Þjóðviljinn - 13.02.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.02.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. febrúar 1953 Seg mér hverjlr eru vlnir þínir og þá veit ég hver þu ert. Á DAGSBRÚNARFUNDINUM s. 1. mánudag kvaddi sér hljóðs meðal annarra maður að nafni Sveinn Sveinsson. En eins og aliir kunnugir játa,. er þessi náungi ekki venjulegur sjáli- stæðisverkamaður, heldur sér- stakur þarfakarl stóratvinnu- rekenda og Holsteinsburgeisa í þessu stéttarfélagi verka- manna. SVEINN ÞESSI réðist sem vænta mátti harkalega að Dagsbrúnarstjórninni, en hét hins vegar eindregið á Dags- brúnarmenn að fylkja sér um lista þeirra AB-manna við stjórnarkjörið, B-listann! ÞEGAR SVEINN hafði opnað þannig hjarta sitt fyrir fund- inum var ekki laust við að þeir AB-menn, sem róttækast höfðu talað, yrðu hálf kollhúfulegir, þvi það að vera umfaðmaður svo á almannafæri af alþekkt- um atvinnurekendaþjóni var næg sönnun fyrir því, er Eð- varð Sigurðsson og fl. samein- ingarmenn höfðu áður sagt um ætt og uppruna B-Jistans. AB-LIÐIÐ gerir nú aiit sem það getur til að feia verkaiýðsmáia-_ samvinnu sina við fjárplógs- mannaklíku Sjálfstæðisflokks- ins, meðal annars með því að láta Stefán Jóhann hverfa fyrir horn um stund á meðan Hanni- bal hinn kunni stuðningsmaður verkfallsbrotanna á isafirði 1947, vísitölustýfingarinnar 1948 og hernámsins síðar sprellar róttækt frammi fyrir verka- mönnum fyrir kosningar. SAMSTARF AB-liðsins við at- vinnurekendaklíkur Sjáifstæð- isflokksins og Fx-amsóknar á s. 1. árum um að eyðileggja Alþýðusamband Islands og þrýsta iífskjörum alþýðunnar niður á núverandi eymdarstig, þetta .hefur sem kunnugt er gert Alþýðuflokkinn að nokk- urs konar fuglahræðu í augum fjöldans og nærri gengið af flokknum dauðum. — AB-liðið sér lifsvon sina í því að fá breitt yfir samneytið við verka^ lýðsfjendur og leika verkalýðs- vin við kosningarnar. AÐSTOÐ HOLSTEINSBUR- GEISA við þá AB-menn í Dagsbrúnarkosningunum nú mátti því ekki.vera eins opin- ber og oft áður t. d. við Al- þýðusambandskosningar og fullti'úaráðs, hún fólst nú i því tvennu: bjóða ekki fram lista gegn AB-iiðinu og styðja það á bak við tjöldin eftir föngum. ALLIR VITA AÐ GENGIS- LiEKKUN, VISITÖLUSTÝF- ING, MARSHALLKREPPA OG AFSAL LANDSRÉTTINDA hefur verið opinbert sameigin- legt áhugamál AB-liðsins og burgeisa rikisstjórnarflokk- anna. Hins vegar hefur AB- liðið þótzt vera andvígt hug- mynd ríkisstjórnarklíkunnar um vopnaðan her gegn alþýðu- samtökunum. Aftur á móti hefur margur borið brigður á heilindi AB-liðsins í þessu máli þar eð nú eru kosningar í að- sigi. En nú.hefur málið. skýi'zt fyrir ýmsum sem ekki þóttust á því hreina. SVEINN SVEINSSON UPP- LÝSTI Á DAGSBRÚNAR- FUNDINUM AÐ AB-LCÐIÐ NÝTUR FULLRAR SAMÚÐ- AR OG STUÐNINGS ÞEIRRA SEM MESTAN ÁHUGA HAFA FYRIR STOFNUN HERS GEGN VERKALÝÐSHREYF- INGUNNI, — AÐ B-LISTINN ER ÞEIRRA LISTI. SEG MÉR hverjir eru vinir þínir, og þá þekki ég þig. Það er annað hvað þeir AB-menn segja fyrir kosnipgar og hitt hvað þeir hafa gert, hvað þeir gei-a og hverjum þeir þjóna. — Þess vegna kýs B-listann enginn félagsþroskaður verka- maður hvort sem hann tilheyrir einum eða öðrum stjórnmála- flokki. ÞESS VEGNA fylkja verka- menn sér nú um stéttarfélag sitt, Dagsbrún, af meiri aiúð en nokkru sinni fyrr með því að kjósa A-LISTANN! xx Á að banna innflutning á hnífum af ótta við að menn skeri sig á háls? “mi'* ii.