Þjóðviljinn - 27.02.1953, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 27.02.1953, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 27. febrúar 1953 lUÓÐVIUINN Ötgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson„ Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljanc h.f. ___________________________I________________________/ Óskadraumur afturhaldsklíknanna í heiftarbruna út af ósigri ríkisstjórnarinnar fyrir verkalýðnum í desemberverkfallinu mikla komu þeir Her- mann Jónasson og Bjarni Benediktsson upp um leynd- ustu hugrenningar og óskadrauma stjórnarflokkanna og einokunarklíkunnar sem á bak við þá stendur. Boðskap- ur þessara tveggja forustumanna stjómarflokkanna var cinfaldlega sá, aö nú væri sú stund upp runnin að óhjá- kvæmilegt væri að koma á fót íslenzku „þjóðvarnarliði" til þess að beita gegn verkalýð landsins í vinnudeilum. Báðir létu þeir orð að því liggja að jafnframt væri hugs- anlegt að hinn íslenzki her tæki aö einhverju leyti við hlutverki bandaríska herliðsins, sem þríflokkarnir kölluöu inn í landið 1951. Þessar, bollaleggingar ráðherranna í áramótahugleið- ingum þeirra beggja hafa mætt almennri andúð þjóöar- i)mar. Almenningi; fannst vissulega nóg að gert meö írömdum þjóðsvikum þríflokkanna og bandarísku hsr- námi þótt ekki yrði því við bætt, að stofnaöur yrði ís- ienzkur her til að berja á löndum sínum og æfa sig í mannvígum innanlands eöa utan. Hvar sem til hefur spurzt hafa menn beinlínis varpaö fram spurningunni um hvort þessir valdamenn þjóðarinnar séu raunveru- lc-ga msð réttu ráöi. Og fjölmenn samtök landsmanna hafa þegar mótmælt hugmynd þeirra um herstoínun- ina kröftuglega. Undirtektir þjóðarinnar hafa valdið því, að málgögn ríkisstjórnarinnar eru komin á greinilegt undanhald — 1 bili. Bæöi Morgunblaðið og Tíminn hafa leitast viö að draga úr skýrum ummælum Hermanns Jónassonar og Bjarna Benediktssonar. Hafa blöðin jafnvel gengið svo langt 1 blekking-unum að fullyrða að krafan um stofnun íslenzks hers hafi alls ekki veriö sett fram í áramóta- skrifum þessara tveggja forkólfa stjórnarflokkanna. Þstta hefur verið reynt jafnt fyrir því þótt hver læs íslending- ur geti; gengið úr skugga um hið gagnstæða með því að lesa greinarnar þar sem hugmynd Bjarna og Hermanns var kynnt og túlkuð fyrir Iþjóðinni. En þessi bardagaaöferð landsöluflokkanna er ekki ný. Þeir hafa langa reynslu í að ljúga aö þjóðinni og blekkja hana. Þannig lýstu frambjóðendur þeirra algjörri and- stööu við erlendar herstöðvar á íslandi fyrir þingkosn- ingarnar 1946. Eftir kosningarnar sviku þeir alla eiða sína og afhentu Bandaríkjamönnum Keflavíkurflugvöll. Næst var ísland vélað í Atlanzhafsbandalagið. Fyrir kosn- irgarnar 1949 lýstu sömu flokkar því skýrt og skilmerki- lega yfir að aldrei skyldi erlent hsrlið staðsett á íslandi á friðartímum. 1951 kölluðu þríflokkarnir bandarískt her- lið inn í landið, með samþykki nær allra þingmanna sinna á lokuðum leynifundurn. Þannig var staðið við þau loforð að loknum kosningum sem þríflokkarnir gáfu þióðinni áður en hún gekk að kjörborðinu. Það er greinilegt að enn á að leika sama leikinn. Fram að kosningum í sumar verða málgögn stjórnarflokkanna látin sverja fyrir það að stofnun ísknzks hers komi til greina. Og á framboðsfundum um allt land munu full- trúar stjórnarflokkanna taka undir. Þeir munu ljúga að þióðinni alveg á nákvæmlega sama hátt og þeir gerðu 1946 og 1949, en ráðnir í að svíkja loforð sín og eiða á jafn blygöunarlausan hátt og áöur hafi þeir tækifæri til að kosningum loknum. . En(það