Þjóðviljinn - 06.02.1953, Síða 3
Föstudagur 6. fébrúar 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3
/?œða Guðmundar Vlgfússonar v/S 2. umrœSu
um fjárhagsáœtlun Rvíkur:
veroi
Herra forseti. Síðan frum-
varp að fjárhagsáætlun Reykja-
víkur 1953 var til fyrri umræðu
íhér í bæjarstjórn eru nú liðnir
tveir mánuðdr. Þessi dráttur
hefur orðið vegna nýrra kaup-
gjaldssamninga, sem munu hafa
nokkur áhrif til hækkunar í
sambandi við afgreiðslu frum-
■ varpsins. Þegar á frumvarpið
er litið í heild eiga þessar
breytingar þó ekki að valda
neinni stórfelldri röskun. Og
raunverulega þyrftu nýju kaup-
gjaldssamningarnir ekki að
þýða hækkun á niðurstöðutöl-
um áætlunarinnar, væri vilji
fyrir hendi í bæjarstjóminni til
að taka upp nýja og skynsam-
legri afgreiðslu á þessu fjár-
hagsáætlunarfrumvarpi en ráð-
ið hefur afgreiðslu fjárhagsá-
ætlunarinnar á undanfömum
árum.
Breytingartillögur sósíal-
ista miða að því að breytt
verði um stefnu.
Þær breytingartillögur sem
við, bæjarfulltrúar Sósíalista-
flokksins, höfum lagt fram við
frumvarpið eru miðaðar við það
eins og það var lagt fram
hér í bæjarstjórn við fyrri um-
ræðu. Ég mun því ræða frum-
varpið og gera grein fyrir
breytingartillögum okkar á
þeim grundvelli.
Þar sem svo langt er umlið-
ið frá fyrri umræðu kemst ég
ekki hjá því, að endurtaka
nokkrar veigamiklar staðreynd-
ir, sem ég benti á í framsögu-
ræðu minni 6. des sl. Þetta er
þvi nauðsynlegra þegar þess er
gætt, að sú óheillaþróun, sem
átt hefur sér stað í fjármálum
bæjarins allt þetta kjörtímabil
og raunar lengur, * er þung og
veigamikil röksemd fyrir því að
breytt verði um stefnu, en við
það eru tillögur okkar sósíal-
ista miðaðar í grundvallaratrið-
um.
Afleiðingar stjórnar-
stefnunnar
Ég vil fyrst minna á við
hverjar aðstæður bæjarstjórn-
in ræðir nú og afgreiðir fjár-
hagsáætlun bæjarins. Bæjar-
búar almennt búa við vaxand:
dýrtíð og atvinnuleysið hefur
haldið innreið sína í stórum
stíl.
Þetta eru afleiðingar ríkjandi
stefnu í efnahagsmálum lands-
ins. Þetta eru afleiðingar geng-
islækkunar, bátagjaldeyris-
brasks, skattaáþjánar og verzl-
unárokurs. Yfirlýsingar og lof-
orð núverandi stjórnarflokka
um „jafnvægi" og biómlegt at-
vinnulíf í kjölfar gengislækkun-
arinnar og fylgiráðstafana
hennar, hafa reynzt falsanir
einar og blekkingar. Fjöldi
manna býr við atvinnuleysi
marga mánuðd ársins og myndi
þó fyrst hafa keyrt um þver-
bak íiefði stjórninni ekkj tek-
izt að koma um 2000 verkfær-
um mönnum á framfæri Banda-
ríkjamanna á Kef'avíkurflug-:
velli. En þrátt fyrir það er
atvinnuleysið geigvænlegt bæði
hér í Reykjavík og út um
allt land, og mega menn þó sízt
við slíku ástandi i því dýrtíð-
arflóíd sem ríkisstjórnin og
flokkar hénnar hafa leift yfir
almenning.
