Þjóðviljinn - 22.02.1953, Síða 10
20) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. febrúar 1953
GóSur árangur af nýju deifi-
lyfi viS fœSingar
Öld er liðin síðan farið var
að nota eter og klóróform við
fæðingar, en aðeins fimmtíu ár
eru síðan fyrstu kerfisbundnu
tilraunirnar voru gerðar til að
draga úr þjáningum á undan
sjálfri fæðingunni (með scopol-
aminí. Enn í dag eru þessi
deyfilyf mjög umrædd og um-
deild atriði í fæðingarhjálpinni,
stendur í dönsku læknatímariti.
Klóróform enn mest notað
Klóróform er enn'þá útbreidd-
asta deyfilyfið, og sé það not-
að með varúð er það tiltölulega
hættulaust. En farið er að bera
á vaxandi öryggisleysi í sam-
bandi við notkun klóróforms og
sængurkonur þurfa lyf sem
draga betur úr þjáningum en
klóróform getur gert.
Undanfarna áratugi hefur
verið reynt að finna kvalastill-
andi lyf, sem draga ekki úr
fæðingarhríðum og eru hættu-
iausari fyrir móður og fóstur.
í sama tímaritshefti er skýrt
frá þeirri reynslu sem fengizt
hefur á A-fæðingardeild ríkis-
spítalans af notkun nýs kvala-
stillandi lyfs, trilene. I tril-
ene er einkum trikloræthylen,
sem er notað í iðnaði a og á
heimilum sem hreinsunarmeða].
hláturgass. Það hefur engin
skaðleg áhrif á móður og barn.
Miklu ódýrara en hiáturgas
Og auk þess er þetta nýja lyf
ódýrt, gagnstætt öðrum nýjung-
um. Magnið sem notað er við
fæðingu kostar á að gizka 28
aura. (danska). Til samanburð-
ar má geta þess að samsvarandi
magn af hláturgasi kostar 6-7
krónur (danskar).
Þrátt fyrir þennan góða ár-
angur segir í tímaritinu, að enn
hafi ekki fengizt nægileg
reynsla af trilene til þess að
óhætt sé að afhenda það ljós-
mæðrum til frjálsra afnota
en það er skilyrði til þess að
konur geti almennt fengið að
njóta góðs af því.
Sumum verður óglatt
Trilene hefur verið reynt á
326 sjúklingum, sem lagzt hafa
inn á fæðingardeildina frá 1.
október 1950 til 1. maí 1951.
Sjúklingunum hefur verið skipt
í tvo flokka. í öðrum flokkn-
um eru 183 sjúklingar, sem
■hafa ríngöngtr ft'hgtð trilene
meðan á fæðingu stóð, en í
hinum flokknum eru 133 sjúk-
lingar, sem hafa fengið önn-
ur kvalastillandi lyf ásamt tril-
ene. Loks voru tíu sjúklingar,
sem fengu trilene í byrjun, en
'hætt var við það vegna þess
að þeim varð óglatt og féll
ekki lyktin.
Éangflestar ánægðar
Etir fæðinguna voru sjúk-
lingurinn og sá sem lyfið gaf,
spurðir um álit þeirra á áhrif-
um lyfsins. 90% mæðranna
voru ánægðar með árangurinn.
Mæður og læknar voru sam-
mála, svo að lítil ástæða er
til að telja það bjartsýni að
lyf þetta eigi framtíð fyrir
höndum. Læknarnir hafa fylgzt
nákvæmlega með áhrifum lyfs-
ins meðan á fæöingu stóð og
niðurstaðan er sú að trilene sé
afbragðs deyfilyf, sem geti í
flegtum tilfellum komið í stað
7
l
\ MATURINN
Á /<
MORGUN
Fisksúpa
1 Tómatsúpa og steikt smálúða. I
Tízkukóngur i París hefur
komið með hvít skíðaföt á
markaðinn. Það virðist fremur
óhentugur bfiningur, þvi að
hann verður óhreinn um leið og
skíðin eru lö.^ð um öxl.
Norðmaður nokkur hefur því
við að bæta, að hvit skíðaföt
séu ekki einungis óhentug, held
ur séu þau lífshættuleg. í Nor
egi hafa nokkrir birzt í hvítum
skíðafötum. Og ef þetta fólk
meiðir sig er afarörðugt að
koma því til hjálpar, því að ó-
mögulegt er að finna það í
snjónum. Stundum hefur verið
,gripjð.,til þess ráðs að afhenda
þessu fólki klúta eða trefla í
skærum litum til þess að hægt
sé að hafa upp á því, ef það
lendir í ógöngum.
