Þjóðviljinn - 13.02.1953, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.02.1953, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. febrúar 1953 l 1 dag er föstudagur 13. febr. ^ 44. dagur ársins. Barnabókamarkaður Bókabúð Isafoldar í Austurstræti hefur nú tekiS slg til og safnað saman til sýnis og sölu miklum fjöida bamabcka frá ýmsum tím- um og útgáfufyrirtækjum. Er þetta hið þarfasta verk, því oft er það svo að ágætar bækur liggja i geyms’uni án þess nokkur viti að þær séu yfirleitt lengur til, og kaupendur hálfneyðast til að kaupa einungis það allra nýjasta, en þar er oft úr lifl'u verðmæti að ve’ja. Er þess að vænta að foreldrar og aðrir vandamenn barna, sem á annað borð hafa bókakaup í huga, liti við á mark- aðnum. Þeir munu finna þar marga góða bók. Dagsbrúnarmenn! Þið sem sknklið enn ársgjald síð- asta árs, gætið þess að greiða það strax. Skuldleysl er skilyrði fyrir kosningarrétti í stjórnarkjörinu. Kl. 8:00 Morgunút- varp. 9:10 V eður- fregnir. 12:10 Há- degisútvarp. • 15:30 Miðdegisútvarp. — 19:30 Veðurfregnir. 17:30 Islenzku- kennsla. 18:00 Þýzkukennsla. 18:25 Veðurfr. 18:30 Frönskukennsla. 18:25 Veðurfregnir. 19:00 Dag’egt mál. 19:25 Tónleikar (pl.) 19:45 Auglýsingar. 20:00 Fréttir. 20:30 Kvöldvaka: a) Björn Th. Björns- son listfræðingur flytur erindi: Refillinn mikii frá Bayeux. b) Færeyski kórinn „Ljómur" syng- ur; Kaj Oluf Buch stjórnar (pl.) c) Björn Magnússon flytur mann- lýsingar úr Heimskringlu og Is- lendingasögum. d) Þórarinn Gríms- son Víkingur flytur frásögu: Mjór er mikils vísir. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Passxusálmur (ll':) 22:20 „Maðurinn í brúnu föt- unum". 22:45 Dans- og dægurlög: Les Paul leikur og Máry Ford syngur (pl). til kl. 23:10.' Leiðrétting Verkamannafélagið Ðagsbrún bið- ur þess getið, af gefnu tilefni, að félagið hafi í mörg ár átt og eigi enn ágæt skipti við lögfræði- skrifstofu Ragnars Ólafssonar hrl. Næturvarzla í ín'gól’fsapóteki. — Sími 1330. Læknavarðstofan Austurbæjar- skólanum. — Simi 5030. Skrifstofa Itrabbameinsfélagsins er opin kl. 2-5 daglega aiia virka daga nema laugardaga. Skrifstof- an er í Lækjargötu 10B, sími 6947. GENGISSKRANING (Sölugengi): 1 bandarískur dollar kr. 16,32 1 kanadislcur dollar kr. 16,79 1 enskt pund kr. 45,70 100 danskar kr. kr. 236,30 100 norskar kr. kr. 228,50 100 sænskar kr. kr. 315,50 100 finsk mörk kr. 7,09 100 belgíslcir frankar kr. 32,67 10000 franskir franka.r kr. 46,63 100 svissn. frankar kr. 373,70 100 tékkn. kcs. , kr. 32,64 100 gylhni kr. 429,90 10000 lírur kr. 26,12 Söfnin eru opin: Landsbókasafnið: kl. 10—12 13—19, 20—22 alla virka dag nema laugard. kl. 10—12, 13—lt Þjóðminjasafnið: kl. 13—16 sunnudögum; kl 13—15 þriðje daga og fimmtudagá. Listasafn Einars Jónssonar: k 13.30—15.30 á sunnudögum. Náttúrugripasafnið: kl. 13.30 15 á sunnudögum; kl. 14—1 þriðjudaga og fimmtudaga. Gesturinn, tímarit um veitingamá', hefur borizt. Efni