Þjóðviljinn - 13.02.1953, Blaðsíða 6
f>) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. febrúar 1953
JllÓOVIUINN
Útgéfandi: Sameiningarflokkur alþýfSu — Sósíalistafloklcurinn.
■Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.); Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg;
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljanc h.f.
V----------------------------------------------------x
Skoplegir tíiburðir
AB-menn hafa ekki mikla kímnihæfileika, en lesendur
blaðs þeirra hljóta aö skemmta sér konunglega þessa dag-
ana. Því hefur undanfarið veriö' lýst þar meö miklum
bægslagangi hversu einstæður atburður það hafi veriö
aö AB-flokkurinn hélt fund í Stjörnubíói og fékk hátt
i húsfylli, rúmlega 400 manns, til aö mæta. Eru skrifaöar
um þetta fjálglegar greinar, talaö um straumhvörf, gott
ef ekki aldahvörf, og bumbur barðar af miklu kappi.
Ef AB-menn gefa sér einhvern tíma tóm til aö hugsa
atburðina í samhengi, hlýtur þá aö skorta orö til aö lýsa
íundum sósíalista. Nokkrum dögum fyrir fundinn í
Stjörnubíói héldu sósíalistar fund í Austurbæjarbíói. Þar
var aögangur ekki gefinn, heldur seldur. Miöarnir runnu
út fyrirfram og mættu á fundinum á áttunda hundraö
rnanns. Var þar fagnaö miklum og glæsiLsgum sigri í
baráttunni fyrir stækkun Þjóðviljans, og þrótturinn og
baráttukjarkurinn sem mótuöu fundinn munu seint úr
minni líða. Engu aö síður hefur Þjóðviijinn látiö hjá líöa
aö geta þessa mikla fundar sem einstæös atburöar; enda
er hann ekki einstæöur atburöur, heldur nýtt og ferskt
dæmi um sóknarhug íslenzkra sósíalista. En bægslagang-
ur AB-manna er hjákátlegur þegar þessa fundar er minnzt
Þó er þessi belgingur AB-manna á vissan hátt skiljan-
legur. Niðurlæging þeirra var oröin sliíc að jafnvel bjart-
sýnustu forustumenn þeirra lágu andvaka af ótta um að
þeir yröu aö tala yfir tómum sætum í bíóinu. Þeim létti
því stórlega þegar það kom í ljós að 400 Reykvíkingar
voru fáanlegir til aö hlusta á þá ókeypis; þeim fannst
hafa gerzt kraftaverk. Og síðan hafa þeir ekki kunnaö
sér læti: hvílík dýrð aö geta talað viö 400 manns í höfuö-
borg íslands!
Fögnuöur AB-manna sýnir það eitt hversu vonlausir
íorsprakkarnir voru orðnir, hversu hraksmánarlegar hug-
myndir þeir geröu sér um áhrif sín.
Það fer ekki hjá því að maöur fái, nokkra samúö meö
liðsoddum AB-flokksins af mannúðarástæðum. En þeir
halda ótrauðir fast við það skoplega. í 'gæf bírtír AB-blaö1
ið t.d. ramma á forsíöu og spyr: „Er sundrung að hefjast
í kommúnistaflokknum?" Maður skyldi þó ætla að þetta
væri eins og aö nefna snöru í hengds manns húsi í flokki
þar sem skipt var algerlega um flokksstjórn á einum æs-
ingafundi að næturlagi i haust og þar ssm allt logar enn
af innbyröis eldi og ósamþykki; þar sem hinn nýi for-
maður er bandingi hins gamla og þar sem miðstjórnin
hefur engan ráðstöfunarrétt yfir „eignum flokksins“!! En
Hanníbal Valdimarsson ber ekkí skyrt á skop og hann
ímyndar sér að þaö sé sterkur leikur að spyrja um sundr-
ungu í Sósíalistaflokknum, eina flokknum á íslandi sem
berst einhuga, eina flokknum á íslandi þar sem engin
únnbyrðis átök eru um stefnu, starfsaðferðir né forustu.
En einnig aö þessu leyti er AB-mönnum vorkunn. Þeim
hefur verið fengið þaö verkefni af ráöamönnum þjóöfé-
lagsins að reyna aö hamla gegn sókn Sósíalistaflokksins,
og þeir verða í huganum aö búa til þá sigra sem þeir vinna
ekki í raun. Þeim er þaö sérstaklega mikilvægt nú, þegar
líkisstjórnin hefur falið þeim þaö hlutverk að reyna aö
sundra Dagsbrúnarmönnum. í öllum átökum við ríkis-
stjórnina hefur Dagsbrún haft forustuna. þar er kjarni
þeirrar stjórnarandstöðu sem barizt hefur í þágu þjóöar-
innar allrar. Þess vegna komst fulltrúi ríkisstjórnarinnar
þannig aö oröi á Dagsbrúnarfundinum að „það væri lífs-
nauðsyn aö Dagsbrúnarstjórnin fengi færri atkvæði“ nú
en við síðustu kosningar. Svo ge^silega áherzlu leggur
ríkistjórnin á Dagsbrúnarkosningarnar. Það er því mik-
ilvægt fyrir AB-liðið að geta náð einhverjum árangri, að
geta sýnt aö þaö svari kostnaði að reyna að ausa þessa
sökkvandi flokksskútu. Þess vegna er nú reynt að belgja
sig upp meö froðuyrðum, þessvegna er hrópað af fögn-
uði þegar í ljós kemur að 400 menn fást til að hlusta á
leiðtoga AB-manna, En skyldi ekki sluma rækilega í þeim
á mánudag, þegar Dagsbrúnarmenn hafa sjálfir sagt sitt
orð?
