sem stefna núverandi ríkisstjórnar hefur leitt yfir alþýðu manna. Fundurinn bendir bændum ■ og miilistéttum á þá staðreynd að áframhaklandi rýrnun á kaupgetu almennings teflir afkomu- möguleikum þessara stétta í geigvænlega hættu og heitir því á þær til samstöðu í þessari kjaradeilu. Þar sem hver dag’ur er líður, án þess að deilan Ieysist, kostar þjóðarbúið milljónir króna í glötuðum verðmætum, fordæmir fundurinn það skeytingarleysi sem ríkisstjórnin hefur sýnt um Iausn þessarar deilu. Krefst hann þess að nú þegar verði ^f al- vöru og sanngirni gengift að samningum við verkalýðssamtökin um hóflegar kröfur þeirra. Að lokum heitir fundnrinn á allan verkalýð og alla alþýðu að standa fast saman í baráttunni, fullkomin eining mun færa sam- tökunum sigur og því fyrr sem hún ©r öflugri“. Til fundarins var sem fyrr segir boðað af verkalýðsfé- iögunum á Akiireyri samcig- inlega. Framsögumemi voru Björn Jónsson form. Verka- mannafélags Akureyrarkaup staðar, Guðrún Guðvarðar- dóttir iorm. Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, Árni Þorgrímsson og Haukur Hclgason, form. Sjómanna- félags Akureyrar, og auk þeirra tóku til máls Bragi Sigurjónsson, Jón Jakobs- son, Haraldur ÞorvaMsson og Róbert Snædal. MikiII áhugi og einhugur ríkti á fundinum um aíí hvika í engu í yfirstandandi dcilu fyrr en samtökin hafa náð fram krölum sínum. ÍSLENMXGAIt! GEFiÐ ALLiit t VEBKFALLSSJÓ01M!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.