Hvít skíðaföt eru óhentug af
ýmsum öðrum ástæðum. Þau
verða fljótt óhrein, og þótt þau
séu eins hrein og hugsazt get-
ur virðast þau óbraggleg. Eng-
in hvít föt geta keppt við snjó-
inn.
Nevil Shi-tte:
Rafrnagnstakmörkun
Sunnudagiir 22. febrúar.
Kl. 10.45-12.30:
Austurbærinn og miðbærinn milli
Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar-
götu, Bjat-kargötu að vestan og
Hringbrauþar að sunnan.
•
Mánudagur 23. febrúar.
Kl. 10.45-12.30:
Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn-
argötu og Bjarkargötu. Melarnir,
Grímsstaðaholtið með flugvailar-
svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir-
isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes
fram eftir.
Og, ef þörf krefur
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskáiavegi við Viðeyjar-
sund, vestur að Hlíðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthóisvík í
Fossvogi. Ijaugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
arnes, Árnes-og Rangárvallasýslur.
Kl. 18.15-19.15:
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
hverfi við Laugarnesv. að Klepps-
vegi og svæðið þar norðaustur af.
Kl. 18.15-19.15:
-Gamli maðurinn flýtti sér að líta í kring-
um sig. Enginn virtist hafa heyrt þetta. ,,Ekki
núna“, sagði hann á frc-nsku. ,,Yið verðum að
fara með litla drenginn og láta binda um sár
hans“.
Hann gekk í áttina frá mannfjöldanum.
„Reynið að tala ekki ensku hérna“, sagði
hann við Ronna.
„Af hverju?" •
Sheila sagði: ,,Má óg tala ensku, Hotvard ?“
„Nei“, sagði hann. „Þjóðverjarnir vilja ekki
að fólk tali ensku“.
Telpan sagði á ensku: „Yrðu Þjóðverjarn-
ir reiðir ef Rósa talaði ensku?‘
Kana sem framhjá gekk horfði á þau undr-
unaraugum. Gamli maðurinn bældi niður gremju
sína; þetta voru börn. Hann sagði á frönsku:
„Ef þið talið ensku, þá sting ég froski upp
í ykkur“.
Rósa sagði: „Ó — heyrðuð þið hvað monsieur
sagði. I'rosk! Það væri hræðilegt“.
Hlæjandi hóldu þau áfram að tala saman
á frönsku.
Sjúkrahúsið var liinum megin við kirkjuna.
Þýzku hermeanirnir sem þau mættu á leiðinni
brostu til þeirra sljóu, lífvana brosi. FyTst í
stað námu börnin staðar og störðu á mennina
og það varð að reka þau áfram. Síðan vöndust
þau þessu.
Einn mannanna sagði: „Góðan dag, börnin
góð“.
Howard tautaði: ,,Góðan dag, motisieur“, og
hélt áfram. Hann var að komast að sjúkratjald-
inu; hringurinn var að þrengjast um hann.
Sjúkrahúsið var stórt tjald sem reist var
upp við stóran flutningsbíl. í djTunum stóð
heilbrigðisfulltrúinn iðjulaus og var að stanga
úp tönriuaum'."* “ 1 -
Howard sagði við Rósu: „Vertu hér kyrr og
hafðu börnin hjá þér“. Hann fór með litla dreng-
inn að tjaldinu. Hann sagði við n&annftin á
frönsku: „Þessi drengur er særður. Væri hægt
að fá plástur eða umbúðir?“
Maðurinn brosti gleðilausu brosi. „Einmitt
það“, sagði hann. „Gerið þið svo vel“.
Gamli maðurinn gekk með barnið inn í tjaldið.
Maður var að gera að sárum þýzks hermanns;
auk þeirra var aðeins hvitklæddur læknir þarna
inni. Fulltrúinn leiddi barnið til hans og sýndi
honum sárið.
Læknirinn kinkaði kolli. Svo bar hann Ijós
að höfði barnsins og virti það fyrir sér án þess
að breyta um svip. Svo fletti hanri drenginn
klæðum. og skoðaði á honum brjóstið. Svo
þvoði hann sér hirðuleysislega um hendurnar.
Hanu gekk til Howards. „Þér skuluð koma
aftur“, sagði hann á lélegri frönsku. „Eftir
klukkutima“, hann rétti upp einn fingur. „Einci
klukkutima“. Til frekari skýringar dró hann
upp úrið sitt og benti á vísana. „Klukkan sex.“
„Gott og vel“, sagði gamli maðurinn. „Klukk-
an sex“. Hann fór út úr tjaldinu uggandi um
sxm hug. Ekki var það klukkustundarverk að
binda um dálítið sár.