-i---— .. . myndi að útvega það .ífma Nú undanfarið hefur stað- ið yfir kennsla í alls konar hagnýtri matargerð á vegum kvenfélags sósíalista. Kennt var að maíreiða sojabaunir á ýmsa vegu, ennfremur alls kyns. hagnýtirig á maiáraf- göngurii, sem hverri konu er nauðsynlegt að kunna og síð- ast en ekki sízt var kennt að toaka brauð bæði með kaffi og mat úr nýmöluðu heil- hveiti og þurrgeri og er það tilefni þess að ég. tek mér penna í hönd og vil biðja „Raddir kvenna“ að koma nokkrum athugasemdum út af því á framfæri. Kennslukonan lagði ríka á- herzlu á það hve miklu holl- ara væri brauð úr nýmöluðu heilhveiti en því sem búið er að geymast lengi malað og væri jafnvel hætta á að orð- ið vseri þrátt végna þess að heilhveiti inniheldur fitu, er þránar við geymsluna. Nú er það á allra vitorði að nýmal- að heilhveiti fæst ekki nema á nokkrum stöðum í bænum, og er því mjög erfitt um vik að ná í það fywr allan þorra húsmæðra. Hvernig stendur á að KRON skuli ekki mala hveiti, svo að við getum allar fengið nýmalað hveiti, hvar sem við erum búsettar í bæn- um? Það væri okkur mikið hagræði, auk þess sem það myndi vafalaust stuðla aJð aukinni heilbrigði bæjarbúa En þá er að segja söguna af þurrgerinu, sem 'kennslu- konan kvað einnig vera hið mesta heilsulyf. Þegar að því kom að við áttum að fá það. en við vissum áður að erfitt í gegnum einhvern kvenfé- lagsskap, reyndist það næst- um lalger bannvara. Þó höf- um við von um að fá e. t. v. eina dós hver, fyrir sérstak- lega ötula forgöngu formanns kvénfélagsins og • náð áfeng- isforstjórans. Nú vil ég bera Raddir kvenna fram. þá frómu spurningu, hverju það sæti að ekki skuli vera hægt að fá holla vöru eins og þurrger, sem rann- sóknir "hafa leitt í ljós, að inniheldur bætiefni, sem okk- ur er bráðnauðsynlegt að hafa til daglegs viðurværis? Okkur er sagt að innflutn- ingur á því sé bannaður vegna þess að hægt sé að nota það í bruggun áfengis. Þetta finnst mér æði léleg afsökun. Af hverju er þá ekki bannaður innflutningur á sýkri? Það er nefnilega á allra vitorði, að þeir sem ætla sér að brugga áfengi gera það úr vatni og sykri, ef ekki vill betur til, og yfirvöld okkar eru heimskari en þau hafa leyfi til að vera, ef þau vita það ékki. Þess vegna eru lög þau er banna þurrgerið al- gerlega úrelt, ef þau hafa þá nokkurntíma haft við xiokk- uð að styðjast. En það er ég viss urn að þeir sem settu þau hafa a. m. k. ekki vitað hvað gerið er hollt, en það hafa þeir sem viðhalda þeim ekki sér til afsökunar. Mér finnst að kvenfélögin ættu að beitai sér íyrir að þessi vitlausu lög yrðu af- numin hið bráðasta, þar sem þau eru