Þjóðviljinn - 08.02.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN -■— Sunnudagur 8. febrúar 1953
JllÓOVIUINN
TJtgefandi: Sameiningarf!okkur alþýðu — Sósíalistafiokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón BjSi-nason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla,' auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaki?.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Hljómsveit bandaríska
Næturverk íhaldsmeirihlutans
Þegar Reykvíkingar voru að vakna á föstudagsmorguninn og
ganga til venjulegra starfa var lengsta bæjarstjórnarfundi árs-
ins að Ijúka á hanabjálkalofti Eimskipafélagshússins við Póst-
hússtræti. Bæjarstjórnin hafði iokið afgreiðslu á fjárhagsáætl-
un Reykjavíkur fyrir 1953. Á einni nóttu höfðu fulltrúar Ihalds-
ing í bæjarstjórn hækkað álögurnar á borgurum bæjarins um
9 milljónir króna, komið heildarupphæð tekna og útgjalda í 103
millj. og þar með afgreitt hæstu fjárhagsáætlun sem um getur
í scgu bæjarfélagsins.
Þær auknu álögur sem Ihaldið leggur nú á herðar Reykvíkinga
birtast þeim á tvennan hátt: I 3,5 millj. kr. hækkun á útsvör-
unum og 5.5 millj. kr. hækkun á fasteignasköttum og lóðaleigu
en þessa skatta samþykkti Ihaldið nú að hækka um 200% frá
því sem verið hefur. Þessar nýju hækkanir verða þungur baggi
í reykvískum almenningi á tímum vaxandi atvinnuleysis og dýr-
tíðar. Með þessari afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins kemst
útgjaldahækkun yfirstandandi kjörtímabils bæjarstjórnarinnar í
69% og hækkun útsvaranna í 67%.
En Ihaldið vann fleiri afrek á föstudagsnóttina en að hækka
álögurnar á aðþrengdum almenningi. Það markaði einnig stefnu
sma sS:ýrt og ótvírætt að öðru leyti. Það ákvað að áfram skyldi
haldið á braut vaxandi eyðslu og takmarkalausrar sóunar í
skrifstofubákn bæjarins, felldi allar tillögur Sósíalistaflokksins
um sparnað, sem nam samtals rúmlega 5 millj. Þar með hefur
kostnaðurinn við skrifstofubáknið verið hækkaður um 90% á
því kjörtímabili sem yfir stendur.
Og íhaldið sannaði enn afstöðu sína til verklegra fram-
kvæmda. Þrátt fyrir staðreyndir atvinnuleysisins og vaxandi
fátæktar fjöldans, af völdum dýrtíðar og skattpíningar, felldi
Ihaldið tillögu sósíalista um 3 millj. kr. hækkun á framlagi til
gatnagerðarframkvæmda og afgreiddi þann lið áætlunarinnar
þannig að raunverulega er um lækkun að ræða. Þessi afstaða
íhaldsins er /því furðulegri þegar það er haft í huga, að á s.l.
ári þraut áætlað framlag til verklegra framkvæmda við gatna-
gerð og holræsi svo gjörsamlega ’ að 60 menn sem að þessum
verkefnu.m unnu voru tluttir suður á Keflavikurflugvöll og
látnir vinna þar að hliðstæðum framkvæmdum á vegum Amerí-
kana me^n-^ðkallandi yerkefni bæpum b$u óle,yst.,,.,1(, _l;,. Dr;
íhaldið felldi einnig tillögu sósialista’um að áætla sérstak-
lega 5 millj. kr. til atvinnuaukningar á árinu. Þeir háfa engar
áhyggjur af því Ihaldsmcnnirnir þótt atvinnuleysið sverfi að
heimilum verkamanna. I óhófseyðslu skriffinnskunnar skal fé
almennings varið. Það er alltaf hægt að svara kröfum verka-
iýðsins um aukna atvinnu með því að engir peningar séu til.
Þau svör þekkir reykvísk alþýða, bæði frá fyrri atvinnuleysis-
:ímum og síðan marsjallflokkarnir skipulögðu það yfir þjóð.'na
að nýju.
Þá hafði íhaldið engar áhyggjur af húsnæðismálunum, þótt
neyðin þrengi hvergi eins fast að almenningi og einmitt þar.
