Þjóðviljinn - 10.03.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.03.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. marz 1953 Til allrar guðslukku endaði vikan 'betur en hún hyrjaði. Sunnudagurinn var mjög átak- anlegur, þótt ekki se við annað miðað en Útvarp Reykjavík. Þá kom Lúðvig skólastjóri, sem frægt er orðið. Ég áfelli ekki útvarpsráð fyrir það hneyksli. Maður eins og Lúð- vig Guðmundsson á að vera tekinn ábyrgur fyrir jþví að kunna mannasiði, það er ekki hægt að setja svona menn undir eftirlit að óreyndu og hann er kunnur að því að vera vel og hressilega máli farinn. Svona menn verða að fá tækifæri itil að verða sér til skammar, fyrst þeir hafa bæði tilhneigingu og hæfileika til þess. í afsökun í Morgun- blaðinu vitnar hann í Ara hinn fróða úm að æ skuli hafa það, er sannast reynist, og til að sanna, að hann fyigi þeirri á- ' gætu reglu, vitnar hann í frétt- ir útvarpsins um flóttamanna- strauminn írá Austur-Þýzka- landi, og hann ýkir sízt. Ein- um degi eftir erindi hans flúðu 5000 í útvarpinu. Maður reyn- ir að fyigjast sem bezt með, hvenær allir Austur-Þjóðverj- ar eru komnir yfir járntjaldið, og færi þá vel á því að minn- ast þess á hátíðlegan hátt, þeg- ,ar næsta umferð byrjar. Aðeins 5000 á dag gera 150 þús. á mánuði og það gerir nærri tvær miiijónir á ári. — Á eft- ir erindi Lúðvigs kemur svo Benedikt Gröndal með óska- stundina. Ekki er Benedikt öllu sneyddur til að annast þennan tíma, en hann vantar ákaflega mikið. Manninum virðast ber- ast óhemjuleiðinlegar óskir, og hann lætur skeika að sköpuðu með uppfyllingu þeirra. En þótt lítt berist af óskum frá öðrum en þeim, sem eru fátækir að þrám eftir menningarlegum verðmætum, þá ætti maður, sem ráð hefur á heilum klukku tíma, að geta komið með eitt- hvert lítilræði annað en he'l- bért frat. 15. f. m. komu þau Lárus Pálsson og Sofía Guð- laúgsdóttir fram í Galdra- Lofti, ég man ekki af hvaða tilefni, en ofta'r ætti að vera hægt að skjóta þess háttar verðmættum inn í, þrátt fyrir lágkúrulegar óskir. I__ — ------- Dagurinn og vegurinn í munni Baldurs Baldvinssonar bónda á Ófeigsstöðum var sér- staklega merkilegur. Maðurinn var ákaflega eyðilagður út af öllu, allir voru vondir við bænduma, . verkamenn gera verkföll þeim til bölvunar, og iþó er ríkisstjórnin undir forv ustu fyrrum búnaðarmála- stjóra og með Hermann Jónas- son í sæti landbúnaðarráðherra lahgbÖlvaðasta afl þjóðfélags- inís í garð .baénda. Baldur sagði. að sveitafólkið kviði fyrir kosningúnum í sumar, og það mætti rétt segja mér það. iHann talaði um „flokka, sem trollríða okkur“. Hafi hann blessaður sagt. En ekkert kom fram, sem til þess benti að honum væri kunnugt um á- setning bænda að steypa þéirn riddurum af baki. Enn er það í myrkrunum hulið, hve lengi þessir bændur, sem titra af vonzku út af því, hvernig með þá er farið, og finna, að þtir eru sviknir og hlunndregnir við hverjar einustu kosningar, halda áfram að nota kjörseð- ilinn sem bænarskjal um, nð áfram sé haldið að svíkja þá og