Sjálfstceðisfðokkurinn, Aiþýðuflokkurinn og
Framsáknorfðokkurinn grafa undan Eýðrœð-
inu með því að beita aðferðum Göbbels
Allir þessir flokkar eru sannir að sök að hafa brotið gegn sfjórnarskrá lands-
ins með ofbeldisaðgerðmn þingmanna og ríkisstjórna
Þegar andstæðingar sósíalista
bera þeim á brýn andstöðu við
lýðræði er það fullyrðing í lausu
lofti, alveg óstudd staðreynd-
um. Röksemdafærslan er á þessa
leið: Kommúnistar eru voða-
menn. Það er margsannað. Þar
af leiðir að Sósíalistaflokkurinn
er voðaflokkur, andstæður lýð-
ræði og öllu því sem sönnum
vestrænum mönnum er heilagt!
★ £r það af hlífð!
Það kemur varla fyrir að
bandarísku blöðin á íslandi,
Morgunblaðið, Tíminn, AB-
blaðið og Vísir reyni að vitna
í afstöðu Sósíalistaflokksins á
Alþingi eða bæjarstjórn, en ein-
mitt þar væri ekki ólíklegt að
freklegustu ávirðingar Sósíalista
flokksins kæmu fram. Það væri
þó sjálfsagt ekki látið liggja í
þagnargildi ef þ'áð lægi fyrir
skjallega sannað í skjölum Al-
þingis að Sósíalistaflokkurinn
hefði haft í því forgöngu að
mikill meirihluti þings gengi í
samsæri um að víkja stjórnar-
skrá landsins til hliðar og fram-
lengja í fullkomnu heimildar-
leysi umboð alþingismanna eftir
að þau voru niðurfallin sam-
kvæmt stjórnarskrá íslands og
landslögum. Það þætti sjálfsagt
ekki síður árásarefni og óræk
sönnun um austrænan fjand-
skap við lýðræðishugsjónir, ef
það lægi fyrir skjallega sannað
í skjölum Alþingis að Sósíalista-
flokkurinn hefði haft um það
forgöngu að beita fulltrúa ann-
arra flokka á þingi bolabrögð-
um og gera ráðstafanir til að
þeir fengju ekki notið þeirrar
aðstöðu sem fylgi þjóðarinnar
gefur rétt til.
* Rússiand, Rússiand,
Rússíand
Það var fyrir nokkrum árum
að ungur stjórnmálamaður var
settur til að kenna í stjórnmála-
skóla félags sem er óhemjulýð-
ræðissinnað í orði. Þar var upp-
remiandi æskulýð flokksins
kennt hvernig bregðast skyldi
við hverjum andstæðingaflokki
fyrir sig, og var það nokkuð
flókið mál um suma þeirrá og
mjög vitnað í ávirðingar þeirra
á Alþingi og: í bæjarstjórnum.
En þegar kom að Sósíalista-
flokknum vandaðist málið.
Kennarinn mundi í svipinn ekki
eftir neinum sérstökum ávirð-
ingum Sósíalistaflokksins áþeim
vettvöngum. Enda þurfti þess
ekki. Löngu áður hafði stórt
brúnleitt ljós runnið upp fyrir
þessum æskulýðsleiðtoga og
flokki hans. Kennarinn miðlaði
ungmennunum þessu ljósi. Þeg-
ar þeir lentu í kast við menn
úr Sósíalistaflokknum, hvort
sem væri á f ramboðsf undum eða
öðrum fundum eða í ritdeilu, þá
skyldu þeir ekki hætta sér út
í það að reyna að klekkja á
flokknum með neinu öðru en
því að fara að tala um Rússland.
* í axarskaíl!
