Þjóðviljinn - 21.02.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.02.1953, Blaðsíða 6
•fj) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. febrúar 1953 IMÓOVIUINN Vtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón BjarnaSon. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljam: h.f. V----------------------------------------------------- LauntiEspi! ríkisstjórnarinnar Það vekur nú sífellt meiri undrun þjóSarinnar hvernig ríkisstjórnin heldur á landhelgisdeilunni við Breta. (Snemma í janúar berst henni orösending frá Breta- stjórn, sem íslendingar fá fyrst fregni.r af erlendis frá. Af hálfu ríkisstjórnar íslands ríkti algjör þögn. Hún taldi ekki >'étt eða hagkvæmt að gera þjóöinni kunnugt aö orösending heföi borizt, hvaö þá aö efni hennar væri gert íslendingum ljóst Þessi leynd í jaín örlagaríku stórmáli er vítaverö og háskaleg. Og þaö er næsta furöulegt að nú skuli því hafa veriö lýst vfir af Ólafi Thórs atvinnumálaráð- herra að þessi nýjasta orðsending Breta út af landhelgis- málinu veröi alls ekki birt almenningi á íslandi nema með samþykki Bieta. Þessli framkoma ríkisstjórnarinnar hlýtur að vekja tor- tryggni. íslendingum er spurn: hvað felst í orð- sendingu brezku stjómarinnar, sem ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar telur nauðsynlegt að dylja fyrir þjóðinni? Hér er þó um að ræða stórmál, sem varöar alla þjóðina, og ekki aðeins núlif- andi kynslóð heldur einnig óbomar kynslóðir. Hér er barizt um rétt íslenzku þjóðarinnar um ókomnar aldir til þess að lifa í landi sínu og nytja gæði þess óáreitt af ofbeldi og yfivgangi erlendra ræningja. Það vekur ekki sízt illan grun um efni brezku orö- sendingarinnar nýju, að Bretar hafa fyrr látiö það uppi, að ýmis launungarmál hafi farið í milli þeirra og Ólafs Thórs varðandi máliö. Hafa Bretar iauslega vitnað í fyrri ummæli Ólafs án þess aö gefa nánari skýringar á í hverju þau hafi verúö fólgin. Þá er það 1 hæsta máta íhugunarvert aö Ólafur Thórs hefur margsinnis látiö orð liggja að því, og jafnvel lýst því beinlínis yfir, að íslendingar myndu sætta sig við aö deilan við Breta yrði lögð fyrir alþjóðadómstólinn í Haag og væru reiöu- búnir til að hlíta úrskurði hans í málinu. Og nú nýverið hefur annað aðalmálgagn ríkisstjórnar- innar, Tíminn, skýrt frá því, að eigin sögn eftir erlend- um heimildum, aö í orösendingu Breta felist einmitt krafa um aö aögeröir íslendinga 1 iandhelgismálinu verði bomar undir Haagdómstólinn og friöuninni aflétt þar til dómur fellur, en gegn þessu fái íslendingar frelsi til að landa ísfiski í einhverjum höfnum Bretlands. Sé þetta rétt væri þaö óumdeilanleg staöfesting á því aö kúgunarráðstafanir Bveta eru verk brezku stjórnarinnar sjálfrar, þrátt fyrir allar yfirlýsingar um að þar séu ofstækisfullir útgei’öaimenn að verki sem ríkisstjórn Bretlands fái ekki viö ráðiö. Bjóði Bretastjórn þetta í hinni nýju orösendingu getur hún framkvæmt það án tafar og skilyrðislaust. Og lienni ber að gsra þaö. Ofbeldisaðgerðir Breta gagnvart ísiendingum í landhelgismálinu eru ósvífin brot á gild- andi milliríkj asamningum beggja þjóöanna, þær eru hnefahögg stórþjóöar í andlit smáþjóðar sem á rétt sinn að verja í máh, sem varöar afkomu hennar og íramtíö meira. en flest eða allt annað. Ætli Bretar sér þá dul að kúska