Þjóðviljinn - 11.03.1953, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. marz 1953
Þjóðareining gegn her í landi IV*
V&wþ®kklát skMd og þÖQul skálá
Þú stóðst á tindi Heklu hám
og horfðir yfir Iandið fríða,
kvað Jónas, þegar hinn á-
gæti Páll Gaimard hafði gist
Islandi. Það var fagnaðarljóð
skáldsins og þakkarljóð til
góðs gests og Islandsvinar.
Þannig hafa skáld þjó'ðar-
innar fyrr og síðar fagnað
vinum íslands. Hver blær
frelsis bærði hörpustrengi
skáldanna, hver þytur nýrra
skóga, hvert framfaraátak.
Nýtt íslenzkt skip á freyð-
andi bárum var þeirra
gleði og yrkisefni. Þau hafa
staðið við hlið stjórnmála-
mannanna, verið spámenn,
veðurvitar og leiðtogar.
Pv-eynum að hugsa okkur
frelsisbaráttu Jóns Sigurðs-
sonar án ættjarðarljóða 19.
aldarinnar. Hver göfug hug-
sjón hefur átt skáldin að
málsvörum. Matthías, Stein-
grímur, Bólu-Hjálmar og
enn aðrir fögnuðh í Ijóði
komif Kristjáns konungs ní-
unda „með frelsisskrá í föð-
urhendi" til Islands. Guð-
mundur Guðmundsson og
fleiri skáld bjóða Friðrik
áttunda velkominn, fána-
sigrinum er fagnað með
ijóðaflóði og ber kvæði Ein-
ars á faldinum, Alþingishá-
tíðin er mikil ljóðahátíð og
tugir skálda ortu frelsisljóð
á lýðveldissumrinu, enda
voru skáldin á þeim hátíðum
kölluð á vettvang til þess
að tjá það í lífvænu Ijóði,
sem þjóðinni allri lá á hug
og hjarta.
O^O
En við þann stóratburð,
að verndarher kemur til
landsins gerist hið fá-
heyrða á Islandi, að allir
ljóðasvanir hljóðna, — þá
stillir enginn hörpu til lof-
söngs, — enginn kveður í
ranni gleðisöngva. Samt
mætti ætla að söngvar væru
í lofti, þegar 3 þús. manna
herliö er sett á land að ósk
ríkisstjórnar Islands óg Al-
þingis til þess að vernda
líf okkar og eignir, ef á
þyrfti að halda, — veita
okkur öryggi og frið, sem
við þráum af hjarta, —
þegar sendimenn eins mesta
herveldis sögunnar standa á
útskögum landsins reiðu-
búnir til þess að fórna lífi
sínu fyrir land okkar og
þjóð.
O 0 O
Jú, svo sannarlega mætti
telja slíkan viðburð fagnað-
arefni. En svo geigvænlega
bregður við, að nú slær
algjörri myrkurþögn yfir
skáldin, og á þjóðin þó
vissulega stóran hóp skálda
og vel menntan á þessum
dögum.
O 0 o
Og ef við rennum enn
huganum yfir lofgerð is-
lenzkra skálda munum við
sjá, að allt á sitt Ijóð:
Hakinn og skóflan og vélin,
skipið, kálgarðurinn, sáð-
sléttan, lietjur hafsins,
sláttumaðurinn, klerkurinn í
stólnum, barnið í vöggunni,
verkamaðurinn á eyrinni,
konan, sem kyndir ofninn,
— allt sem er Islandi gott,
allt, sem er í samræmi við
þróun og farsæld Islands, —
•hesturinn og kýrin og önnur
dýr landsins, selur á skerj-
um, fuglar loftsins, fiskur-
inn í sjónum, — jafnvel ýs-
an og steinbíturinn komin á
herzluhjallinn, — allt á sitt
loflega ljóð á Islandi, nema
hinn svokallaði „verndar-
her“ á Keflavíkurflugvelli,
— hann á ekkert Ijóð, —
enga ljóðlínu, — kringum
hann er andlegt 'dauðamyrk-
ur.
En þetta er teiknið, —
þetta er hið ömurlegasta fyr-
irbrigði á Islandi. Slíkt fyr-
irbrigði boðar ekki nema
eitt: feigðina.
Og úr því mun skorið á
nálægum tímum, hvort það
boðar feigð þjóðarinnar og
sjálfstæði hennar — eða
feigð hernaðarstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Annaðhvort
þessára atriða bregzt ekki.
Hversu ömurlegb má þiað
vera fyrir Is’ending að
standa i hinu andlega um-
komuleysi, ábyrgur fyrir
þessum her í landi, — horf-
andi á hina vanþakklátu
andans menn, sem ekki
virða verk hans, heldur
snúast gegn þeim. Því að
skáldin eru risin upp úr
þögninni og skera nú upp
herör til þess að fylkja liði
gegn hernaðarandanum á
Islandi og forkólfum hans.
