Þjóðviljinn - 22.02.1953, Síða 6
6) — ÞJÓÐVIL.JINN — Sunnudagur 22. febrúar 1953
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Simi 7500 (3 linur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviijanc h.f.
____________________________________________________
Hver er ástæðan?
Um alllangt árabil hefur dr. Jón Dúason haft til þess
styrk á fjárlögum aö kanna og rekja réttarkröfur ís-
lendinga til Grænlands. Á fjárlögum hefur einnig verið
veitt rífleg fjárhæð árlega til þess að þýða þessi rit Jóns
Dúasonar á enska tungu. Fyrir nokkrum árum lét Bjarni
Éenediktsson svo skipa sérstaka nefnd hálaunaðra emb-
ættismanna, og áttu þeir að sanna fyrir ærið gjald að
dr. Jón Dúason ynni tóma vitleysu fyrir Alþingi og að
rit þau sem þýdd eru á ensku á kostnaö ríkisins væru
algert fleipur. Hafa þeir nú lokið þessum sönnunum sín-
um, og rit þeirra er gefið út á ríkisins kostnað, en
nið'urstööur þess virðast eiga að vera hinar opinberu
niðurstöður íslenzka ríkisins.
Þetta eru óneitanlega næsta einkennileg vinnubrögð,
en það er íleira einkennilegt í þessu máli.
Niðurstöður embættismannanefndarinnar eru þær að
Dönum beri drcttinvald fvrir Grænlandi og að íslend-
ingar eigi þar engan rétt. Síðan er komizt svo að orði:
,.Það eina sem íslendingar geta gert og ber að gera er
áð leitast viö eftir milliríkjaleiðum aö öðlast atvinnu-
réttindi í Grænlandi. Damr standa enn í óbættum sök-
um við íslendinga fyrir kaupþrælkun á þeim um margra
ára skeið. — Réttindaveizla á Grænlandi gæti verið þátt-
ur í viðleitni þeirra til að bæta margra ára órétt“.
Munu sjaidan hafa sézt furðulegri ummæli í plaggi sem
talið er heyra undir fræöimennsku.
Að sjálfsögðu hafa Danir vald yfir Grænlandi (þótt
Bandaríkin hafi raunar hirt meginhluta þess valds á
síðustu árum); það þurfti enga hálaunaða fræðimenn
til þess að sanna slikt. Hitt er jafnljóst aö Danir hafa
engan rétt til Grænlands; hann er í höndum íbúanna
sjálfra. Eöa vilja embættismennirnir ef til vilí halda því.
fram að drottinvald Dana yfir íslandi hafi veriö það
isama sem réttur?
Og það er rhjög fjarri sanni að íslendingar þurfi að
ganga fram fyrir Dani sem bónbjargamenn og fara fram
á að íslenzk skip fái að athafna sig við Grænland að
launum fyrir það hversu grátt íslenzk alþýða var leikin
meðan ísland var dönsk nýlenda! Sú lokun Grænlands
sem Danir framkvæma er alþjóðlegt hneyksli ög íslend-
ingar eiga á því skýlausan rétt að krefjast þess á al-
þjóðavettvangi að því hneyksli verði, aflétt. Það brýtur
5 bága við öll alþjóðalög að fiskiskipum sé neitaö t. d.
rnn vistir og vatn. Og út yfir tekur þegar því er haldið
fram að lokunin sé framkvæmd til að vernda grænlenzk-
an kynstofn. á sama tíma ogjGrænlendingar eru að
hrynja niður úr berklum og kynsjúkdómum og meðal-
aldur lcarlmanna er 29 ár!
En hvaö sem öllu þessu líður er einni spurningu ósvar-
að. Hver nauður rak ríkisstjórnina til að lýsa því yfir
upp úr þurru að Dönum bæri óskorað drottinvald yfir
Grænlandi? Af hvern ástæðu kemur sú yfirlýsing fram
einmitt nú og hver er tilgangur hennar?
Sök bífisr sekan
17111- nokkru spurði Þjóðviljinn Jón Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóra A.S.Í., að því hvort honum hefðu borizt 100
kr, sænskar frá sænsku verkalýðsfélagi. Hafði, verið frá
því skýrt í sænskum blöðum að upphæð þessi hefði verið
veitt verkfallsmönnum að afloknu verkfalli. Hins vsgar
var alkunnugt að Jóni Sigurðssyni, barst 500 sterlings-
punda ávísun til verkfallsmanna áður en verkfalli lauk,
en hann stakk henni í vasa sinn og sagði engum frá
hynni fyrr en löngu eftir að verkfallinu var lokið. Var
það hald manna að eins hefði farið með 100 kr. sænsku.
