Þjóðviljinn - 06.02.1953, Síða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1953, Síða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 6. febrúar 1953 'Leikfélag Reykjavtkur CJóðir etQtnmenn sofn Hetmn eftir Walter Ellis — Leikstjóri: Einar Pálsson Óvenjulegt getur leikritið ekki kallazt né sérstaklega girnilegt til fróðleiks — gáska- mikill og fjörugur grínleikur enskur, og er að réttu líkt við samsetning þeirra Arnolds og Bachs í leikskránni, þó viðfeldn- ari sé og heflaðri; þar er margt fremur undir athöfnum komið en orðum, menn skiptast á púktrum í góðu bróðerni, rífa kvenfatnað upp úr töskum með miklum fyrirgangi, hlaupa um stofuna sem óðir vœru í leit að felustað og skella hurðum svo rösklega að skrautleg leiktjöld Lothars Grunds nötra eins og strá í vindi. Frá efni leiksins og margvíslegum flækjum er bæði snúningasamt og óþarft að greina, enda ekki til annars ætlað en hlæja að og gleyn.a síðan, en allt er grín þetta' eins sáklaust og verða má. Aðalhetj- an er enskur kaupsýslumaður, Aifreð Andrésson að nafni, bezti náungi en dálítið gefinn fyrir að skrökva að konunni sinni og líta hýrt til annarra kvenna; hann kernst auðvitað í hina verstu klípu og verður loks að grípa til þess viturlega ráðs að látast vera brjálaður. En heilbrigðir þurfa ekki læknis við og til allr- ar hamingju er annar maður hæfafi fluttur á vitlausraspítal- ann á síðustu stundu, það er raunar enginn annar en Brynj- ólf ur Jóhannesson, málhaltur og mjög illa farinn á sál og líkama, og fellur þannig alt í ljúfa löð að Iokúm. Einar Pálsson hefur sétt le>k- inn á svið af miklum dugnaði, fjor og hráða skortir hvergi; en verulega samstillt er sýningin ekki, það kemur betur í ljós en endranær hversu misgöðum kröftum Leikfélagið á yfir að ráða. Leikstjórinn fer einnig rrieð annað mésta hlutverkið, unga manninn sem er nógu framhleypinn, óskammféilinri og sínu að þessu sinni, samur sem fyrr um útlit og framkomu og fer sér að engu óðslega, kímni hans jafnan hnitmiðuð og fáguð. Með hálfu brosi, örsmárri hreyf- ingu eða látlausu tilsvari nær hann tökum á áhorfendum, en af slíkum einkennum má þekkja hinn fædda skopleikara. Mergj- uðust er kímni hans í síðasta þætti þegar vesalings fjármála- maðurinn verður að leika vit- firring sárnauðugur, þá dundi hláturinn í salnum svö að allt ætlaði um koll að, keyra. — Og þó vakti Brynjólfur Jóhannes- son sízt minni kátínu vegna frá- bærrar meðferðar á litlu hlut- ur Auðar Guðmundsdóttur, hinnar ungu hafnfirzku leik- konu og næsta ervitt að skilja að hún skuli eiga að vera sagna- skáld að atvinnu, en hún er það sem meii’a máli skiptir á þessum stað, heilbrigð og aðlaðandi stúlka, og fer látlaust og smekk- lega með hlutverk sitt. Guðjón Einarsson er kvensamur skottu- læknir af fínna taginu, og ferst það oft fremur snoturlega og aldrei óþægilega, en allt er skop hans tilþrifaminna en þessu skemmtilega hlutverki sæmir. Þunglamalegar eru hreyfingar Gunnars Bjarnasonar eins og svo oft áður, og nokkuð er hon- fnga Laxness og Alfreð Andrésson verki, og kom mönnum