Þjóðviljinn - 02.04.1953, Síða 4

Þjóðviljinn - 02.04.1953, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. apríl 1953 Þjóðareining gegn her í landi Fljótið vex í vorleysingum Vorleysing. Með fullum rökum má segja, að vetrarríki hafi lagzt yfir hugarfar þjóðarinnar við komu herliðsins. í því vetrar- ríki hafa mörg blóm landsins kalið, önnur staðið hnípin og spurt: Hvenær kemur vorið J Uggur og kvíði hefur magn- ast í hverri sveit landsins, því að forsvarsmenn hersins hafa hrópað, að yfir okkur vofi hættur og ógnir ,og í skjóli óttans er þjóðinni stjórnað til ófarnaðar. .Nú sjást þess þó ýmis merki að vorið sé í námd. Það er hlýtt inn við hjartarætur landsins og litlu uppspretturnar, sem aðeins sitruðu yfir grásteina, taka nú að renna í straumi með kátum nið og sameinast öðrum uppsprettum og lind- um, sem mynda lækina og loks fljótið. Þetta eru einstaklingarnir sem nú koma fram í dagsljós ið með varma þeirrar hug- sjónar að aftur vori í þjóð- lífinu, ef við sameinum !; krafta okkar og hug gegn hernaðarandanum á Islandi. !; Það er vissulega vorleysing í vændum. Verður þjóðarráðstefnan á Þingvöllum eða í Keflavík? Spurt hefur verið: Verður þjóðarráðstefnan á Þingvöll- um, eða verður hún í Kefla- vík? Um þetta hafa engar ákvarðanir verið teknar ennþá, ea verður auglýst upp úr páskunum. Sjálfboðalið- arnir spyrja: Hvað getiím við gert til gagns ? Svar: Talið við fólk, sem er á móti hemaðarandanum, skrifið lista yfir alla þá, er þið þekkið ög liklegir eru til sam starfs. Myndið hópa þess fólks, er vill leggja hönd að verki, þegar kallið kemur. Sendið undirrituðum nöfn ykkar og lista yfir samstarfs- fólkið. Einingarandinn þróast og vex. • Fjölda margir hafa tjáð fylgi sitt við þjóðareininguna gegn her í landi. Ungur lög- fræðingur skrifar: — Kæri Islendingur. -— Ég hef fylgzt með greinum þínum í Þjóð- viljanum og met þær mikils. Það sem ég vil þér er að bjóða fram krafta mina til þess að hjálpa ykkur við á- formanir ybkar um frelsua landsins. — Þessi ungi mað- ur hefur nú fengið verkefni og kemur brátt fram í dags- ljósið á opinberum vettvangi. Tveir listmálarar ætla að gefa teikningar sem innlegg í andspyrnuhreyfinguna. Önaur teikningin er komin og mun birtast í fyrsta tölublaði Þjóðviljans eftir páska. Hún fellur inn í kvæði Kristins um liti Islands og lit hersins, þar sem hermenn eru að hella biki yfir íslenzka fán- ann, sem breiddur hefur ver- ið á þjóðveginn, en utanrík- isráðherra landsing. stendur brosandi hjá og tekur ofan. — Hin myndin á að vera táknmynd andspyrnuhreyf- ingarinnar og ef til vill merki hennar. — Tónskáld og ljóð- skáld hafa gefið kvæði og ljóð, verlcamennirnir skrifað mér bréf og sent mér nafna- lista, konur lýst fylgi; sínu, þeirra á meðal nokkrar mik- ilhæfár þjóðkunnar konur, og' jafnvel heil samtök, fjöl- menn, hafa ráðgert að sam- einast andspyrnuhreyfing- unni. Um þetta verður nán- ar rætt upp úr páskum. En á öllu er auðfundið, að leys- ingin er hafin, og með vor- inu mun fljótið streyma fram óstöðvandi með frjóefni á endurheimt akurlendi þjóð- lífsins. Heiðruðu samherjar og sjálfboðaliðar. Notið há- tíðina til þess að ræða við fólk um þetta miklá málefni. Skrifið mér, sendið nöfn sam- herja og aðrar upplýsingar, er að gagni koma. Eftir há- tíðina verða birtar ýmsar fregnir, sem ekki er tíma- bært að segja frá að svo stöddu. Sameinuð sigrum við. G. M. M. Pósthólf 1063 Og svo er hér verkamapna- bréf: Heill og sæll, G. M. M. Kærar þakkir fyrir þínar ágætu greinar: Þjóðareining gegn her í landi. I kafla III. óskar þú þess, að við sendum lista yfir þá, er við teljum liafa gert landi voru mest ógagn og skaða allt frá landnámsöld til vorra daga. En þar sem þú bind- ur hámarkstölu við 32, fæ ég ekki séð, að hægt sé að skrifa þann lista, án þess að sumir vel