Tillaga sósíalista um 15 millj. kr. lántökuheimild til bygg-
: ngarframkvæmda var lelld af íhaldsmönnuaum átta og Þórði
Bjömssyni fulltrúa Framsóknar og flokksbróður Rannveigar,
þeirrar sem sýndi íbúum hermannabragganna og húsnæðislausu
fólki yfirleitt innilegust ástarhót fyrir síðustu alþingiskosning-
nr. Er.n hafa þessir afturhaldsflokkar sannað allri alþýðu hví-
iíkt regindjúp aðskilur hræsnisloforð þeirra fyrir kosnihgar ann-
arsvegar og efndirnar hinsvegar.
Stefuan sem mörkuð er með þessari afgreiðslu fjárhagsáætl-
nnarinnar er í beinu frarr.haldi af þeirri þróun allri, sem einkennt
hefur stjóm Ihaldsins 4 Reykjavík á undanförnum árum. En
•ildrei hefur þessi stefna fjársóunar í ofþanið skriffinnskubákn,
iiiðurskurðar verklegra framkvæmda og algers aðgerðaleysis í
húsnæðismálum verið jaín liáskaleg og einmitt nú, þegar vax-^
andi dýrtíð, atvinnuleysi og húsnæðisskortu|* er hlutskinti al-
þýðunnar. Þessvegna bar brýna nauðsyn til að snúið yrði við á
óheillabrautinni og inn á nýjar. og skynsamlegri ieiðir. En það
er auðsætt að slíkt gerist ekki meðan fulltrúar íhalds og auð-
ftéttar skipa bekki meiriihlutans í bæjarstjórn. Til þess að
skapa umskipti þarf reykvísk alþýða og millistéttir að svifta
Ihaldið völdunum og taka stjóm bæjarmálanna í eigin hendur.
Vér hlustum í múgborgar-
myrkri
á morðdrekaflugsins gný.
Á háloftsins helspunavélum
öll hjól eru þeytt á ný,
Um vindásá vetrarbrautar
sér verkhraðir gróttar ^pyrla.
Svo fellur úr lofti farmur
af feigð yfir þök og hvirfla.
Nordahl Grieg þekkti þá
sinfóníu dauðans sem
kennd er við flugher og
morðdrekar Bandaríkjanna
hafa ástundað af’ mestri
kostgæfni undanfarin ár.
Vegur þeirrar sérstæðu
hljómsveitar varð mestur
' haustdag í ágústmánuði
1945, þegar kjarnorku-
sprengju var varpað á jap-
anska borg, lítt kunna vest-
rænum mönnum, Hírós-
híma. Svo herma tölvísir
menn að þá hafi á nokkrum
mínútum verið myrtar
þrjátíu þúsundir barna, og
breyttist þá frásögn krist-
inna manna af Heródesi í
barnagælu, en norrænir
garpar sem lögðu börn
spjótsoddurru urðu mann-
vinir. Afrek þessa haust-
dags hef ur síðan orðið flug-
her þessarar miklu vest-
rænu þjóðar að sífelldu
keppikefli, enginn dagur
hefur mátt líða án þess
myrt væru börn. Herinn
flutti sig aðeins örlítið
vestar um set á hnettinum
og síðan hefur hljómkviða
niorð'sihs veriá leikiri dág-1
langt og náttlangt um nær-
fellt þriggja ára skeið yfir
kóreskum börnum. Og vel
hefur verið gætt þeirra til-
brigða sem sama góðum
leik; þegar hversdagslegar
sprengjur voru orðnar
leiðigjarnar var tekið til
við benzínhlaup sem hefur
þá ágætu náttúru að
brenna menn og sjóða lif-
andi, en siðan tóku við
sýklar til.að tortíma börn-
um þeim sem enn kunnu að
Ieynast óbrennd í rústum
og jarðhýsum.
Ég kom í fyrra í búðir
æskufólks í Berlín. Við
reikuðum um, hópur út-
lendinga, Dani, Indverji,
Islendingur, bandarísk
kona, blökkumaður frá
Suðurafríku, Breti. Senn
komum við að tjaldbúðum
bar sem bjuggu kóresk
börn; þau undu sér við
leik í friði f jarri hljómsveit
bandaríska flughersins.
Við námum staðar, og ef-
laust hefur okkur öllum
orðið hugsað til barnanna
sem eftir voni fyrir austan,
barnanna sem ef til vill
voru að brerina í benzín-
hlaupi þessa stundina eða
taka andvörpin sýkt af
bandarískri kóleru. En
senn voru bömin komin í
hnapp í kringum okkur,
hýr og kát. Þau fóru að
spyrja okkur hvaðan við
værum, en túlkur tengdi
saman f jarskyldustu mál.