veröur á valdi íslenzku þjóðarinnar í kosningun- um í sumar að koma í veg fyrir það, að óskadraumur afturhaldsklíknanna og flokka þeirra um stofnun stétt- rrhers rætist. Þjóðin þarf ekki að eiga úrslit þessa örlaga- ríka máls undir svikulum þingmönnum núverandi stjórn- arflokka og hjálparlðs þeirra í AB-flokknum. Við kosn- ingarnar hefur þjóðin valdið tii að svifta landsöluflokk- ana, sem nú undirbúa stofnun yfirstéttarhers gegn ís- lenzkri alþýðu, þeim styrkleika ssm þeir þurfa til að hrinda þessum fyrirætlunum í framkvæmd. Þjóðin hef- ur þegar mótmælt. en á þau mótmæli þarf að leggja þunga og ótvíræða áherzlu meö því að fylkja liði um Sósíalistafiokkinn í næstu kosningum.. Eitt mesta listaverk Thorvaldsens fær samastað eftir mikla hrakninea Ein. af frægustu myndastytt- um Alberts Thdrvaldsens er riddarastytta hans af pólska furstanum Jozef Poniatowski. — Poniatowski var af gömlum pólskum konungaættum, en hafði unnið :sér miklar ástsældir hjá þjóð sinni þegar hann gekk á lið með frelsishetjunni Kos- ciusko í 'uppreisninni 1794, sem lauk með algerum ósigri Pól- verja og þriðju skiptingu lands- ins milli hinna landgráðugu ná- granna: Rússlands, Prússlands og Austurríkis árið 1795- Pólverjar litu á Poniatowski sem konung sinn, og hann setti vonir sínar á að Napóleon mundi verða við óskum Pólverja um endurreisn ríkis þeirra. Hann barðist í her Napóleons og var sæmdur nafinbótinni marskálkur af Frakklandi kvöldið fyrir or- iiistuna við Leipzig árið 1813, þar sem herir Bandamanna unnu fullan sigur á hersveitum Frakka. í þeirri orustu særðist Poniatowski til ólífis, barðigt meðan hann igat vopnum valdið, en þegar hann var að þrotum kominn key.rði hann hest sínn út í Elsturfljót og drukknaði þar. Það leið ekki á löngu áður en upp komu raddir um að gera 'skyldi styttu af Poniatowski, og þegar úr því varð, var eðlilegt að menn sneru sér til Alberts Thorvaldsen, sem þá hafði orð á sér sem snjallasti myndhöggv- ari samtíðarinnar. Thorvaldsen dáði mjög klassíkina og leitaðist við að líkja eftir henni, og ekk- ert var honum fjarri en sú raun- sæis-rómantíska sem um þetta ieyti hafði fest rætur í evrópskri list. Poniatowski fékk yfirbragð, klæði og vopn frá hinum klass- ísku hetjum, og raddir voru uppi um það meðal vopnabræðra hans, að líti.11 svipur væri með styttunni og honum. En þær raddir þögmuðu fljótt, styttan varð Pólverjum táknmynd frels- isbaráttunnar. Áður en styfctan yrði sett upp í Varsjá, brauzt út enn ein uþp- reisnin igegn keisaraveldinu, og málmsteypumenin fengu öðrum verkefnum að sinna en mynda- 'styttum, það iskorti bæði fall- byssur og byssukúl'ur. 'Að upp- reisninni lokinni var styttan steypt, en þá bannaði Nikulás Hússakeisari að hún yrði sett upp í Varsjá, og var hún flutt til Rússlands og sett upp á land- setri einu og umhverfis hana fallbysaur, sem Rússar höfðu Helgi Helgason Tekið á móti flutningi til Snæ- fellsneshafna, Stykkishólms og Flateyjar í dag. tekið herfangi af Tyrkjum! Pólverjar heimtu s.tytfcuna loks aftur eftir byltinguna í Rúss- Albert Thorvaldsen landi, og 1923 var henni femginn staður í Varsiá fyrir framan Saksiskehöllina sem tákn um endurheimt sjálfstæði. Svo ska.ll önnur heimsstyrjöldin á. Þjóð- í fljótu bragði skyldi maður halda, að hvergi yrði kaldara á jörðunni en á sjálfum heimskaut unum, en það er lamgt því frá. Kaldasti staður jarðar er talinn vera í Síberíu, við Ojmékon, skammt frá fljótinu Indigirka. Landið er þarna ekki enn að full'U kannað, því að torfærurn- ar eru þar miklar. Þekktu tunglij betur. Á tímum