Og hversu betra væri ekki
fyrir hinn umkomulausa
forsvarsmann að vera úr
vaxi heldur en holdlegur
líkami með sál og hljóta
skeyti frá hinni rísandi
fylkingu skáldanna, því að
Snorri Hjartarson hefur
brugðið ör á streng og bein-
ir markvisst að forvígis-
mönnum hemaðarins, Jón
Helgason hefur rist þeim
níð, Jóhannes úr Kötlum
flett þá spjörunum og sýnt
nekt' þeirra, Davíð hefur )
lausu máli gengið í berhögg
við þá, Kristján frá Djúpa-
læk brýnt sinn hjör og
brugðið að rótum meinsins,
Kristinn Pétursson ausið þá
háði. Einar Bragi breytt
trega æskumannsins í sókn-
arvopn gegn þeim, Þorsteinn
Valdimarsson kallað á huld-
ur landsins og dularöfl gegn
þeim og Guðmundur Böðv-
arsson veitir öllum upp-
sprettum landsins í eitt
stórfljót til að skola áhrif-
um þeirra út í hafið.
Og eru fþá áðeins nokkur
Ijóðskáld nefnd. Allir þjóð-
hollir Islendingar ganga í
fylkingu þeirra gegn hernað-
arandanum.
Við erum að vísu fædd í
veikleika, en styrkleiki okk-
ar mun vaxa í sókn, þegar
við stöndum sameinuð í
fylkingum andans manna,,
sem bera blysin í farar-
broddi. Og þar til markinu
er náð verður nú og alla
daga að vera okkar fyrsta
orð að morgni og síðasta að
kvöldir Þjóðareining gegn
erlendum her á Islandi. Upp-
sögn herverndarsamnings-
ins.
G. M. M.
Þurfa bflstjórar að
berjast innbyrðis
Kosning stjórnar og trúnað-
armanna í Bifreiðastjórafélag-
inu Hreyfli stendur nú fyrir
dyrum. I tveimur deildum fé-
lagsins hafa komið fram tveir
listar í hvorri — annar borinn
fram af þeim, sem í tíma og ó-
tíma skreyta sig með nafninu
,,lýðræðissinnar“ þ.e. stuðnings-
menn núverandi afturhalds-
stjómar í landinu. Hinn borinn
fram af vinstri mönnum í fé-
laginu.
I tilefni af þessu er ástæða
til að spyrja:
Þurfa bifreiðastjórar að
skipa sér í flokka um félags-
mál sín ?
Eru ekki hagsmunamál stétt-
arinnar sameiginleg fyrir þá
alla, hverjar skoðanir sem þeir
annars kunna að hafa í þjóð-
málunum í heild og í heims-
stjórnmálunum ?
Er þá ekki hyggilegra að
samstilla starfskraftana, á
stéttarlegum grundvelli, og
velja félaginu forystumenn
samkvæmt því, fremur en að
efna til flokkslegrar stjórnar-
kosningar, með tilheyrandi
pólitískum erjum í kosningun-
um og viðvarandi þrefi á fé-
lagsfundum.
Eg býst við, að mikill meiri-
hluti félagsmannanna mundi,
við rólega yfirvegun, játa þessu
— a.m.k. með sjálfum sér.
Samt er raunin sú, að í stað
•samstarfs á að efna til orustu
í félaginu.
Geta þá ekki pólitískir and-
stæðingar innan félagsms unn-
ið saman að félagsmálunum ?
Jú, þeir geta það. Um þnð
höfum við alveg nýtt og mjög
greinilegt dæmi þar sem er
deila fráfarandi félagsstjórnar
og strætisvagnstjóranna.
Félagsstjórnin hafði, að því
er hún sjálf taldi, lagt sig alla
fram um að leysa máiið — en
ekki tekizt það. Þá er —• sam-
kvæmt tillögu PÓLITÍSKIíA
ANDSTÆÐINGA FÉLAGS-
STJÓRNARINNAR -£■ kosin
nefnd til að vinna MEÐ
STJÓRNINNI að lausn þessa
viðfangsefnis. 1 nefndina eru
kosnir næstúm eingctngu póli-
tískir andstæðingar stjórnar-
innar. En þeir vinna með henni
af þeim heilindum, að á næsta
félagsfundi finnur einn af
stjórnendum félagsins, hvöt hjá
sér til að þakka þeim sérstak-
lega- vel unnið starf.
Árangurinn af þessu samstarfi
hinna pólitísku andstæðinga í
félaginu varð líka sá, að það
tókst að leysa vandamál, sem
félagsstjórnin hafði gefizt upp
við.
Rökrétt framhald af þessu á-
gæta samstarfi hefði verið það,
að efnt hefði verið til sam-
star-fs sömu aðila um kosningu
stjórnar og trúnaðarmanna í
félaginu —■ enda var leitað máls
á því af hálfu sósíalistanna,
en formaður félagsins vékst
undan umræðum um það og
taldi enga möguleika til slíks.
Þessvegna er nú ecm geng-
ið fram í andstæðum fylking-
um.
En ég held, að félagsmenn-
irnir almennt gætu > dregið af
þessu gagnlega lærdóma.
Þeir hafa séð það, m.a. af
því dæmi, sem ég nefndi, að
sósíalistarnir í félaginu hafa a.
m.k. ekki minni félagslegan
þroska heldur en aðrir félags-
menn.