er þetta: Gréin um garnla Hótel Is- land og stofnanda þess A. Rosen- berg, eftir H. Thoriacius. Grcin um Matsveina- og veitingaþjóna- skólann. Skyidur meistarans gagn- vart nemandanum, eftir Svein Sí- mon^rson, Þátturinn Pipar og salt. Fréttir frá Sambandi matreiðslu- og framreiðslumanna, en það gef- ur. í-itið: út. . . . | Til hjónanna sem brann hjá: frá N-15 kr. 50. XA Dagsbninarmenn! Þegar þið hafið koslð á morgun þá hittið félaga ykkar að máli og vinnið fyrir A-Iistann. Listsögulegur fyrir- iestur Á útvarpskvöldvökunni í kvöld flytur Björn Th. Björnsson list- fræðingur, erindi er nefnist Refill- inn mikli frá Bayeux. En af þess- um refli er það helzt að segia í stuttu máli að hann er einn fræg- asti refill sögunnar, en anna.rs er saumuð í hann mynd af innrásViI- hjálms Bastarðs í England endur fyrir löngu. — Ennfremur höfum vér grun um það að uppruni og meistari refilsins sé allóviss, og mun Björn væhtanlega rekja það í erindi sínu. Björn hefur flutt ali- mörg erindi í útvarpið, einkum á síðastliðnu ári; og er hann fyrir þaú einn' virisælásti maður sém kveður sér hljóðs í útvarpi. Les- endum Þjóðviljans þarf ekki að kyrina hann: hann hefur um margra ára skeið verið listdómai’i blaðsins. Dagsbrúnarmeim! Kjósið snemma á morgun. Með því léttið þið starfið. XA-listinn. Nýlega voru gefin samari í . hjónaband urig- frú Lóa Ste- fánsdóttir, frá Flateyri Önuridarfirði, og Guð- mundur Helgi Þórðarson, læknir á Egilsstöðum á Völlum. Starfsstúlknafélagið Sókn lieldur aðalfund sinh í Vonárstræti 4 i kvöld kl. 9. Hollandssöfnunin I gær bárust Rauða Krossi 1 s- lands kr. 24.795,00 í Hollahdssöfn- unina. Er það hæsta upphæð sem borizt hefur á einum degi til þessa. Heildarupphæðin er nú kr. 85,385.00. Rauði Krossinn tekur daglega á móti framlögum, enda má betur ef duga skal. Við brugð- um bæði frcmur seint við, enda mun hlutfallstala . söfnunarinnar hjá t.d. frændþjóðum okkar vera þeim mun hagstæðari. Þess skal getið, til að forða mis- skijningi, að það var Gísli Hall- dórsson ai-kítekt sem gaf BÆR 10.000 krónur nú nýverið. Nú haldið þíð áuöVft- að, þegar þið sjáið mína dýrlegu ásýnd, að ég ætli að fara að grínast með Vísi og þá frændur mína þar, Herstein og Smið. En þetta er misskilningur. Þeir eru alveg hættir að minnast á peningamál Þjóðviljans, og því orðriir jafndaúðleiðinlegir óg ' þeir hafa alltaf verið. En daginn eftlr að þeir minnast næst á þau, þá skal ég koma hér aftur. Minningarsjóðsspjöld iamaðra og fatlaðra fást í Bækur og ritföng Austurstræti 1, Bókabúð Braga Brynjólfssonar og verzluninni Roði Laugavegi 74. \ ®Trá hófninni Ríkisskip Hekla fer frá Rvík í dag austur um land í 'hringferð. Esja fer frá Akureyri í dag á austurleið. Herðu- breið verður væntanlega á Horna- firði í dag á norðurleið. Þyi'ill fór frá Hvalfirði í gær vestur og norður. Helgi Helgason fér frá Reykjavík á morgun til Vest- mannaeyja. Eimskip Brúarfoss fór frá Leith 