pretta. Þetta sama kvöld losnaði maður við manninn í brúnu fötunum og óskum við honum til hamingju í hans róman- tiska hjónabandi. Og nú koma óvenjulega góð útvarpskvöid. Sinfóníuhljómsveit á þriðjudag og Þorsteinn Ö. með kvæði eftir Kristján frá Djúpalæk. Þegar allir eru eðlilega hættir að taka mark á öllum ritdóm- um, þá er upplestur listfengra lesara í útvarpið ómetanleg kynning ungu rithöfundanna. Eftir það kvöld mun margur muna Kristján skáld frá Djúpa i-siÉteti tytfj{jÉÍhvitað] um hann áður. Á miðvikudag- inn kom Sveinn Ásgeirsson með ,jHver veit?“ Það er tví- mælalaust að verða bezti fasta- þáttur útvarpsins og mætti verðá enn fastári vikulega. Hann minnir á þáttinn hans Péturs með getraununum að því að fá áheyrendur í starf í sambandi við fræðiefni, sem mjög eru við alþýðuhæfi. Eng- um hefur tekizt betur en Sveini" að stjórna skemmtileg- um óþvinguðum samræðum. Á kvöldvöku Búnaðarfélags fslands voru frábær atriði. Ragnari Ásgeirssyni misleg.gj- ast aldrei hendur í frásö.gnum. Þær verða alltaf í senn fræð- andi og skemmtilegar. Hann er einn 'þessara manna, sem að fomum hætti íslenzkum lætur hina hversdagslegustu og yfir- lætislausustu hluti mótast af listfengi. Þá var ekki síðri frásögnin af Kúlu-Glúmi, í stíl Ásgeirs frá Gottorp og fram- sögn Brodda. Það væri efni í heila ritgerð og gæti verið efni í doktorsrltgerð, hvílíkum frá- bærum dramatískum krafti ís- lenzkur sveitabóndi getur náð í æviferil einnar sauðskepnu. Vikan var kvödd með tæru listaverki norsku undir stjóm Þorsteins Ö. og eftirleik Tón- listarfélagskórsins. Ef svo margt góðra hluta mættu marg- ar vikur bjóða, þá gætu margir betur við unað en nú er. En dökkasti blettur útvarps- ins er erlenda fréttaþjónustan. Hlægilegur ámátleiki hennar hefur ef til vill aldrei komið betur í ljós en í þessari viku. En það verður enn að bíða að leitazt verði við að gera henni viðhlítandi skil. . Gunnar Benediktsson. iílokkunnn® Félagar! Iíomið í skrifstofu Sósíalistafélagsins og greið- ið gjöld ykkar. Skrifstofan er opiu daglega frá kl. 10-12 f.h. og 1-7 e.h. „Þegar þú kemur þar í sveit, sem þrímenht er á dauðri geit' Fyrir rúmum 18 árum tókst loks eftir margar tilraunir að stofna stéttarfclag bifreiðar- stjóra í Rvík sem lifað gat alla byrjunar örðugleika. Fékk það nafnið Bifreiða- stjórafélagið Hreyfill. Ekki má rugla því saman við Bifreiða- stöðina Hreyfil, því þ'au félög er óskyld þó þau illu heilli heiti sviptiðu nafni Fyrstu ár félagsins, voru þess blómaskeið. Félagsmenn voru yfirleitt mjög áhugasam- ir um mál sín, og stóðu saman sem einn maður, enda varð fljótt breyting til batnaðar á kjörum þeirra. Á þeim tíma voru félagsmenn flestir vinnuþégar, og félag þeirra Hreyfill var verkalýðs- félag. Þá voru menn kosnir í trúnaðarstöður eftir hæfni, og því áliti sém þéir höfðu skap- að sér, innan félagsins. Öll fé- lagsstörf voru unnin endur- gjaldslaust. Hjálpfýsi og félags- hyggja einkenndi starfið, og ef á einn var ráðizt var öllum að mæta, ef nokkur sanngimi gat með því mælt. Svo