Brátt var röðin komin að
bandarísku konunni, og
hún sagði brosandi: ég er
frá Bandaríkjunum. Börn-
in stirðnuðu upp; þau
þögnuðu og störðu á hana,
gagntekin skelfingu. Ég
man sérstaklega eftir lít-
illi telpu, á að gizka átta
ára; hún tók fyrir eyrun,
líkt og gnýr morðdrekanna
æpti að henni, og sjáöldrin
þöndust út. Samvistir okk-
ar urðu ekki lengri. Við
gengum burt þögul, banda-
ríska konan með tár í aug-
um.
En bandaríski f lugherinn
á sér aðrar hljómsveitir en
þá sem hafði mótað líf
kóresku bamanna. Þegar
hetjur háloftsins koma
heim til stöðva sinna að
loknum afrekum þurfa þær
að skemmta sér og gleðj-
ast, enda vel að þvi komn-
t’;. . >; ' t. ft.-.y ■ - íj.■< .
ar. Hverskyns. gléðifólk
hefur það að atvinnu að
hafa ofan af fyrir þeim,
a.llt frá hraðkonum að
hundrað manna hljóm-
sveitum með.kór. Og með-
an börn stikna í logum í
Pjongjang sitja hetjur há-
loftsins í Seúl og hlusta á
dýra hljómlist, en togleðr-
ið er bitið samkvæmt hljóð-
falli.
Þótt Bandaríkin séu nú
hætt að vernda Kína halda
þau enn hlífiskildi yfir ís-
landi ekki síður en Eóreu.
Einnig hér hafast við
hetjur háloftsins og leyfa
okkur stundum að heyra
gný morðdreka sinna yfir
höfuðborginni, eflaust til
að kynna sér þau skotmörk
sem bezt eru ef til verndar
kemur í verki. Þær hafa
ekki átt þess kost enn að
stunda afrek sín hérlendis
að neinu gagni, hér hefur
aðeins fundizt eitt ófull-
burða barn látið á Kefla-
víkurflugvelli, en þær
kunna verk sitt, margar
þjálfaðar í Kóreu. Og víst
þurfa þær ekki síður á
dægfastyttingu að halda
en -hinar sem geta skemmt
sér við að fella farm sinn
úr lofti eða elta varnar-
leysingja með vélbyssu-
skothrið. Endá er nú hing-
að komin hljómsveit
bandaríska flughersins og
hefur áður ferðazt um
verndarríki og hersetin
lönd.
—o—
Þar sem íslendingar hafa
ekki enn átt þess kogt að
kynnast þeirri sinfóníu
dauðans sem kennd er við
bandaríska flugherinn, hef-
ur þeim nú verið boðið upp
á hljómsveit þessa í stað-
inn, fyrst hún var hingað
komin til gleðskapar á
Keflavíkurflugvöll. Hefur
því boði að sjálfsögðu verið
tekið af miklum fögnuði,
og æðstu menn hljómlistar-
mála á Íslandi hafa lagt sig
í framkróka til að tryggja
henni sem mestan veg.
Sjálft Tónlistarfélagið
kemur henni á framfæri,
enda hefur það þegar haft
af því sérstæða reynslu að
kynna Islendingur banda-
rískan skólakór. En þegar
allt var komið í kring
minntust menn þess að
bandaríski flugherinn er
frægastur fyrir samskipti
sín við börn. Var því ákveð-
ið að allúr ágóði af tónleik-
unum skyldi renna til
barnaspítalasjóðs Hrings-
ins.
Það verða haldnir marg-
ir tónleikar, og þeir fyrstu
hefjast í dag í veglegustu
húsakynnum íslendinga.
Er ekki að efá að þar muni
heyrast margur ~ fagur
hljómur, enda nýstárlégt
að kynnast ,,sinfóníu-
hljómsveit“ þar sem ekki
heyrast stroknar fiðlur né
víólur. Vonandi lætur eng-
inn nærstaddur spilla
skemmtun sinni með um-
hugsun um gný morðdrek-
anna, vonandi minnir eng-
inn tónn á dauðakvein
myrtra barna í Híróshíma
og Kóreu. Og vonandi kem-
ur aldrei til þess að í
barnaspítala Hringsins
verði lögð börn, brennd af
bandarísku benzínhlaupi,
sýkt af a
bandarískri
kóleru. <f