íslendinga til undan- haids oe uppgjafar í landhelgismálinu og komi það fram í orösendingu þeirra eins og Tíminn gefur fyllilega í skyn, er vissulega tími til þess kominn aö þeir fái aö vita að ísiendingar telja sig standa á skýlausum rétti og þurfa ekki á neinum náðarmolum aö halda. Og þaö gegnir fullkominni furöu að ríkisstjórnin skuli ekki fy-rir löngu vera búin aö kæra framfsrði Breta fyrir Samein- uðu þjóðunum og færa málið þannig yfir á alþjóðlegan vettvang og afla stuönings annarra þjóöa gegn ofbsldi Breta og augljósura samningsrofum. Þessi linkind rikisstjórnarinnar og laumuspiliö1 meö nýjustu orðsendmgu Breta spáir engu góöu. í þessu stórmáli þarf öll þjóðín að vera á veröj og krefjast þess af- ríkisstjóminni aö brezka orðsendingin sé þegar þirt almenningi og á málinu haldið með rétt og hagsmuni þióðarheildarinnar að leiðarljósi. , v v Nagutb reynir að vmna upp i samning- um viS Brefa sem hallasf á heimafyrir jpyrir sunnan Egyptaland liggur Súdan, mikið en strjálbýlt landflæmi, rúmlega tuttugu og fjórum sinnum stærra en ísland og íbúarnir eru rúmar átta milljónir. í austri nær Súdan að Rauða- hafinu og að vestan fylgir því jaðar eyðimerkurinnar Sahara. 1 suðri nær það að Abessiníu og brezku nýlendunum Kenya og Uganda auk Belgísku Kon- gó. Forðum nefndist landið Núbía og var þrælabúr eg- ypzkra höfðingja. Þegar ný- lenduveldi Vestur-Evrópu voru að skipta Afríku milli sín á nítjándu öld mættust þarna leiðir Frakka, sem komu að vestan, og Breta, sem sóttu fram úr suðri, og lá við að slægi í hart því að báðir vildu þenja ríki sitt þvert yfir Afríku, Frakkar frá austri gpámaðurinn kennir það í Kóraninum að rétt fyrir heimsslit muni koma fram spámaðurinn Madhí (sá sem nýtur handleiðslu guðs) og stofna þúsundára ríkið. Ýms- ir múhameðstrúarmenn hafa fyrr og síðar lýst sig vera Erl end tíðindi Madhíann en engum hefur orðið meira ágengt að sann- færa meðbræður sína um-guð- lega köllun sína og helgi en Múhameð Abdullah hinum súdanska. Hann fékk opinber- un um að hann væri hinn eini sanni Madhí og eggjaði landa sína til að varpa af MÚHAMEÐ NAGUIB, EINVALDUR EGYPTALANDS. til vestulr3 en Bretar frá norðri til suðurs. ^7'andræðum varð afstýrt og Bretar riðu feitari hesti frá fundinum. Um svipað lejdi . Qg .bpezkk flotinn var látinn taka Egyptaland upp í skuld- ir eyðslusams þjóðhöfðingja var brezki hershöfðinginn Charles George Gordon, ný- kominn frá þvi að bæla njð- ur Tæpinguppreisnina í Kína íort af Súdan og Egyptaiandi. með báli og brandi, að brjóta Súdan undir krúnu Viktoríu drottningar. Gordon var um tima landstjóri i Kartúm en hvarf þaðan er hann þóttist hafa búiö tryggilega um hnút- ana. Brátt kom þó á daginn að ekkf var Súdansmönnum ljúft að lúta Bretum. Fram á sjónarsviðið kom Múhameð Ahmed Ibn Seid Abdullah, * einhver kynlegasti forystu- maður undirokaðrar þjóðar, sem nýlenduveldi hefur átt í höggi við. sér oki egypzkra lénsherra og brezkra bandamanna þeirra. Múhameðstrúarmenn eru_ eng- in lömb að leika við þegar komið er út í stríð, sem þeir álíta heiiagt' og í fyrstunni stóðst ekkert við Madhíanum og herskörum hans. Egypzki herinn var gjörsigraður 1883 og árið eftir var Gordon hers- höfðingi, sem brezka stjórn- in sendi á vettvang, króaður inni í Kartúm og drepinn með öllu liði sínu. Madhíinn lézt árið