Skipulagning lánsíjár-
bannsins og húsnæðis-
skorturinn
« Eh það er ekki aðeins at-
_______________
vinnulevsið sem þrengir að al-
þýðuheimilunum. Ofan á hörm-
ungar þess bætist húsnæðis-
skorturinn, einnig skipulagður
af stjómarvöldunum. -— Bæði
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sókn hafa hlýtt bandarískum
fyrirmælum um skipulagningu
lánsfjárbannsins og haftanna,
sem ekki hvað sízt hefur bitn-
að á byggingariðnaðinum af
fullum þunga og komið í veg
fyrir að almenningur ætti kost
á að koma sér upp þaki yfir
höfuðið. Til viðbótar hafa svo
bindingarákvæði húsaleigulag-
anna verið afnumin og almenn-
ingur verið sviptur þeirri vöm
sem í þeim fólst. Um þessa
ráðstöfun voru stjórnarflokk-
arnir báðir hjartanlega sam-
mála. Afleiðingin hefur orðið
sú — af byggingarbanninu og
afnámi húsaleigulaganna í senn
— að vaxandi fjöldi almenn-
ings býr við algjöra neyð í hús-
næðismálum. Fjöldi lágtekju-
manna sem enn hefur þak yfir
höfuðið verður að sætta sig
við slíka okurleigu að þess eru
fjölmörg dæmi að húsaleigan
gleypi y3 til helming tekn-
anna.
Almenningur býr við
versnandi hag
Það er því svo augljóst sem
verða má að almenningur býr
við erfiðan og versnandi hag,
að króna.n sem hann hsfur
handa í milli er rýr króna og
minnKá'ndí." Þáð vérSúf sífelit'
erfiðara fyrir allan fjöldann að
láta tekjurnar hrökkva fyrir
brýnustu þörfum og þeir sem
verst eru settir búa við hlut-
skipti skortsins. Þannig hefur
góðæri nýsköpunaráranna verið
snúið í hallæri á skömmum
tíma. Þetta er afleiðingin af því
að Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu-
flokkur og Framsókn tóku að
sér að þröngva marsjallstefn-
unni upp á þjóðina samkvæmt
bandariskum fyriimælum í stað
þess að þjóna íslenzkum hags-
munum.
Hvernig þarí íjárhags-
áæthmin að vera við nú-
verandi kringumstæður?
Það sem liggur næst að taka
til athugunar, þegar þessar áð-
stæður eru hafðar í huga, er
hvernig affarasælast og skyn-
samlegast er fyrir bæjarstjóm-
ina að haga samningu fjárhags-
áætlunar miðað við núverandi
kringumstæður.
Ég hygg að þetta liggi nokk-
uð í augum uppi. Mér virðist
að bæjarstjórnin þurfi að hafa
eftirfarandi þrjú meginatriði í
huga:
1. Að stilla álögum á bæjar-
búa svo í hóf sem framast
er unnt.
2. Að leitast við að draga úr
hinum mikla og sívaxandi
skrifstofukostnaði og setja
strangar skorður við allri
óhófseyðslu i rekstri bæjar-
ins og bæjarstofnana.
3. Að verja sem mestu fé, og
a.m.k. ekki minna miíað við
dýrtíð en bezt hefurj verið
á kjörtímabilinu, til gatna-
gerðarframkvæmda og bygg-
ingárstarfsemi.
Meö því að fylgja þessari
stefnu í meginatriðum við samn-
ingu fjárhagsáætlunar létti
bæjarstjórnin almenningi byrð-
ar dýrtíðarinnar, svo sem í
hennar valdi stæði og gegndi
jafnframt þeirri skyldu sinni
að tryggja aukna atvinnu við
nauðsynlegar og aðkallandi
framkvæmdir, sem myndu færa
bæjarbúum aukin lifsþægindi
og almennari hagsæld.
Hæsta íjárhagsáætlun í
sögu bæjarins
Ber nú það frumvarp að fjár-
hagsáætlun sem fyrir liggur
það með sér að þessi stefna
hafi verið lögð. til grundvailar
Guðmundur Vigfússon
við samningu þess? Athugum
þetta nánar.
" Frumvarpið að fjárhagsáætl-
un Reykjavíkur 1953 er hæsta
fjárhagsáætlunarfrumvarp sem
um getur í sögu bæjarins. I
fyrsta skipti fara nú niður-
stöðutölur tekna- og gjalda-
megin yfir hundrað millj. kr.
Þetta frv. er því vissulega
sögulegt plagg. Lítum svo á
staðreyndirnar sem birtast “í
tölurn þessarar áætlunar. Þær
tala sínu skýra máli um hver
stefna frumvarpsins er og hvert
stefnir í fjármálum bæjarins
undir stjórn Sjálfstæðisflokks-
ins.
Útgjaldahækkun um 9.3
millj. — 69% hækkun
á fjórum árum.
