Þjóðviljinn - 13.02.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.02.1953, Blaðsíða 1
Föstudagiir 13. febrúar 1S53 —; 18. árgangur — 36. tölublað SCron Sækkar á annað hundrað vöru- tegundir um meir en 10 af hundraði Pöntunardesld félagsins tekur til starfa innan skamms 30. jan. s. 1. samþykkti stjórn KRON aö hefja starfrækslu pöntunardeildar, þar sem menn eigi kost á að fá vörur við mun lægra verði en hægt er að selja þær í verzlunum. Hefur undirbúningsstarfi miðað vel áfram, og mun pöntunardeildin taka til starfa eftir um það bil hálfan mánuð. / kjöri í tólfta sinn Tíðindamaður Þjóðviljans sneri sér í gær til Björns Jónssonar, félagsmálafull- trú'a KRON, og spurðist fyr- ir um þessa starfsemi. Sagð- ist honum þannig frá: Hin nýja pöntunardeild verður til húsa í Hverfisgötu 52. Verður hún opin til af- greiðslu þrjá daga í viku til að byrja með, sennilega mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Pöntunum verð- ur hins vegar veitt viðtaka alla daga vikunnar í skrif- stofu KRON, og þurfa pant- anir að berast a. m. k. degi áður en afgreiðsla fer fram. Lágmarkspöntun er 100 kr. að verðmæti hverju sinni, og geta menn fengið þann skammt af hverri vöru sem þéir óska. Þó verður sekkja- vara ekki vigtuð smæira en í 2—5 kg. skammta, eftir vörutegundum. Vörur þær sem verða af- greiddar þarna munu nema nokkuð á annað hundrað þegar í upphafi, verða það miargar algeng- ustu matvörur og nýlendu- vörur. Verðlækkunin sést á lista þeim sem hér er birtur sem sýnishorn, og óhætt mun að fullyrða að héildarverðlækkunin verði yfir 10% að meðaltali. Verðlækkun þessi bv ggist á því að gert er ráð fyrir mun ódýrara ihúsnæði en í venjulegri sölubúð. Þá er ætlazt til þess að vinnuafl nýtist mun betur en við smá- afgreiðslu í venjulegri verzl- un og ýmsir fleiri kostnaðar- liðir lækka. Þá er þetta verð að sjálfsögðu miðað við af- greiðslu á staðnum; vilji menn fá sent heim verða þeir að greiða þann kostnað aukalega. Menn fá arðmiða af þess- um viðskiptum. þannig, að þeir halda félagsréttindum með þeim, en þau eru hins- vegar ekki arðskyld, eins og auðskilið er. Ætlazt er til að öll venjuleg starfsemi búðanna haldi áfram með venjulegu móti, þrátt fyrir þessa nýjung. Ekki er að efa að þessi ágæta nýbreytni mun vekja mikla ánægju, enda er hún mikil hjálp til alþýðufóiks sem á nú æ erfiðara með að láta laun sín hrökkva fyrir nauðþurftum. Þetta er fram- Framhald á 3. síðu. Þanmg lækkar verðið Núv. Áætlað Vöruheiti búðarverð pöntunarverð Mism.’ AU Bran 1 pk. 5.15 4.35 15.5 Baunir gular 1 pk. 3.30 2.80 15.1 Bón 1 ds. 9.60 8.15 15.1 Corn Flakes 1 pk. 5.00 4.20 16.0 Fiskbollur 1 ds. 8.30 7.15 13.9 Fiskbúðingur 1 ds. 10.35 8.85 14.5 Haframjöl 1 kg. 3.35 3.00 10.4 Haframjöl 1 pk. 2.45 2.20 10.2 Hrísgrjón stór 1 kg. 7.00 6.20 11.4 Plrísmjöl 1 kg. 5.70 5.05 11.4 Hveiti 1 kg. 2.95 2.60 11.8 Hveiti 10 lbs. 16.60 14.85 10.5 Kaffi óbr.l kg 25.85 24.65 4.6 Kakó 1 pk. 7.80 6.60 15.4 Kartöflumjöl 1 kg. 4.85 4.25 12.4 Makkarónur 1 pk. 3.85 3.35 12.9 Molasykur 1 kg. 4.60 4.20 8.7 Radion 1 pk. 3.65 3.10 15.1 Rinsó 1 pk. 4.70 4.15 11.7 Strásykur 1 kg. 3.70 3.35 9.5 138.75 123.05 11.3 Boðskapur ríkisstjórnarfulitrúans, Sveins Sveinssonar, á Dags- brúnarfundin'um á mánudaginn: „Lífsnauðsyn að Dagsbrúnar- stjórnin fái færri atk\æði en verið hefur“. Dagsbrúnarmenn munu segja sitt álit í stjórnarkjörinu á morgun og sunnudaginn. Vara við árás á Mína Bandamenn Bandaríkja- stjórnar