Þjóðviljinn - 24.01.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.01.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 24. janúar 1953 HúsmœSur 1 verzlunar- erindum Við erum meinhægt fólk ís- lendingar, er sagt, okkur er ekki gefið að kveina og kvarta yfir öllu sem aflaga fer, eins og útlendioga er siður, og er þetta talinn mikill þjóðarkost- ur, og má það til sanns vegar 'færa, ef rétt er, a. m. k. þegar um smámuni er að ræða. Hér skal ekki farið nánar út í ‘þessa sálma, aðeins drepið á eitt atriði. Afgreiðslufólk hér í búðum hefur sjálfsagt tekið eft- ir því, að útlendingar, sem hér eru búsettir, eru að jafnaði miklu nöldrunargjarnari og erf- iðari viðureignar en innbornir. Þeir eru flestir vanir öðrum viðbrögðum búðarfólks en við þekkjum, þeir hafa vanizt því að snúizt sé í kringum þá og sætta sig ekki við, að þeim sé svarað út í hött ,eins og því miður kemur alltof oft fyrir hér í verzlunum. Allt um það, svo má heita að útlenda hugtakið service, sem nefnt hefur verið þjónusta á íslenzku, sé óþekkt fyrirbæri á Islandi. Það kemur t. d. varla fyrir að viðskiptavinur geti fengið nokkrar leiðbeiningar hjá búðarfólki hér; þó sjaldnast sé um beinlínis ónot að ræða þá er víst að ef sá sem ætlar að kaupa getur ekki gengið beint að því sem hann ætlar að fá, þá er mjög hæpið að hann fái nokkra úrlausn hjá selj- anda. Oftast er það líka svo, að sá síðarnefndi hefur enga þekkingu á þeim vörum sém honum er ætlað að selja og þyí ekki að búast við að hann geti veitt nokkra leiðbeiningu. Það er heldur ekki hægt að gera slíka kröfu til afgreiðslufólks- ins, þegar vitað er að kaupmenn eru yfirleitt allir jafnófróðir um þær vörur, sem þeir hafa,. eða ættu að hafa á boðstólum. Hér á landi getur hver sem hefur einhvern snefil af reiknings- færslu fengið leyfi til að setja á stofn verzlun og alveg undir hælinn lagt hvort hann velur þúsáhöld, matvörur, álnavörur, bækur eða sælgæti. Meðan svo er, er ekki von að vel fari. Er- lendis er yfirleitt sett það skil- yrði, að menn hafi til að bera þekkingu á þeim vörum sem þeir ætla að verzla með ,og oft krafizt margra ára sérmennt- unar. Slík krafa er sjálfsögð á okkar tímum, eins og áður hef- ur verið rætt hér. Annars er margt annað at- hugavert við íslenzka verzlun- arhætti, og það • jafiavel þótt verðlagningin sé undanskilin. Það er t. d. alveg einsdæmi, ef hægt er að fá alla þá hluti í sérverzlun hér, sem búast mætti við að hún hefði á boðstólum. Komi maður inn í búsáhalda- verzlun og vilja fá steikara- pönnu, þá er alveg eins líklegt að hún sé ekki til í þeirri búð, þótt hún fáist kannski í næstu, járnvöruverzlun hefur ekki skrúfjárn eða fatahengi og svona mætti lengi telja. Þó er okkur sagt að innflutningurinn sé frjáls og allar búðir séu fullar af varningi. Yfirleitt eru það húsmæðurn- ar sem ráðstafa fé heimilanna og sjá um flest innkaup, og fyrir þær sem jafnan hafa nauman tima til snúninga mikið •óhagræði að geta aldrei gengið »ð hverjum hlut á sínum stað, þegar þær eru í verzlunarerind- um. Það er kominn timi til að hér í bænum sé sett á stofn sérverzlun, þar sem hægt sé á einum og sarna stað að fá flest- allar nauðsynjavörur af hvaða tagi sem er. Og það liggur bein- ast við að ætla mestu verzlun- arsamtökum höfuðstaðarins, KRON, að sinna þessu verk- efni, þótt Ijóst sé að ekki verð- ur undinn bráður bugur að því: Á—r. Raimagnsi&kntörkunin Kl. 10,45-13,30 Vesturbærinn frá Aðalstræti Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel- arnir, Grímsstaðaholtið með flug- vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarn- arnes. Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að m'arkalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. • Eftir hádegl (kl. 18,15-19,15) Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðar- árholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesveg að Klepps- vegi og svæðið þar norðaustur af. , EinbaugjBrr j AttAO GCtWia^ \ágpmmM nmi apeo.' Krikmtptd fjgrir húsmmöur DANSKIR kaupmenn hafa látið gera litkvikmynd handa húsmæðr- um og eru í henni ýmsar ráð- leggingar til þeirra sem gætu orð- ið þeim til léttis í daglegu starfi. Hér eru tvö atriði úr myndinni: Kolumbusaregg a nýjan hátt. — Ef maður er í vafa um hvort eggið er soðið eða hrátt, þá setur maður það á endann og reynir að snúa því eins og skoppara- kringlu. Ef það tekst, þá er egg- ið soðið, annars er það hrátt. Hvernig er bezt að ‘ skilja hvituna og rauðuna? Hér er ráðningin: hella úr egginu í trekt, þá rennur hvítan nið- ur en rauðan verð- ur eftir í trektinni. Frumvarp Einars Framhald af 5. síðu yrði veruleg hjálp að. Um þann kafla segir m. a. í greinargerð: „Með 45. gr. er ákveðinn rétt- ur þeirra manna, er hús eiga, til að geta þó að minnsta kosti fengið lán út á 1. veðrétt í hús- inu eða íbúðinni, og tryggt, að þeir geti selt bankanum banka- vaxtabréf affallalaust. Ástand- ið, sem nú ríkir í þessum mál- um, er algerlega óviðunandi. Það er ekki hægt fyrir menp, sem eiga ibúðir, að fá lán út á 1. veðrétt, þótt mikið liggi við. Slíkt er þó talinn sjálfsagður hlutur í öllum löndum. En hér ■hefur verið komið á slíkri ein- okun á lánsfjárveitingum, að jafngildir féflettingu og eigna- ráni, því að vitanlega er það sama og að ræna eign manns, ef rí'kið og bankar hindra mann, sem á góða eign skuldlausa, að geta fengið 1. • veðr.éttaflán út á haaa, t. d. til þess að borga skatt til ríkisins". Sjötti kafli frumvarpsins nefnist: Um innflutning bygg- ingarefnis o. fl. I greinargerð segir: „1 46. gr. er ákveðið, að inn- flutningur á byggingarefni skuli vera frjáls, ef nokkur inn- flutningur er frjáls. Væri þar með afnumin sú óhæfa, að inn- flutningur óþarfa, eins og ame- rískra kerta, sé frjáls, en Is- lendingum óheimill frjáls inn- flutningur byggingarefnis til þess að byggja nauðsynleg í- búðarhús og spara þar með fyr- ir þjóðina og framtíðina og byggja upp landið. Séu höft á öllum innflutn- ingi, skulu gömlu ákvæðin haldast". Máleínaíátæki AB Framhald af 3. síðu. þau atriði sem valda vanstill ingu og hrópum AB-bla'ðsins. Sjá væntanlega allir hve gjör- samlega tilefnislaust er nöld- ur blaðsins um þetta efni, en skilja þó um leið tilganginn. En mikið er málefnaleysi og andleg fátækt þeirra manna sem velja sér slíkt sem þetta til árása á stjórn Dagsbrúnar. Ætti uppskeran sannarlega að verða í samræmi við' tilefnið. Kemur í hlut Dagsbrúnarmanna að tryggja að svo verði þegar kosningar fara fram í félaginu í næsta mánuði. Gamli maðurinn starði á hann. „Það er cgerningur, Dick- son. Hitt bamið er með hita.“ Maðurinn yppti öxlum. „Ég segi yður það hreinskilnis- lega að Frakkar geta e'kki veitt viðnám. Þeir eru búnir að vera — nú þegar. Þetta eru engar öfgar — þetta er satt“. Howard horfði niður fyrir sig. „Hvert ætlið þér?“ ,,Ég er á leið til Savoy til að líta á aðgerðir ítalanna. Svo ætlum við að forða okkur. Ef til vill förum við til Marseilles og ef til vill yfir vígstöðvarnar og til Spánar“. Gamli maðurinn brosti. „Góða ferð“, sagði hann. „Gætið yðar að fara ekki of nærri bardögunum". Maðurinn sagði: „Hvað ætlizt þér sjálfur fyrir?