liðu tímar og féiagið stækkáði, én stærð og gæði hlut- anna fara ekki alltaf saman Þeir sem eigá sinn eigin bíl, og kallaðir sjálfseignarmenn, voru fáir í fyrstu. Þeir voru tekmr inn í félagið sem nokkurskonar styrktarmeðlimir. Þróunin varð svo sú að þeir urðu fjölmenn- astir og gátu öllu ráðið í félag- inu. Þetta þótti ekki heppilegt og var félaginu skipt í þrjár deildir: Sjálfeignarmannadeild, Vinnuþegadeild og Strætisvagn- stjóradeild. Hver deild fjallar um sín sérmál og á 2 fulltrúa í stjórn félagsins en 7. msður. formaður kosmn saroeigin' .;ga. Nú er ekki lengur spurt um hæfni manna eða álit, neidur er þ'rætt eftir hápólitíski'm réfiJ- stigum, og hver og eirm verður að sætta sig við það framboð sem fámennir hópár ákvðða. og stilla upp á langa lista. I a’Iar trúnaðarstöður og fastor nefnd- ir er kosið með einum krossi, hversu skringileg nöfii sém þar er að finna. Með þessu móti hefur mótlierj um verkalýðshreyfingarinnar tekizt að ná tangarhaldi á fé- lagimu og eyða áhrifum þess sem verkalýðsfélags. Svo nú er ekkert eftir nema nafnið. Þetta sannaðist mjög glöggt í verk- falli strætisvagnstjóra 1951 og aftur þegar eftirleikur þess var háður og mörgum vagnstj. var sagt upp vinnu. Fólagsstjórn lagði blessun sína yfir, og stundi ekki þungan. Og í þriðja skipt- ið í verkföllunum miklu í des. í vetur, þegar annar stjórnar- meðlimur vinnuþegadeildar, Niels Jónsson gerðist svo djarf- ur að taka sjálfur þátt í hinum fræga 100 manna leiðangri sem átti að brjota verkfallsverði á bak aftur við Hólmsárbrú. Nafnið Niéls Jónsson er eitt af þéssum skringilegu. Skömmu eftir að þetta gerðist upplýsti hann á fundi að hann vissi ekki hvernig deildarskipt- ingin í félaginu er, eða fyrir hverja hann var fulltrúi. Marg- ir héldu að honum hefði orðið mismæli, en hann tók allan vafa af sjálfur í seinni ræðu sinni og endurtók fyrri misskilning sinn. Neðar er tæplega hæjgt að kom- ast í þekkmgu á félagsmálunum. Sennilega á hann íslandsmétið í þessari grein, ef ekki meir. Fjórða sönnunin fyrir því að Hreyfill sé ekki lengur verka- lýðsfélag er sú að nú er Eiríki Stefánssyni stillt upp í stjórn. J]n ekki er vitað að hann haff unmið sér neitt annað til frægð- ar, en að taka þátt í fyrmefnd- um 100 manna leiðangri. Verð- launin fyrir óslökkvandi hatur- á þeim sem hann heldur að sé minnimáttar, — í þessu tilfelli verkafólkið, á að verða sæti í stjórn, í einu af félögum þess, — eða sem einu sinni var. Þegar ég sé þrífylkimguna ríða þannig úr hlaði, koma mér í hug orð Jónasar. Ég sé ekkí betur en að tíkargörn sé táum- bandið og tófuvömb se áféiðiði og ekki vantar að rófan horfivá móti þér. Bilstjóri. Hver veit? — Umferðin kringum sjúkrahúsin — Landnemanum fagnað EINHVER, sem undirritar bréf sltt „Hlustandi við Danmerk- urstræti 12“, hefur sent Bæj- arpóstinum eftirfarandi bréf: — „Spurningaþátturinn „Hver veit?