En hann gat ekkert aðhafzt. Hann þorði ekki
að tala nema það allra nauðsynlegasta við
Þjóðverjami; fyrr eða síðar hlaut enski hreim-
urinn að koma upp urn hann. Hann gekk aftur
til barnaana og rölti af stað með þau.
Fyrr um daginn —- það virtist svo óralangt
síðan! — hafði Sheila orðið fyrir því slysi að
týna buxunum. Hvorki hún né hin börnin höfðu
haft ncinar áhyggjur af því, en Howard hafði
ekki gleymt því. Nú var tækifærið komið til að
bæta úr því. Fyrir þrábeiðni Ronna fóru þau að
skoða þýzku skriðdrekana á torginu og því
næst teymdi hann þau með sér inn í vefnaðar-
vörubúð, skahimt frá sjúkratjaldinu.
Hann opnaði dyrnar og við búðarborðið stóð
þýzkur hermaður. Það var of seint að sniia við,
enda hefði það vakið tortryggni; hann stóð á-
lemgdar og beið meðan Þjóðverjinn verzlaði. Og
nú sá hann að þetta var starfsmaðurinn í
sjúkratjaldinu.
Á iborðinu fyrir framan hann var dálítil fata-
hrúga, gul peysa, barnastuttbuxur, sokkar og
vesti. „Fimmtíu og fjórar og niutíu“, sagði
konan við búðarborðið.
Hún talaði svo liratt að Þjóðvcrjinn skildi
haria ekki. Hún endurtók þetta nokkrum sinn-
um; svo rétti hann að henni blað og hún skrifaði
uppliæðina á blaðið. Hann virti blaðið fyrir
sér. Svo skrifaði hann nafn sitt undir. Hann
fékk henni blaðið.
,.Yður verður borgað seinna", sagði hann á
einhverri golfrönsku. Hann tók fötin.
Hún maldaði í móinn. „Þér megið ekki taka
fötin nrma ég fái peningana. Maðurinn minn —
yrði mjög reiður. Svei mér þá, monsieur -—
það er ómögulegt“.
Þjóðverjinn sagði þrjóskulega: „Þér fáið pen-
inga seinna. Þetta er örugg trygging“. .
Hversvegna giftistu henni þá ekki?
Hún hefur dá'jtinn galla í málfæri.
Ó, hvað er það?
Hún getur ekki sagt já.
•
Jónsi: Nei niamma, þessi maður þama hefur
ekki eitt einasta hár á höfðinu.
Mamma: Uss, ekki hátt — liann gæti lieyrt
þaö.
Jónsi: Veit liann það Icaimski ekki?
•
í fyrsta skipti sem þú andmælir mér hefni ég
mín með því að kyssa þig.
O nei, það gerirðu ekki.
•
Ógiftur maður hefur engan til að ráðfæra sig
við í vanda.
Hversvegna skyldi ógiftur maður komast í
vanda? spurði sá gifti.
Þ-ess vegna kjosnm viS
Framhald af 4. síðu.
ar hafnað með öllu ítrekuðum
tilmælum ýmiss'a félagsmanna
um að mynda stjórnarlista í
tákni raunverulegs samstarfs og
stéttareiningar .innan félagsins.
— Þetta eru m. a. orsakir þess
að Þorsteinn Sveinsson og aðrir
sameiningarmenn eru ekki ri
lista Óskars Hallgrímssonar, A-
listanum.
Nú er það meginherbragð
Óskars Hallgrímssonar til að afla
lista sínum fylgis, að reyna að
hræða róttæka félagsmenn á þvi
,að með stuðningi við lista sam-
einingarmanna, C-listann, eigi
þeir á haettu að atvinnurekenda-
listinn komist ,að, en hins vegar
hræðir hann hægrisinnaða menn
með því að ef þeir styðji ekki
A-listann, þá eigi þeir á „hættu“
iað „kommúnistar“, þ. e. sam-
e'iningarmenn, komist til valda
í félaginu!! Hvílík blekking.
Hið rétta í málinu er þetta:
Hinn grímulausi atvinnurekenda-
listi, B-listinn, hefði rauðvitað
ekki komið fram, ef atvinnurek-
endur hefðu ekki ti'eyst því að
Óskar gseti hindrað það að list'i
sameiningarmanna kæmi fram;
þeir treystu þvf sem sé ,að bar-
áttan mundi standa um aðeins
tvo l'ista, sem ekki skipti öllu
máli fyrir þá ihvor næði kosn-
ingu. Iiins vegar munu þeir, úr
því sem komið ,er, ekki taka al-
varlega tilraunialijfta sinn, B-
listann, en styðja af því meiri
alúð lista Öskars, því þeir ótt-
ast sannarlega C-listann.
Þess vegn-a fylkjum við okkur
um C-iistann og tryggjum hon-
um sigur.
Rafvirki.