keisaranna þekktu vísindamenn tunglið betur en taiguna milli fljótanna Indigirka og Kolyma. Á korti yfir tunglið voru gefnir upp 40,000 staðir, en á koritumum af þessum héruðum í veldi 'Rússakeisara voru ekki einu sinni sýnd þau miklu fjöll, sem eru á þessum slóðum. * / Fjærst frá hlýjum straumum. Það er sovétvísindamaðurinn S. V. Obrútéff sem ráðið hefur gátuna um kuldaskaut jarðar. Bærinn Ojmékon er umkringd- ur háum fjöllum sem .standa sem veggur fyrir hinum heitu, röku sunnanvindum og mynda skál, þar sem kuldinn er mun meiri á veturna en annars sfcað- ar i Síberíu. Ojmékon sem ligg- ur mjög austarlega í Síbieríu er italinn sá staðiu1 á m.egi.nliandi Evrópu og Asíu sem fjærst ligg- ur frá hinum hlýj.u hafstraum- um sem leika um strendur þess, og er það önnur orsök þess hvers vegna kuldaskaut jarðar er þar að finna. Á veturna getur kuldinn orð- ið allt að 70 stig á Celsius, en á sumrin ér þar hins vegar hlýtt í/lf'X ’ og. urkoma ekki meiri-en í Ka- rakúméyðimörkinni. Léiðangur leggur upp. Fyrir 23 árum lagði mikill leið- angur af stað frá Moskv.u til stranda Okotskahafs, sem er verjar réðust inn í Pólland og yfir Varsiá rigndi sprengjum. Sityttan islapp þó að mestu ó- sködduð; hana má sjá á Ijó's- mynd sem tekin var af innreið þýzkia hersins í bongina. Um áramót 1944, þegar rauði her- inn stóð við borgarhlið Varsjár og Þjóðverja.r lundirbju'ggu und- anhald sitt, lét herstjóri þeirra í borginni sprengja styttuna í lóft upp .Hún molaðist mélinu 'smærra, allt sem eftir viar af hinni glæsilegu mynd Thorvald- sens var önnur höndin og ein.n hófanna. Svo vel vildi til að gipsmynd Thorvaldsens var enn til, geymd í safni því sem við hann er kennt í Kaupmannahöfn. Þegar eftir stríðið ákvað danska ríkið og Kaupmannahafnarbær að kosta endursteypu hennar og færa Pólverjium að gjöf. Sty.ttan var svo stey.pt í Kaupmann.a- höf.n, og fyrir rúmu ári síðan, 23. j.anúar 1952, var styttan af- hjúpuð í Lazienki-igarðinum í Varsjá, og vonandi fær hún að standa þar um aldur og ævi. innhaf úr Kyr.rahafi. Leiðangurs- menn fóru sjóleiðis ausfcur með niorðurströnd Síberíu og brutust svo yfir þvért meginlandið með- fram fljótinu Kolyma. Þeir gerðu margar .athuganir á þessu landi, sem varla nokkur maður hafði áður augum litið, og í ljós kom, að mikil .auðæfi fólust þar í jörðu: kol, járn og -aðrir málm- ar. Strax að leiðanigrinum lokn- um hófst sovétstiómin handa um að nema þetta land, og fyrst.a skrefið va.r tekið með byggingu hafnarbæjarins Magadan við Okotskahaf. Miklir örðugleikar. Landnemarnir höfðu víð marga örðugleika að stríða. Það voru 3000 km 'ti'l næstu jámbraiutar, þarna var hvorki til sement, múrsteinar né igler í fyrstu hús- in. Allt varð að fá aðflutt á skipum. Frost feir .aldrer .alveg úr jörðu, én þiðnar aðeins áð no'kkr.u leyti seinni part sumars. Fyrstu húsin vo.ru byggð á bjargi, því ekki var að vita, hvort húsin mundu síga í þíð- lunum á sumrin. Seinna lærðist mönnum að byggia á frosinni jörðinni og úr efnum sem fyrir hendi, voru á staðnum. Og smám saman reis borgin 'Upp, nýtízku hafnarborg með breiðum igötum, með verksmiðj- um, mienningarhöll, leikhúsi, leik vangi o. s. frv. Erfiðasta verk- efnið sem leysa þurfti var lagn- ing véga, þó'sundir |kíló.metra þvert yfir taiguna. Mörgum táimunum v.arð að ryðja úr vegi, sprengja varð kletta og þurrka mýrar. Fjöldi by.ggðarlaga eru nú um- hverfis kuldaskautið. Kol eru unnin úr jörðu á fjórum stöð- um og ætlunin er að hefjast handa um málmvinnslu þar í stórum stll.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.