“ „Ég veit eikki. Ég verð að hugsa mig um“. Hann hélt af stað og leiddi Ronna.Eftir skamma stund kom slettótti, græni bíllinn a'kandi á eftir þeim og stað- næmdist við gangstéttina. Dickinson hallaði sér út. „Heyrið þér, ■ Howard“, sagði hann. „Þér komizt fyrir hérna hjá okkur og krakkarnir tveir líka. Við getum haldið á krökkunum. Þetta verður dá- lítið erfitt ferðalag fyrst í stað; við skiptumst á að vera við stýrið allan. sólarhringinn. En ég skal bíða. eftir yður, ef :þé.r getið verið tilbúinn með hinn krakkann líka eftir tíu mínútur". Gamli maðurinn horfði hugsi á bílinn. Það fólst mikil hugul- semi í þessu tilboði mannsins. En þeir voru fjórir í bílnum þegar og mikill farangur; hann gat e'kki séð hvernig hægt var að Ikoma einum fullorðnum fyrir í viðbót að ógleymdum tveim bömum. Þetta var opinn bíll með engum hliðarhlífum. Það yrði erfitt fyrir veika fimm ára telpu að aka að nætur- lagi gegnum fjallahéruð í þessum bíl. Hann sagði: „Þetta er mjög vingjarnlegt af yður. En ég held samt að við verðum að fara okkur hægt“. Maðurinn sagði: „Jæja þá. Þér hafið sjálfsagt nóga pen- inga?“ Gamli maðurinn fullvissaði hann um að svo væri og stóri bíllinn ók af stað og hvarf sýnum. Ronni horíði á eft.ir hon- um gráti nær. Hann saug upp í nefið og Howard leit á hann. „Hvað er að?“ sagði hann vingjarnlega. „Hvað gengur að þér?“ Ekkert svar. Tárin voru alveg að koma. Howard hugsaði sig um. „Var það bíllinn ?“ sagði hann. „Hélztu að við ættum að fara í honum?“ Drengurinn litli kinkaði ikolli*. Gamli maðurinn beygði sig og þurrkaði honum um aug- un. „Vertu ekki að hugsa um það“, sagði hann. „Við bíðum þangað til Sheilu er batnað og svo förum við öll í öku- ferð saman". Hann hafði í hyggju að reyna að taka á leigu bíl frá Dijon til St. Malo ef mögulegt væri. Það yrði dýrt, en þau útgjöld væru réttlætanleg eins og á stóð. „Bráðum?“ „Ekki á morgun heldur hinn, ef hún er orðin nógu frisk“. „Megum við fara og skoða skriðdrekana bg fallbyssurnar eftir mat ?“ „Ef þær eru ennþá kyrrar, þá getum við skroppið sem snöggvast“. Hann varð með einhverju móti að bæta honum upp vonbrigðin. En þegar þeir nálguðust járnbrautastöð- ina voru skriðdrekarnir og flutningavagnarnir allir á bak og burt. Nokkrir slyttislegir hestar hímdu, undir auglýsinga- spjöldunum. I svefnherberginu. var allt með gleðibrag. Rósa litla var þar, feitnin. táta með sítt, svart ihár og ríka móðurtilfinningu. Sheila var þegar orðin heilluð af henni. Rósa litla hafði búið til 'kanínu úr tveim óhreicium vasaklútum sem Howard átti og þrem snærisspottum, og þessi ikanína átti sér holu í rúm- fötum Rósu; þegar einhver sagði „Bö“ þá þaut hún inn í holuna sína með aðstoð Rósu. Sheila var með Ijómandi augu og sagði Howard allt af létta á einhverju samblandi af frönsku og ensku. Meðan á samtalinu stóð flugu þrjár flug- vélar mjög lágt yfir gistihúsið og brautarstöðina. Howard leysti utanaf pinklinum og gaf Sheilu myndabók- iúa um fílinn Babar. Babar var gamall vinur Rósu litlu; hún. tók bókina, leiddi Ronna að rúminu og fór að lesa söguna fyrir þau. Litli drengurinn varð fljótlega þreyttur á því; hann hafði meiri áhuga á flugvélum og hann fór út að glugganum í von um að sjá fleiri slíkar. Howard skildi við þau og fór niður í anddyrið til þess að hringja. Með mi'klum erfiðismunum og ýtrustu þolinmæði tókst honum að ná sambandi við gistihúsið í Cidoton; hann varð að segja Cavanagh frá erfiðleikum sínum. Hann tala.ði við frú Lucard, en Cavanaghshjónin höfðu farið til Genfar dag- inji áður. Þau bjuggust sjálfsagt við að hann væri kominn á. leiðarenda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.