óneitanlega til ó- gagns fyrir þjóðina, og auk þess hreinasta ldkleysa. — Minna þau óneitanlega á það sem ég heyrði eina konuna segja þarna: „Það er eins og ef banna ætti innflutning á hnífum af ótta við að þeir yrðu notaðir til að skera sig á háls með þeim".. Þetta er einmitt samlíkingin. Og menn grunar ónotalega að það sé ekki af umhyggju fyrir vesalings þegnunum, sem e. t. v. færu að brugga, ef þeir fengju gerið á mark- aðinn, að þessi tregða er á að fá það, heldur getur manni dottið í hug hvort ekki sé verið að hlynna að bakara- stéttinni með því að gefa henni einni tæikifæri til að baka úr hollu geri. En við konurnar viljum fá þurrger og baka úr því sjálfar, bæði mafár- og kaffibrauð, það er ódýrara en að kaupa það. og það er langtum ljúffengara Vil ég svo enn skora á kveri- félögin í landiriu að fá inn- flutninginn á þurrgerinu frjálsan, það er til lítils ,að kenna okkur um hollustu þess og kenna okkur notkuh á því, ef vi'ð megum svo ekki nota okkur fræðsluna á heim ilum okkar. Ein af námskeiðskonuniiin. Húsmóðir skriíar um kjör kvenna — Beyging sérnaína „KONA a Njálsgötunni“ er mikilvirkur rithöfundur i tóm- s.tundum sjnum og hefur nú sent Bæjarpóstinum allmarga pistla um ýmislegt, sem hún hefur tekið eftir að undan- förnu og við kemur lífinu í bænum. Gef ég henni hér með orðið: „Bæjarpóstur, heill og sæll! Þessi vetur hefur verið mildur og blíður, eins og allir vita. Góðviðrisdagarnir nú um mán- aðamótin heilluðu mig svo, að ég hraðaði morgunverkunum sem mest ég mátti, til þess að geta komizt út i góða veðrið með þrem litlum snáð- um, sem ég á. Og nú hef ég hugsað mér að segja þér lítils- háttar frá þessum gönguferð- um mínum og því, sem mest vakti athygli mína á leiðum mínum innanbæjar og utan. Fyrst ætla ég þó að hafa. nokkurt forspjall fyrir þessum þönkum mínum. Það er staðreynd, að við kon- ur almennt högum störfum okkar ekki eftir fyrirfram gerðri áætlun. Vinnudagur okkar er ekki - bundinn við átta stundir á dag eða fjöru- tíu og áfta klukkustundir á viku hverri, og það myndi vissulega vera miklum ann- mörkum háð að setja fram einhverjar vissar reglur, sem fara mætti eftir við heimilis- störf húsmóðurinnar. Ekki getum við lagt út í verkfall — af þrem orsökum: f fyrsta lagi erum við bundnar við , .liýimilið þelg.um böndum, sem ekki verða slitin eitt einasta augnablik nema okkur sjálf- um til tjóns, f öðru lagi eru það börnin. Við getum ekki sagt við þau: Nú hætti ég að vinna þar til þið verðið þekk og góð, svo ég þurfi ekki að búa við of langan vinnudag, of mikla þreytu og of morg óþarfastörf. Og í þriðja lagi er það eiginmaðurinn. Hann vinnur erfiðisvinnu frá morgni til kvölds. Sama þótt á hann skíni sól eða belji stormur, hann aflar þess gjaldmiðils, sem gildir fyrir skjóli og brauði. Hann ann sér engrar hvíldar, eigi hann kost á því að afla meiri peninga með aukavinnu eftir að átta-stunda starfsdegi hans er lokið. Hans vegna, bamanna vegna og sjálfrar mín vegna, get ég ekki farið i vinnustöðvun. ★ ÞÓTT dagamir séu oft