verðugir yrðu sett- ir hjá. Ég álít arftaka Giss- urar Þorvaldssonar og Gvend ar ríka hafa aukið svo kyn- sitt á íslandi allra síðustu ár, að langt taki yfir 32. Eg álít glæpi þeirra meiri en svo, að hægt sé að tala um ó- happamenn og menn, er unn- ið hafi landi og þjóð ógagn, þvi: Þeir sem stýra bæ og borg, við blárra f jalla rætur. Iíönum selja kofa og torg, konurnar og dætur. Enn spyrð þú, hvort lík- legt sé, að einhverjir þessara óhappam. muni krefjast full- tingis okkar í sumar til að fá að stjórna þessu landi næsta kjörtímabil. Já, marg- ir. Þá fara þessir herrar í gömlu gæruna utan yfir úlfshaminn, lofa okkur þessu, sem þeir eru búnir að lofa í 2-—3 kjörtímabil og svíkja jafn oft. Síðan spila þeir gömlu plötuna um illsku og fláttskap austrænna þjóða, og spara hvorki stór orð né fullyrðingar; og eru þá ekki liafðar neinar áhyggjur af hlutleysi útvarpsins, enda ó- þarft þá frekar en endranær, þar sem það er þverbrotið æ ofaní æ af blindfullum ,,dele- röntum", misjafnlega mikið fullum eins og gengur. Já, ég sagði fullir ,en ekki af víni; ég 3egi, því er ver, því minni skaða og smán hefði það gert íslenzkri þjóð, að fá vín- drukkinn „róna“ í útvarpið 10 mín. á viku, en menntuðu rónana, er þar koma blind- fullir af bandarískum áróðri, sömdum og túlkuðum í því augnamiði að sætta íslend- inginn við alger bandarísk yf- irráð. — I sumar verðum við enn keyrð að blýansstúf rík- isins, þessum sem hangir í spotta bakvið tusku. Þetta virðist hvorlci margbrotið né hættulegt tæki, en samt er það nú svo, að með honum hefur íslenzk þjóð kallað yfir sig eymdina og skortinn, af- salað landsréttindum og þjóðfrelsi og skipað sér enn á bekk meðal nýlenduþjóða. En nú verða þáttaskipti. Nú gerum við upp við þessa sendimenn dauð- ans. Nú erum við búin að sjá, hvernig þeir féflettu okkur á síðustu árum: sví- virðilegasta verzlunarokur, sem þekkzt hefur, óþolandi skattabyrðar, launagreiðsl- ur allof lágar miðað við dýr- tíð. Þó kostaði lítilsháttar lagfæring á kaupgjaldi næst- um því mannslíf framyfir venjulegan baráttukostnað. Hvernig þeir leysa húsnæð- isvandamálin vita allir. Ut- anríkismálin rekin með þeim endemum, að full ástæða er til að gefa þeím frí frá þeim. — Nei, mi þýðir ekkert fyrir þessa herra að æpa til okkar um hljóðnemann: Kjósið ekki kommúnista, því þá koma Rússar! Það flotholt auð- valdsins er úr sögunni ,sund- ur skotið af þeim, sem not- uðu það mest. En einkenni- legt hvað við trúðum lengi þessari andskotans vitleysu. Nú vitum við, að Rússar hafa aldrei farið fram á landvist- arleyfi hér; en Bandaríkin gerðu það áður en stríðið var búið, og eru hér nú fyrir til- stilli íslenzkra óhappamanna, (sem þú kallar, en ég vil velja önnur heiti). Þetta höf- um við allt skjallega sannað, já, meira að segja líka verk- lega sannað. Því nú búa her- ir hins erlenda stórveldis um sig á landi voru, hvar sem þeir helzt kjósa sér, og ná æ sterkari tökum á öllum vorum þjóðmálum. — Því er ég að þessu? Við erum sammála um þetta allt, nema orðið óhappam., og við, flestir kjósendur íhalds, ikrata og kerlu gömlu Fram- sóknar, sjáum nú óþokka samspil þessarar þrenningar og kjósum þá aldrei aftur. Það eina, sem getur bjarg- að því sem bjargað verður, er órofa þjóðfylking undir forystu Sósíalistaflokksins. Hittumst heil á kjördag, þar sem blýantur hangir í spotta bakvið tusku og not- um hann rétt. því nú varðar það líf eða dauða. Kjósandi. 