Þjóðviljinn - 27.02.1953, Page 10

Þjóðviljinn - 27.02.1953, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 27. febrúar 1953 49m N§§§mr. fmliegur hárgreiðstur Fyrir nokkrum mánuðum bárust kynjasögur frá París um nýjar hárgreiðslur. Tvílitt hár, já, jafnvel hár með Ijós- bláum blettum eða gullblettum var sýnt þar, vindblásið hár, Sem stóð beint upp í loftið og ótal furðulegar klippingar. Þéssir tízkuduttlungar skipta greiðslur sem nú eru algeng- astar eru eðlilegar og við- felldnar. Við höfum valið tvær hárgreiðslur, þar sem liárið fær að liggja mjúkt og eðlilega eins og nú er mjög í tízku. Á báðum myndum er meðalsídd á hójrinu. Stuttklippta hárið er mjög að hverfa og hársíddin ekki miklu máli, en almenning- ur er þó afskiptur. Konan sem vill skipta um hárgreiðslu, styðst að jafnaði við tízkuna þegar hana vantar hugmyndir, og þegar vitleysan keyrir um þverbak er hún alveg í vand- ræðum. En það rættist úr hár- greiðslutízkunni og þær hár- - ;« S3 sem sýnd er á myndunum er einna algengust. Enda kunna flestir vel við þá sídd. Ör- stutta hárið fer aðeins fáum vel og mjög sítt hár er óheppi- legt af þeirri einföldu ástæðu aö mjög erfitt er að halda því snyrtilegu. Ótfasfu ekki lifi "Ekkert “lífgar 'kitfeðnaðinn' eíns upp“ög litir og er ekki sjálfsagt að færa sér það í nyt? Tízkan má sigla sinn sjó, þegar um liti er a.ð ræða; það er sjálfsagt að velja _þá liti sem fara manni bezt, en ekki þá liti sem eru í tízku þá og þé stundina. Flestir hafa sér- stakt dálæti á einum eða tveim litum, en hvort sem eftirlætis- litur þinn er gulur eða blár, þá skaltu óhrædd halda fast við þann lit. Það er einnig hægara að Rafmagnstakmörkun Föstudagur 27. febrúar Kl. 10.45-12.30- Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vestan og Hringbrautar að sunnan. • Og, ef þörf krefur Hafnarfj. og nágrenni, Reykjanes. KI. 18.15-] 9.15: Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Eliiðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthólsvik í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. vera vel búinn, þegár samræm- is er gætt í litavali. Tökum sem dæmi stúlku, sem líður bezt í hárauðum lit. t stað þess a’ð segja að rauði liturinn sé of skær til daglegrar notkunar, er nær að aðgæta með hvaða litum hægt sé að uota hárauða litinn. Dökkblátt, "Íivítt og grátt eru góðir litir við há- rautt. Hárauður göngubúning- ur gæti virzt glannalegur, en ef við hann eru notaðir dökk- bláir skór, hattur og hanzkar, er hann mjög snotur. Ef mað- ur kaupir sér dökkbláa kápu, er hægt að nota skóna og allt hitt við kápuna og göngubún- inginn. Dökkbiáar eða hvítar blússur fara vel við göngubún- inginn og sömuleiðis við káp- una. Hárauður sumarkjóll, til dæmis rauður strigakjóll með hvítum doppum er fallegur undir bláu kápunni og sama er að segja um gráa, hvíta eða bláa kjóla. Ef blár kjóll er valinn er fallegt að liturinn sé í samræmi við litinn á káp- unni, ljósblár eða dökkblár kjóll er fallegastur viö dökk- bláu kápuna. Auðvitað er ekki hægt að fara og kaupa sér miklar fata- birgðir í einu — það væri vissu lega dásamlegt; en flestir vei'ða að láta sér nægja eina nýja flík í einu og þá er nauðsyn- legt að vanda litavalið, svo