Þeir hafa einnig séð það, að
það næst betri árangur í verki
þegar unnið er saman, í ein-
ingu, eins og gert var í fyrr-
greindu máli.
Af þessu geta þeir séð, að
það mundi nást beztur árangur
af félagsstarfinu í heild, éf
friður og eining ríkti í félag-
inu ■— ef samstarf allra beztu
starfskrafta félagsins kæmi í
stað sundurþykkis og deilna.
Stjórn félagsins þarf að vera
miðdepill slíks samstarfs — sá
samnefnari, sem hinir ólíku
faktorar félagsorkunnar ganga
upp í-
Það hefur ekki tekizt að
mynda samkomulag um slíka
stjórn, að þessu sinni. En fé-
lagsmennirnir hafa enn á valdl
sfnu að 'skípa málinu að nokkru
í þetta horf.
I vinnuþegadeild er aðeins
einn listi, skipaður stuðnings-
mönnum núverandi félagsstjórn
ar. Þeir þrír menn verða sjálf-
kjörnir. Þeir félagsmenn, sem
Framhald á 11. síðu.
.GUÐMUNDUR sendir eftirfar-
andi líriur: ,yHinn 28. febrúar
las ég í Þjóðviljanum klausu,
sem tekin er upp úr reglugerð
um annarra kynstofna fólk, og
varðar aðallega sjómenn. í því
sambandi datt mér í hug að
skjó;ta því til hans Ólafs,. sem
fer með þessi mái, hvort ekki
væri rétt að ætla þeim lituðu
lika sérstakan björgunarbát.
Það væri þá hægt að mála
hann í öllum regnbogans. litum
og slettilistann svartan, en okk-
ar bát náttúrlega hvítan. Hægt
væri svo að hafa sér til dund-
urs, þegar legið væri í höfn,
að æfa kappróður á þessum
bátum og manna þá út með
hvítum og míslitum mönnum.
Það gæti þá svo farið, að við
fengjum þama duglega menn,
af öðrum litarhætti en okkar,
Því ekki sérstakan björgunarbát líka? — Um barna-
leikvellina — Bókasöínin
til þess að skreppa fyrir okk-
ur á Olympíuleikana. Tösku
gætu þeir að sjálfsögðu fengið,
ef séð væri um, að hún væri
ekki alltof þung. Þeir dökku
hafa á stundum fært stærri
þjóð en okkar álitlegan gull-
pening.
Það er nú Ijóst orðið, ef trúa
má, að Norðurlandaþjóðirnar
■hafa svipað ákvæði í sínum
reglugerðum, að undanteknum
bátnum. En það sakaði ekki, þó
að við sýndum dálitla hug-
kvæmni íram yfir þær, og gæt-
um þar orðið öðrum til fyrir-
myndar. Við erum hvort sem
er orðnir langt á eftir með á-
kvæðið um eldhúsið og sal-
ernið, viðvíkjandi mismunandi
hegðun manna á slíkum stöð-
um, og ekki er alveg víst, að
irienn í sjávarháska hagi sér
allir eins.
Við gætum líka með þessu sýnt
hinum lituðu mönnum mikla
kurteisi. — Guðmundur."
★
ÍNNIG 'HEFUR „Kona í Vest-
urbænum" sent eftirfarandi
bréf um barnaleikvellina: —
„Aldrei hafa leikvellirnir verið
eins illa hirtir og síðustu tvö
ár, og þó aldrei á þessu tíma-
bili verið eins slæmir og nú í
vetur; djúpar holur og tjarnir,
og drullan í mjóalegg. Leik-
völlurinn í Skjólunum hefur
legið að mestu undir vatni í
vetur. Leiktækin á barnaleik-
völlunum' eru allsstaðar að
ganga úr sér, enda fæst af þeim
máluð. Sem sé, allt útlit þeirra
bendir á niðurlægingu. Sjálf-
sagt er hægt að spara eitthvað
með því að sýna þessu engan
sóma og gera ekki neitt, en
verður það ekki dýr sparnað-
ur?
Blaðamenn og aðrir, sem á-
huga hafa á velferðarmálum
barna, geta skoðað þetta sjálf-
ir og sannfærzt um, að ég segi
satt. — Kona í Vesturbæn.um."'
★
ÁSTANDINU í bókasafnsmálum
þöfuðstaðarins lýsir „Skíði“
með eftirfarandi orðum: .......
Það er sextíu þúsund manna
höfuðborg. Eitt landsbókasafn
með litlum og aristokratiskum
lestrarsal. Skólabörn reyna að
troða sér þar inn og eru illa
liðin, bæði af fræðimönnum og
bókavörðum. Engin lesstofa fyr
ir nemendur við sjálfa skólana,
að háskólanum einum undan-
teknum. Aðalstöðvar hins svo-
kallaða Bæjarbókasafns lokað-
ar sökum fyrirhyggjuleysis
bæjaryfirvaldanna við að koma
safninu í viðunandi húsnæði í
tæjka tið. Safnið var borið
út!! . . . .“