Heildarupphæð tekna og út-
gjalda á að .hækka um 9 millj.
330 þús. frá 1952, þrátt fyrir
þá gífurlegu hækkun sem þá
var ákveðin og hefur orðið bæj-
arbúum áþreifanleg staðreynd
við álagningu og innheimtu út-
svaranna á liðnu ári. Og þó
skyldi því ekki gleymt að þessi
áætlun er samin meðan gengið
var út frá vísitölu 155 eða
sömu vísitölu og gengið var frá
1952 við samningu fjárhags-
áætlunar, en nú er augljóst að
reikna verður með 158 eða
hærra, a. m. k. á verulegan
hluta útgjaldanna.
Þessa upphæð á samkv. frv.
að taka áð langmestu leyti með
hækkuðum útsvömm og með
því að innheimta fasteigna-
skatt og lóðagjöld með 200%
álagi. En auk þess eiga ýmsir
skattar og arður af eignum og
fyrirtækjum bæjarsjóðs að
hækka um það sem á vantar.
Hér er sem sagt haldið hik-
Iaust áfram á sömu skattkúg-
unarbrautinni, sem bæjarstjóni-
. armeirihlutinn hefur fetað allt
kjörtímabilið þótt hann tæki
stærstu skrefin við afgreiðslu
fjárhagsáætlunarinnar ’52 þeg-
ar álögurnar á bæjarbúum voru
á einni nóttu þyngdar um 32
millj. kr.
Til þess að draga upp sem
skýrasta mynd af þróun þess-
ara mála er rétt að benda á
að áætlúð heildarupphæð tekna
og útgjaíida 1949 var 61.5
millj. kr. en er nú í lok kjör-
tímabilsins áætl. 103,4 millj.
Hér er því um að ræða 69%
hækkun á f jórurn árum, og á þó
þessi fjárhagsáætlun áreiðan-
lega eftir að hækka áður - en
hún verður endanlega afgreidd.
Áfram á eyðslubráutinni
Sé litið á gjaldaliði fjár-
hagsáætlunarinnar sérstaklega
kemur glöggt ‘ í ljós hverjar á-
stæður liggja til þess að enn
á að hækka álögurnar á skatt-
begnum bæjarins. Bæjarstjórn,-
armpírihlutinn er enn ráðinn í
að halda áfram þeirri gegndar-
lausu eyðslu og skriffinnsku
sem einkennir stjórn hans á
bænum og er nú að sliga gjald-
getu almennings, eins og
gleggst kom í ljós á því yfir-
liti sem borgarstjóri gaf við
fyrri umræðu um útvarsinn-
heimtuna. Kostnaður við stjórn
kaupstaðarins á að hækka um
720 þús. og er áætlaður rúml.
8 millj. Kostnaður við löggæzlu
á að hækka um 458 þús., kostn-
aður við brunamál á að hækka
um 330 þús., kostaaður við
fræðslumál hækkar um' 1 millj.
244 þús., listir, íþróttir og út-
veru hækkar um 157 þús., heil-
brigðismál 960 þús., félagsmál
3 millj. 575 þús., gatnagerð og
umferð 1 millj. 455 þús., fast-
eignir 110 þús., vextir og kostn-
aður yið'ián 325 ''þús:'og óviss
útgjöM 270 þús. - Samtals nema*
hækkanirnar á útgjaldaliðum
rúml. 9.2 millj. kr. og eru þó
ekki öll kurl .komin til grafar.
Óverjandi að auka þunga
stjórnarbáknsins
Margar af þessum hækkunum
á útgjöldum eru eins og nú er
komið óhjákvæmilegar. Þær eru
afleiðingar þeirra auknu verð- -
hækkana og þess mikla dýr-
tíðarflóðs sem ríkisstjóm Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins hefur leitt yfir þjóð-
ina með stefnu sinni. En vissu-
lega getur bæjarstjórnarmeiri-
hlutinn ekki skotið sér undan
ábyrgð og áfellisdómi á dýr-
tíðarstefnu ríkisstjórnarnnar,
sem mótuð hefur verið og fram-
kvæmd af stjórnarflokkunum
báðum á Alþingi og í ríkis-
stjórn.