að rnaður sitji lekki uppi með rauðan kjól, græna kápu, bláan hatt og brúna tösku. Hlutirnir kosta hið sama, hvort sem þeir eru í litasamræmi hver við annan eða ekki og það er sjálfsagt að íhuga vel hvað á að nota saman og rifja upp hvað maður á fyrir. uppihaldi þeirra, að vísu enska peninga, en sennilega væri hægt að fá þeim skipt. Rougeron gæti ef til vill látið hann fá rúm og leyft hon- um að hvílast, þangað til þessi sára, ó.bærilega þreyta væri liðin hjá. Pótur vaknaði klukkan hálfsjö og lá vak- andi. „Láttu ekki heyrast í þér,“ sagði gamli maðurinn. ,,Það er ekki kominn fótaferðatími. Reyndu að sofna aftur.“ Klukkan sjö vaknaði Sheila, svipaðist um og brölti fram úr. Hreyfingar hennar vöktu hin börnin. Howard reis stirðlega á fætur og hjálp- aði þeim að klæða sig. Hann ýtti þeim á undan sér niður stigann og út í húsagarðinn og lét þau þvo sér í framan undir dælunni, eitt og eitt í senn. Hann heyrði fótatak fyrir aftan sig og stóð augliti til auglitis við ógnandi konu, sem var húsmóðirin. Hún spurði reiðilega, hvað hann væri að gera þarna. Hann sagði blíðlega: ,,Ég og börnin sváfum á hlöðuloftinu yðar frú. Ég bið yður innilega af- sökunar, en við höfðum ekki í annað hús að venda.“ Húa virti hann vandlega fyrir sér um stund. Síðan sagði hún: „Hver eruð þðr? Ekki eruð þcr franskur. Þér eruð sjálfsagt enskur og krakkarnir líka.“ Hann sagði: Þessi börn eru af mörgum þjóð- ernum. Tvö eru frönsk, tvö eru svissnesk, frá Genf. Eitt er hollenzkt.“ Hann brosti. „Þetta er sannarlega sundurleitur hópur?‘ ■Húa. horfði rannsakandi á hann. ,,En þér eruð enskur,“ sagði hún. * Hann sagði: ,,Og »þó svo væri, frú?“ ,í Angerville er sagt að Englendingarnir hafi svikið okkur, þeir hafi flúið frá Dunkirk.“ Hann fann að hann var í hættu staddur. Þessi kona gæti gefið Þjóðverjunum upplýsing- ar um þau. Hann horfði einarðlega í augu hennar. „Hald- ið þér sjálf að England hafi svikið Frakkland?“ spurði hann. „Eða haldið þér að það só þýzk 1 iý.g£t3fO r, ' ' ‘ , Hún þagði. „Stjórnmál eru viðbjóðsleg,“ sagði hún loks. „Ég veit aðeins að hér er allt í nið’- uraíðslu. Ég veit ekki hvernig við eigum að lifa“ Hann sagði: „Með guðs hjálp, frú.“ iHún þagði um stund. Síðan sagði hún: ,,Þér eruð enskur, er það ekki?“ Hann kinkaði kolli. Hún sagði: „Þér ættuð að flýta yður burt, áð- ur en til yðar sést.“ Hann sneri sér við,. kallaði á börnin og gekk að barnavagtiinum. Hann ýtti lionum á und- an sér út að hliðinu. Iiún kallaði á eftir honum: „Hvert ætlið þér að fara?“ Iiann nam staðar og sagði: „Til Chartres." En hann hefði getað bitið af sér tunguna fyrir lausmælgina. Hún sagði: „Með sporvagninum?" Hana endurtók ringlfiður: „Sporvagninum ?“ „Hann fer hérna framhjá klukkan tíu mínút- ur yfir átta. Það er hálftími þangað til.“ Hann var búinn að gleyma sporvagninum. Hann óskaði þess af hjarta að hann fengi far til Chartres. „Heldur haem áætlun, frú?“ Því ekki það? Þessir Þjóðverjar segjast færa okkur frið. Þá ætti sporvagninn að lialda á- ætlun.