Þjóðviljinn - 06.02.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.02.1953, Blaðsíða 12
fyrir 20 Dulies sefur Á-banda!agsríkjunum úrslifakosfi Fullyrt er bæði austan hafs og vestan að John Foster Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flytji ríkis- stjórnunum í Vestur-Evrópu, sem hann er að heimsækja, úrslitakosti frá hinni nýju Bandaríkjastjórn. Frá því var skýrt í bandarísk-. um blöðum í gærmorgun, að Dull- es, sem hefur heimsótt stjórnir ítalíu, Frakklands og Bretlands ásamt Harold Stassen, stjórnanda bandarískrar hervæðingaraðstoð- ar við önnur lönd, hafi skýrt stjórnendum Evrópuríkjanna frá því, að.ef ekki hafi verið gengið frá stofnun sameiginlegs hers meginlandsríkjanna í A-banda- laginu og Vestur-Þýzkalands fyr- ir 20. apríl muni dollaraaðstoð við A-bandalagsríkin verða skor- in miskunnarlaust niður. Dulles og Stassen komu til Bonn, höfuðborgar Vestur-Þýzka- lands, í gær. Fréttaritarar þar skýrðu frá því að þeir hefðu til- kynnt Adenauer forsætisráð- herra, Heuss forseta og Ollen- hauer, foringja stjórnarandstöðu sósíaldemókrata, að engar líkur væru til að dollaraaðstoð við Vestur-Evrópuríkin yrði haldið áfram í svipuðum mæli og hing- að til nema stofnun Vestur-Ev-* rópuhersins hefði verulega miðað áleiðis fyrir apríllok. Ekkert af sex aðildarríkjum samninganna um stofnun Vestur- Evrópuhers hefur enn fullgilt þá og bæði í Frakklandi og Vestur- Lííshættuleg leiklist Lögreglan í Osaka í Japan skýr- ir frá því að kona nokkur þar í borg hafi dáið af óstöðvandi hlátri. Konan var að koma frá því að horfa á gamanleik í leik- húsi nokkru. John Foster Dulles, Þýzkalandi hafa ríkisstjórnirnar lýst yfir að samningana verði að endurskoða. siíórn- arliðið! I fyrradag Stefán Jóhann og Emil Jónsson, í gær Gylfi Þ. Gíslason og Haraldur Guðmunds- son — þannig raða stjórnarflokk- -arnir foringjum Alþýðuflokksins á bitlingajötu sína síðustu daga þingsins. Þjónusta Alþýðuflokksins við Framkvæmdabankann var í gær verðlaunuð er þríflokkarnir báru fram sameiginlegan lista við kosningu í bankaráðið með nöfn- unum Jóhann Hafstein, Eysteinn Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. Voru þeir kosnir með 38 atkvæð- um þríflokkanna. ' Listi sósíalista með nafninu Lúðvík Jósepsson fékk 9 atkvæði. Einn seðill var auður. Varamenn voru kosnir Ingólf- ur Jónson, Skúli Guðmundsson, Haraldur Guðmundsson. f ' Mesla atvinnuleysi sem skráð hefur verið á Akureyri Akureyri, frá fréttaritara. Þjóðviljans. Almennri atvinnuleysisskráningu lauk hér í gær, og mættu til skráningar 126 verkamenn og 20 bílstjórar, en skráningu þeirra var ekki lokið. Er þetta mesta atvinnuleysi sem skráð hefur verið á Akureyri. Til samanburðar má geta þess að 1951 voru 84 skráðir atvinnulausir um þetta leyti, og um 90 í fyrra. 98 með 76 börn á framfæri mættu til atvinnuleysisskráningar Við atvinnuleysisskráninguna mættu 93 karímenn með samtals 76 börn á framfæri og 5 konur, allíar einhleypar og barnláusar. Á sáma tímá í fyrra 669 karlmenn og 49 kóriur. Hvé mildð 'ór raunverulega áð rriarka skrárilrigima sést á þvi að aðeins einn prentmyndasmiður mætti til skráningarinnar, en í miðjum fyrra mánuði var þriðjungur stéttarinnar, eða 6 af 17 mönnum í Félagi prentmyndasmiða, atvinnulaus. Alls voru 93 karlar skráðir at- vinnulausir og skiptust þeir þann- ig eftir starfsgreinum: Verkamenn voru skráðir alls 78. Þar af eru 47 einhleypir með samtals 7 börn á framfæri sínu. Kvongaður