Einn nemandanna hélt að
þetta hlyti að eiga einungis við
umræður um utanríkismál og
heimsástandið og spurði kenn-
arann að því. Jú, það var ein-
mitt það bráðsnjalla við aðferð-
ina. Ef maður úr þessu lýðræð-
iselskandi æskulýðsfélagi lenti
í þeim óþægilegu aðstæðum að
þurfa að etja kappi við sósíalista
þá gat stjórnmálaskólinn aðeins
gefið eitt ráð. Ekki hætta sér út
í íslenzk stjórnmál, heldur bæri
þá að tala og skrifa aðeins um
eitt: Rússland, Rússland, Rúss-
land! Það er óþarfi að bæta við
að kenn,ara þessum hefur á
miðjum aldri tekizt að gera sig
að skoplegu viðundri í opin-
beru lífi einmitt með því að
far'a eftir þessu brúnleita ráði
sínu. Hinsvegar hafa fleiri en
einn af nemendum hans skilið
hve mikið lof um Sósíalista-
flokkinn felst í þessari uppgjöf
áróðurssérfræðinga andstæðinga
hans, og tekið að kynna sér það
sem kennarinn vildi ekki hafa
með, starf Sósialistaflokksins
eins og það kemur fram á öllum
vettvöngum íslenzks þjóðlífs,
með þeim árangri að þeir hafa
fundið þar það sem þeir leituðu
að.
* Fyrir futlugu árum
í Beriín
En hinir halda áfram vaðaln-
um eftir forskrift mannsins sem
orðinn er að viðundri og hafa
góða möguleika á að verða sjálf-
ir að opinberu viðundri á miðj-
um aldri ef augu þeirra opnast
ekki fyrr. Einn þeirra manna
sem fylgja þessari formúlu út
í æsar er núverandi dómsmála-
ráðherra landsins, hann lærði
hana í Berlín fyrir tveimur ára-
tugum, hún var notuð með þó
nokkrum árangri í Þýzkalandi
og fleiri löndum og er nú í mikl-
um metum meðal stjórnmála-
manna Bandarikjanna. En það
sem hvorki Bjarni eða Eisen-
hower vara sig á er að allur
heimur hefur horft á það opnum
augum hvað það var sem kenn-
arar þeirra Hitler og Göbbels
ætluðust fyrir með slagorðunum
um Rússland, Rússland, Rúss-
land og „baráttuna gegn komm-
únismanum.“ Það er alltaf erf-
iðara að beita mann sama
óþokkabragðinu tvisvar. Eins er
um þjóðir.
* Lýðræðlsástin í verki
Ekki geta þetta talizt lýðræð-
islegar baráttuaðferðir. En hitt
er skiljanlegt að forsprökkum
flokka eins og Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins sé
ekki um það gefið að unglingar
fari að glugga í fortíðina með
þeim árangri ef til vill að þeir
rekist á samsæri þessara flokka
gegn stjórnarskrá landsins 1941,
er þeir komu sér saman um að
víkja stjórnarskránni til hliðar,
fresta kosningum þar til í stríðs-
lok og framlengja umboð þing-
manna þvert , ofan í ákvæði
stjórnarskrárinnar og landslög.
Það var gæfa íslands að það
samsæri tókst ekki. En eftir sit-
ur smánarbletturinn á flokk-
um þeim sem þetta samsæri
gerðu. Þeir heita Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn. Sósíalistaflokkurinn
barðist gegn þessari árás á
stjórnarskrá íslands af alefli og
barátta hans átti drjúgan þátt
í því að það tókst ekki að fram-
kvæma hana eins og tilstóð. Þess
eru engin dæmi að Sósíalista-
flokkurinn hafi gert tilraun til
að brjóta stjórnarskrá íslands
hvað þá framkvæmt slíkt.
* Löglegf eflir á!
Annað dæmi sem enn er í
fersku minni: Stjórnarskrárbrot
sem tókst. Það var þegar ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins gerði
samninginn við Bandaríkin um
að kalla erlendan her inn í land-
ið og veita honum hin margvís-
legustu afnot af íslenzku landi
án þess að samþykki Alþingis
kæmi til. Og þetta stjórnar-
skráhbrot samþykkti Alþýðu-
flókkurinn allur, hver einasti
þingmaður hans. Lengi mun í
minnum höfð vörn Bjarna
Benediktssonar, utanríkisráð-
herra landsins, er ber ásamt Ey-
steini Jónssyni og Stefáni Jó-
hanni Stefánssyni þyngsta sök á
þessu afbroti. Þegar , hernáms-
samningurinn var lagður fyrir
þingið, mörgum mánuðum eftir
að hann var gerður, og utan-
ríkisráðherrann fann að rök-
semdir hans voru ekki fram-
bærjlegar, bað hann menn að
deila ekki um hvort hernáms-
samningurinn hefði verið lög-
lega gerður, því hann yrði nú
óvéfengjanlega löglegur, með
samþykki Alþingis!
Hvað hefði Morgunblaðið og
Tíminn kallað slíkt framferði
ef ráðherra Sósíalistaflokksins
hefði átt í hlut.
* Bolabrögð
Hvað eftir annað hafa hinir
sjálfskipuðu verndarar lýðræð-
Framhald á 11. síðu.