“ Hann þakkaði henni fyrir og hélt áfram út á veginn. Eftir nokkra stund kom hann að braut- inni; hann tiam staðar, gaf börnunum kexið, sem hann hafði keypt daginn áður og súkku- laðibita. Skömmu síðar heyrðist skröltið í vagn- inum. Þrem klukkustundum síðar gengu þau’ um götiumar í Chartres með barnavagninn á undan sór. Þetta var undurauðvelt; róleg, viðburða- laus ferð. Það var fullt af Þjóðverjum í Chartres eins og í Angerville. Þeir voru alls staðar, einkum í tízkuverzlunum, íkeyptu sokka, undirfatnað og annað slíkt fyrir bréfpeninga. Það var eins’ og allir borgarbúar væru í leyfi. Hermeonirnir voru hreinir og höguðu sér vel; Howard hafði yfir engu að kvarta nema návist þeirra. I símaklefa fann gamli maðurinn nafn Roug- erons í símaskrá; liann átti heima 1 Vaugiraud götu. Hann notaði ekki símann af ótta við að einhver heyrði samtalið. Hann spurði til vegar, gekk af stað með barnavagninn og börnin í halarófu á eftir sér. Vaugiraud gatan var þröng og húsin liá, grá- leit og skuggaleg. Hann hringdi dyrabjöllunni og dyrnar opnuðust og hann sá stigaam fram- undan. Rougeron bjó á annarri hæð. Hann gekk hægt upp stigann, því að honum var dálítið erfitt um andardrátt og börnin eltu. Ilanci hringdi bjöllunni að íbúðinni. Kvenraddir heyrðust fyrir innan, síðan fóta- tak og dymar opnuðust. Þetta var dóttirin, sem hanci hafði séð í Cidoton fyrir hálfu öðru ári. Hún beið eftir einhverju ávarpi. Það var dimmt í ganginum. ,,Ungfrú,“ sagði hann. „Ég ætlaði að finna föður yðar, hers- höfðingjann. Ég veit ekki hvort þér munið eftir mér; við höfum hitzt áður. í Cidoton? Hún svaraði ekki strax. Gamli maðurinn deplaði augunum; honum sýndist hún halda dauðahaldi í hurðina. Hann mundi mjög vel eftir henni. Hárgreiðslan var söm; hún var i gráu pilsi og dökkblárri peysu með iklút um halsinn Loks sagði hún. „Pabbi er ekki’ heima. Ég — ég man mjög vel eftir yður monsieur.“ Hann sagði alúðlega: „Þetta er vingjarnlegt af yður, ungfrú Ég heiti Howard.“ „Ég veit það,“ „Kemur hershöfð'nginn heim seinna í dag?“ Hún sagði: „Hann hefur ekki komið heim í þrjá mánuði monsieur Howard. Hann var hjá Metz. Við höfum ekki frétt af honum síðan.“ Honum hafði dottið þetta í hug, en samt voru vonbrigðin mikil. Hann var á báðum átt- um, svo bjóst hann til að kveðja. „Mér þykir það leitt,“ sagði hann. „Ég gerði mér vonir um að hitta hershöfðingjann fyrst ég , var í Chartres. Ég samhryggist yður ungfrú. Ég ætla ekki að ónáða yður frekar.“ Hún sagði: „Getið þér — getið þér eklci tal- að um það við mig, monsieur Howard?“ Hann gat ekki betur séð en hún væri að reyna að halda í hann. . Hann gat ekki varpað áhyggjum síoum yf- ir unga stúlku og móður hennar, þær höfðu nægar áhyggjur nú þegar. „Það skiptir engu ( Frú, maSurinn yðar verður að fá algjöra ( nvíld nokkurn tíma. ( Ó, það þýðir ekki að 'segja mér það — hann ( hlustar ekki á mig. \ Ágæt byrjun, frú, ágæt byrjun. ( ★ ) Mamma: Frænka þín kyssir þig aldrei ef þú ) verður svona óhreinn. I Dreng'ur: Það var nú einmitt það sean ég héit. ( ★ \ Haan hafði drukkið fullmikið, svo konan ■ i sagði: Ef þetta væri í fyrsta skipti þá skyldi ) ég fyrirgefa þér með gtöðu geði. En þú komst 1 ) líka heim í svona ásigkomulagi einu sinni í S október 1935. V ) ★ ' V: ( Hvernig gekk konunni þinni i megrunar- ( kúrnum? \ Prýðilega. Hún hvarf að fullu í síðuetu viku.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.