4 Árni J. Einarsson sextugur Þriðja apríl 1953 er sextug- ur Árni J. Einarsson í Flatey. Hann er tvíburabróðir Guð- mundar J. Einarnsonar bónda á Brjánslæk, og óska ég þeim allra heilla á afmælinu. Foreldrar þeirra voru Jar- þrúður Guðmundsdóttir og Ein- ar Guðmundsson, sem allan sinn búskap bjuggu á Barða- strönd; þeir bræður fæddust á Skjallandafossi. ; Árni ólst upp með foreldr- um sínum, við Breiðfirzkar að- stæður, salt og sól. Hann hafði hlotið sanna veiðimannsnátt- úru i vöggúgjöf og er hún enn hans innsta gleði. Aðra náttúru hlaut hann einnig, sem ekki er jafn al- geng, það var liagleikur svo einstakur að segja má að einu gilti hvort bæta þurfti fínasta úrverk eða grófustu bátavél, allt var áf hendi leyst með sannri snilld. I lok fyrri heimsstyrjaldam byrjaði Árni búskap í Her- gilsey og síðar í Suðureyjum, en fluttist til Flateyjar 1930 og hefur búið þar síðan. Ásamt búskapnum stundaði Árni smflliar, meðal annars byggði hann marga báta. Eft- ir að vélar fóru að flytjast til 'andsins varð hann þeim sjálf- sagður læknir um vestanverð- an Breiða.fjörð, og munu þar um slóðir fáar vélar, bem aldrei háfa þurft að fá bót meina sinna hjá honum. Þar vestra hefur lengst af þurft um sjó að sækja hvaðeina, sem til bús var dregið, og gilti það jafnt land og eyjar, bátur fylgdi því búi sem kýr. Að eiga bát með bilaða vél er búmannsraun verri en margur hyggur. Það er því gott verk, sem Árni hefur af hendi leyst. því segja má að hann hafi fram á þennan dag haldið gangandi bátaflotanum á vest- ahverðum Breiðafirði. En Áma yfirs'ást það sem flestir eru glöggir á, að ganga eftir laun- unum, hann mun því aldrei hljóta kross. Árni hefur hin siðari ár stundað vélgæzlu við Hrað- frystihús Flateyjar, en hjálp- ar þó enn mörgum, sem eiga óþekkar vélar. Vestureyjar eru .flestar land- litlar, ekki sízt Suðureyjar og Hergilsey. Afkoma fólksins byggðist því mest á hlunnind- um og sjávarfangi. Hér voru því slyngir veiðimenn, á hvað sem róið var. Árni var góð Framhald á 11. síðu. Hvar er nú „hús guðs handa fuglum“ ? — Um úthlutunina frægu SVEINN skrifar: Nú fer bless- hátíðina til stórgróðabrasks ? uð páskahátiðin í hönd. Ég er — Sveinn. einn af hinum gömlu og trú- ,4. u'ðu, sem fagna páskum og ** öðrum hátíðum eins og trú- BÆJARPÓSTINUM hefur bor- uðum manni ber. Samt kviði ég fyrir þeim að nokkru leyti, en það er eiginlcga af alveg sérstakri ástæðu. Þannig er mál með vexti, að ég er ekki fjölskyldumaður og hef aldr- ei heldur komizt upp á lag rpeð að malla ofan í mig sjálf- ur. Ég kaupi allan minn mat á veitingahúsunum. En það er segin saga um hátíðir, að þau loka öli og láta okkur einsetufó’kið bjargast sem bezt vill. Ég held, að þeir séu miklu fleiri cn a'.mennt er ha’dið. sem ekki þekkja ne’na- fjölskvldur til aðdveljá hjií yfir stórhátíðir og verða því að húka í einmanaleika og svelti heima hjá sér. Þann- ig var það með mig á sið- astliðnum jólum, að ég sat einsamall heima og reyndi að gleyma gufspjalli og steik- með því að !esa Islendinga,- sögurnar. I kirkjuna fór ég þó, eins og trúuðum manni sæmdi. ‘En er nú ekki hægt að gera eitthvað fyrir fólk eins og mig? Er ekki hægt að hafa opið eitt einasta veitingahús — án þess að það noti sér izt alllangt bréf frá einhverj- um, sem kallar sig „Lista- mann“. Bréf hans er alltof langt til áð birtast í heild, en það fjallar um úthlutun listámannalaunanna hér á dögunum. Verður því horfið að því ráði að birta þann kafla þess, sem ætla má, að höfundinum sé mest í muna að fram komi, semsé „list- ann‘\ og er hann ’beítinn velvirðingar á því. Sá kafli hljóðar þannig: „.... En nú er ekki því að heilsa, að þessir ágætu herrar fylgist með því sem gerist i listum þjóðarinnar, hvað þá úti i hiiíum stóra heimi Ég þykist vita, að þeir hafi ekki hug- mynd um nöfnin á sumum beztu listamönnum okkar, einkum meðal yngri kynslóð- arinnar. Og verk þeirra þekkja þeir þar af leiöandi ekki. Samt eru þeir lábyrgir fyrir ,,úthlutun“ viðurkenn- ingar, ekki aðeins til skálda og rithöfunda, heldur einnig tii myndlistar- og tónlistar- manna, auk leikara! Hver skyldi trúa þessu eftir svo Framhald á U, eiðu. j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.