verða æ órólegri yf- ir stefnu stjórnar Eisenhow- ers gagnvart Kína. Pearson, utanríkisráðherra Kanada og forseti þings SÞ, sagði í ræðu í fyrraikvöld að menn yrðu að minnast þess að það væri ekki hlutverk SÞ að blanda sér í innanlandsátök í Kína. Óráðlegt taldi hann að taka ,,ný vopn“ til notk- unar í Kóreu og fásinnu að láta styrjöldina þar breiðast út. Menzies, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að hann. vonaði að Eisenhower myndi skella skolleyrum við kröf- um bandarískra á'hrifamanna um hafnbann á Kína. Stúdenfafélag Reykjavíkui: og kommúnismi Þjóðviljinn frétti í gær- kvöMi að Stúdentafélag Beykjavikur ætli að halda umræðufund í Stjörnubíói á sunnudaginn kemur og verði fundaref nið: kristindómur og kommúnismi. Báðír heimta hýðingar Stjórnarandstöðuflokkur brezk- ættaðra maana í Suður-ArnKU hefur lýst yfir fyllsta stuðningi við tillögu Búastjórnar Malans um að lögleiða hýðingar fyrir brot þeldökkfa manna á kyn- þáttalögunum, sem setja þá í hvívetna skör lægra en hvíta menn. Samtök Afríkumanna, Indverja og kynblendinga eiga 1 sameiginlegri óhlýðnisbaráttu gegn lögum þessum. Eisenhower neitar að náða Ethel og Julius Rosenberg Forsetinn hlakkar yfir lifláti hjónanna Eisenhower BaiHlaríkjaforseti tiikynnti í fyrrakvöld a3 hann hefði eftír vandlegra yfirvegun komizt að þeirrl niðurstöðu að hjónin Ethel og Julius Bosen- foerg eigi ekki betra skilið en að verða steikt til bana í rafmagns- stóinum og því ákveðið að hafna beiðni þeirra um náðun. Hjónin voru dæmd til dauða fyr- ir njósnir í þágu Sovétríkjanna á stríðsárununi og byggðist dómur- -inn algerlega á vitnisburðl fólks, sem játaði að það væri njósnar- ar en slapp við dóm eða fékk væga dóma fyrir að bera vitni gegn hjónunum. Hjónin voru þau einu af hinum ákærðu sem að- hylltust róttækar skoðanir. Þau hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu enda þótt vitað sé að játning af þeirra hendi myndi tryggja þeim náðun. Ef Rosenberghjónin verða tekiu af lifi er það i fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna, sem Hflátsdómi fyrir njósnir er framfylgt á frið- artímum. Mótmæiaalda gegn lifiáti þeirra hefur risið um alian heim . og hafa menn eins og bandaríski Bosenberghjónin, handjárnuð, kveðjast áður en þau eru lokuð inni í Sing Sing kjarnorkufræðlngurinn Urey lýst yfir að vitnisburðimir gegn þeim séu fáránlegir. Dómarinn, sem dæmdi þau til dauða, kvaðst gera það vegna þess að þau ættu sök á Kóreustríðinu, það hefði skolliíT á vegna þess að þau hefðu gert Sovétríkjununi fært að íramleiða kjamorkuspréngju. Eisenhovver kemst svo að orði i tilkynningu sinni, að líflát lijón- anna sé eltki annað en þau eigí skilið, ekki sé hægt að láta svik- ara lialda lífi meðan aðrir fórni lífi sínu fyrir frelsið. Málafærslumaður Bosenberghjón- anna sltýrði frá því í gær að hann myndi biðja Hæstarétt að fresta aftökunnl meSan hann reyndi að fá málið tekið upp á ný. Aftakan hefur verið ákveðin í næstu viku. 1 dag fer málafærslumaðurinn með syni hjónanna, sjö og níu ára gamla, á fund foreldra þeirra i klefa dauðadæmdra í Sing Sing fangels.inu. Ef aftökunni verður eltkl frestað verður það í síðasta sinn sem þau sjást. Áskoranir til Hæstaréttar Banda- ríkjanna um að fyrirskipa frestun á aftöku Rosenberghjónanna ber að senda til: United States Sup- reme Court, Appollate Divislon, Supreme Court Building, Washlng- .ton D.C., U.S.A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.