gersam- lega á óvænt einu sinni enn — gerfi, látbragð og málfæri ein- stætt og bráðskemmtilegt, fyndnin gróskumikil og persón- an frumleg og spánný af nálinni. Misjafnir eru leikendurnir sem áður er sagt, og ekki laust við að nokkur viðvaningsbragur verði á sýningunni. ,á einstökum, stöfjym, gðA syjpftð þyí^r.gevjgþ, austanfjalls og suður með sjó. Kona f jármálamannsins er mest kvenhlutverkanna, en Inga Lax- ness veldur því hvergi nærri til fulls. Kona þessi er að vísu bæði eigingjörn og ráðrík, hún njósn- ar um eiginmann sinn án afláts, þefar jafnvel af bréfum hans, en svo ógeðfeld verður hún í meðförum Ingu Laxness að ó- gerlegt er að trúa á sambúð þeirra hjóna, og myndi grínleik- ur þessi verða að mun sam- ræmdari, sennilegri og skap- fellilegri ef hlutverkið væri fal- ið hæfari leikkonu. Fremur táp- lítill og viðvaningslegur er leik- um stirt um mál, en veitinga- maðurinn er þó ekki ósennileg- ur, í meðförum han.s. Segja má að Elín Ingvarsdóttir hafi hlotið viðfangsefni við sitt hæfi í þess- um leik, aðsóþsmikla kvik- myndadís sem er helzti litlum leikgáfum búin og verður að beita annarlegum ráðum til þess .að vekja á sér athy,g)i.;Elín,loik- ttt af.TOÍkju'Aj^afti, ep .ékly.gp érangurinn að sama skapi. Einar Ingi Sigurðsson gerir skyldu sína sem hinn síbrosandi, lítt gefni þjónn á heimilinu, og Gerður Hjörleifsdóttir fer vel með hlutverk fremur þýðingar- lítillar vinnustúlku. Einkenni- legt er að Gerði skuli ekki feng- in meiri eða merkilegri hlut- verk, hún hefur sýnt það ótví- rætt að hún er efnileg leikkona. Gaman þetta hlýtur að ná miklum vinsældum, en viðtök- unum er auðvelt að lýsa með fáum orðum: rnikill hlátur og kátína frá upphafi til enda. Á. Hj. 'SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSgSSSSSSSSSSSSSSS' Brynjólfur Jóhannesson og Gunnar Bjarnason slunginn til þess að hreppa það sem hugurinn girnist: laglega stúlku og mikið fé. Einar er rétt- ur maður á þeSsum stað og leikur skýrt og hressilega og víða skemmtilega, þótt ekki birti hann nýjar hliðar leikgáfu sinnar. — Þýðing Ingu Laxness virðist hin sómasamlegasta, þó að sumt mæti auðvitað betur fara. Grínleikurinn er sérgrein Al- freðs Andréssonar, eri honum er falið að bera uppi þessa sýn- ingu. Alfreð er að jafnaði sjálf- um sér líkur og kemur sjaldan neinum að óvörum, en fáir munu þó nokkru sirini þreýtast á list hans. Alfreð er í essinu Fasteignaviðskipti; Aðalstræti 18 (Uppsölum) — Sími 1308. HÖFUM TIL SÖLU: íbúðir 2ja til 5 herbergja, innan hitaveitusvæðis og utan. Einbýlishús af ýmsum stæröum. Einnig hálfar hús- eignir og smábýli. Höfum kaupendur að fokheldum og fullgerðum húsum og íbúðum, einnig að jörðum. Eignaskipti á margskonar eignum í boði. F asteignaviðskipti, ; Aðalstr. 18 - Sími 1308 t^#o#o*o*o*o#T*ofOfQfo*o#o«o#e»o#o«o*''«#o#o»o#o«o«o*o#o«o»o*o*ofo*o#a*o*o»o<»o»o*o#o*o«o#o#o*o#o«o* f(Moss" og útvarpið — Mikill sigur — Bjarni Böðvarsson Þ.A. SKRIFAR: Kæri Bæjar- póstur. Margt má finna að Ríkisútvarpinu með sanngirni og heilbrigð gagnrýni er allt- af jákvæð. Hitt er ótækt að koma með ósanngjarnar að- dróttanir og sleggjudóma í gagnrýni stað. Vík ég þar að bréfi ,,Moss“ í Bæjarpóst- inum fyrir skömmu. 