er 31 og af þeim eru 12 barnlausir, 7 með eitt barn á framfæri sínu, 3 með 2 börn, 4 með 3 börn, 2 með 4 börn, einn með 5 börn og 2 með 6 börn á framfæri. Kvikmyndasýningar MÍR Alþýðulist í ScvétríkjunuM S. 1. föstudag var sýnd í húsa- kynnum MÍR í Þingholtsstræti 27 kvikmyndin Hið frjálsa Kína og hlaut hún einróma lof þeirra er sáu og komust færri að en vildu. Næsta kvikmynd verður sýnd í kvöld. Sýnd verður fréttamynd frá. efnahagsráðstefnunni í Moskvu s. 1. vor og mynd um alþýðulist í Sovétríkjunum. Sýn- ingin hefst kl. 9-stundvíslega, en vissara er að koma stundvíslega, til þess að þurfa ekki frá að hverfa. 3 bifreiðastjórnar komu til skráningar, allir kvongaðir og er éinn þeirra barnlaus, en einn með 2 börn og einn með 3 á framfæri. 3 málarar voru skráðir, 2 þeirra éinhleypir með 2 börn en einn kvongaður með 2 börn. 2 sjómenn, báðir kvongaðir og annar barnlaus, en hinn með 2 börn á framfæri. 1 verzlunarmaður var skráður, kvongaður og barnlaus. 1 barnakennari, kvongaður með 3 börn á framfæri. 1 rafvirki, kvæntur með 2 börn. 1 prentari, kvongaður með eitt barn. 1 prentmyndasmiður, kvongað- ur með 2 börn á framfæri. 1 loftskeytamaður, einhleypur, barnlaus. 1 bakari, kvongaður, barnlaus. Af karlmönnum er mættu til skráningar eru 20 á aldrinum 16—20 ára, 19 á aldrinum 21—30 ára, 31 á aldrinum 31—50 ára, 18 á aldrinum 51—66 og 5 67 ára og eldri. Þá komu til skráningar 5 kon- ur, allar einhleypar og barnlaus- ar. Af þeim voru 4 verksmiðju- stúlkur á aldrinum 19—23'og ein saumakona 60 ára að aldri. Til viðbót^r má geta þess að nokkuð hefur verið um það að ménn hafi leitað burt úr bæn- uni til að fá atvinnu. I atvinnu- bótavinnu hjá bænum eru að- eins 35 menn. Verða að sýna það í verkinu Ekkert samkomulag hefur enn náðst í deilunni við Hamil- tonbyggingafélagið á Keflavík- urflugvelli, að því* er fram- kvæmdastjóri A.S.Í. tjáði Þjóð- viljanum í gærkvöldi. Að vísu mun félagið hafa haft góð orð um að standa við samn- inginn en trygging f>nir því að það verði nema orðin tóm, eins osr áðnr. hefur enn ekki fensrizt Föstudagur 6. febrúar 1953 — 18. árgangur — 30. tölubiað Hinn 13. janúar flutti brezki náttúrufræðingurinn Peter Scott, fyrirlestur í Hoyal Festival Hall í London um rannsóknarleiðang- ur þann, er hann og félagar hans fóru, ásamt dr. Finni Guðmunds syni á liðnu sumri til Islands, til þess að rannsaka lifnaðarháttu heiðargæsarinnar. Hinn mikli samkomusalur, sem tekur yfir 3000 manns í sæti, var þéttsetinn, og stóðu auk þess margir áheyrenda. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum fuglavernd- arfélagsins „Sevem Wildfowl Trust“, og ávarpaði forseti félags- ins, hinn kunni hershöfðingi Alanbrooke lávarður, samkom- una, skýrði starfsemi íélagsskap- arins, sem stofnaður var árið 1946, og minntist að lókum ís- lands mjög vinsamlega. Voru síð- an leiknir þjóðsöngvar íslands og Bretlands. Fyrirlestur Peters Scotts var mjög fróðlegur og skemmtilegur, kryddaður gamanSemi á köflum, og skýrði fyrirlesarinn mál sitt á stundum með myndum, sem hann dró upp í skyndi. Að lokum var sýnd litkvikmynd frá leiðangrin- um. Sendiherra íslands í London, Agnar Kl. Jonsson, var viðstadd- ur athöfn þessa samkvæmt sér- stöku boði félagsins, sem vernd- ari fundarins. (Frá utanríkisráðuneytinu). Jón Axel líærri dottinn útur bæjarráði Bæjarstjórnarfundur hófst ikl. 2 e.h. í gær. Var að vanda byrjað á kosningum, en síðan hófust framsöguræður um