Þjóðviljinn - 10.03.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.03.1953, Blaðsíða 12
KefSavítcurffygvelli lokað jstjóra ©g ss- lenzku Sögreglnna ef hún hSýddi sér ekki! Rétt íyrir kl. 10 í gærmorgun lokaði bandaríski herinn aðalhliði Keílavíkurílugvallar og hótaði að skjóta hvern þann er óhlýðnaðist, en íslenzka lög- reglan kvaðst engar íyrirskipanir hafa fengið um að flugvöllurinn ætti að vera lokaður og leyfði því um- ferð um hann. Bandarísku hermennirnir hótuáu þá að skjóta ís- lenzku lögregluna, sem bauð þeim að ,,gera svo vel" — og stóð þetta í stappi nær klukkustund þar til völlurinn var opnaður aftur. Bétt fyrir ld'. 10 í gærmorgun komu bandarískir hermenn í brynvörðum bíl niður að aðal- hlií: flugvallarins og lokuðu því. Brátt komu bílar sem tilheyra vinnunni á vellinum og vildu bílstjórarnir komast áfranv. Is- lenzka liögreglan gaf þeim merki um að það væri lieimilt. Ætluðu að skjóta bílstjórann Bandarisku hermennirnir mið- uðu þá byssum sínum á fremsta bílstjórann og einn úr hópnum gekk til hans og tilkynnti hon- tim að hann yrði skotinn ef hann hreyfði sig. Bílstjórinn svaraði því að íslenzka lögregl- an hefði leyft sér að halda á- fram. Friðrik Ólafsson varð hraðskákmeisfari Hraðskákmótinu lauk á sunnu- daginn með sigri Friðriks Ól- afssonar. Friðrik hafði 20 vinninga, vann 18 skákir, gerði 4 jafn: tefli og tapaði aðeins einni skák: t keppninni tóku þátt margir snjöllustu skákmenn landsins. Annar varð Lárus Johnsen með 19 l/z vinning og þriðji Guð- mundur Ágústsson með 19 vinninga. Fé en ;•] Grindavík. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Á sunnudaginn féll Iítill dreng- ur út af bryggju hér, en vél- stjórinn á v.b. Ársæli Sigurðs- synj frá Hafnarfirði, Kristján Jóhannesson, stakk sér til sunds eftir drengnum og náði honum á síðustu stumlu. Drengurian var meðvitund- arlítill þegar hann náðist, en ihann mun vera um 6 ára gam- all og heitir Jón Ingason og var sent eftir ljósmóður stað- arins til þess að gera á honum lífguoartilraunir. Líður drengn- um nú vel eftir baðið. Nokkrir bátar er áttu net úti fóru á sjó í gær, en afli var tregur. i Iívenfélag sósíalista heldur félagsfund n.k. fimmtndag á Þórsgötu 1 ld. 8.30. Nánar auglýst síðar. íslenzka lögreglan átti að hljóta sömu örlög Bandarísku hermennirnir sneru sér þá að íslenzka Iögregluþjón- inum og hótuðu að skjóta hann ef hann leyfði nmferð um völl- inn. Lögregluþjónninn kvaðst engar skipanir hafa fengið frá sínum yfirmanni úm það að flugvöllurinn ætti að vera lokað- ur, og eftir þvl myndi hann haga sér. Þeir skyldu bara skjóta sig. Hermennirnir fóru þá í sím- ann og hófst nú stapp er endaði meí því að flugvöllurinn var opnaður -til umferðar nær klukkustund síðar. Uppi á flugveliinum var einn- ig allt stoppað og var hættu- merkí gefið þar um kl. 9. Þykir Suðurnesjantönnum batídaríski herinn gerast ærið heimaríkiir. Geklt í málarekstri útaf þessu á vellimfin í gær og tókst Þjóð- viljanum ekki að ná tali af full- trúa sýzlumannsins, íslenzka