1 raun- inni varð útvarpið og Andrés Björnsson fyrir skotum þeim er bréftitari beindi að Sturlu í Vogum, Hvort Sturla í Vog- um er góð, miðíungi góð, eða slæm bók, skal ég ekki deila um hér. En hvað kemur það upples- ara við hvert bókmenntagildi verkið 'hefur að geyma sem honum er falið að lesa i’.pp. Andrés Bjömsson hefur hing- að til verið talinn einn bezti upplesari útvarpsins, óg það er enginn sleggjudómur, Ekki reit hann Sturlu og skulum við Moss gjalda keisaranum það sem keisarans er. Töfald- ur Sturla fengi engu breytt um lestrarhæfni Audrésar. Þá fékk hínn nýi útvarpsstjóri sinn skerf. — Vil ég benda „Moss“ hógværlega á, að í fyrsta lagi hefur lestur þess- arar sögu verið ákveðinn löngu áður en skipað var í stöðu útvarpsstjóra, og í öðru lagi hefur útvarpsstjóri ekkert með dagskrá útvarpsins að gera. Eigum við ekki ,,Moss“ minn að biða þangað til út- varpsstjóri hefur brotið eitt- "hvað af 'Sérh’ SkiffunT við tíð- an halda uppi merki heiðar- legrar gagnrýni og bera niður þar sem eitthvað er raun- verulega athugavert í starfi þeirra útvarpsmanna. Meðal annarra orða, við höf- um nú séð það svartara en hann Sturlu í vogum. — Þ. A. KÆRI Bæjarpóstur! Þökk fyr- ir allt gamalt og gott. Viltu nú ekki koma á framfæri fyr- ir okkur þakklæti til útvarps- ins og Bjarna BöðVarssonar fyrir þáttinn Gamlar minning- ar og gömlu danslögin sem við álítum eitt með því bezta sem kemur í útvarpið. Þetta er allt svo leikandi létt og fjörugt hjá hljómsveitinni og sérstaklega skemmtilegar út- setningar á lögunum, textarn- ir margir afbragð. Að öllum danshljómsveitarstj. ólöstuð- um, virðist Bjarni Böðvarsson skilja bezt hvernig á að leika fyrir fólk. -— F.h. allra gesta í boði l.-2.-’53. ALÞÝÐA landsins hefur unriið mikinn sigur. I þetta sinn hvorki í verkfalli eða með bættum. launakjörum. Sigur- inn er sú breyting sem orðið hefur á blaðinu í dag. í braggahverfum fyrir innan bæ hefur fátækt fólk seilzt í vasa sína og lagt fram sinn skerf, fólk í skrifstofum og búðum, verkamenn, millistétt- arfólk, af efnum eða um efni fram, allir hafa lagt eitthvað á sig svo að málgagn þeiiTa mætti vaxa og dafna. Enginn má við margnum þegar til lengdar lætur. Þegar allir leggjast á eitt má fámennt og öflugt peningavald sín einskis Alþýðan hefur sýnt hug sinn í verki og hún vill meira og betra málgagn, þótt hvað ó- vinsælast sé í herbúðum pen- ingavaldsins. Landkysimng örlofs í Samla Bíó sunnudaginn 8. febrúar khikkan IJS e.h. Sýndar veröa kvikmyndir frá París, frönsku Öipunum og Miðjaröarhafsströndinni. Sendiherra Frakka, H. Voillery flytur ávarp, prófessor Guðbrandur Jónsson skýrir kvikmynd- irnar Aðgöngumiðar á 5 krónur fást í Orloí og_ í Gamla Bíó. M\m úgoðíim rentmr til S. I. B. S Hef opiiaö tannlækningastofu mína á Laugaveg 20 B. — Viðtalstími alla virka daga frá kl. 10—5. Sími 82368. VALUR EGILSSON, D.D.S., tannlæknir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.