leiðir og langir við skyldustörfin, get ég ekki oft unnt mér nægi- legrar hvíldar. Við konur þrá- um, að eiginmennirnir og börn- in sýni okkur þakklæti og hjálpfýsi, — að þeim finnist það einhvers virði, sem við gerum fyrir þau. í þeim efn- um þarf ég, sem betur fer, ekki að kva.rta, og væri vel, ef allar húsmæður gætu sagt það. Þar mun þó, því miður, vera misbrestur á. Hvert eigum við kon.ur þá að snúa okkur í þeim efnum, sem varða réttindi okkar, vinnudag og starfsskilyrði ? Ég he'd. að okkur beri að snúa okkur hverri til annarr- ar og bindast um það órjúf- andi ásetningi að skapa heil- brigðara þjóðskipulag, sem byggist á grundvallaratriðum kristinnar trúar — að öll sé- um við jöfn fyrir augliti guðs, eigum öll sama réttinn til þess lífs, sem býr í skauti nátt- úrunnar. Við eigum áð styðja þá menn til valda í okkar litla þjóðfélagi, sem næstir standa þessari hugsjón kristilegs bróðernis um skiptingu auðs- uppsprettu jarðarinnar. ★ RVERS virði má okkur vera Hallveigarstaða-heimili á móts við slíkt þjóðar-heimili, er hafi gnægð alls þess, sem hverjum manni er nauðsynlegt: matar, fata, húsnæðis, og síðast en ekki sízt þess, sem er undir- staða alls mannlegs lífs: fjið- ar og öryggis. — Grundvöl'un slíks þjóðar.heimilis er. marg- falt háleitara mark en bygg- ing félagsheimilis. Og það er okkur í lófa lagið áð reisa það af grunni, ef við stöndum all- ar saman sem heild við næstu kosningar, sem fram eiga að fara til bæjar- og sveitar- stjórnar að ári liðnu — og við komandi þingkosningar nú í sumar“. Framhald á 11. síðu. áera Nú líður að kosningum í Dags brún, lífæð verkalýðshreyfing- arinriar á íslandi. Það er því ekki að undra, þó dusilmenn- ;n dragi kutaan úr slíðrum, hjálparkokkarnir, sem hafa það að atvinnu og embætti, að draga almenning niður í svað van- sæmandi lífskjara, en eru há- tekjumerin að launum. Eg skrifa ekki þessar línur af ugg um það, að Dagsbrúnaratjórnin haldi ekki velli, heldur til að skýra ef auðið væri hvað mu.rdi gerast ef Dagsbrún kæmizt und- ir a't núverandi Alþýðusam- bandsstjórnar. Ykkur Dagsbrúnarmönnum ættþað vera það-kunnugt hvern- ig ástatt var þegar núverandi stjórnarforusta tók við í Dags- brún. Þar hafið þið þessa dýr- mætu, óumbreytanlegu reynslu, sem íhald og kratar veita hvar sem þau öfl má tökum á verka- lýðsféjagi, þó reynslan sé ekki óúeypis. Ykkur er líka kunnugt hvað unnizt hefúr hjá félagi ykkar í rúman áratug, svd það eru hæg heimatökin að bera saman. Sumir hrppa; Það hefði ver- ið hægt að gera meira og segja þar óviljandi satt, en þá vaknar aftur spurnirtgin, hvernig á eða átti að gera þetta ,,meira“? Verkalýðnum verður að skilj- ast það einu sinni fyrir eitt, að það er ekki hægt að gera þetta „meira“ með beinni skemmd- arstarfsemi. Til þes,s að gera þetta „meira“, þarf verikalýð- um að vera tákn hjóla í stórri vél; þar sem öll hjólin stór og smá, eru jafn þýðingarmikil, og smíðin getur ekki verið heil- steypt án þess. að hver hluti Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.