“ er vafalaust einhver merkasti dagskrárliður út- varpsins, og eiga forráðamenn þess sanaarlega þakkir skild- ar fyrir þá hugvitssemi og þann stóruhg að koma á jáfn einstæðum þætti. Sérstaklega kunnum við hlustendur vel að meta hina óbrigðulu biskup- legu alvöru stjórnandans. I slíkum þætti á glens og gam- an ekki heima, því að þar er spurt að æðri rökum. — Eitt verða svaramena að læra: að kvelja ekki spurningameistar- ann með óþörfum og óviðeig- andi spurningum, enda alls ekki hans að svara. Dæmi: Grænland er dönsk hjálenda (sbr. úrskurð háttv. nefudar), og því sérlega hjákátlegt að nefna Farvel-höfða jafn ó- heppilegu nafni og Iívarf, eða Danmerkursund (sem er nú bara sund — sést milli landa!) Grænlandshaf. Ennfremur var allsecidis óþarft á sínum tíma hjá einum þátttakenda að trana fram Graziu Deleddu; hún er hvort sem er lítið sem ekkert lesin nú orðið. — Eg hef þá ekki pistilinn lengri, en bíð óþreyjufullur eftir að mega heyra hina hljómfögru, al- vöruþrungnu rödd meistarans, og vona, að næst veljist til þessa merka þáttar svara- menn, er séu stjórnandanum fyllilega samboðnir. — Hlust- andi við Danmerkurstræti 12“. 'k „SJOKRAVINUR“ skrifar: — „Undarlegt finnst mér, ef bæjaryfirvöldin sjá sér ekki fært að láta stöðva umferð að næturlagi um nærliggjandi götur sumra spítalanna í bæn- um. Nú virðist sem þeir telji það ógerning. Hvað kemur til ? Hvers vegna er ekki hægt að hafa skilti á standi úti á miðj- um götunum í nágrenni spít- ala, þar sem á er letrað, að umferð sé bönnuð ? Mér finnst, ekkert sé auðveldara. Það má beina þessari næturumferð, GAMALL ÆFR-félagi skrifar: sem oft og tíðum er að miklu leyti óþörf, inn á aðrar göt- ur. Skólavörðustígur ofanvert fyrir framan Ilvítabandið, er alls ekki nauðsynleg umferða- æð, sizt að næturlagi, og svo ég tali nú ekki um götu eins og Kárastíginn. Þarna mætti beina ökutækjunum ;un á Bald ursgötu og Þórsgötu, Njarðar- götu, o.s.frv. Á morgnana, segjum kl. 8 gætu svo lög- regluþjónar eða aðrir umsjón- armenn séð um að fjarlægja merkin. — Sama máli gegnir um Túngötu fyrir framan Landakot, Þingholtsstræti fyr- ir utan Farsóttarhúsið, Tjarn- argötu framan við Sólheima. Landspítalina einn nýtur þess að standa fjarri umferðagötu, og þykist ég þó vita, að þang- að berist ýmiskonar hávaði á stundum, bæði frá nærliggj- andi umferðaæðum og utan af flugvelli. — Sjúkravinur." — „Það er gleðilegt að sjá,. hvernig Landheniinn, okkar gamla og góða málgagn, er orðinn. Aldrei áður hefur hana verið jafn glæsilegur og að- standendur hans að sama skapi bjartsýnir. Þetta er gott. Nú er bara um að gera að halda áfram, koma honum reglulega út og sjá um, að hann verði lesinn af sem flest- um út um allt land. Það hef- ur aldrei verið eins nauðsyn- legt og einmitt nú. Við breyt- inguna og stækkunina vékur hann meiri athygli en áður. Hann er líka fjölbreyttari að efni, og getur samt orðið enn- þá fjölbreyttari, ef fleiri starfskraftar fást. Sem sagt, það er gléðilegt að sjá, að Landneminn heldur velli, þrátt fyrir bægslagang allra hasar- blaðárina, „ásanna“, „sann- söglis'- og „úrvals“-blaða, o.s. frv. — ÆFR-félagi“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.