Svo undarlega bar við að Jón Sigurðsson brást óður
við hógværri fyrirspui-n Þjóðviljans og höföaði samstundis
mál! Nú hefur hann hins vegar fært á það sönnur að
peningarnir hafa ekki verið sendir. En reiðikastið í upp-
hafi sýnir vel ástand samvizkunnar.
Því jafnvel úr prentvillum
sjóða rná sverð
Það hefur verið gæfa Al-
þýðuflokksins um alllangt
skeið að eiga mikilhæfa og
óvenjulega forustumenn, og
má raunar segja að þeir hafi
stækkað í sama hlutfalli og
flokkurinn liefur minnkað.
Það var t.d. einn af dýrmæt-
ustu eiginleikum Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar. Allir ís-
lendingar geyma sem hjart-
fólgna minningu sögu norsku
stúlkunnar sem Arbejder-
bladet sendi hingað til lands
í sambandi við Snorrahátið-
ina 1947, en þegar heim kom
kunni hún þá sögu að segja
að á« íslenzkum dansleikjum
hvísluðu ungmennin nafni
Stefáns Jóhanns Stefánsson-
ar í eyru kvenna sinna í stað
hversdagslegra ástarorða:
„Það var einkar greinilegt að
forsætisráðherrann er geysi-
lega vinsæll...... íslenzkur
stúde.nt sem bauð mér upp í
dans á stúdentadansleik
eyddi meira að segja öllum
dansinum í að sannfæra mig
um það hversu einstakt mik-
ilmenni forsætisráðlierrann
væri“. Og ekki eru síður
minnisstæð þau orð sem
Hannes á hominu lét falla
eftir útifundinn mikla á Am-
arhóli 1949, en hann var á-
líka fjölmennur og glæsileg-
ur og innifundurinn mikli í
Stjörnubíói nú á dögunum
enda voru þar staddir nafn-
toguðustu forustuhienn Al-
þýðuflokksins um ölí Norð-
urlönd: ,,Ég varð áþreifan-
lega var við það hjá gestun-
um öl'um hve mikils trausts
Alþýðuflokkurínn og Alþýðu-
samtökin hér njóta á Norð-
urlöndum. Það er að sjálf-
sögðu Végna starfs þess sem
þessi samtök hafa leyst af
höndum á tiltölulega skömm-
um tíma, en það er einnig
vegna þess álits sem for-
maður Alþýðuflokksins nýt-
ur meðal forustumanna al-
þýðuhreyfingarinnar á Norð-
urlöndum; en hánn hefur
eins og kunnugt er um
margra ára skeið tekið þátt
í samstarfinu og ætíð verið
í fremstu röð. Er það gæfa
Alþýðuflokksins að njóta svo
góðs forustumanns".
Þannig hélt mikilmenni Is-
lands stöðugt áfram áð vaxa,
vinsældir hans mögnuðust,
og í honum persónugerðist
sú gæfa Alþýðuflokksins sem
ekki kom eins greinilega
fram í atkvæðatölum. En all-
ir eiga sér óvildarmenn,
ekki sízt þeir sem mestir
eru, og því miður leyndust
þeir þar sem sizt skyldi, í
sjálfum kjarna Alþýðu-
flokksins. Mun seint fyrnast
harmsaga sú sem gerðist á
þingi þess flokks í haust, en
hún minnir einna helzt á
örlög þess manns sem fræg-
" astur var Stefána fyrir hans
" dag og um getur í Postula-
sögunni: „En Stefán gjörði
fullur af náð og krafti und-
ur og tákn mikil me'ðal
fólksins. Þá risu upp nokkr-
ir menn úr samkundunni. .
. . og þráttuðu við Stefán.
Og þeir gátu ekki staðið í
gegn vizku þeirri og anda
sem hann talaði af. Og þá
settu þeir út menn. ... og
þeir æstu upp fólkið. . . . og
veittust að honum og gripu
hann. .. . Og öllum sem í
ráðinu sátu varð starsýnt
á hann og virtist þeim á-
sjóna hans vera sem engils
ásjóna.... En þeir æptu
hárri röddu og byrgðu fyrir
eyru sér og réðust að honum
allir sem einn maður, og þeir
hröktu hann út úr borginni
og grýttu hann“. Hinu ber
svo að fagna að aðrar og
mildari aðferðir tíðkast nú
um stundir, þannig að Ste-
fán Jóhann Stefánsson dvelst
enn meðal vor, og er ekki að
efa áð hann ý eftir mikla
upprisuhátið hérna megin
grafar.