tillög- ur flokkanna í sambandi við fjárhagsáætlunina. ® B *• Forseti bæjarstjórnar var kosinn Hallgrímur Benedikts- son, 1. varafors. Auður Auðuns, 2. varafors. Sigurður Sigurðs- son. Skrifarar voru kosnir Ingi R. Helgason og Pétur Sigurðs- son, til vara Guðmundur H. Guðmundsson og Nanna Ólafs- dóttir. Við sjálft lá að Jón Axel dytti út úr bæjarráðinu. Þórff- ur Björnsson stakk upp á sjálf- um sér — og varð Ihaldinu mjög mikið um. Gekk Gunnar Thoroddsen á röðina og hvísl- aði að liði sínu. Var hann auð- sjáaniega að ráðfæra sig um hvort íhaldið ætti opinskátt og grímulaust að kjósa Jón Axel. Kosningin fór þannig að af lista Sósíalistafl. var Guðmund- ur Vigfússon kosinn með 4 atkv. og af lista Ihaldsins Gunn- ar Thoroddsen, Jóhann Haf- stein og Auður Auðuns. Voru þá Ingi R. Helgason 2. á listasósíal- ista, Jón Axel 1. á AIBl-listanum og Guðm. H. Guðm. 4. á íhalds>- listanum allir með jöfn atkvæði og var varpað hlutkesti um þá. Jón bjargaðist á hlutkestinu! Umræður um fjánhagsáætl- ímina stóðu framvfir miðnæt.ti og hefur afgreiðslu vafalaust ekki verið lokið fyrr en undir morgun, að venju. iigar Orlofs Eins og áður hefur verið frá skýrt í fréttum, hefur Ferðaskrif- stofan Orlof í hyggju að kynna mönnum framandi lönd m. a. með fyrirlestrum og kvikmyndum, auk þess sem skrifstofan greiðir fyrir og hagræðir ferðum manna til annarra landa. N. k. sunrrudag kl. 13.15 verður kvikmyndasýning fyrir almenning í Gamla bíói, ein af mörgum, sem Orlof mun halda tjl þess að kynna framandi lönd. Á undan sýningunni á sunnudag- inn mun sendiherra Frakka, Henri Voillery, flytja stutt á- varp, en próf. Guðbrandur Jóns- son erindi um Frakkland og skýra myndirnar. Kvikmyndir þær, sem sýndar verða eru þrjár. Fyrst er sýnd kvikmynd frá París, sem sýnir stuttlega það, sem heimsborgin hefur að bjóða Framhald á 11. síðu FISKVERÐSÁKVÖRÐUN STJÓRNARINN- AR HNEFAHÖGG FRAMAN í SJÓMENN. ÞorskverðiS óbreyff en við það rniðasi tekjur sjémanna að langmestu leyti Fiskverðið var loks ákveðið í gær, og á þann hátt að ákvörðunin er hnefahögg framan í sjómenn. Þorskverðið er látið haldast óbreytt frá síðustu verðákvörðun, en við þorskaflann eru tekjur sjó- manna bundnar að Iangmestu leyti. Þaér smávegis hækkanir sem gerðar eru á verði ýsu, keilu, stein- bíts og hrogna breyta þar sáralitlu um. Veðurblíða og ágætur afli Hellissandi. — Frá fréttarit- ara Þjóðviljans. Það er að sjálfsögðu ríkis- stjórnin sem hefur ráðið þess- ari ósvífnu fiskverðsákvörðun, er þýðir að hlutasjómömium er ætlað að búa við sömu kjör 1953 og 1952, enda þótt aðrar stéttir hafi fengið fram kjara- bætur, og sjálf ríkisstjómm ekki treyst sér að standa gegn kröfum embættismanna um kjarabætur. En hún treystir sér til þess að níðast á sjó- mönnum. Sjómenn þurfa að þakka stjórnarflokkunum, Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknar- flokknum þessa aðréttingu, á þanta eina hátt sem þeir skilja: með því aðv senda þá aldrei framar í valdastóla til að vinna slík skemmdarverk. Verðið er auglýst hér í blað- inu í dag. Einmuna veðurblíða hefur ver- ið hér undanfarna viku og ágætis afli. Dekkbátarnir hafa fengið frá 5—8 tonn og trillubátarnir rúml. 2 tonn þeir sem bezt hafa aflað. 2 dekkbátar og 4—5 trillur ganga héðan. Ólafsvíkurbátarnir, sem eru stærri, munu afla nokkru betur. Örstutt er á miðin. Fróðárheiði sem tepptist fyrir nokkru er nú orðin fær aftur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.