En önnur atriði áætlaðra út-
■ gjaldahækkana eru algjörlega
á valdi bæjarstjórnarinnar
sjálfrar, og tvímælalaust á á-
byrgð bæjarstjórnarmeirihlut-
ans verði þær samþykktar. Á
ég þar fyrst og fremst við auk-
inn kostnað við stjórn bæjarins
og skrifstofukostnað almennt
hjá bæ og bæjarstofnunum. Það
er með öllu óverjandi eins og nú
er komið að hækka eivi stór-
lega skrifstofubáknið og auka
þunga stjórnarbáknsins frá því
sem verið hefur. Hé«r þarf þvert
á móti ekki aðeins að stinga
fast við fótum heldur og að
framkvæni'a stórfelldan spaniað
með niðurskurði á skriffinnsku-
bákniou og endurskipulagningu •
á hinum ýmsu greinum þess og
innheimtu bæjargjaldanna. Mun
ég nánar víkja að þessu í sam-
bandi við breytingartillögur sós-
íalista við fjárhagsáætlynina.
Framlög til gatnagerðar
raunverulega lækkuð
Eris og ég gat um áðan er
áætiað samkv. frv. að hækka
framlag til gatnagerðarfram-
kvæmda um 1.4 millj. frá fyrra
ári. í fljóti bragði gæti virzt
hér um höfðingsskap að ræða
af hálfu íhaldsins. En í þessu
sambandi ber að minnast þess
að í fyrra voru framlögin til
gatnagerðar skorin niður um
19% þ. e. thaldið lét vinna 81
dagsverk á móti hverjum 100
dagsverkum árið áður. Vantar
þvi á þennan aðallið verklegra
framkvæmda a. m. k. 1 millj.
kr. til iþess að halda í horfinu
frá því í fyrra og er þó sleppt
að taka tillit til þess að árið
áður framkvæmdi Ihaldið 17%
lækkun á framlagi til gatna-
gerðarinnar. Þetta er því óaf-
sakanlegra þegar þess er gætt
að lemgmestur hluti af því fé
sem varið er til gatnagerðúr-
framkvæmda eru kaupgreiðslur
til verkamanna, og öllum ætti
að vera ljóst að nú er brýn þörf
á að auka slíkar framkvæmdir
til þess að mæta vaxandi at-
vinnuleysi verkamanna.
Vísasti vegurinn til
öngþveitis
Sú stefna bæjarstjórnarmeiri-
hlutans sem birtist á þemian
hátt í sívaxandi kostnaði við
skrifstofuhald bæjarins annars-
vegar en raunverulegum niður-
skurði verklegra framkvæmda
hinsvegar, er byggð á fullkom-
inni glæframennsku og er í
beinni og opinni andstöðu við
hagsmuni og velferð bæjarbúa.
Hún er vísasti vegurinn til f jár-
hágslegs öngþveitis og vaxandi
spillingar og hún leiðir vaxandi
fátækt og atvinnuleysi yfir hið
vinnandi fólk. Það eru vissu-
lega önnur og gagnólík viðbrögð
sem nú eru nauðsynleg til að
létta byrðarnar á almenningi
en auka jafnframt þátttöku
bæjarins í að bægja atvinnu-
leysinu frá dyrum almennings.
Þungur áfellisdómur
Það er alvarleg og hættuleg
skammsýni eða annað verra,
sem kemur fram í því að ætla
ekki að auka fjárveitingu til
framkvæmda gatnagerðarinnar
meira en raun ber vitni, en þó
tekur fyrst í hnúkana þegar þar
við bætist að í fjárhagsáætlun-
inni er ekkert fé ætlað til íbúða-
húsabygginga sérstaklega. Til
allra byggingaframkvæmda á
vegum bæjarins eru áætlaðar
11 millj. kr. eða svipuð upp-
hæð og varið var í því skyni
1952, en það ár voru engar
íbúðahúsabygg’ngar á vegum
bæjarins svo sem kunnugt er.
Allar tillögur Sósialistaflokks-
ing um það voru felldar af
meirihluta Sjálfstæðisflokksins
í bæjarstjórn.
Eins og ástandið er nú í hús-
næðismálunum, þar sem þúsund-
ir bæjarbúa búa við óhæft og
heilsuspillandi húsnæði, hundr-
uðum fjölskyldna hefur verið
sundrað vegna skorts á íbúðum
og vaxandi fjöldi verður að
sæta hlutskipti okurleigunnar
Framhald á 11. síðu j>. j