En þótt þessi sorglegi at-
burður gerðist var gæfa Al-
þýðuflokksins ekki öll. Nýr
maður tók að sér leiðsögn
hans, og þar sem Stefán var
heitinn eftir grýttum postula
hafði leiðtoganum nýja verið
valið nafn eftir hersnill-
ingi þeim sem einna fræg-
astur hefur orðið i mann-
kynssögunni. Og hann rís
sannarlega undir nafni. Eft-
ir að honum tókst að tryggja
lausn desemberverkfallanna
éinmitt í sama mund og
hefja átti uppboð á eignum
Alþýðuprentsmiðjunnar hef-
ur hann sveiflað vopnum sín-
um af alveg furðuíegri íþrótt
frammi fyrir þjóðinni. Kjör-
orð hans virðist vera að
vinna a.m.k. einn sigur á
dag. Hann lék sér að því að
safna daglega tugum þús-
unda króna, en varð svo leið-
ur á því starfi og gleymdi
söfniminni einn góðan veður-
dag. Hann tók að sér að
safna 2000 nýjum áskrif-
endum í febrúar tit þess að
hægt væri að stækka blað-
ið upp í 12 síður. Skömmu
siðar kvaðst hann ætla að
rafna 2120 áskrifendum til
þess að Alþýðublaðið yrði
ekki letigur háð öðrum. Því
næst hóf hann harðvítuga
r 'kn gegn lesendum sínum
og skoraði á þá að senda
b’aðinu ekki greinar fyrr- en
I>að væri orðið 12 síður á
sunnudögum. Enn rakti hann
skilmerkilega hvernig 121
atkvasðis tap i Dagsbrún
væri 92% sigur. Þannig hef-
ur hann brugðið sverðj sínu
svo ótt og títt að augu festir
vart á.
Alþýðuflokkurinn var fyrir
af þeim fögru dyggðum. En
þar rís einmitt hæst hugvit
og snilld hins nýja foringja.
Til viðbótar fornum hug-
sjónum, svo sem samstarfi
við ábyrga menn í verklýðs-
hreyfingunni og samfylkingu
við stjórnarflokka á Alþingi
til áð tryggja Stefáni Jó-
hanni ókeypis ferð til Norð-
urlanda og Gylfa Þ. Gísla-
svni sess í bankaráði Benja-
mínsbankans, hefur hann
beint hugsjónasókninni inn á
brautir sem eru ekki síður
nýstárlegar en baráttuað-
fei-ðir nafna hans forðum
tíð.
Einn daginn varð prent-
villa í Alþýðublaðinu. Slíkt
hafa til þessa þótt næsta
hversdagslegir atburðir í ís-
lenzkum blöðum, og venjuleg
viðbrögð hafa verið stuttara-
leg leiðrétting næsta dag.
En i Alþýðublaðinu gerðist
undri’ð. Þar kom heil grein
eftir leiðtogann mikla og þar
var sko-að á lesendarna að
gera hverja einustu prent-
villu Alþýðublaðsins „mál-
svara sinn og brjóstvörn
bæði i daglegu baráttunni
fyrir brauðinu og til þess
að varpa birtunni af göfugri
liugsjón yfir hversdagslegan
og kaldan veg.;.C. Ef á-
huginn er lakandi, ef við
eigum, eins og skáldið segir,
„ægimátt hins heita bló'ðs“,
þá getum við snúið á alla
púka, smíðað okkur vopn úr
villunum“. Fyrirsögn grein-
arinnar var: „Því jafnvel úr
...“ og var auðsjáanlega til
þess ætlazt að lesendur hnik-
uðu örlítið til þjóðkunnum
Ijóðlínum á þennan hátt: Því
jafnvel úr prentvillum sjóða
má sverð i sannleiks og frels-
isins þjónustugerð.
En Hanníbaj Valdimars-
svni er ljóst að dagleg önn
er ekki einhlít; það er einn-
ig nauðsynlegt að tendra
nýjar hugsjónir. Var það
verkefni }>ó engan veginn
auðvelt svo gagnsýrður sem
Það er sem maður sjái
baráttumanninn mikla renna
haukfránum sjónum um síð-
ur blaðsins síns hvem morg-
un. Maður finnur hvernig
ægimáttur hins heita blóðs
hríslast um æðar lians við
hverja nýja prentvillu sem
haniv finnur, þar til kuldi
og hversdagsleiki hafa
breytzt í bjarta og göfuga
hugsjón. Og þarna er einmitt
fundin leiðin til að vinna
sigur hvem dag, nærtækari
og snjallari og öruggari leið
en hin að safna áskrifend-
um,. peningum eSa atkvæð-
um Dag hvern blasa við ný
og hárbeitt sverð, sífellt bæt-
ist í vopnabúrið og fram-
undan blasir við lokatak-
m'arkið V þjónustu: sann-
leiks og frelsis: að gera Al-
þýðubláðið allt að einni
prentvillu.
a
Þess gætti allmjög í upp-
hafi að A’þýðuflokksmenn
sem vanir voru postullegum
Framhald á 11. siðu.