lögreglustjóranum á vellinum, vegna anna hans út af tiltæki þessu. Minningarfundur um Stalin Gröndal Aliþýðublaðið skýrði frá því fyrir -nokkru að SÍS reyudi að torvelda starfsemi pöntunarfé- laganna i bænum með því að neita þeim um vörur. I fyrra- dag svarar Tíminn með því að birta grein úr Sam- vinnunni um málið — eftir Benedikt Grön dal, varafor- mann Alþýðu- flokksins. Hann kemst að orði í grein sinni m. a.: „Ef reynslan hefði sýnt að pöntunarfélögin gætu átt fram- tíð fyrir sér og veitt lands- mönnum hagkvæmari vörudreif- ingu, mundi málið horfa öðru- vísi Við, og þá væri hægt. að kalla það skort á samvinnuhu.g- sjónum, að hlúa ekki að þessum félögum, eins og blaðsnepili einn í Reykjavik hefur gert. En svo er ekkí, eins og hér hefur verið sýnt fram á“. Hvað skyldi formaður Al- þýðuflokksins, ritstjóri Áiþýðu- blaðsins, segja um þessi um- mæli varaforma.mis síns ? Minningarfundurinn sem MÍR gengst fyrir um Stalín hefst í Austuibæjarbíói í kvöld kl. 9.30. Þar flytur Þórbergur Þórðarson ávarp, Kristinn E. Andrésson flytur miinningarrasðu, Guðm. Jónsson syngur einsöng, Sverr- ir Kristjánsson flytur erindi um Stalín, Ottó N. Þorláksson flyt- ur stutt ávarp, Þorsteinn Ö. Stephensen les úr ritum Stalíns, Hannes M. Stephensen flytur á- varp, og að lokum syngur Söng- kór verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Kynnir verður Jón Múli Árnason. Aðgöngumiðar fást í Bókabúð Máls og menn- ingar, KRON og í skrifstofu MÍR. Pantaðir aðgöngumiðar þurfa að sækjast fyrir kl. 5 Þriðjudagur 10. marz 1953 — 18. árgangur —- 57. tölublað Sókn mótmælir hugmynd- inni um íslenzkan her 1 gærkvöld var fnndur í Starfstúllmafélaginu Sókn. á fund- irnun var saniþykkt einróina mótmæli gegn hinni illræmdu h'ug- myiid þeirra Bjarna Ben. og Hermanns Jönassonar um stofnun innlends hers. Á" þessum fundi var einnig rætt um það tiltæki stjómar Ríkisspítalanna að hækka fæðis- verðið fyrir starfsfólkinu er þar vinnur, þvert ofan í nýgerða samninga um verðlækkun neyzluvöru. Voru ræður allar á einn veg um að fordæma þessa framkomu og bregðast við gegn heani eins og vera ber. Var að lokum samþykkt einróma tiliaga um að ítreka áður samþykkt mótmæli félagsins gegn fram- komu stjórnar Ríkisspítalanna í þessu máli, og félagsstjórninni falið að veita allan nauðsyn- legan stuðning starfstúlkunum, sem orðið hafa fyrir barðieiu á þessari ráðstöfun spitalastjórn- arinnar. ýUm þetta verður nánar ritað síðar hér í blaðinu. Ágætur friðar- fundurá Akureyri Akureyri. •• Prá fréttaritara' Þjóðviljans. Friðarnefnd kvenna hélt al- mennan friðarfund í Alþýðuhúsinu hér á sunnudaginn. Húsfyllir var. Sr. Pétur Sigurgeirsson flutti bæn. Ólafur Tryggvason bóndi flutti ræðu. Ásdis Jóhannsdóttir, nemandi úr Menntaskólanum flutti einnig mjög snjalla ræðu. Eirikur Stefánsson söng einsöng og að lokum var sýnd kvikmynd. Friðarfundurlnn var fjölsóttur Fundur Menningar- og friðarsamtaka kvenna í Stjörnubíói s.i. sunmidag var ágætlega sóttur og sýndi áliuga manna fyrir friðarmálúiium og