11. þm. til Rvíkur. Dettifoss fór frá Rvik 4. þm. til New York. Goðafoss fór frá Álaborg í gærkvöld til Gauta- borgar og Hull. Gullfoss fór frá Rvík 10. þm. til Leith, Gautaborg- ar og Kaupmannaháfnar. Lagar- foss fer frá Rotterdam í dag til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Ham- borg 11. þm. til AuStfjarða. Sel- foss er væntanlegur til Skaga- strandar i dag. Tröllafoss fór frá New Yox-k 11. þm. til Rvíkur. Sambandsskip Hvassafell fór frá Akureyri 10. þm. til Blyth í Englandi. Arnarj fell fór frá Rvík 12. þm. til Ála- borgar. Jökulfell lestar fi-osinn fisk í Faxaflóa. Símanúmer húsaleigunefndár er 82482. Krossgáta -nr. 7 Lárétt: 1 verkfæri 4 hætta 5 öðlast 7 kínv. stjórnmálamaður. 9 bás 10 sjór 11 réttur 13 guð 15 félag 16 mannsnafn Lóðrétt: 1 hey 2 skessa 3 forsetn- ing 4 þýður 6 óskár ’7 muldi 8 háváði 12 sérhvert 14 fruméfni 15 rómv. tala Lausri á krossgátu nr. 6 Lárétt: 1 braskar 7 Já 8 Elka 9 önn 11 óin 12 óf 14 ra 15 stal 17 ný 18 nón 20 krónuna. Lóðrétt: 1 blók 2 rán 3 se 4 kló 5 akir 6 rariar 10 nót 13 fann 15 sýr 16 lóv 17 NK 19 NN SKALKURINN BÚKHARÁ Eftir skáldsögu Leonids Solovjoífs ★ Teiíimingar eííír Kelge Kuhn-Nielsen 325. dágrir. Arabinn, eigandi pokans, aðvaraði mig, héit Hodsja Nasreddín áfram í pokanum, en okrarinn hlustaði af öllum kröftum. Arabinn sagði að strax og ég væri orðinn einn kæmu 3 drekar fljúgandi á kopar- vængjum. Þeir mundu spyrja mig með mannsrödd hvar í kirkjugarðinum þessir 10.000 dálir væru grafnir, og átti ég áð svara spurningunni þessum dularfullu orð- um: Sá sem hefur koparskjöld hefur kop- arenni. Á sillu fálkans situr hornugla. Ó, dreaar, þið leitið þar sem ekkert er að finna; kyssið því asna minn undir taglið. Og þannig gekk þetta til. Drekarnir komu og spurðu mig hvar dalirnir 10.000 væru geymdir; er þeir heyrðu svar mitt urðu þeir viti sínu fjær af reiði og réðust á mig, en ég mrindi orð Arabans og hélt áfram að hrópa: Sá sem hefur koparskjöld hefur koparenni; kyssið þvi asna minn undir taglið. Síðan lyftu drekarnir sekkn- um uþp og báru mig brott. Meira man ég ekki. Eg raknaði við á sama stað 2 stundum síðar, heill heilsu. Kryppan er horfin, fóturinn réttur, og ég ,hef sjón á báðum augum — það hef ég sannfærzt um. Nú bið ég þess eins að hinn ákveðni tínii líði, því periirigarnir eru gi'eiddir og þeir skúlu ekki hafa verið greiddir fyrir ekki neitt. En mér hefur auðvitað yfir- sézt, þvi vitaskuld hefði ég átt að leigja pokann með einhverjum öðrum sem þjáð- ur var sama lýti. En þessu verður ekki breytt úr þessu. Skítt með þessa* 300 dali. Það sem máli skiptir er, að nú er ég læknaður. Nú veiztu allt saman, göngumað- ur; haltu nú heit þitt og farðu þína leið. Eg er dálítið máttfarinn eftir aðgerðina og er þurigt um mál, og þú ert sá tíundi í- röðinni sem þreytir mig með spurningum, og það er ekkert gáman að vera alltaf að segja ’ sömu söguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.