eftir en eldmóðurinn, sem hann hafði blásið löndum sín- um í brjóst, brann enn með þeim eftir dauða hans. Það var ekki fyrr en 1898 sem Kitchener hershöfðingja tókst að sigra madhíahreyfinguna. Þegar brezku hermennirnir tóku Kartúm var það fyrsta verk þeirra að rjúfa’ gröf Madhíans, tæta lík hans í sundur og fleygja slitrunum í Níl. gftir sigurinn yfir fylgis- mönnum Madhíans gat Kit- chener smiið sér gegn Frökk- um, sem höfðu búið um sig í Fashoda, syðst í Súdan, meða.n Bretar voru önnum kafnir annarsstáðar, Styrjöld milli Bretlands og Frakklands varð naumlega afstýrt. Frakk- ar hörfuðu frá Fashoda og síðan hefur verið liljótt um Súdan þangað til nú. Svo hefur verið látið heita að Egyptar hafi farið með stjórn landsins ásamt Bretum en í raun og veru hefur það verið brezka nýlenda. En þeg- ar Egyptar tóku fyrir alvöru að hrista klafann hlaut það að hafa áhrif í Súdan. Þannig hagar til að þeir sem ráða yfir Súdan geta haft ráð Eg- yptalands í hendi sér. Lífæð Egyptalands, Nílarfljót, renn- ur um Súdan, og liugsanlegt er áð hún verði tekin til á- veitna þar í svo ríkum mæli að vatn skorti til að vökva akra Egyptalands. Samein- ing Egyptalands og Súdans hefur því frá upphafi verið eitt af mestu áhugamálum egypzkra þjóðernissinna. ■JJretar hafa jafnan haldið því fram að þeir geti ekki samið um framtíð Súdans, henni verði landsbúar sjálfir áð ráða. Naguib hershöfðingi, sem verið hefur einvaldur Eg- yptalands síðan herinn steypti Farúk konungi af stóli, lék í vetur það bragð að taka Breta á orðinu. Hann sendi fulltrúa sína til Súdans og bauð full- trúum súdanskra stjórnmála- flokka til Kairó. Innan skamms hafði sprottið upp af þessum viðræðum samkomulag, sem Bretar urðu að taka tillit til eða ganga á bak orða sinna. Trúir reglunni um að deila- og drottna reyndu Bretar í lengstu lög að nota sér það hve íbúar Súdans eru sundur- leitir, hinn frjósamari og þétt- býlli norðurhluta landsins byggja múhameðstrúarmenn, sem tala arabisku og eru ekki á lakára menningarstigi en aðrar múhameðstrúarþjóðir. I Suður-Súdan búa hinsvegar frumstæðir svertingjaþjóð- flokkar, sem telja alls um hálfa þriðju milljón manna. ^Brezka nýlendustjómin bar því nú við að hún gæti ekki sleppt hendinni af þessum þjóðflokkum, en þá voru það fyrirsvarsmenn svertingjanna sem lýstu yfir fylgi við til- lögur Egypta. jþegar svo var komið áttu Bretar- einskis annars úr- kosta én að skrifa uridir samninga við Naguib, Þar er ákveðið að eftir þrjú ár skuli allur brezkur og egypzkur her farinn frá Súdan og þá skuli kjörið stjómlagaþing sem á- kveður, hvort landið skuli ger- ast sjálfstætt eða taka upp samband við Egyptaland. — Fram til kosninganna á brezki landsstjórinn að hafa sér við hlið stjórnarnefnd skipaða Egypta, B’-eta, tveim Súdön- um og formanni frá Pakistan. Kosningunum á önnur alþjóð- ]eg nefnd að stjóma, og verð- ur formaður hennar Indverji en aörir fulltrúar einn Banda- ríkjamaðiir, Breti, Egypti og þrír Súdanar. ’^'aguib treysti þvi að Bret- ar gengju til samninga um brottflutning brezka setuliðs- ins á Súeseiði þegar samkomu lag hefði verið gert um Súdan og hefur vafalaust haft orð Breta fyrir þvi. En nú liggur Bi-etum ekkert á að spmja um hersetuna og það sem meira Framhald á 111 síðú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.