afstöð'u kirkjunnar til þeirra. Viktoria Halldórsdóttir form. Menningar- og friðarsamtaka kvenna setti fundinn með stuttu ávarpi en fundarstjóri var Svafa Þorleifsdóttir. Sr. Árelíus: Séra Árelíus Níelsson var fyrsti ræðumaður. Kvað hann nú svo komið að ekki virðist hægt að vinna fyrir fegurstu liugsjónamál mannkynsins, án þess að vera borinn út úr þjóð- félaginu. Hann kvaðst tala í nafni kristindómsins og Is- lands og ekki óbrjálaður lúta neinu eplendu valdi. Kvað hann1 tíma yiðsjárverða nú, gjafir væru þegnar, hervernd þökkuð og svarizt í fóstbræðralag. — Jafnframt ræddu ráðamenn þjóðarinnar um að senda syni hennar í her. Skoraði hann á íslendinga. að gæta heiðurs síns og sóma. Kvað hann það dýr- mætasta er ísland ætti vera saniansett úr sjö meginatriðum er væru þjóðernið, móðuimálið, lögin, jafnréttishugsjón, frels- ishugsjónin og drengskapur. Kvað hann kirkjúna vera hinn rétta friðflytjanda og myndi hann marka friðarvilja kvenna á því hve vel þær sæktu kirkju sína. Séra Björn Jónsson: Séra Björn Jónsson kváð mannkynið aldrei myndu öðlast frið nema þvíaðeins að hver einstaklingur legði fram sinn skerf í baráttunni fyrir friði. Það er ekki nóg að þrá frið, sagði hann, við verðum einnig að leggja fram starf. Kvað ihar^.Ti' íriðarhugsjónina óaðskilj- anlega hlutverki og starfi kirkj- unnar. Og hver maður þyrfti að öðlast innri frið. Frú Sigríður: Frú Sigríður Eiríksdóttir sagði frá dvöl sinni í Vjn 1922 eftir ógnir fyrra stríðsins bg frá dvöl sinni í Vín í desembér sl., þar sem hún leit aftur j eftir 30 ár samskonar hryggð- armyndir stríðs og eyðilegg- ingar' „stríðfehetjurnar“ betl- andi á torgum. Ekkert getur bjargað heiminum nema friður, sagði hún. Þess vegna hefðu nú konurnar heitið á prestana að vinna með sér að friði, ekki sem hálfvolga menn, hrædda um mannorð sitt heldur sem hugdjarfa menn fyrir mesta nauðsynjamáli mannkynsins. Sr. Jakob: Séra Jakob Jónsson sagði nokkuð frá reynslu sinni sem prests í stríðsþjóðarlandi og kanadisku fermingardrengjun- um sínum er sendir voru í her- inn. Hann kvað það skoðun sína að ríkisstjórnin væri bor- in röngum sökum er talið væri að bún ætlaði að stofna lier og rökstuddi það á þá leið að rík- isstjórnin sem ekki gæti útvegað biskupsdæminu tvo aðstoðar- presta hefði ekki efni á að kosta her! Frú Aðalbjörg': Að lokum talaði frú Aðal- Framhald á 3. síðu. Böðvar -Pétursson ferm. N.L.F.R. Aðalfundur Náttúrulækninga- félags Reykjavíkur var haldinn 5. þ. m. t Björn L, Jónsson, veðurfræð- ingur, skoraðist eindregið undan éndurkosningu, og var Böðvar Pétursson, kennari, kjörinn for- maður í hans stað. Meðstjórnendur voru kjörnir: Hjörtur Hansson, Ingólfur Sveinsson, Marteinn Skaftfells og Steinunn Magnúsdóttir, Félagar voru .um s. 1. áramót 919 talsins, þar af 85 ævifélagar. Á fundinum flutti Grétar Fells erindi um þrjá danska yóga, er hann hafði kynnzt í utanför sinni s. 1. sumar. Munið minningarfundinn um Stalín í Austurbœjarbiói kl. 9.30 í kvöld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.